Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T angi hf. sameinaðist 1. október sl. fyrirtækjun- um HB Granda hf. og Svani RE-45 og heita fyrirtækin eftir hlut- hafafundi í gær HB Grandi hf. Vopnafjarðarhreppur, ásamt heimamönnum á Vopnafirði, keypti árið 2003 ráðandi hlut í Tanga hf. af Eskju hf. á Eskifirði. Þótti ljóst að aflaheimildir fyrirtækisins voru ekki nægar til að standa undir rekstri og því gengið til samninga um sameiningu við stærri aðila til að renna styrkari stoðum undir rekst- urinn. HB Grandi hefur nú yfir að ráða mestum kvóta íslenskra sjávarút- vegsyfirtækja. Við sameininguna jókst hlutdeild HB Granda í upp- sjávartegundum umtalsvert. M.a. um 23% í loðnukvótanum og er hann nú 18,68%, þriðjungsaukning varð í kolmunnakvóta og er hann rétt tæp- lega 20,73% og félagið ræður nú 14% af kvóta Íslendinga í norsk-ís- lensku síldinni. Vopnafjörður liggur vel við góð- um uppsjávarfiskimiðum og HB Grandi fær aðgang að góðri fiski- mjölsverksmiðju á Vopnafirði og að- stöðu til frystingar á uppsjávarfiski og bolfiskvinnslu. Flytja á fiski- mjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík til Vopnafjarðar en tíma- setning þess hefur ekki verið ákveð- in. Bræðsla flutt austur Ólafur Ármannsson, stjórnarfor- maður Tanga, segir samrunann við HB Granda farinn að hafa marktæk áhrif á Vopnafirði. „Við fengum mjög mikið af hráefni frá HB Vopnafirði rekur fyrirtæ sjávarfrystingu og bolfiskv Vilhjálmur Vilhjálmsso kvæmdastjóri Tanga, segis ir sér betri nýtingu á star aðstöðu. „Það verða mun m svif, meiri landanir á uppsj og fleiri verkefni,“ segir Vi „Það liggur einnig fyrir að v verið mjög aðhaldssamir fjárfestingum undanfarin á er komið að endurnýjun og sem við erum að fara í, m sjávarfrystihúsinu.“ Vilhjálmur segist ánæg gang mála. „Að mínu viti verið spurning um tíma hve menn hefðu getað haldið ób rekstri á Tanga.“ Gjörbreytt staða „Þær meginbreytingar sjáum nú eru í takt við þa sáum fyrir áramótin,“ se steinn Steinsson, sve Vopnafjarðarhrepps, en hr á meirihlutaeign í Tanga. „Vopnafjörður komst þ hæstu löndunarhafna á Í við höfum verið að vinna þ HB Granda með það að ma Granda fyrir jól og tókum á móti 100 þúsund tonnum á síðasta ári af upp- sjávarfiski, sem er það mesta sem við höfum nokkru sinni tekið á móti,“ segir Ólafur. Hjá Tanga hafa undanfarið verið að vinna á bilinu 110 til 220 manns, auk fólks í þjónustugreinum í kring sem vinna hjá fyrirtækinu. „Hér var haldinn borgarafundur þar sem var kynnt viljayfirlýsing HB Granda um flutning á bræðslunni á Granda- garði í Reykjavík til Vopnafjarðar og að hún verði byggð upp hér,“ heldur Ólafur áfram. „Að þessu er stefnt og verið að tala um að stækka bræðsluna hér, sem bræðir nú um 600 tonn á sólarhring, upp í 1.000 tonn.“ Hann segir horfur fyrir árið góð- ar. „Nú er að byrja að veiðast loðna og tvö skip komin á miðin. Þau eiga von á loðnu um helgina og geta þá byrjað að frysta.“ Félagið gerir út 15 skip, þar af 5 frystitogara, 4 ísfisktogara og 6 upp- sjávarveiðiskip. Félagið rekur fisk- vinnsluhús í Reykjavík, á Vopnafirði og á Akranesi og fjórar fiskimjöls- verksmiðjur, á Akranesi, í Reykja- vík, á Vopnafirði og í Þorlákshöfn. Á Samruni Tanga og Svans RE Vopnfirðingar eiga nú aðild að stærsta s Þorsteinn SteinÓlafur Ármannsson Með sameiningu þriggja fyrirtækja segja forráðamenn í at- vinnulífi á Vopnafirði að atvinna verði stöð- ugri í plássinu. Ég held að þettaverði svonaeins og lítið ál- ver fyrir okkur“ segir Sveinbjörn Sigmunds- son, Vopnfirðingur og verksmiðjustjóri í fiski- mjölsverksmiðju Tanga, nú HB Granda hf. „Að óbreyttu gat Tangi illa starfað, vegna kvótamagnsins sem var á bak við okk- ur. Við hefðum sjálf- sagt getað druslast eitthvað, en minni tekjur þýða minni framkvæmdir og fólkið helst ekki í heimabyggð. Í bissness eru engar tilviljanir og því held ég að sameiginlegir hagsmunir hafi ráðið. HB Grandi gaf það út í vor að þeir ætluðu að leita sér að starfs- stöð á Austurlandi.Við urðum fyrir valinu og það þýðir að hér verður mun meira brætt og fryst af upp- sjávarfiski í framtíðinni. Seinni hluti síðasta árs sýndi það líka. Það er gríðarleg viðkoma af skipum í höfn- inni. Í tvo mánuði rúma var alltaf skip inni til löndunar á hverjum ein- asta sólarhring og upp í þrjú skip. Það var gríðarleg vinna og vantaði sárlega fólk á þessum tíma. Við unnum bara meira og svo kom jafnvel fólk úr sveitunum inn og hjálp- aði til svo málin leyst- ust. Maður heyrir á strákunum sem eru að vinna hjá mér að það er björt framtíð og menn brattir. Auðvitað skapa svona ofsaleg umsvif gríðarmikla vinnu og þörf á meira fólki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að fleira fólk á eftir að setjast hér að í næstu framtíð.“ Hefur fulla trú á HB Granda Sveinbjörn er spurður hvort heimamenn óttist að HB Grandi kunni í framtíðinni að flytja umsvif sín á Vopnafirði annað. „Auðvitað er eitthvað þarna lengst niðri í manni og vissulega er áhættan til staðar núna, miklu frek- ar. Þá er enginn spurður í héraðinu og um að ræða svokallaða hagræð- ingu sem er í tísku. Ég hef samt þá trú á HB Granda að þetta séu þann- ig aðilar að þeir ætli sér að hafa starfsstöð á Austurlandi. Hingað til hafa síldin, kolmunninn og veiðst mest hér austanland Vopnafjörður liggur mjög v gagnvart öllu þessu og nors íslensku síldinni. Landfræð Bjart fram undan og Sveinbjörn Sigmundsson FORRÁÐAMENN Tanga og sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er mála um að sameining Tanga við HB Granda og Svan RE-45 sé a góða. Með auknum kvóta í sameinuðu fyrirtæki verði meiri umsv Vopnafirði og oftar landað uppsjávarfiski. Sveitarstjórinn segir hreppsins verða allt aðra og sterkari fjárhagslega. Meiri umsvif á Vopnafirði Vilhjálmur Vilhjálmsson SKATTAMÁL BAUGS Baugur Group sendi fréttatil-kynningu frá sér í fyrradag,þar sem félagið skýrir frá því, að ríkisskattstjóri hafi gert því að greiða 464 milljónir króna vegna endurálagningar vegna tekjuáranna 1998–2002. Þessi endurálagning kemur í kjölfar rannsóknar skatt- rannsóknarstjóra á skattamálum Baugs Group og tengdra aðila en sú rannsókn hófst skv. ábendingum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, sem hefur haft með höndum í rúm tvö ár önnur mál, sem varða sömu aðila. Það er rétt ákvörðun hjá forráða- mönnum Baugs Group að opinbera sjálfir þessar niðurstöður ríkisskatt- stjóra. Félagið mun augljóslega ekki fallast á þessar niðurstöður athuga- semdalaust samkvæmt því, sem fram kemur í fréttatilkynningunni og það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins skattþegns að halda fram sínum sjónarmiðum fyrst gagnvart skatta- yfirvöldum og síðar gagnvart dóm- stólum, ef svo vill verkast. Með mál af þessu tagi er farið sem trúnaðarmál innan stjórnkerfisins lögum samkvæmt. Ríkissjónvarpið birti hins vegar fyrir skömmu frétt þess efnis, að niðurstöður í skatta- rannsókninni lægju fyrir. Eftir að þær upplýsingar voru komnar fram var skynsamlegt af forráðamönnum Baugs Group að taka frumkvæði um að birta ofangreindar tölur um end- urálagningu. Fyrir tveimur árum birti Morgun- blaðið ítarlegar upplýsingar um rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattamálum Jóns Ólafssonar, þá- verandi stjórnarformanns Norður- ljósa og fyrirtækja hans. Þær upp- lýsingar voru birtar að frumkvæði Jóns Ólafssonar sjálfs. Í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér og birt var í Morgunblaðinu hinn 14. febrúar 2003, sagði m.a.: „Ég hef jafnframt heimilað lög- mönnum mínum að afhenda Morgun- blaðinu öll gögn varðandi skattamál mitt og JÓCÓ ehf., enda hef ég ekk- ert að fela hvorki gagnvart íslenzk- um né enskum skattayfirvöldum, sem hafa úrskurðað mig sem enskan skattþegn frá árinu 1998 að telja. Með því að afhenda Morgunblaðinu öll gögn, svo blaðamenn þar geti unnið úr þeim fréttir vonast ég til að sögusögnum um stórfelld skattsvik mín linni og ég fái notið þeirra mann- réttinda á Íslandi að vera saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð með þeim hætti, sem lög kveða á um.“ Óhætt er að fullyrða að með því að leggja öll gögn á borðið hafi Jón Ólafsson náði því markmiði sínu, að „sögusögnum um stórfelld skattsvik mín linni“. Hann skýrði jafnframt frá því á sínum tíma, að ríkisskatt- stjóri hefði lokið hluta af endur- álagningu vegna skattrannsóknar- innar og hann greitt þá upphæð. Hins vegar hafa ekki borizt upplýs- ingar frá Jóni Ólafssyni um frekari framvindu málsins að öðru leyti til þessa dags. Það er auðvitað óþolandi aðstaða, hvort sem er fyrir fyrirtæki á borð við Baug Group, sem hefur með höndum gífurleg umsvif í mörgum löndum, eða athafnamenn á borð við Jón Ólafsson, eða hvaða önnur fyr- irtæki sem er, að sitja undir um- ræðum um mál af þessu tagi, sem byggjast ekki á neinum áreiðanleg- um eða áþreifanlegum upplýsingum. Þess vegna var það snjöll ákvörðun hjá Jóni Ólafssyni fyrir tveimur ár- um að leggja öll gögn á borðið og óska eftir því við Morgunblaðið að upp úr þeim gögnum yrði unnið, þannig að almenningur hefði aðstöðu til að meta málið út frá réttum upp- lýsingum. Þær upplýsingar, sem Baugur Group hefur lagt fram, eru hins veg- ar mjög takmarkaðar í samanburði við þær upplýsingar, sem Jón Ólafs- son birti á sínum tíma. Hiklaust má telja, að tækju forráðamenn Baugs sömu ákvörðun og Jón Ólafsson á sínum tíma að birta gögn málsins op- inberlega stæði ekki á fjölmiðlum að koma þeim upplýsingum á framfæri og á það áreiðanlega við bæði um fjölmiðla þeirra sjálfra, ríkisfjöl- miðlana og Morgunblaðið. Baugur Group hefur ekki upplýst hvað skattrannsóknarstjóri telur að miklar fjárhæðir hefðu átt að koma fram til skatts umfram það, sem fram kom á skattskýrslum fyrirtæk- isins. Þess vegna er óljóst hvert um- fang málsins raunverulega er. Hins vegar má telja víst að þar sé að ein- hverju leyti um að ræða tekjur, sem falla í allt önnur skattþrep en al- mennir launþegar eiga að venjast. Fjármagnstekjur eru t.d. einungis skattlagðar með 10% skatti eins og menn vita. Fleiri félög tengd Baugi Group komu við sögu í skattrannsókninni samkvæmt upplýsingum forráða- manna Baugs Groups og Gaums bæði nú og í desember en engar upp- lýsingar hafa borizt um málefni þeirra félaga eða aðila. Og alveg ljóst að þeim ber engin lagaskylda til að birta neinar upplýsingar. Þeir geta með réttu sagt á grundvelli ákvæða í lögum: þetta kemur engum við. Íslenzkt þjóðfélag er að ganga í gegnum mikið breytingaskeið, ekki sízt í viðskiptum. Viðskiptalífið er orðið mjög flókið og það geta mörg álitamál komið upp m.a. í skattamál- um. Í raun er álitamálum af þessu tagi ekki lokið fyrr en með dómi Hæstaréttar, ef þolendur ákveða að ganga svo langt. Það er aldrei hægt að kveða upp úr um sök manna, hvort sem er í skattamálum af því tagi, sem nú eru til umræðu, eða t.d. varðandi málefni olíufélaganna fyrr en hin endanlega niðurstaða er fengin en þá verða menn líka að hlíta henni. Það er hins vegar frá þjóðfélags- legu sjónarmiði umhugsunarvert í fyrsta lagi hvað rannsókn mála getur tekið langan tíma, þótt rannsókn um- ræddra skattamála hafi lokið á einu ári og í öðru lagi, hvort það er tíma- bært að gera breytingar á upplýs- ingaskyldu í hinum stærri málum. Og þá er auðvitað álitamál hvað telj- ast skuli stór mál. Kannski er rétt að líta til nálægra landa og kanna, hvernig staðið er að þessum málum annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.