Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjálfstæ›isflokkurinn
sími 515 1700 www.xd.is
Með hækkandi sól
Lægri skattar - aukin hagsæld
Opinn stjórnmálafundur í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík,
laugardaginn 8. janúar kl. 10.30.
Framsögumaður:
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra.
Fundarstjóri:
Margeir Pétursson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Allir velkomnir.
Uss, það er ekki svo mikið sem smáilmur af skítalykt af þessum Sigmúnds-skrípóum, Teitur minn.
Umfangsmiklarverðhækkanir ágjöldum og skött-
um hjá bæði ríki og sveit-
arfélögum, sem naga
munu í kaupmátt heimil-
anna, tóku gildi frá og með
áramótunum. Það er orðið
dýrara að eiga bíl, dýrara
að reykja og drekka, dýr-
ara að eiga fasteign í
Reykjavík, dýrara að fara
í háskóla eða á heilsu-
gæslustöð og svo mætti
lengi telja. Þessar hækk-
anir munu koma ákaflega
misjafnlega við fjölskyld-
urnar í landinu, allt eftir
samsetningu þeirra, hvar
þær búa, neyslumynstri
þeirra, eignastöðu o.s.frv. En auk
þess að kroppa í kaupmátt launa
mun hækkunin á gjöldum og
sköttum hafa bein áhrif á vísitölu
neysluverðs og þar með á verð-
bólgu. Þær eru því ekki til þess
fallnar að stuðla að því að verð-
lagsforsendur kjarasamninga
muni halda en þær forsendur
standa nú sem kunnugt er tæpt.
Étur upp lækkun á verði
annarrar vöru og þjónustu
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
hefur nú birt yfirlit um hækkun á
opinberri þjónustu og kennir þar
margra grasa. ASÍ tekur fram að
almennt hafi verið búist við tölu-
verðum verðlækkunum um ára-
mótin vegna útsalna, lækkunar á
bensíni og áhrifa af styrkingu
krónunnar. Nú sé aftur á móti
hætta á að þessar miklu hækkanir
á opinberri þjónustu taki þennan
ávinning frá almenningi. ASÍ tel-
ur að áhrifin af þessu verði þau að
verðbólgan verði áfram mun
hærri en gengið var út frá við
gerð kjarasamninganna í fyrra.
Þar hafi verið miðað við að verð-
bólgan yrði um 2,5% eða í sam-
ræmi við markmið Seðlabankans.
Framan af árinu í fyrra hafi þessi
forsenda haldið en síðasta vor hafi
farið að síga á ógæfuhliðina þegar
verðbólgan fór yfir 3,0%.
Raunar má við þetta bæta að
verðbólgan mælist nú mun meiri
því hækkun vísitölu neysluverðs
síðustu tólf mánuðina var um
3,9% þannig að ef ótti ASÍ gengur
eftir mun verðbólgan því haldast
nálægt 3,9% á næstunni sem auð-
vitað er langt umfram verðlags-
forsendur kjarasamninga á al-
menna vinnumarkaðinum.
Þegar hefur verið greint frá
helstu hækkunum hjá ríkinu í
tengslum við afgreiðslu fjárlaga
en rétt að draga þær fram í stuttu
máli: komugjöld á heilbrigðis-
stofnanir og gjald vegna vitjana
lækna hækka á bilinu 14–17%. Þá
hækka skráningargjöld háskól-
anna um 12.500 fyrir heilt skólaár
eða um 38,5%. Bifreiðagjald
hækkar um 3,5% en auk þess
hækka ýmis gjöld fyrir opinbera
þjónustu um 10% að jafnaði en
þarna má nefna hækkanir á þing-
lýsingargjöldum, gjöld fyrir út-
gáfu margvíslegra leyfa, áritana,
vottorða og skírteina. Ekki má
heldur gleyma að í byrjun desem-
ber hækkaði gjald á sterku víni og
tóbaki um 7% en gjald á bjór og
léttum vínum hélst aftur á móti
óbreytt.
Fjölmargar hækkanir
hjá sveitarfélögunum
Í samantekt ASÍ er tekið fram
að víða sé ekki búið að samþykkja
fjárhagsáætlanir sveitarfélaga
fyrir árið 2005 eða þá að vinnu við
breytingar á gjaldskrám er lokið
en dregnar eru fram hækkanir
sem liggja fyrir hjá nokkrum
stærstu sveitarfélögunum. Fyrir
liggur að útsvar hækkar í Reykja-
vík úr 12,7% í 13,03% og í Kópa-
vogi mun útsvar hækka úr 12,94%
í 13,03. Þá hækkar fasteignaskatt-
ur í Reykjavík úr 0,32% í 0,345%
af fasteignamati. ASÍ tekur þó
sérstaklega fram að fasteignamat
hækki um 13–14% nú um áramót-
in og þá um leið stofn til útreikn-
ings gjaldanna. Þannig verða
heildaráhrifin í Reykjavík tæp-
lega 23% hækkun fasteigna-
gjalda. Sorphreinsunargjald
hækkar í Reykjavík (30%), á Ak-
ureyri (31%), í Reykjanesbæ
(4%), í Garðabæ (40%), í Hafnar-
firði (18%) og í Kópavogi (11%).
Ekki er auðvelt að bera saman
hækkanir á gjaldskrám leikskóla
sveitarfélganna en bent er á að al-
mennt gjald í Hafnarfirði fyrir
átta tíma vistun hækki um 15%,
um rúm 6% í Kópavogi (vistun og
fæði), í Reykjavík um 0,65%, þar
verði hins vegar mikil hækkun í
haust fyrir foreldra þar sem ann-
að er í námi. Í öðrum sveitarfélög-
um verður hækkun leikskóla-
gjalda á bilinu 4–6% nema á
Akureyri (2,5%).
ASÍ bendir á vegna nýrra raf-
orkulaga megi ætla að raforka til
hitunar muni hækka um 15–20%,
hún hafi fram til þes verið nið-
urgreidd af Rarik og Orkubúi
Vestfjarða en það verði nú óheim-
ilt.
Greint var frá því að Orkuveita
Reykjavíkur hækki almennt raf-
orkuverð um 3,89%. Þá hækkar
Hitaveita Suðurnesja almennt
raforkuverð um 4,86% á veitu-
svæðum sínum að undanskildum
Vestmanneyjum og Árborg þar
sem verðið lækkar um 3,58%. Hjá
Rarik hækkar raforkuverð um
7,9% í dreifbýli en ekki þéttbýli og
hjá Orkubúi Vestfjarða hækkar sé
gert ráð fyrir að hækkunin verði
innan við 10%.
Fréttaskýring | Ríki og sveitarfélög
Umfangsmikl-
ar hækkanir
Éta upp verðlækkunaráhrif af útsölum,
bensíni og styrkingu krónunnar
!"
#"
$ %#$
&
'
( %#$&
)
Hækkanirnar ógna for-
sendum kjarasamninga
Búist var við töluverðum verð-
lækkunum um áramótin vegna
útsalna, lækkunar á bensíni og
styrkingu krónunnar en ASÍ tel-
ur nú að hætta sé á að hækkanir
á opinberri þjónustu og sköttum
taki þann ávinning frá fólki.
Gangi þetta eftir þýðir það að
verðbólgan haldist áfram í um
3,9%, eins og hún mældist síðustu
tólf mánuðina, en það er langt
umfram verðlagsforsendur
kjarasamninga.
arnorg@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn