Vikublaðið - 24.02.1994, Qupperneq 23
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994
23
Við þurfum
nýja ríkisstjórn
Ályktun kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins í Reykjanesi
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi
áréttar að brýnt er að skipt
verði um stefnu og starfshætti í lands-
stjórninni. Vaxandi atvinnuleysi, auk-
inn kjaramunur, misrétti og víðtæk fá-
tækt setja æ meiri svip á íslenskt þjóð-
félag. í stað þess að takast á við þessi
vandamál eru forysmsveitir Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks önnum
kafhar við ýmist að troða flokksgæð-
ingum í embætti eða fyrirskipa brott-
rekstur þeirra sem hafa sjálfstæðar
skoðanir.
Nauðsynlegt er að sem fyrst korni
hér ný ríkisstjórn með þátttöku Al-
þýðubandalagsins sem festi í sessi
breytta stefnu og heiðarleg vinnu-
brögð. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar
er að tryggja fulla atvinnu, auka jöfn-
uð og félagslegt réttlæti, taka upp nýja
launastefnu, heþa siðbót og tryggja
eðlilegar leikreglur í stjórnkerfinu.
Alþýðubandalagið hefur lagt fram
ítarlegar tillögur um stefuugrundvöll
nýrrar ríkisstjórnar. A næsm mánuð-
um mun flokkurinn efna til viðræðna
víða í kjördæminu um framkvæmd
þessarar stefnu.
Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn gáfu íbúum í Reykjanes-
kjördæmi stór loforð í síðusm kosn-
ingum. Nýtt álver og nýsköpun í sjáv-
arútvegi og iðnaði átm að tryggja
sóknarskeið í kjördæminu. Skattar
átm að lækka en tekjur launafólks að
aukast. Allt hefur þetta verið svikið og
þinginenn og ráðherrar hafa flúið í
feit embætti. Frambjóðendur stjórn-
arflokkanna hafa rofið þann sáttinála
sem þeir gerðu í síðustu kosningum
við íbúa í Reykjaneskjördæmi.
Það er því brýnt að boða sem fyrst
til alþingiskosninga og veita nýrri rík-
isstjórn umboð til að stjórna landinu.
Tilboð á rennum
og niðurföllum
Bjóöum nú mjög hagstætt verð
á rennum og niðurföllum.
Rennur aðeins kr. 391 pr. m og
niðurföll kr. 430.- pr. m.
BLIKKSMÍÐI
STEYPUMÓT
BREIflFJORBS
BLIKKSMIDJA HF.
SIGTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK
SÍMI29022
FLOKKSSTARFIÐ
Birting Reykjavík
Opinn stjórnarfundur
Opinn stjórnarfundur verður haldinn laugardag-
inn 26. febrúar n.k. kl. 10:00 að Laugavegi 3, 5.
hæð.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Verðandi Kópavogur
Stofnfundur
nýs félags, VAKNINGAR, laugardaginn 26. febr-
úar n.k. í Þinghóli, húsi Alþýðubandalagsins,
Hamraborg 11.
Klukkan 15:00
Stofnfundur í Þinghóli,
Helgi Hjörvar, varaformaður
VERÐANDI talar.
Kosning stjórnar.
Kiukkan 21:00
Stofnfundarfagnaður í Þinghóli.
Skemmtiatriði og uppákomur,
m.a. tónlist og Ijóðalestur.
Veitingar seldar á vægu verði.
Undirbúningsnefndin.
Alþýðubandalagiö Hafnarfirði
Listahátíð
Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði
Framboðslisti Alþýðubandalagsins vegna bæjar-
stjórnarkosninganna í vor verður kynntur og af-
greiddur á Listahátíð í Fjörugarðinum föstudag-
inn 25. febrúar kl. 19:00
Léttur málsverður við vægu verði
Félagar og stuðningsmenn!
Mætum öll og tökum þátt í kosningabaráttunni frá
upphafi. Fram til sigurs í vor
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfundur á Hótel Sögu
Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til
fundar helgina 5,- 6. mars næstkomandi
Fundarstaður: Hótel Saga', salur A
Fundartími: Laugardag 5. mars frá kl. 10-19
Sunnudaginn 6. mars frá kl. 10-15
Dagskrá:
1. Samþykktir og verkefni frá landsfundi.
2. Umfjöllun um Útflutningsleiðina.
3. Stjórnmálaviðhorfið - umræður um efna
hags- og atvinnumál, sjávarútvegsmál og
landbúnaðarmál.
4. Önnur mál.
Kvennahreyfing Aiþýðubandalagsins
Kvennahreyfing - Kvennahreyfing !
Stofnfundur kvennahreyfingar alþýðubanda-
lagskvenna og annarra róttækra félagshyggju-
kvenna verður haldinn föstudagskvöldið 4. mars
kl. 20:00 að Hótel Lind við Rauðarárstíg
Auk hefðbundinna stofn- og aðalfundarstarfa
munum við krydda kvöldið með skemmtiatriðum
sem Steinunn Jóhannesdóttir undirbýr og hug-
leiðingu Dagnýjar Kristjánsdóttur.
Undirbúningsnefndin mun leitast við að fyrir fund-
inn verði send gögn varðandi hreyfinguna og ít-
arleg dagskrá til sem flestra alþýðubandalags-
kvenna.
Aðrar áhugasamar konur geta snúið sér til skrif-
stofu flokksins, Laugavegi 3 í Reykjavík, sími 91-
17500, og fengið afhent gögn.
Stofnfundurinn verður auglýstur nánar í VIKU-
BLAÐINU að viku liðinni.
Mætum sem flestar.
Undirbúningsnefndin
Alþýðubandalagið á Reykjanesi
Þorrablót Alþýðubandalagsfélaganna á Reykja-
nesi var haldið með glæsibrag og góðri skemmt-
an í Félagsheimili Kópavogs um síðustu helgi. Til
stóð að birta myndasíðu í blaðinu frá Þorrablót-
inu, en vegna Landbúnaðarblaðs VIKUBLAÐS-
INS verður að fresta þeirri birtingu þar til í næsta
blaði.
Það var mál manna að mjög vel hafi til tekist,
enda fullt út úr dyrum. Myndin vartekin í upphafi
blótsins.
Alþýðubandalagsfélögin í Reykjavík
Fundarboð
Áríðandi fundur verður haldinn í Kjördæmisráði
Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík, fimmtu-
daginn 3. mars nk. kl. 17.30, að Hótel Holliday
Inn, Sigtúni 38.
Fundarefni:
1. Kynntar niðurstöður úr forvali Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík 12. febrúar sl.
2. Tillaga kjörnefndar um skipan í þau sæti sem
koma í hlut Alþýðubandalagsins á hinum
sameiginlega framboðslista minnihlutans,
Reykjavíkurlistanum, í borgarstjórnarkosn-
ingunum í vor.
Afgreiðsla.
Fyrir hönd stjórnar Kjördæmisráðsins,
Sigurbjörg Gísladóttir.
Heigi Hjörvar
Framleiðum kastdreifara,
tankdreifara og sturtuvagna.
800 Selfoss
Sími98-22000
Fax 98-22039
Tökum að okkur hverskyns járnsmíði
og gerum tilboð í stór
smíðaverk sem smá.
í vinnu og leik
66°N framleiðir kuldagalla
sem staðist hafa fullkom-
lega íslenskt veðurfar eins
og það gerist verst. KRAFT
kuldagallarnir henta þeim
vel er starfa úti eða stunda
mikla útiveru.
KRAFT erfyrir kröfuharða!
SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVÍK
SÍMI 91-11520