Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR ✝ Þórður Elíassonfæddist í Saurbæ í Holtum í Rangár- vallasýslu 21. apríl 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt 29. desember síðastlið- ins. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Pálsdóttir frá Svín- haga á Rangárvöll- um, f. 15. júní 1884, d. 3. okt. 1965 og Elías Þórðarson frá Hjallanesi í Land- sveit, f. 21. febrúar 1880, d. 8. nóv. 1970. Elías og Sigríður bjuggu í Saurbæ í Holtahreppi á árunum 1910–1946. Systkini Þórðar voru Valdimar, f. 20. júlí 1911, d. 15. okt. 1982, Engilbjartur, f. 9. nóv. 1912, d. 27. jan. 1915, Elín, f. 12. nóv. 1913, d. 13. mars 1971, Ingibjörg, f. 12. okt. 1915, d. 18. maí 1989, Páll, f. 30. mars 1918, d. 22. júní 1984, Sigurður, f. 19. júní 1920, Hjörtur, f. 22. maí 1923, d. 18. febrúar 2003 og Hjalti, f. 6. maí 1929, d. 3. okt. 2004. Þórður kvæntist 12. apríl 1952 Guð- björgu Jónsdóttur frá Einlandi í Grindavík, f. 6. des. 1911. Foreldrar hennar voru Jón Þórarinsson útvegs- bóndi í Einlandi í Grindavík og kona hans Guðbjörg Jóns- dóttir. Þórður og Guð- björg bjuggu alla sína búskapartíð í Reykjavík, fyrst á Hrísateig þá lengst af í Bólstaðarhlíð 29, síðan í Máva- hlíð 45 og að lokum í Hraunbæ 103. Þórður vann við sveitastörf í Saurbæ fram að tvítugsaldri, fór þá til sjós til Grindavíkur tvær vertíðir. Þórður vann við gólf- lagnir í nokkur ár, einnig sem vörubílstjóri, og svo leigubílstjóri á eigin bíl hjá Hreyfli í áratugi. Þórður sat í stjórn Samvinnu- félagsins Hreyfils í 23 ár og var formaður þess í 12 ár. Útför Þórðar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Þórður móðurbróðir okkar er látinn í hárri elli og laus úr fjötr- um ellinnar, sem lék hann grátt síðustu árin. Með Þórði gengnum eru nú öll Saurbæjarsystkinin farin á vit feðra sinna. Kynslóð þeirra upplifði miklar þjóðfélagsbreytingar sem gjör- breyttu lífi fólks. Þótt Þórður væri áhugasamur um ýmsar tækninýjungar kunni hann ekki alltaf að meta allar þær breytingar sem hafa orðið á lífs- háttum fólks síðustu áratugina en vildi halda sig við gömul og góð gildi. Þórður ólst upp í Saurbæ í Holt- um ásamt systkinum sínum og var mikill sveitamaður í sér alla tíð þótt hann hafi eytt mestallri sinni ævi á mölinni. Ungt fólk á fjórða áratug síðustu aldar var oft inn- blásið af bjartsýnis- og framfara- hug og taldi að þar væri hlutverk sveitanna ekki síst mikilvægt. Í þessum hópi var Þórður þótt ekki ætti það fyrir honum að liggja að eyða starfsævinni í sveit. Honum þótti mjög vænt um æskustöðvar sínar og átti þaðan góðar minningar og marga góða vini og kunningja úr Holtum og Landsveit. Samheldni systkinanna frá Saurbæ var mikil og samgangur mikill og þess nutum við systkinin. Þórður og Bagga kona hans voru því hluti af lífi okkar systkinanna og samband þeirra og foreldra okkar náið. Þórður og Bagga voru miklir fagurkerar og áttu ætíð afar fallegt heimili. Þórður var afskaplega barngóð- ur og hafði yndi af börnum þótt ekki hafi þeim hjónum orðið barna auðið. Systkini hans og systkina- börn voru fjölskylda hans og þess nutum við systkinin í ríkum mæli. Þórður ók leigubíl stóran hluta ævi sinnar og var reyndar einn af fáum í fjölskyldunni sem áttu bíl á þeim tíma þegar við vorum að alast upp. Hann bauð okkur oft í bíltúra og var það toppurinn á tilverunni að komast í bíltúr í drossíunni hans Þórðar. Þegar við systkinin vorum ung og bjuggum í Camp Knox á tímum eftirstríðsáranna og faðir okkar berklaveikur á Vífilsstöðum kom Þórður nánast á hverjum degi í heimsókn til okkar og alltaf fannst okkur jafnspennandi þegar hann renndi í hlað. Þórði fylgdi alltaf góður andi. Þótt hann hefði við- kvæma lund þá gantaðist hann við okkur krakkana og stríddi okkur en sagði okkur jafnframt hvernig hann teldi að ýmsir hlutir gætu betur farið. Þannig hafði Þórður alltaf einlægan áhuga á okkar mál- um og lét sér ekkert óviðkomandi hvað okkur varðaði. Hann átti það meira að segja til að hafa skoðun á því hvernig við klæddumst og hvernig hárgreiðsla okkar var þeg- ar við vorum komin á unglings- og fullorðinsár. Þessi áhugi og góð- vild Þórðar færðist síðan yfir á okkar börn. Það var afar kært með móður okkar Elínu og Þórði og kunni móðir okkar vel að meta um- hyggjusemi hans og minnti okkur á að vera alltaf góð við hann Þórð, því hann ætti það svo sannarlega inni hjá okkur. Þórður var mikill framsóknar- og samvinnumaður og keypti ein- göngu bíla og önnur tæki sem Sambandið flutti inn, annað kom ekki til greina. Samvinnuhugsjónin hafði hrifið hann á yngri árum og ungur gerðist hann stofnfélagi í fé- lagi ungra framsóknarmanna í Holta- og Landsveit. Og eins og um fleira sem hann hafði tekið ást- fóstri við þá leyfðist engum að tala illa um Framsóknarflokkinn eða forystumenn hans í hans áheyrn. Við systkinin minnumst Þórðar sem góðs, trygglynds og um- hyggjusams frænda sem við eigum mikið að þakka. Jafnframt þökkum viðstarfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góðvild og þjónustu í þágu móðurbróður okkar Þórðar Elíassonar. Sigríður Ólafsdóttir, Elías Ólafsson, Benóný Ólafsson. Hann Þórður frændi er látinn. Ég heimsótti hann rétt fyrir jólin en þá var mikið af honum dregið. Ég færði honum jólarós eins og oft áður og hann velti henni fyrir sér um stund og brosti ofurlítið en handtakið var þétt. Það var mikill samgangur milli okkar, enda Þórð- ur bróðir mömmu og Bagga systir pabba. Systkinin frá Saurbæ voru öll mjög samhent alla tíð. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en við frændsyskinin vorum öll eins og börnin þeirra, svo mjög var þeim annt um okkur og er dvöl hjá þeim á Hrísateignum og síðar í Bólstaðarhlíðinni einhverjar skemmtilegustu æskuminningar mínar. Það var dekrað við okkur á alla lund, farið í bíltúra og Tívolí o.s.frv. Ég fékk einnig að njóta umhyggju þeirra þegar ég var í menntaskóla og bjó hjá þeim um tíma. Þau hjónin áttu einstaklega fallegt heimili og var oft gest- kvæmt þar, bæði frændfólk og vin- ir, enda gestrisni mikil og ætíð passað upp á að maður „fengi nú eitthvað“. Þórður hafði mikið dálæti á náttúrunni og þekkti mikið af jurt- um. Voru þau hjónin um tíma með hjólhýsi m.a. á Þingvöllum og í Þjórsárdalnum. Þau ferðuðust mikið og fórum við oft með þeim í lengri og styttri ferðir. Hann var í essinu sínu þegar ferðast var um Suðurlandið, þar þekkti hann hverja þúfu. Hann hafði miklar taugar til æskuslóðanna, var víð- lesinn, hafði yndi af söng og spilaði á hljóðfæri. Þá var bridgeíþróttin honum hugleikin og spilaði ég í all- mörg ár í sveit með þeim bræðrum Þórði og Hirti hjá bridgefélagi Hreyfils. Segja má að hans að- alstarf um ævina hafi verið bif- reiðaakstur, lengst af á bifreiða- stöðinni Hreyfli. Hann heillaðist snemma af Samvinnuhreyfingunni og var henni trúr alla tíð. Hann átti alltaf fallega og góða bíla, flesta ef ekki alla keypta hjá Sam- bandinu. Hann var fastur á sínum skoðunum og lá yfirleitt ekki á þeim og hafði mjög ríka réttlæt- iskennd. Að leiðarlokum vil ég þakka Þórði fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Minningin lifir í huga okkar um kæran frænda. Guðjón Guðmundsson. ÞÓRÐUR ELÍASSON  Fleiri minningargreinar um Þórð Elíasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Kristín Guðjónsdóttir; Elías Pálsson; Hildur Guðjóns- dóttir. ✝ Guðlaug Krist-jánsdóttir fædd- ist á Núpi á Beru- fjarðarströnd 30. júní 1917. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi að morgni 30. desember síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson, f. að Holt- um á Mýrum 2. des. 1873 og Guðný Eyj- ólfsdóttir, f. að Smiðjunesi í Bæjar- hreppi í Austur- Skaftafellssýslu 26. júní 1876. Systkini Guðlaugar voru: Mar- grét, f. 1898, d. 1988, Eyjólfur, f. 1902, d. 1947, maki Guðlín Jó- hannsdóttir, Eiríkur, f. 1904, d. 1979, maki Hulda Þorbjörnsdótt- ir, Sigurbjörg, f. 1907, d. 1991, maki Haraldur Teitsson, fyrri maki Karl Eggertsson, Guðný, f. 1909, d. 1962, maki Vilhjálmur Jónasson og Björn, f. 1911, d. 1996, maki Guðbjörg Gunnlaugs- dóttir. Þau eru öll látin, sem og þeirra makar nema Hulda Þor- björnsdóttir, ekkja Eiríks, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hinn 26. júní 1948 giftist Guð- laug Eiríki K. Þorgrímssyni smið frá Selnesi á Breiðdalsvík, f. 20. júní 1926. Foreldrar hans voru Oddný Erlendsdóttir, f. 16. des. 1897 og Þorgrímur Guðmunds- son, f. 1. ágúst 1883. Guðlaug og Eiríkur byrjuðu búskap sinn í Reykjavík en byggðu svo húsið að Borgarholtsbraut 34 í Kópavogi og hafa búið þar síðan 1956. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Kristján, f. 1951, kvæntur Berg- þóru Annasdóttur, þau eiga börnin Guð- laugu, Oddnýju Sig- ríði og Friðjón og fimm barnabörn. b) Oddný Sigríður, f. 1952, d. 1978, var gift Steinari Braga Viggós- syni, d. 2001. Saman áttu þau son- inn Eirík og þrjú barnabörn. c) Gunnar Már, f. 1960, í sambúð með Guðlaugu K. Benediktsdótt- ur, þau eiga börnin Einar Örn og Guðrúnu Jónu og eitt barnabarn. Fjölskylda Guðlaugar flutti frá Núpi að Norðurkoti á Vatnsleysu- strönd þegar hún var 7 ára og fermdist hún frá Kálfatjarnar- kirkju. Guðlaug vann á sínum ungdómsárum við sauma og prjónaskap. Síðasti vinnustaður Guðlaugar var Ömmubakstur, hjá þeim feðgum Haraldi og Friðriki Haraldssyni, þar vann hún til 75 ára aldurs. Útför Guðlaugar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Í dag verður til moldar borin tengdamóðir okkar Guðlaug Krist- jánsdóttir, kona sem er okkur af- skaplega kær. Við kynntumst henni fyrst fyrir um 30 árum og hafa þau hjón Eiríkur og Lauga eins og við kölluðum hana oftast alla tíð viljað styðja okkur og styrkja í því sem við höfum verið að gera. Einkadóttur sína Oddnýju Sigríði misstu þau aðeins 26 ára gamla frá eiginmanni og 5 ára syni, var það erfiður tími fyrir fjölskylduna. En Guðlaug sýndi þá að hún hafði mikinn vilja og kraft til að horfa fram á veginn og þessa duglegu konu mátum við alltaf meir og meir eftir því sem við kynntumst henni betur og árin liðu. Við höfum ekki kynnst gestrisnara fólki en tengda- foreldrum okkar. Heimili þeirra stóð jafnan opið fyrir ættingja og vini. Það var stundum sagt í gamni að nýtingin hjá þeim væri örugglega betri en á nokkru hóteli eða veit- ingastað. Guðlaug hafði einstaka þjónustu- lund við sitt samferðafólk, og mun- aði ekki um það 87 ára gamla að baka pönnukökur og senda syni sín- um sem var í endurhæfingu á Grens- ás og hans samferðafólki með kvöld- kaffinu. Hún hafði alltaf hugann við að láta öðrum líða vel. Lauga læddist ekki með veggjum með skoðanir sýnar á þjóðmálum og var trú og trygg Sjálfstæðisflokkn- um, alveg sama hvað ráðamenn á þeim bæ voru að bauka að okkur fannst. Það var oft mikið fjör í eld- húskróknum á Borgarholtsbrautinni eða í borðstofunni þegar skoðana- ágreininguinn var sem mestur. Lauga hafði mikla ánægju af að vera úti í náttúrunni, það var ekki alltaf farið langt, inn í Laugardal eða upp í Heiðmörk með nesti og gat það verið hin besta skemmtun. Hún stundaði skíðaferðir og útilegur á sínum yngri árum og finnst okkur al- veg ótrúlegt hvað fólk lagði mikið á sig til að komast leiðar sinnar til að njóta útiveru. Það er til lýsing á Guðnýju Sig- urðardóttur, ömmu Laugu, sem var ljósmóðir og nam sín fræði hjá Zeuthen lækni á Eskifirði og við lestur þeirrar lýsingar finnst okkur margt passa við Laugu. Þar segir t.d.: Hún var kjarkmikil, bjartsýn og lífsglöð. Starfskraftarnir og þolin- mæðin voru nær ótakmörkuð, hún bar ekki annað úr býtum en þakk- læti og virðingu þeirra sem hún um- gekkst enda var það henni meira vert en góðar tekjur. Það er margs að minnast og ferða- lög innanlands og til Danmerkur vekja upp góðar minningar sem hægt er að ylja sér við um ókomin ár. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þér, Guðlaug, fyrir samfylgdina og allt það sem þú gerð- ir fyrir okkur og syni þína, barna- börn og barnabarnabörn. Við vonum að góður guð veri með Eiríki tengdaföður okkar og afkom- endum þeirra. Betri tengdamóður gátum við ekki fengið. Guðlaug Kristín og Bergþóra. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur og við eigum eftir að sakna þín mikið. Við áttum margar góðar stundir hjá þér og þú varst okkur alltaf afskaplega góð. Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir okkur að starfa þegar við komum og dvöldum hjá þér og afa. Þessum stundum verður seint gleymt og verður þín sárt saknað. Langömmubörnin þín munu sakna þín mjög mikið og minning- arnar verða rifjaðar upp svo þau gleymi þér aldrei. Það er erfitt að kveðja þig og þú verður ætíð með okkur. En hjartahlýjan átti góðar gjafir þótt gjaldið væri sjaldan fest á blað þeir gleymast seint, þó aldnir verði að árum sem eiga barnsins hjarta á réttum stað. Þetta er sagan þín og okkar amma við eigum hana saman, þú og við við geymum það sem fyrir löngu er liðið það leiðir inn í hugann hvíld og frið. Í hjartans þökk við hvíslum okkar kveðju sú kveðja er bundin ró og hjartans yl hún leiðir þig um vorsins bjarta vegu í veröld þar sem engin sorg er til. (Valdimar Hólm Hallstað.) Guðlaug, Oddný og Friðjón. Þegar skammdegismyrkrið er mest og jólaljósin skína sem skærast kveður þetta líf Guðlaug Kristjáns- dóttir eða Lauga eins og hún var ávallt kölluð. Ekki kom andlát henn- ar alveg á óvart, þar sem hún hafði átt við heilsuleysi að stríða hin síðari ár. Margoft þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús þó ekki vildi hún mikið úr þessum veikindum sínum gera, sagði ætíð að ekkert væri að sér. Við kölluðum hana stundum ótrúlegu konuna þegar hún var risin upp eftir erfið veikindi. Lauga vann hin ýmsu störf, á prjónastofu og fór ráðskona austur á Breiðdalsvík, en lengst af vann hún hjá Ömmubakstri í Kópavogi eða til sjötíu og fimm ára aldurs. Ekki fóru þau Eiríkur varhluta af sorginni í líf- inu og var það mikið áfall fyrir þau hjón þegar dóttir þeirra Oddný Sig- ríður lést aðeins 26 ára að aldri. Lauga var félagslynd kona og naut sín vel í góðra vina hópi. Hún hafði gaman af því að spila og var oft tekið í spil á heimili þeirra Laugu og Eiríks og ekki alltaf fylgst með hvað klukkan var þegar spilum lauk. Lauga starfaði fjölda ára í félagi austfirskra kvenna og minnist ég ferðar með þeim sem farin var í Þórsmörk á liðnu sumri og talaði Lauga um að þetta yrði trúlega síð- asta ferð hennar með félaginu. Leiðir okkar Laugu lágu saman þegar hún kom austur á Breiðdals- vík með Eiríki bróður mínum, en þau voru þá nýgift, og hélst vinátta okkar ætíð síðan. Þegar ég, ungling- ur og algjör sveitastelpa, kom í fyrsta skipti til höfuðstaðarins dvaldi ég vetrarlangt hjá Laugu og Eiríki. Það var góður tími. Ég var ekki sú eina sem naut gestrisni þeirra hjóna, þar dvöldu margir um lengri eða skemmri tíma, enda voru þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Þar var jafnan opið hús fyrir alla og enginn mátti frá þeim fara án þess að fá góðgerðir. Góðar voru pönnukökurnar sem Lauga bakaði, hún átti það til að hringja og spyrja hvort við hjónin ætluðum ekki að fá okkur göngutúr því hún hefði verið að baka pönnukökur. Nokkrum dög- um áður en Lauga dó hittumst við í skötuveislu hjá Kristjáni syni þeirra hjóna, þá kom Lauga með pönnu- kökur sem voru hafðar í desert. Svona var Lauga, kom ætíð færandi hendi og gladdi þá sem í kringum hana voru. Síðustu mánuði dvaldi Lauga í dagvistun í Sunnuhlíð og naut sín þar vel, hún málaði þar marga fal- lega hluti og dásamaði þar aðbúnað allann. Nú er hún Lauga farin frá okkur, ég kveð góða konu sem ég var heppin að eiga að vini. Eiríki og fjöl- skyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í Guðs friði. Þín mágkona Geirlaug. GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guð- laugu Kristjánsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Heimir Þór Gíslason;Dagný Annasdóttir; Vil- borg Ámundadóttir og fjölskylda; Guðný Anna Annasdóttir og fjöl- skylda; Stefanía Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.