Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
„ÉG er auðvitað stórkostlega glaður og ánægð-
ur með þessar viðtökur og að vita það að bækur
mínar, og núna Kleifarvatn, skuli vera lesnar í
svo miklum mæli,“ segir Arnaldur Indriðason,
rithöfundur. Bók hans, Kleifarvatn, var mest
selda bókin á síðasta ári, og
seldust öll 22 þúsund ein-
tökin sem prentuð voru.
Sálmar, plata Ellenar
Kristjánsdóttur, er sölu-
hæst á sl. ári, samkvæmt
árslista Tónlistans. Í út-
reikningum er tekið mið af
skilum.
„Allir rithöfundar vilja
vera lesnir og ég er mjög
þakklátur fyrir þessar
miklu og góðu undirtektir
sem ég hef fengið,“ segir
Arnaldur. Að auki eru átta
af tíu útlánahæstu íslensku
skáldsögunum á bókasöfn-
um landsins eftir Arnald.
Landskerfi bókasafna hef-
ur tekið saman lista yfir
þær bækur sem mest voru
lánaðar út í bókasafnskerf-
inu Gegni á síðasta ári.
„Það er eins og maður hafi hitt á einhvern
punkt eða einhverja taug hjá þjóðinni með
þessum bókum. Ég hef vitað að bækurnar hafa
verið mjög vinsælar í útláni, og ég er mjög
ánægður með það. En það kemur mér á óvart
að heyra þetta,“ segir Arnaldur.
„Það er fínt“
„Það er fínt,“ voru fyrstu viðbrögð Ellenar er
niðurstöðurnar voru kynntar henni. „Ég var
rosalega ánægð þegar hún fór að seljast og
þegar góðu dómarnir komu varð ég ennþá
ánægðari.“ Ellen segist ekki hafa átt von á að
platan fengi svona góðar viðtökur, hvað þá að
hún yrði sú söluhæsta. Ellen segist hafa farið
sínar eigin leiðir við gerð plötunnar: „Það er
frábært að geta gert það, hafa þroskann til að
geta og vilja fullmóta þær hugmyndir sem mað-
ur hefur í kollinum.“Ellen segist nú þegar vera
komin með hugmyndir að fleiri plötum. „En ég
ætla ekki að gera Sálma 2,“ segir hún og hlær.
Hún hefur ekki tekið neinar ákvarðanir hvað
tekur við næst, hvenær næsta plata komi út, en
hún segir hinar góðu viðtökur við Sálmum
vissulega hvatningu til að gera fleiri plötur.
Arnaldur
og Ellen
söluhæst á
síðasta ári
Arnaldur
Indriðason
Ellen
Kristjánsdóttir
Sálmar/46
RAGNAR Bjarnason var meðal þeirra fjölmörgu
sem komu fram á minningar- og styrktartónleikum
um hinn landskunna söngvara Pétur W. Kristjáns-
son á Broadway í gær. Pétur féll frá langt fyrir
aldur fram á síðasta ári. Allur ágóði tónleikanna
rennur í minningarsjóð sem kenndur er við Pétur.
Morgunblaðið/Þorkell
Péturs W. Kristjánssonar minnst
FYRSTA loðnan sem kemur á land á þessari
vertíð barst til Neskaupstaðar í fyrrakvöld þeg-
ar Börkur NK kom þangað með um 1.200 tonn.
Loðnuna veiddi skipið í flottroll um 70 mílur
norðvestur af Langanesi. Loðnan fer öll í fryst-
ingu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN)
en endurbætur voru gerðar á búnaði fisk-
iðjuversins í haust og þar á nú að vera hægt að
frysta um 400 tonn af loðnu á sólarhring. Þá
barst fyrsti loðnufarmurinn til Eskifjarðar í gær
þegar Hólmaborgin SU landaði fullfermi eða
tæpum 2.400 tonnum.
„Þetta er góð loðna, stór og falleg,“ sagði
Valdimar Aðalsteinsson, skipstjóri á Hólma-
borginni, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Mér
fannst ég sjá nokkuð mikið af loðnu á stóru
svæði,“ sagði Valdimar en Hólmaborgin veiddi
loðnuna í fimm hölum, um fimmtíu mílur norður
af Melrakkasléttu. „Ég hef ekki séð svona stóra
torfu í nokkur ár.“
„Við byrjuðum að frysta úr Berki um mið-
nætti og höfum verið að í alla nótt og erum enn
að frysta,“ segir Jóhannes Pálsson, fram-
kvæmdastjóri í fiskiðjuveri SVN, á heimasíðu fé-
lagsins. „Það er mjög gott að komin sé loðna og
við vonumst eftir góðri vertíð,“ segir Jóhannes.
Fyrsta loðnan á land á Austfjörðum
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Sturla Þórðarson (t.h.), skipstjóri á Berki, tekur við dýr-
indis tertu úr höndum Gísla Gíslasonar hafnarstjóra seint
í gærkvöldi þegar fyrsta loðna vertíðarinnar barst á land.
Þórhallur Hjaltason og Haraldur Harðarson af Hólmaborginni með fullar hend-
ur af loðnu en Hólmaborgin kom með fullfermi til hafnar á Eskifirði í gær. Skip-
stjórinn var afskaplega ánægður með túrinn og sagði loðnuna stóra og fallega.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
BOÐIÐ verður upp á beint flug til
Feneyja á Ítalíu í sumar. Flogið
verður alla miðvikudaga frá maílok-
um til ágúst-
loka.
Flugið er á
vegum Úr-
vals-Útsýnar
og Plúsferðir
munu sam-
nýta flugið
með Úrvali-
Útsýn. Flogið
verður með
Boeing
757-200-flug-
vélum Flug-
leiða, sem
taka 189
manns í sæti.
Ekki hefur verið boðið upp á beint
flug til Ítalíu á vegum Úrvals-
Útsýnar í nokkur ár.
Samhliða beinu flugi til Feneyja
hyggst Úrval-Útsýn endurvekja
ferðir til Portoroz í Slóveníu, en
ferðir þangað voru vinsælar meðal
Íslendinga fyrir rúmum tveimur
áratugum.
Plúsferðir bjóða upp á beint flug
til Billund á Jótlandi í sumar, líkt og
í fyrrasumar./23
Beint flug
til Feneyja
HEIMILDARMYNDIN Gargandi
snilld hefur verið valin til þátttöku
á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg,
stærstu og virtustu
kvikmyndahátíð á
Norðurlöndum.
Leikstjóri mynd-
arinnar er Ari
Alexander Ergis
Magnússon en að-
alframleiðandi er
Sigurjón Sig-
hvatsson. Myndin
fjallar um íslenska
tónlist, allt frá rímum til nýjasta
rafpopps. Gargandi snilld er eina
íslenska myndin í aðalkeppninni og
jafnframt eina heimildarmyndin en
óvenjulegt er að heimildarmyndir
rati þangað inn./44
Gargandi
snilld til
Gautaborgar
Ari Alexander
♦♦♦
TILKYNNINGAR og skráning á
málum til Rannsóknarnefndar
sjóslysa (RNS) hafa aldrei verið
jafn margar og í fyrra, eða 152
talsins. Meðaltal síðustu tíu ára
hefur verið 117 mál á ári. Mun al-
gengara var á síðasta ári en árið
2003 að skip sukku, strönduðu
eða leki kom að þeim. Hefur
rannsóknarnefndin sérstakar
áhyggjur af tíðum lekavandamál-
um í skipum, eins og það er orðað
á vefsíðu nefndarinnar.
Árið 2004 var tilkynnt um 11
skip sem sukku og 17 sem strönd-
uðu. Þrír árekstrar urðu á hafi úti
bátar sukku, var um
að ræða óvæntan leka
í vélarrúmi. Nefndin
segir slíkan leka hafa í
sumum tilvikum ekki
gert vart við sig fyrr
en um seinan. Er það
sem fyrr segir talið
vera sérstakt
áhyggjuefni og hefur
rannsóknarnefndin
því gert tillögu í ör-
yggisátt um lekaað-
vörun í öll skip. Hefur
Siglingamálastofnun þegar tekið
það málefni til úrvinnslu.
og eldur kom fimm
sinnum upp. Slys urðu
á sjómönnum í 93 til-
vikum og banaslys
voru þrjú.
Á vefsíðu RNS segir
að metfjöldi mála á ný-
liðnu ári sé ekki merki
um fleiri slys heldur sé
um betri og skilvirkari
tilkynningar að ræða
frá ýmsum aðilum til
nefndarinnar. Kynn-
ingarátak síðustu ár sé
farið að skila árangri.
Í sex tilfellum af ellefu, þegar
Hafa áhyggjur af
tíðum leka í skipum
$
% "
&
+,,- +,,+ +,,M +,,N+,,,
'
(
)
*
''