Vikublaðið - 02.07.1993, Page 13
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993
Ferðlr og náttura
13
Það er gaman að koma í Dyr-
hólaey, jafhvel þegar storm-
urinn æðir og ekki sést út úr
augum fyrir þoku og súld. Nátt-
úruöflin í öllu sínu veldi. En svo er
líka víðsýnt af háeynni í björtu
veðri: Uti fyrir ómælisvíðátta hafs-
ins. I vestri Vestmannaeyjar, þá
sandamir með ströndinni, Eyja-
þöllin, jöklarnir, Mýrdalurinn og
Reynisfjallið með dröngunum
framundan.
Lengst í austri Kötlutangi, sand-
tota sem teygir sig út í Atlantshafið
sem nagar af og brýtur. Ailt ffam á
síðustu ár syðsti oddi landsins en
hörfar nú undan sjávargangi. Er
ekki annars tilvalið að gá til fugla -
nóg er af þeini hér? Mest ber á kríu
og lunda að ógleymdum fylnum,
en þó er ekki nærri allt upp talið.
Skyldi máríuerlan verpa á sama
stað, undir þakskegginu á vitahús-
inu eins og í fyrra - eða þá stein-
depillinn?
Lífið virðist hafa sinn vanagang.
Helgi
Guðmundsson
Alltaf vekja þó tilburðir kjóans ein-
hvers konar sambland af andúð og
aðdáun. Grimmd, flugfimi og
snerpu virðast engin takmörk sett
þegar hann knýr álkulegan lund-
ann til þess að sleppa feng sínúrn
og hendir svo sjálfur á lofti með
snöggri vendingu þann hinn sama
feng.
Lífsbarátta - afrán - hin frjálsa
samkeppni grímulaus. Hvaða er-
indi skyldu menn eiga í Dyrhólaey?
Fyrir rúmum áratug var lagður
vegur út í eyna þannig að þangað er
nú hverjum manni fært. Vegagerð-
in tengdist útgerðardraumi sem
aldrei hefur ræst en mannvirkin
eru enn á sínum stað neðst í eynni -
aflóga skipsbrú, spil, vírar og raf-
magnslína - og grotna niður eng-
um til gagns eða gleði, minnisvarði
um sjálfsbjargarviðleitni. En veg-
urinn hefur fengið annað hlutverk
og nú er svo komið að honum
verður að loka í nokkrar vikur ár
hvert svo fuglar fái næði á eggtíð-
inni.
Friðlandið Dyrhólaey er nú
meðal fjölsóttustu ferðamanna-
staða landsins - e.t.v. fyrir tilverkn-
að útgerðardraumsins sem enn
hefur ekki náð að rætast en sem
virðist samt hafa alið af sér annan
atvinnuskapandi athafhadraum.
Menn sjá sér nú leik á borði að
beita eyna túrhestum og vilja ein-
hverjir „selja inn á svæðið". Um
þær hugmyndir vil ég ekki fjölyrða
en þær bera a.m.k. vott unt sjálfs-
bjargarviðleitni.
Þó er augljóst að bæta þarf úr
umhverfisspjöllum áður en til slílcs
kæmi. Ef ætlunin er að gera út á
„grænan túrisma“ verður að upp-
fylla væntingar viðskiptavinanna. I
því sambandi verð ég að geta þess
að hryggilegt er að sjá allar dauðu
og lemstruðu kríurnar sem liggja í
hrönnum undir rafstrengnum sem
ætlað var að knýja útgerðarævin-
týrið og liggur skemmstu leið yfir
varplönd kríunnar. Þarna ljúka þær
ævi sinni á strengnum margar
hverjar, þessir langförlustu fuglar
allra fugla. Og svipbrigðin í andlit-
um ferðamannanna lýsa undrun og
vandlætingu. Það er einhver stíll
eða sjanni yfir vitanuin uppi á há-
eynni en ósköp er hann ótótlegur
umbúnaðurinn í neðra.
Höfundurinn er íslensku-
fræðingur og leiðsögumaður
Ferðajöfurinn Páll Helgason í Vestmannaeyjum
Varð sextugur í húla-dansi
Bræ&umir Páll og Sigtryggur Helgasynir nýkomnir til Hawaii.
Nú eru tuttugu ár síðan
gaus i Eyjum og jafnlangt
síðan Páll Helgason hóf
störf við ferðaþjónustu þar. Páll er
einn af hinum dæmigerðu Vest-
manneyingum eða „orginal" eins
og þeir peyjarnir í Eyjum kalla
hann.
Páll hefur í þessi tuttugu ár unn-
ið af miklum krafti að ferðamálum
og starfrækir nú ferðaþjónusm
Vestmannaeyja, en hann og synir
hans fjórir reka 5-6 rúmr, bátinn
PH Víking sem fer skoðunarferðir
um eyjarnar, tvo gisdstaði, Bræðra-
borg og gistihúsið Heimi, veitinga-
húsið Við félagarnir og nætur-
klúbbinn Höfðann.
Arið 1990 var Páll kjörinn ferða-
frömuður ársins af tímaritinu Far-
vís/Afangar og nú nýlega fékk hann
Fréttapíramídann frá blaðinu
Fréttir í Vesmiannaeyjum sem við-
urkennngu fyrir framtak um ferða-
mál í Eyjum.
Þarf engan að undra þótt Páll fái
þessa viðurkenningu því hann hef-
ur áreiðanlega laðað fleiri ferða-
menn til Eyja en nokkur annar fyrr
og síðar, auk þess sem hann hefur
komið Eyjamönnum til útlanda á
vegum Guðna í Sunnu og Ingólfs
Guðbrandssonar. Þannig hafði Páll
einu sinni vel á fimmta hundrað
Vestmannaeyinga á sínum snærum
á Mallorka á sama tíma.
„Mér þótti enn vænna um að fá
Fréttapíramídann," segir Páll.
„Það er svo erfitt að vera spámaður
í eigin föðurlandi að mér finnst
meira til þess koma að fá þessa við-
urkenningu."
En Páll er í raun búinn að vera
meira en tuttugu ár í ferðaþjónust-
unni.
„Reyndar var ég ekki nema 11
ára þegar ég fór fyrst sem leiðsögu-
maður um Eyjarnar með ferða-
menn. Þá kom hingað hópur af
ffamsóknarmönnum og pabbi
sendi mig með þeim til að sýna
þeim það markverðasta. „Segðu
þeim bara það sem þú veist. Þú
veist miklu meira um Eyjarnar en
þeir,“ sagði pabbi og svo var ég
sendur með þeim.
Það er ekki langt síðan að kom
til mín ferðamaður af landi sem
spurði mig hvort ég væri ekki son-
ur Helga Ben? Hann mundi þá eft-
ir því þegar hann fór með mér í
skoðunarferð um Eyjarnar fyrir 45
árum.
Eg kryddaði lílca sögumar svolít-
ið á þessum tíma. Einu sinni fór ég
framhjá Kirkjubæ með fólk og ein-
hver spurði mig um mikinn leg-
stein með steypum veggjum sem
þar var. Eg sagði hugljúfa sögu um
elskaðan reiðhest bóndans sem
hefði verið grafinn þarna með öll-
um reiðtygjum og síðan steypt í
kring um leiðið vegna þess að kind-
ur og hestar hefðu nagað blómin af
því. Eg komst ekki upp með þetta
lengi því einhver fór að skoða leið-
ið og fannst hestsnafnið á legstein-
inum skrítið en þar stóð „séra Jón
Þorsteinsson píslarvottur."
Arni Johnsen bjargaði þessum
steini frá því að fara undir hraun í
gosinu og hann er nú koniinn aftur
á sinn stað þótt legsteinn séra Jóns
sé nú 60-100 metrum nær himna-
ríld en þá.
Það var samt eiginlega ekki fyrr
en í gosinu að ég byrjaði fyrir al-
vöru í ferðaþjónustunni. Aður var
ég með verslun eða sjoppu og
þangað kom mikið af ferðamönn-
urn sem var að spyrja til vegar um
Eyjarnar og forvitnast um hvert
þeir ættu að fara. Oft lokaði ég
sjoppunni og fór með þeim út. Svo
þegar fór að gjósa sneri ég mér al-
veg að þessu og hef verið í þessu
síðan þótt ég hætti um tíma í eitt
ár.
Ég byrjaði með eina rúm en þær
eru nú orðnar sex. Svo kom PH
Víkingur til sögunnar, en hann er
innréttaður eftir mínum óskum.
Víkingur er eiginlega draumsýn
mín og Sigurðar Karlssonar sem
hannaði bátinn. Hann hefúr reynst
alveg sérstaklega vel. Við sigldum
Víkingi til Akureyrar í fyrra á Vest-
norrænu ferðamálaráðstefnuna og
ferðin tók okkur 26-28 tíma. Síðan
var siglt með ferðafrömuði um
... og Sigtryggur bróðir lét sitt
ekki eftir liggja.
Eyjafjörðinn til að leyfa þeim að
kynnast bámuni.
Við höfum lagt rnikla vinnu í að
kynna okkur og bjóðum upp á
hvers konar þjónusm allan ársins
hring.
Ferðamannatíminn byrjar líka
snemma í Eyjum því fyrsm hóp-
arnir koma hingað í apríl-maí og
það eru annasamir mánuðir. A
þessum tíma koma skólakrakkar á
aldrinum 12-16 ára og það eru
bestu ferðamenn sem við fáum.
Þau bera höfuð og herðar yfir aðra
hvað varðar ffamkomu. Þessir
krakkar njóta ferðarinnar vel og
mörg þeirra koma aftur seinna,
jafnvel með fjölskyldu.
Allt ffá því í apríl eru líka að
korna hingað þýslcir ferðamenn á
vegum ferðaskrifstofunnar Atl-
antik, Það eru fastar vor og haust-
ferðir sem rekast ekki á við aðal
ferðamannastrauminn sem byrjar í
júní.
Það er nóg að gera allt árið því
svo koma líka til Eyja alls konar
hópar. Vænst þykir okkur um
kvenfélagskonumar utan af landi,
þær fá alveg sérstakar móttökur.“
Sjálfur hefur Páll ferðast mikið
um dagana og á sextugsaffnæli sínu
fyrir skömmu fór hann mikla ævin-
týraferð með Sigtryggi bróður sín-
um og vini.
„Ég var að grínast með það við
Sigtrygg bróður minn að ef ég færi
til Hawaii gæti ég verið 59 ára tíu
tímum lengur og haldið uppá af-
mælið í einn og hálfan sólarhring.
Einhvern veginn varð það svo úr
að við fómm og ég náði þessu tak-
marki auk þess sem ég varð 60 ára í
húla dansi! Þetta var mikil ferð og
skemmtileg og flugið hingað til Is-
lands aftur var þrettánda flugið í
ferðinni.
Ég er Vestmannaeyingur í húð
og hár og þótt það hafi stundum
ffeistað að fara eitthvað annað þá
kem ég alltaf hingað aftur. Mínar
rætur eru hér í Eyjum,“ sagði Páll
Helgason að lokum.
Ferðafrömuðurinn sextugi, Páll með vinkonu frá Havaii...