Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kvenfjandi, 4 brjósts, 7 álítur, 8 skolli, 9 ummæli, 11 grassvörður, 13 eftirtekt, 14 blanda eitri, 15 bæli, 17 hvítur klútur, 20 mál, 22 haldast, 23 blóma, 24 lagvopn, 25 kaka. Lóðrétt | 1 bjart, 2 ávinnur sér, 3 munntóbak, 4 bakki á landi, 5 klofna, 6 skerð- um, 10 valska, 12 lengdar- eining, 13 op, 15 snauð, 16 styrkir, 18 magrar, 19 þunnt stykki, 20 týni, 21 ófríð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 manndómur, 8 síðar, 9 angur, 10 róg, 11 megna, 13 aurum, 15 sötra, 18 staka, 21 ull, 22 talið, 23 Íraks, 24 mannvitið. Lóðrétt | 2 auðug, 3 narra, 4 óraga, 5 uggur, 6 ósum, 7 ár- um, 12 nýr, 14 urt, 15 sótt, 16 tolla, 17 auðan, 18 slíti, 19 at- aði, 20 assa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki gefa loforð núna, einkum og sér í lagi yfirboðurum eða öðrum sem hafa yfir þér að segja. Það er ekki víst að þú getir staðið við þau. Þér hættir til að taka of mikla áhættu í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ferðaáætlanir þínar eru bæði stórbrotn- ar og glæsilegar. Hið sama gildir um ráðagerðir tengdar menntun og lög- fræðilegum efnum. En er raunsæið með í ráðum? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig þyrstir í skemmtanir og léttleika í dag. Það er í góðu lagi en ekki gleyma að einhver þarf að sinna húsverkunum. Þau hverfa ekki sisvona. Hafðu það í huga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Loforð sem þú gefur fjölskyldunni eru vel meint, en hugsanlega einum of yfir- drifin. Ekki lofa einhverju bara til þess að þóknast öðrum. Lofaðu því sem þú getur staðið við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft ekki að gera öllum í vinnunni til hæfis, ekki fara yfir strikið. Þú klárar verkefni á elleftu stundu og ert bara með alltof mikið á þinni könnu. Taktu það ró- lega líka. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér hættir til þess að láta of mikið eftir smáfólkinu þessa dagana. Það er ekki erfitt, enda eru börn yndisleg og manni yfirleitt hjartfólgin. Reyndu að lofa ekki upp í ermina á þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur stórbrotnar áætlanir varðandi heimilið á prjónunum. Hugsanlega eru þær í tengslum við endurbætur, lagfær- ingar og standsetningu. Hvernig væri að taka smærri skref? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur tileinkað þér hugarfar hins sig- ursæla og jákvæða. Sjálfstraustið er í góðu lagi og þú ert jafnframt hress. Ekki láta mont eða hégóma villa þér sýn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Maður þarf peninga til þess að búa til peninga, svo mikið er víst. Þú lætur glepjast af skjótfengnum gróða núna, farðu því varlega og ekki láta freistast. Það gæti endað illa, en líka vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað fær þig til þess að reyna meira en þú ert fær um í dag. Á hinn bóginn gæti einhver hvatt þig til þess að reyna við verkefni sem þú myndir alla jafna ekki treysta þér til. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugsanlegt er að þú lendir í útistöðum í dag enda finnst þér sumir bæði hroka- fullir og einstrengingslegir í viðmóti. Reyndu að sjá hvað þú átt sameiginlegt með öðrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki margbóka þig á fundi með vinum eða öðrum félagsskap. Þú kemst ekki yfir allt. Gættu þess að vera ekki of rausnarlegur við aðra á næstunni. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú veltir fólki mikið fyrir þér og ert mannvinur, enda skilur þú eðli mann- eskjunnar. Þú skipuleggur líf þitt vel og af varfærni. Árið einkennist af hlýju í þinn garð og góðum félagsskap og notalegheit líkleg í parsambandi, ef það á við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. % Brúðkaup | Gefin voru saman 2. októ- ber 2004 í Grafarvogskirkju af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur þau Ásta Marta Róbertsdóttir og Marteinn Þor- kelsson. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Skugginn/Barbara Birgis Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Cafe Catalina | Stórsveit Hermanns Inga spilar. Café Romance | Liz Gammon leikur á pí- anó og syngur fyrir gesti. Classic Rock | Hljómsveitin Sex Volt spilar um helgina. Dubliner | Spilafíklarnir leika í kvöld. Gaukur á Stöng | Efri hæð Dj Master spilar alla nóttina. Frítt inn. Hressó | Dj le chef á Hressó. Hverfisbarinn | Útvarpsmaðurinn Brynjar Már verður á Hverfisbarnum um helgina. Kaffi Sólon | Þröstur 3.000 í búrinu. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Tilþrif í kvöld. Kringlukráin | Pops ein þekktasta sveit 6́8-kynslóðarinnar, ætlar að heiðra minn- ingu Péturs heitins Kristjánssonar stofn- anda Pops með sínum hætti. POPS og Rúnar Júlíusson flytja alla smellina með Bítlunum, Stones, Kinks, Small Faces o.fl. Pravda | Atli skemmtanalögga og Áki Pain. Prikið | Diskó kvöld með dj Jóa og Adda trommara. Vélsmiðjan Akureyri | Rúnar Þór og hljómsveit spila um helgina. Frítt inn til miðnættis. Tónlist Póstbarinn | Djasshljómsveit Símons Jer- myn leikur nýja og eldri standarda kl. 23. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Tónleikadagskráin heldur áfram frá því sem áður var horfið á nýju ári. The Vik- ing Giant Show er gæluverkefni Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju og leik- ur hann í búðinni kl. 17. Tónlist The Viking Giant Show er mun lágstemmdari en Botn- leðja en engu að síður nýstárleg og skemmtileg. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífs- myndir af götunni. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apó- teki. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona heldur fyr- irlestur um eigin verk. Fyrirlesturinn er þáttur í nýrri fyrirlestraröð á vegum dag- skrárnefndar AÍ sem nefnist „Hin röðin.“ Verður hann haldinn í Hafnarhúsinu kl. 17.15. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Leiklist Borgarleikhúsið | Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Eggert Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á aðal- hlutverkinu, en hann leikur Rósalind, fjör- gamla konu á elliheimili sem ræður því sem hún vill ráða. Stefán Jónsson leik- stýrir. Örfáar sýningar eftir. Híbýli vindanna er leikgerð Bjarna Jóns- sonar á vesturfarasögum Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. 15 leikarar Borgarleikhússins eru í þessari sýningu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Leikmynd Vitas Narbutas. Búningar Filippíu Elísdóttur. Tónlist: Pétur Grétars. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skólinn býður upp á námskeið í barnadöns- um, freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambói og salsa. Boðið verður upp á ein- staklingsnámskeið fyrir fullorðna í s-amer- ískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 5536645 eða með tölvupósti til dans- @dansskoli.is. Kennsla hefst miðvikud. 12. janúar. Fundir ITC–Fífa | Fundur verður laugardaginn 8. janúar kl. 12 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík. Kynntar verða 3 bækur o.fl. Allir velkomnir. Uppl. www.simnet.is/itc gudrunsv@simnet.is og Guðrún, sími 6980144. Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Þráinn Guðbjörnsson gengst undir meistarapróf við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Háskóla Íslands og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Grein- ing óháðra þátta með kjarna-aðferðum og notkun þeirra við greiningu fjárhagslegra tímaraða kl. 11, í stofu 158 í VR–2. Verkfræðideild HÍ | Sigurjón Örn Sig- urjónsson mun gangast undir meist- arapróf í rafmagns- og tölvuverkfræði, mánudaginn 10. janúar kl. 15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR–2, verk- fræðideild Háskóla Íslands og nefnist: Notkun stærðfræðilegrar formfræði við flokkun fjarkönnunargagna af þétt- býlissvæðum. Námskeið Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 og Alfa 2 hefst með kynningu þriðjud. 11. jan- úar kl. 19 og eru allir velkomnir. Ath. engin skráning er á kynningu. Alfa 1 er á þriðju- dögum kl. 19–22 og Alfa 2 á mánudögum kl. 19–22. Skráning og nánari upplýsingar á safnaðarskrifstofu í síma 5354700. KFUM og KFUK | Alfa-námskeið hefst hjá KFUM og KFUK með kynningu 10. janúar kl. 20. Námskeiðið stendur fram að pásk- um og verður farið í helgarferð síðustu helgina í febrúar. Námskeiðið verður einnig kennt á ensku. Þá er einnig boðið upp á námskeið um Fjallræðuna. Nánari uppl. í síma 588 8899. Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ 19. og 20. jan- úar kl. 13–16.30. Í námskeiðinu, sem er öll- um opið, er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl. í síma 564–4688 og 695–6706 eða skipulag@vortex.is. www.ljosmyndari.is | Helgarnámskeið á stafrænar myndavélar verða 8.–9. janúar, 15.–16. janúar, 12.–13. febrúar, 19.–20. febr- úar. Námskeiðin eru haldin í Völuteigi 8, Mosfellsbæ, frá kl. 13–17 báða dagana og eru jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. 8 vikna ljósmyndanámskeið hefj- ast 10. janúar. Í boði eru alls 6 námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna, bæði fyrir stafrænar vélar og filmuvélar. Skrán- ing og upplýsingar á www.ljosmyndari.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fyrsta dagsferð Úti- vistar á árinu verður kirkjuferð eins og undanfarin ár og verður farið í Strand- arkirkju í Selvogi. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Fararstjóri er Gunnar Hólm Hjálmarsson. Verð 1.900/2.200 kr. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttasíminn 904 1100 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos HLJÓMSVEITIN Ske heldur útgáfu- tónleika á Grand rokki í kvöld kl. 23 í tilefni útgáfu hljómplötunnar Feelings are Great, sem kom út í október. SKE fagnar því líka að á miðnætti í nótt mun renna upp afmælisdagur merkismann- anna Davids Bowies, Elvis Presley, sem hefði orðið sjötugur á morgun, og síðast en ekki síst Karls Örvarssonar hljóm- borðsleikara. Áætlað er að gefa Feelings are great út í Bretlandi og víðar á næstunni, en hljómsveitin hefur áður sent frá sér plötuna Life, death, happiness and stuff, sem komin er í dreifingu í Bret- landi ásamt því sem útgáfa í Belgíu, Hollandi, Kanada, Italíu og Bandaríkj- unum er í bígerð. Hljómsveitin mun taka lög af báðum diskum á tónleikunum. Ske er einnig meðal þeirra íslensku hljómsveita sem leika munu á South by Southwest tónleikahátíðinni í Texas í mars, en ásamt Ske munu þar koma fram sveitirnar Vínill og Ampop. Guðmundur Steingrímsson, einn með- lima Ske, segir vel við hæfi að halda tónleika að jólaerlinum loknum. „Ske er meira svona janúarhljómsveit og fólk er að skipta út plötunum sínum um þessar mundir, svo út frá markaðssjónarmiði er þetta ekkert vitlaust. Það var þó ekki það sem réð ferðinni, okkur fannst það vera rétta tilfinningin að halda tónleika núna, vildum ekki vera að gera það í ös- inni fyrir jólin. Núna er allt orðið ró- legra, fólk meira með sjálfu sér. Það verður létt yfir tónleikunum, það verður ókeypis inn og við byrjum að spila klukkan ellefu. Fólk getur bara komið og farið eins og því sýnist, sest niður og fengið sér að drekka. Svo er nú líka ær- ið tilefni til að fara á kreik því á mið- nætti verður Elvis sjötugur.“ Kröftugar tilfinningar og fögnuður á Grand rokki Morgunblaðið/Þorkell Tónleikar Ske á Grand rokki hefj- ast kl. 23 og er ókeypis inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.