Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 29 MINNINGAR ✝ Lilja Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1926. Hún lést 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Magnús Magnússon, f. 1892, d. 1958, og Ragnheið- ur Jónasdóttir, f. 1895, d. 1984. Systur Lilju eru Svana, f. 1929, gift Jóni Karls- syni, og Sigrún, f. 1932, gift Sigurði Sigvaldasyni, f. 1926. Lilja giftist Guð- mundi Ástráðssyni, f. 1922. Börn þeirra eru: 1) Magnús, f. 1949, kvæntur Nínu Pálsdóttur, f. 1949. Börn þeirra eru Guðrún Lilja, f. 1974, gift Geirlaugi Blöndal, börn þeirra eru Magnús Garðar og Nína Dögg, og Atli Páll, f. 1981. 2) Guðmundur Örn, f. 1954, kvæntur Auði Ingu Einarsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru Árni Kristján, f. 1978, Einar Örn, f. 1980, dóttir hans Viktoría Mörk, og Lilja Björk, f. 1981. 3) Ástráður Karl, f. 1959. Lilja fæddist á Ný- lendugötu en flutti hún síðar á Ægis- götu 26 og bjó þar til 1988 er þau Guð- mundur fluttu á Staðarbakka 30. Síð- ustu fjögur ár ævi sinnar var hún á dvalarheimilinu Skógarbæ. Lilja gekk í Landa- kotsskólann og síðan í Verslunar- skólann og lauk þaðan verslunar- prófi. Lilja vann hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum, í tekjubókhaldi frá 1967 til 1996. Lilja verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við andlát tengdamóður minnar Lilju Magnúsdóttur langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Þegar ég kynnist Lilju og Guð- mundi fyrst bjuggu þau á Ægisgötu 26, en þar bjó einnig móðir hennar Ragnheiður og móðursystir hennar Dísa. Það var því ekki spurning um að hitta foreldra tilvonandi eigin- manns heldur ömmu og ömmusystur hans í leiðinni. Það ríkti fjölskyldu- stemmning þarna á Ægisgötunni þar sem fólk hjálpaðist að. Lilja var ein af þessum duglegu konum sem voru á undan sinni samtíð, vann úti fullan vinnudag og annaðist heimilið af miklum krafti þegar heim úr vinnu var komið. En Ragnheiður og Dísa lögðu hönd á plóg og hjálpuðu til og höfðu litið eftir strákunum þegar þeir voru yngri. Allt sem í kringum hana var, bar merki um fágað handbragð og innsæi. Lilja var mikill fagurkeri og heimili þeirra hjóna ber vott um það að allt sem til heimilisins kom var valið af kostgæfni. Þau hjónin voru dugleg að ferðast og fóru á hverju ári til Svíþjóðar í heimsókn til Svönu systur Lilju og Jóns manns hennar og áttu það góð- ar stundir með þeim hjónum. Ég veit að það voru ætíð tilhlökkunar- stundir að komast til þeirra. Fjölskylda hennar skipti hana af- ar miklu máli og þegar vinnudegi lauk var það fjölskyldan sem átti hug hennar allan, hvort sem um var að ræða eiginmaður eða börn, móð- ur eða móðursystur. Lilja skynjaði vel hversu miklu menntun myndi skipta í lífi sona sinna enda lagði hún mikinn metnað í það að koma strákunum sínum þremur til mennta. Hún var afar stolt af „strákunum sínum“ og þegar sjúkdómurinn var farinn að herja á hana og minnið far- ið að bregðast talaði hún stöðugt um þá þrjá sem henni voru svo kærir. Barnabörnin hennar fimm voru henni einnig alltaf ofarlega í huga og var hún jafn metnaðarfull fyrir þeirra hönd sem og sona sinna. Börn okkar Guðmundar Arnar minnast þess þegar þau sátu í eldhúsinu hjá ömmu og föndruðu á meðan hún hrærði í pottunum. Og enn þann þag í dag hangir föndrið sem þau gerðu í Staðarbakkanum þar sem þau hjón- in bjuggu síðustu 18 árin. Lilja hlakkaði til að hætta störfum og fara að huga að öðrum málefnum, en skömmu eftir starfslok greindist hún með Parkinson og síðar Alz- heimers sem breytti öllum hennar áformum. Síðustu fjögur til fimm árin var hugur hennar og líkami í fjötrum og eftir margra ára veikindi minnumst við Lilju eins og hún var áður en veikindin tóku persónuleika hennar í burtu, en það er sú Lilja sem við kveðjum í dag. Nú hefur ástkær tengdamóðir mín fengið langþráða hvíld. Ég votta tengdaföður mínum Guðmundi Ást- ráðssyni, sem nú sér eftir sinni elsk- uðu konu og lífsförunaut, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Auður Inga Einarsdóttir. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú dekraðir við mig og sem barn elskaði ég að fara til þín þar sem ég vissi að hjá ykkur afa kæmist ég upp með allt og yfirleitt aðeins meira. Minningarnar eru margar og ég mun varðveita þær vel. Ég kveð þig með þessum orðum: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Þín nafna, Guðrún Lilja Magnúsdóttir. Þegar við kveðjum ættingja okkar fyrir stutta fjarveru gerum við alltaf ráð fyrir að hittast aftur. Þannig var það einnig með mig er ég kvaddi systur mína, Lilju, nú örskömmu fyrir jól áður en við Sigurður héld- um í stutta jólaheimsókn til dóttur okkar í Svíþjóð. Bjóst ég fastlega við að hitta hana aftur heimkomin, en margt fer á annan hátt en við gerum ráð fyrir. Á gamlársdag fékk ég upphring- ingu frá syni hennar um að mamma hans væri látin. Lilla systir mín dá- in. Þó hún hafi verið sjúk á vistheim- ili síðustu árin var hún alltaf til, hún stóra systir mín, sem hafði verið fyr- irmynd mín og ég held ég megi segja okkar yngri systranna á svo margan hátt. Við vorum þrjár syst- urnar sem ólumst upp á Ægisgöt- unni og gengum í Landakotsskól- ann. Lilla var umhyggjusöm eldri systir sem gladdi okkur þegar hún byrjaði að vinna. Ég minnist 12 ára afmælisins þegar hún keypti sjálf fallegan hring handa litlu systur. Sex ára aldursmunur gerði það að verkum að við vorum ekki samferða í námi eða félagsskap. Hún fór í Verslunarskólann og átti sína góðu vinkonu þar, Ernu Mattíasdóttur, en ég fór í Menntaskólann. Lilla mótaði okkur á vissan hátt, það sem hún gerði, það var okkur óhætt að gera. Hún var svo falleg og smekkleg stúlka og seinna var heimili hennar einstaklega fallegt. Þetta hafa verið erfið ár, styrjald- arárin, en við ólumst upp í vernduðu umhverfi og við ástúð foreldra okk- ar, Dísu frænku og Settu, sem hafði ömmuhlutverk á heimilinu þótt hún væri óskyld. Samúð og lífsgildi voru það veganesti sem mamma veitti okkur. Þegar Lilla hafði lokið Verslunar- skólanum dvaldi hún eitt ár hjá móð- ursystur okkar, Önnu, sem var bú- sett í Dallas í Texas. Er mér minnisstætt hve glæsileg systir mín var heimkomin og hve freistingin var mikil að stelast til að máta og skoða allan farangur hennar á þeim tíma sem fatnaður var takmarkaður hér heima. Við Lilla hófum báðar búskap á Ægisgötunni í húsi foreldra okkar. Hún á efri hæðinni með eiginmanni sínum, Guðmundi Ástráðssyni, en við Sigurður, þó nokkru seinna, í kjallaranum. Synir Lillu, Magnús, Guðmundur Örn og Ástráður Karl voru miklir uppáhaldsdrengir okkar allra og leikfélagar elstu barna okk- ar Sigurðar, þeirra Sigurðar og Ragnheiðar, þau ár sem við bjugg- um á Ægisgötunni. Þó að Dísu frænku þættu krakkarnir stundum hávaðasamir þá voru þeir hennar yndi svo barngóð sem hún var. Eftir lát foreldra okkar fluttu Lilja, Guð- mundur og Dísa frænka í Staðar- bakka þar sem systir mín og mágur áttu einstaklega fallegt heimili. Er börnum okkar Lilla frænka mjög minnisstæð, ekki síst glæsilegu jóla- boðin þar sem þau Guðmundur veittu af mikilli gestrisni. Krakkarn- ir nutu þess í ríkum mæli. Nú er komið að leiðarlokum. Þeg- ar aðeins bráði af systur minni þeg- ar ég heimsótti hana seinast leit hún á mig og sagði: „Þú ert í fallegum jakka“. Þetta var Lilla. Ég bið Guð og alla góða vætti að geyma fjölskyldu hennar um ókomna tíð. Blessuð sé minning systur minnar. Sigrún. Það var í október 1966. Ég var þriggja ára og var á leið í heimsókn til mömmu og litla bróður á Fæðing- arheimilið. Lilla frænka bauðst til að punta mig af því tilefni; við stóðum í eldhúsinu hennar, hún greiddi mér og hnýtti hvíta slaufu í hárið. Þetta er ein mín elsta minning og tengist kærri frænku sem nú er látin. Lilja var elsta systir mömmu minnar, Svana í miðið og mamma yngst. Hún bjó á efri hæðinni í hús- inu við Ægisgötu ásamt Guðmundi og strákunum en á miðhæðinni bjuggu amma og Dísa systir hennar. Þetta fólk gegndi stóru hlutverki í mínum uppvexti. Við systkinin dvöldum gjarnan hjá ömmu í fríum foreldra okkar. Þá var farið í skemmtilega bíltúra um helgar með Lillu og Guðmundi og nesti borðað á teppi uppi í sveit. Lilla átti ekki stelpu og hafði því gaman af að fylgjast með mér og Ragnheiði systur minni, hún átti pínulítið í okkur. Lilla var sérstaklega fríð kona, smágerð og dökk yfirlitum. Hún var smekkleg og hafði gott auga fyrir fallegum fötum og skartgripum. Lengi vel hélt hún í vonina um að við Ragnheiður yrðum í svipuðum stíl. En tískan hafði breyst. Stelpur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á áttunda og níunda áratugnum gengu í mussum og lopapeysum ólíkt því sem Lilla og hinar Reykjavíkurdöm- urnar gerðu sem gengu í Verslunar- skólann á stríðsárunum. Á nýársdag héldu Lilla og Guð- mundur miklar veislur. Við krakk- arnir áttum að vera í svefnherbergj- unum því stofurnar hjá Lillu voru fullar af fínu dóti sem smáar hendur gátu hrundið um koll eða kámað út. Konfektið var hins vegar í skál inni í stofu og því þurfti að laumast þang- að svo lítið bæri á til að ná sér í mola. Ég var alltaf hálf leið að kvöldi ný- ársdags í gamla daga. Allt gamanið var búið og langt til næstu jóla. Það var líka söknuður sem fyllti hug minn núna á nýársdag því Lilla frænka lést daginn áður en þegar líf- ið er orðið lítið annað en glíma við óvæginn sjúkdóm er gott að fá hvíld. Kærar bernskuminningar tengdar frænku minni munu fylgja mér áfram. Solveig. Í dag kveðjum við Lilju Magn- úsdóttur eða Lillu frænku eins og við ávallt kölluðum hana. Lilla var elsta systir mömmu okkar Sigrúnar en á milli þeirra er Svana. Minning- arnar um Lillu tengjast flestar fjöl- skylduhúsinu efst á Ægisgötunni, en þar bjó hún lengi á efstu hæðinni með Guðmundi og sonunum, Magn- úsi, Guðmundi Erni og Ástráði Karli, en amma okkar og Dísa frænka bjuggu á miðhæðinni. Öll höfum við systkinin svo búið á neðstu hæð hússins annað hvort fyrstu ár ævi okkar með mömmu og pabba eða eftir að við hófum búskap. Eftir að við fluttumst í Hvassaleitið var alltaf mikill samgangur við Æg- isgötuna, ekki síst um jólin. Á að- fangadag voru allir hjá ömmu, milli jóla og nýjárs í Hvassaleitinu og hjá Lillu á nýjársdag þar sem boðið var upp á ótæmandi gos og nammi, leik- ið eða spilað bob. Sérstaklega eru minnisstæðar allar fallegu jólagjaf- irnar sem við systkinin fengum frá Lillu og Guðmundi. Á þessum árum bundumst við systkinin sterkum vin- áttuböndum við bræðurna. Við eigum góðar og hlýjar minn- ingar um Lillu sem ávallt var góð við okkur systkinin. Við systkinin vottum Guðmundi og bræðrunum Magnúsi, Guðmundi Erni og Ástráði Karli og fjölskyld- um þeirra innilegustu samúð okkar. Sigurður, Ragnheiður og Magnús. LILJA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Margrét Hjálm-arsdóttir fæddist á Blönduósi 30. ágúst 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 1. janúar síð- astliðinn. Faðir henn- ar var Hjálmar Lár- usson, trésmiður og myndskeri frá Smyrlabergi í Aust- ur-Húnavatnssýslu, f. 22.10. 1868, d. 10.8. 1927, dóttursonur Bólu-Hjálmars. Móð- ir hennar var Anna Halldóra Bjarnadótt- ir frá Klúku í Bjarnarfirði á Strönd- um, f. 16.4. 1888, d. 9.3. 1964. Mar- grét átti sex systkini. Þau eru Sigríður, f. 1910, d. 1986, Ingibjörg, f. 1913, Jón, f. 1914, d. 1932, Rík- arður, f. 1916, d. 1992, Kjartan, f. 1920, d. 1984, og Hjálmar, f. 1925. 25.2. 1989. Skildu. Dætur þeirra eru Margrét, f. 1.12. 1958, Kristín, f. 20.1. 1960 og Anna Halldóra, f. 3.3. 1965 Maki II Vorsveinn Dal- mann, f. 28.6. 1934. 4) Sigtryggur Pétur, f. 17.9. 1941, kvæntur Lilju Björk Tómasdóttur, f. 22.2. 1953. Börn þeirra eru Tómas Halldór, f. 12.6. 1972, Kristrún, f. 19.7. 1975 og Helga, f. 2.4. 1979. 5) Nanna, f. 11.8. 1948, gift Sigurbirni Eið Árnasyni, f. 4.10. 1946. Börn þeirra eru Forni, f. 25.8. 1967 og Katrín f. 18.11. 1974. 6) Sesselja, f. 7.6. 1951. Maki I Sævar Austfjörð, f. 5.1. 1952. Sonur þeirra er Hörður, f. 4.3. 1969. Maki II Gestur Halldórsson, f. 1.7. 1937. Synir þeirra eru Sören, f. 25.3. 1974, Andrés, f. 4.3. 1975 og Krist- ján Heiðar, f. 26.1. 1979. Barnabörn Margrétar eru 19. Síðari maður Margrétar var Hörður Bjarnason, f. 18.6. 1924, d. 17. 6. 1998. Margrét var húsfreyja í Forn- haga í Aðaldælahreppi og síðar í Reykjavík. Margréti verður sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fyrri maður Mar- grétar var Forni Jak- obsson, f. 16.11. 1907, d. 8.12. 1998. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jón f. 19.4. 1936, maki Bergljót Hallgrímsdóttir f. 1.3. 1952. Börn þeirra eru Arnheiður, f. 30.7. 1975, Droplaug Mar- grét, f. 2.6. 1978, Eilíf- ur Örn, f. 26.5.1982 og Ingibjörg Dóra, f. 16.5. 1988. 2) Hjálmar Jak- ob, f. 4.12. 1937. Maki I Svanhildur Svein- björnsdóttir, f. 1.5. 1947. Skildu. Börn þeirra eru Margrét Elfa, f. 6.3. 1968, Ríkharður, f. 18.11. 1970 og Sveinbjörn, f. 28.3. 1973. Maki II Hulda Kristinsdóttir, f. 18.6. 1947. 3) Anna, f. 22.4. 1940. Maki I Sig- tryggur Jónsson, f. 16.5. 1925, d. Okkur langar að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Þær eru minnisstæðar heimsóknir henn- ar og Harðar heim í Haga á sumrin. Þá var oft gaman og Hörður stríddi okkur gjarnan en það gerði amma ekki en trúlega hefur hún samt haft gaman af. Hún var aftur á móti allt- af til í að spila. Við spiluðum oft hjónasæng og hún kenndi okkur all- ar vísurnar sem fylgdu með spilinu. Ekki alls fyrir löngu fengum við í hendur gamlar myndir sem teknar höfðu verið í einni heimsókn þeirra og var þá meðal annars verið að fara í bátsferð á Hagatjörninni. Amma hafði alveg sérstakt lag á köttum og átti marga ketti í gegn- um tíðina. Við munum helst eftir honum Lurki, sem flestir voru hálf- hræddir við. Kettir löðuðust alla tíð að henni og þegar hún fluttist á Víðines var hún ekki lengi að hæna að sér köttinn á heimilinu, kött sem eitt okkar átti einu sinni. Þau okkar sem hafa verið búsett í Reykjavík í einhvern tíma hafa notið þeirra for- réttinda að hitta ömmu reglulega. Þá var spjallað um allt milli himins og jarðar, sumt sem maður segir engum frá og maður hefði aldrei trúað að óreyndu að hægt væri að tala um við aldraða ömmu sína. En skemmtilegast var þó þegar hún fór að segja frá lífinu þegar hún var ung og segja sögur af ættingjum okkar, pabba og systkinum hans meðal annars. Oft lá vel á henni og hún kvað, orti og hló. Því miður höf- um við ekki erft hæfileikann frá ömmu til að yrkja vísur, og kveðjum því í óbundnu máli frábæra og ein- staka konu. Arnheiður, Droplaug Margrét, Eilífur Örn og Ingibjörg Dóra. MARGRÉT HJÁLMARSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, EIRÍKUR EINARSSON bóndi, Hallskoti, Fljótshlíð, lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.