Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vinningar í jólahappdrætti Sjálfsbjargar 2004 Dregið var 31. desember 2004 Fujitsu Siemens FSC Amilo pro V2000 kr. 169.000 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni að verðmæti kr. 40.000 29576 43041 54602 Nissan Primara 4 dyra kr. 2.380.000 60623 798 5874 9561 11619 18590 23002 24346 27658 28785 28884 30610 31311 35559 35777 36035 38342 38554 38647 39025 40642 41301 41363 43805 46531 47584 47898 48609 51832 52705 54716 57446 60074 62253 64275 65055 68570 121 208 884 1968 2069 2295 3013 3373 3388 3513 4315 4368 5194 5652 6173 6428 6779 7367 7667 8223 8413 8624 8802 9587 9594 9785 9978 10285 11019 11807 12442 12678 13825 14040 14365 14491 15338 15525 16561 16721 17352 17843 18345 18473 20029 20483 20647 20746 20795 21331 21424 21569 21943 22361 22703 24305 24917 25226 25308 25388 26603 26645 26942 27056 27545 27613 29691 30547 30661 31508 31743 32314 32507 32967 33495 33563 33793 33836 33903 33932 34461 35653 35789 36213 36347 36805 38025 38717 39086 40157 40345 40983 42213 42380 42753 42850 43061 43425 43607 44022 45711 46821 48231 48919 49740 49762 51904 52086 52164 52294 53798 54193 54579 54802 54810 55621 55787 56195 56838 57659 57905 58063 59229 59626 59901 60257 61150 61733 61749 61794 62867 63004 63882 63885 64183 65230 65754 66173 66259 66977 67138 67392 68327 68424 68580 68714 68930 69094 69398 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 550 0300. Ferðavinningur með Úrvali Útsýn kr. 160.000 ALBERTO Gonzales var ekki tekinn neinum vettlingatökum þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings í gær en George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt hann sem næsta dóms- málaráðherra Bandaríkjanna. Hann fordæmdi pyntingar á föngum sem í haldi væru í herstöðvum Bandaríkja- manna og hét þess jafnframt að fylgja sem dómsmálaráðherra öllum alþjóða- samningum sem Bandaríkin væru að- ili að. Demókratar voru þó ekki alls kostar sáttir við svör hans og gagn- rýndu störf hans í Hvíta húsinu. Dómsmálanefndin þarf að staðfesta útnefningu Gonzales og hann getur því ekki tekið til starfa sem dómsmálaráð- herra fyrr en yfirheyrslum yfir honum er lokið í öldungadeildinni. Þrátt fyrir að hann fengi óblíðar móttökur hjá nefndinni í gær er gert ráð fyrir að öld- ungadeildin muni staðfesta skipan hans, repúblikanar hafa þar enda öruggan meirihluta. Gonzales yrði fyrsti dómsmálaráðherrann sem rek- ur ættir sínar til rómönsku Ameríku. Gagnrýni á hendur Gonzalez miðar einkum að hlut hans við mótun stefnu Hvíta hússins varðandi þær aðferðir sem nota mætti til að yfirheyra meinta hryðjuverkamenn sem Bandaríkja- menn hafa í haldi. Gonzalez hefur verið aðallögmaður forsetaembættisins síðustu fjögur árin og ritaði um mitt ár 2002 lagaálit fyrir Bush sem nú er gjarnan talað um sem „pyntingaskjalið“, þar færði hann rök fyrir því að ekki þyrfti að veita erlend- um stríðsmönnum sem teknir hefðu verið til fanga í stríðinu í Afganistan og annars staðar stöðu stríðsfanga eins og Genfar-sáttmálarnir skilgreindu þá. Er því haldið fram í minnisblaðinu að eðli hins svonefnda hryðjuverka- stríðs gerði það að verkum að Genfar- sáttmálarnir ættu ekki við, þeir væru „úreltir“ og „sérkennilegir“. Varð „ómótt og ofsareiður“ Þetta mat hins lagalega ráðgjafa forsetaembættisins þótti umdeilt, svo ekki sé meira sagt, þegar það kom fram í dagsljósið. „Bandarískir her- menn og einnig óbreyttir borgarar eru í meiri hættu vegna stefnu stjórnar- innar sem jafngildir pyntingum,“ sagði demókratinn Patrick Leahy við yfir- heyrslurnar í gær en gagnrýni hans víkur að þeirri hættu að framvegis verði bandarískum hermönnum mis- þyrmt, lendi þeir í því að verða teknir til fanga af stríðsaðilum. Þegar repúbl- ikaninn Arlen Specter, formaður dómsmálanefndarinnar, hins vegar spurði Gonzales beint út hvort hann teldi pyntingar við yfirheyrslur yfir föngum í lagi svaraði Gonzales afdrátt- arlaust: „Alls ekki, öldungadeildar- þingmaður.“ Sagði hann að sér hefði „ómótt“ og hann hefði orðið„ofsareiður“ þegar hann sá ljósmyndirnar frá Abu Ghraib-fangelsinu sem í fyrra komu fram í dagsljósið en á þeim má sjá bandaríska hermenn beita íraska fanga harðræði. Sagði hann Bush for- seta alls ekki „trúa á pyntingar, fyr- irgefa pyntingar eða fyrirskipa pynt- ingar“. Bætti hann við að andstætt því sem fjölmiðlar héldu fram þá liti hann hvorki á Genfar-samningana sem „úrelda“ né „sérkennilega“. Ýmis mannréttindasamtök hafa þó haldið því fram að áðurnefnt minnis- blað Gonzales hafi rutt brautina fyrir atburðina sem áttu sér stað síðar, pyntingarnar á föngum í Guantanamo- búðunum og í Abu Ghraib. Hafa sam- tök eins og Amnesty International og MoveOn.org gagnrýnt Gonzales og hyggjast þrýsta á öldungadeildarþing- menn í því skyni að koma í veg fyrir að hann hljóti staðfestingu sem dóms- málaráðherra. Virða sjálfir engin lög Þá ritar verðlaunablaðamaðurinn Anne Applebaum grein í The Wash- ington Post í fyrradag þar sem hún lýsir hneykslan sinni á skipan Gonz- ales. Telur hún að Gonzales og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra beri mesta ábyrgð á því, að fangar í umsjá Bandaríkjahers hafi sætt misþyrm- ingum. Hvorugur hafi hins vegar þurft að axla ábyrgð þess vegna. Skipan Gonzales bendi til að það trufli Bush forseta ekkert þó að fangar í umsjón Bandaríkjahers sæti slæmri meðferð, Bush skilji ekki náttúru þess stríðs sem Bandaríkin eigi nú í. Segir hún að aðeins verði hægt að vinna stríðið gegn hryðjuverkum ef hófsamir músl- ímar segi skilið við hina róttækari. Það muni þeir aldrei gera ef Bandaríkin verðlauni menn, hækki þá í tign, sem færi lagaleg rök fyrir mannréttinda- brotum. The New York Times hafði eftir embættismönnum í gær að Gonzales hygðist verja gjörðir sínar við yfir- heyrslurnar. Hann stæði fast á því að liðsmenn al-Qaeda eða talibanar, sem teknir voru til fanga í Afganistan, ættu ekki að hljóta öll þau lagaréttindi sem Genfar-samningarnir veita stríðsföng- um. Óvinurinn – hryðjuverkamennirn- ir – virti engin þau lög sem gilda í stríði og því ætti hann ekki að njóta allra þeirra réttinda sem sömu lög kveða á um. Reuters Alberto Gonzales hlýðir á þingmanninn John Cornyn í gær. Cornyn, sem aðeins er að hluta í mynd, heldur á lofti eintaki af Genfar-samningunum. Fréttaskýring | Alberto Gonzales fékk óblíðar móttökur er hann kom fyrir þingnefnd í gær vegna skipunar hans í embætti dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna. Davíð Logi Sigurðsson hefur kynnt sér gagnrýni á fyrri störf Gonzales. david@mbl.is Sagðist fordæma pyntingar MIKIL herferð hefst í sjónvarpi á Spáni í dag til að kynna almenning þar í landi efnisatriði hinnar nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins (ESB). Spánverjar taka fyrstir þjóða ESB afstöðu til stjórnarskráinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. febrúar. Spænsk lög kveða á um að stjórn- völd megi aðeins beita sér að litlu leyti þegar þjóðaratkvæði er annars vegar. Þannig mun Jose Luis Rodriguez Zapatero forsætisráð- herra Spánar ekki koma fram sem slíkur heldur sem leiðtogi Sósíal- istaflokksins þegar efnt verður til fjöldafundar stuðningsmanna í Barcelona 10. febrúar. Gestir forsætisráðherrans verða m.a. Ger- hard Schröder kanslari Þýskalands og Jacques Chirac Frakklands- forseti. Þar eð stjórnvöld geta lítt beitt sér í málinu hefur verið brugðið á það ráð að fá fræga Spánverja til að taka þátt í sjónvarpsherferð sem ætlað er að kynna efni stjórnarskrárinnar fyrir almenningi. Og í þeim hópi verður Johann Cruyff, fyrrum þjálf- ari knattspyrnuliðs Barcelona sem leiddi liðið til sigurs í Evrópukeppn- inni 1992. Cruyff hefur um árabil bú- ið á Spáni. Til að tryggja jafnræði á hinu viðkvæma sviði sem knatt- spyrnan er á Spáni mun Emilio Burtragueno, betur þekktur sem „gammurinn“, einnig taka þátt í her- ferðinni sem fulltrúi Real Madrid. Fræga fólkið mun birtast í svart- hvítum auglýsingum sem hafnar verða sýningar á í dag. Hvert ofur- stirni hins spænska veruleika mun lesa upp einn kafla úr stjórnarskrá ESB og mun textinn jafnframt birt- ast á skjánum. Leiðtogar hinna 25 aðildarríkja Evrópusambandsins náðu sam- komulagi um orðalag stjórnarskrár- innar á fundi í Rómaborg í október á nýliðnu ári. Þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram í ESB-löndunum í ár. Skoðanakannanir leiða í ljós að Spánverjar eru heldur hlynntir nýju stjórnarskránni enda er það al- mennt hald manna að aðildin að ESB hafi gagnast þjóðinni vel á undan- liðnum 18 árum. Hins vegar sýna kannanir einnig að tveir af hverjum þremur Spánverjum þekkja ekki efnisatriði stjórnarskrárinnar. „Evrópudagur“ barnanna Og meira stendur til. Auk auglýs- ingaherferðar í sjónvarpi verður fimm milljónum eintaka af stjórn- arskránni dreift ókeypis um land allt. Skólabörn verða ennfremur frædd um ESB og aðild Spánverja á sérstökum „Evrópudegi“ sem efnt verður til áður en þjóðin greiðir at- kvæði. Stóru flokkarnir tveir á Spáni, Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokk- urinn, styðja stjórnarskrána en nokkrir svæðisbundnir flokkar, einkum í Katalóníu, eru henni and- vígir. Hið sama gildir um Izquierda Unida eða Sameinuðu vinstrihreyf- inguna sem er lengst til vinstri í spænskum stjórnmálum. Stjörnurnar og Cruyff kynna stjórnlög ESB Herferð hafin á Spáni fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsl- una 20. febrúar Madríd. AFP. NELSON Mand- ela, fyrrverandi forseti Suður-Afr- íku, tilkynnti í gær, að eini eftir- lifandi sonur hans hefði látist úr al- næmi. „Ég hef barist fyrir því í mörg ár, að við séum ekkert að fela það þegar einhver ástvinur okkar deyr úr alnæmi. Það er eina leiðin til að við förum að líta sjúkdóminn sömu augum og aðra sjúkdóma,“ sagði Mandela á fundi með fréttamönnum. Makgatho Mandela, sem nú er lát- inn, var lögfræðingur að mennt, 54 ára gamall. Jóhannesarborg. AFP. Makgatho Mandela Sonurinn lést úr alnæmi HARÐLÍNUMENN, sem eru í meirihluta á íranska þinginu, eru nú að leggja drög að nýjum og þjóðlegum klæðnaði fyrir lands- menn í því skyni að sporna við vaxandi ágengni vestrænnar fata- tísku. Emad Afroogh, formaður menningarmálanefndar þingsins, sagði, að hún hefði átt fundi með fatahönnuðum þar sem rætt hefði verið um „fallegan, ódýran og þjóðlegan klæðnað, sem svaraði einnig kalli tímans“. Sagði hann einnig, að von væri á nýjum lögum um klæðaburð þar sem skilgreint yrði hvað væri „íranskt og í sam- ræmi við fyrirskipanir trúarinn- ar“. „Fólk verður ekki neytt til að fara í nýju fötin,“ sagði Afroogh en bætti við, að það yrði þó „mjög freistandi“. Vara við vestrænum áhrifum Ali Khamenei æðstiprestur og mestur ráðamaður í Íran hefur að undanförnu varað mjög við innrás vestrænnar fatatísku og lögreglan ræðst oft gegn konum, sem ekki þykja nógu siðsamlega klæddar. Vilja innleiða nýja fatatísku í Íran Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.