Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 21
MINNSTAÐUR
„SJÓÐFÉLAGAR eiga
ekki að verða varir við
neinar breytingar. Hins
vegar verða innri
breytingar sem leiða til
hagkvæmni,“ segir
Friðjón Einarsson,
framkvæmdastjóri Líf-
eyrissjóðs Suðurnesja.
Stjórnir Lífeyrissjóða
Suðurnesja og Suður-
lands eru að hefja und-
irbúning að sameiningu
sjóðanna í einn og er
stefnt að því að samein-
ingin taki gildi 1. júlí.
„Umhverfi lífeyris-
sjóðanna hefur breyst
mikið á undanförnum árum,“ segir
Friðjón þegar hann er spurður um
ástæður þess að gengið er til samein-
ingar. Hann segir að þessir tveir líf-
eyrissjóðir séu svipaðir að aldri, gerð
og stöðu og hafi framkvæmdastjórar
þeirra haft töluverða samvinnu. Nú
liggi fyrir að framkvæmdastjóri Líf-
eyrissjóðs Suðurlands til margra
ára, Þorfinnur Valdimarsson, láti af
störfum á næstunni og hafi Lífeyr-
issjóður Suðurnesja haft frumkvæð-
ið að því að ræða kosti sameiningar
sjóðanna og báðar stjórnirnar sam-
þykkt fyrir jól að stefna að samein-
ingu.
Lífeyrissjóður Suðurnesja er tvö-
falt stærri en Lífeyrissjóður Suður-
lands, með liðlega 15 milljarða kr.
eignir á móti liðlega 7 milljörðum á
Suðurlandi. Sameiningin fer fram
með þeim hætti að Lífeyrissjóður
Suðurlands sameinast Lífeyrissjóði
Suðurnesja en sameinaður sjóður
fær nafnið Lífeyris-
sjóður Suðurlands.
Höfuðstöðvar verða í
Keflavík og Friðjón
Einarsson fram-
kvæmdastjóri en
áfram verður rekin
skrifstofa á Selfossi.
Búist er við að sex
manna stjórn verði yfir
sjóðnum og fækkar því
um fjóra stjórnar-
menn.
Friðjón segir að
rekstur lífeyrissjóða sé
smám saman að færast
til Reykjavíkur. Með
sameiningu lífeyris-
sjóða verkafólks á Suðurlandi og
Suðurnesjum sé hægt að styrkja
starfsemi á landsbyggðinni. Telur
hann að sjóðurinn verði það öflugur
að hann geti staðið sjálfstæður.
Reksturinn verði að vera hagkvæm-
ur því annars verði sjóðurinn lagður
inn í stærri einingu.
Blikur á lofti
Þegar staða sjóðanna um áramót
liggur fyrir verður gerð trygginga-
fræðileg úttekt á báðum sjóðunum
og stigaeign jöfnuð fyrir sameiningu,
ef á þarf að halda. Friðjón segir að
blikur séu á lofti hjá lífeyrissjóðun-
um á nýju ári, vegna lengri lífaldurs
fólks og aukinnar örorku. Lífeyris-
sjóðir séu byrjaðir að taka tillit til
þess með því að leiðrétta réttindi
sjóðfélaga og segir hann að farið
verði yfir þau mál við úttekt á lífeyr-
issjóðunum tveimur fyrir eða sam-
hliða sameiningu þeirra.
Unnið að sameiningu lífeyrissjóða
Friðjón Einarsson
Engar breytingar
á þjónustu
við sjóðfélaga
SUÐURNES
Stykkishólmur | St. Franciskusspít-
alinn í Stykkishólmi hefur gert
samning við Landspítala – háskóla-
sjúkrahús um vistun og umönnun
sjúklinga. Samningurinn felur í sér
betri nýtingu sjúkrarúma á báðum
stofnununum með því að sjúklingum
sem bíða eftir hjúkrunarrými á
Landspítalanum verði boðin dvöl í
Stykkishólmi í umsaminn tíma. Með
samstarfinu munu möguleikar
Landspítala – háskólasjúkrahúss
aukast til að veita sérhæfa þjónustu
um leið og betri nýting verður á
sjúkrarúmum á St. Franciskusspít-
alanum.
Róbert Jörgensen, forstöðumaður
St. Franciskusspítalans, var spurður
um tilurð þessa samnings. „Heil-
brigðisráðuneytið hefur lagt áherslu
á aukna heimahjúkrun. Við höfum
lagt okkar af mörkum til þess. Af-
leiðingin er auðvitað sú að legudög-
um á spítalanum líkt og sambæri-
legum spítölum hefur fækkað. Fólk
dvelur lengur heima hjá sér, eðli-
lega, kemur veikara inn á hjúkr-
unarheimilið og dvelur mun
skemmri tíma á sjúkrahúsi.
Val sjúklingsins
Með tilliti til gerðs þjónustusamn-
ings við heilbrigðisráðuneytið höfum
við litið eftir frekari verkefnum til
hagsbóta fyrir sjúklinga og heil-
brigðiskerfið. Hér er góð stofnun
með gott starfsfólk og þetta er ár-
angurinn,“ segir Róbert Jörgensen
Gert er ráð fyrir að Landspítalinn
fái aðgang að 2 rúmum fyrir lang-
tímalegu og 4–5 rúmum fyrir
skammtímalegu.
Róbert var spurður hvort réttlæt-
anlegt væri að flytja sjúklinga á milli
landshluta til dvalar. „Þetta verður
val sjúklingsins og aðstandenda
hans. Vill hann njóta góðrar þjón-
ustu hér meðan hann er ef til vill að
bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými
á Reykjavíkursvæðinu? Það verður
enginn fluttur hingað gegn hans
vilja og í flestum tilfellum verður um
skammtímadvöl að ræða,“ segir
framkvæmdastjórinn.
„Að lokum vil ég segja,“ segir Ró-
bert, „að með þessum samningi á
Landspítali – háskólasjúkrahús
meiri möguleika á að mæta vaxandi
þörf á sérhæfðri þjónustu og við
fáum betri nýtingu á okkar spítala.“
Á St. Franciskusspítalanum í
Stykkishólmi starfa um 70 manns,
þar af 3 læknar.
Samvinna á milli St. Franciskusspítalans og Landspítala
Sjúklingum boðin dvöl í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Allra hagur Róbert Jörgensen er ánægður með að taka á móti sjúklingum frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Dreitill er venjuleg léttmjólk sem hefur verið D-vítamínbætt.
Úr tveimur glösum af Dreitli fæst allt að helmingur af ráðlögðum
dagskammti D-vítamíns.
D-vítamín er nauðsynlegt til að kalkið úr fæðunni nýtist sem skyldi.
Samkvæmt rannsóknum á mataræði er meðalneysla D-vítamíns
undir ráðlögðum dagskammti í nær öllum aldurshópum. Kannanir
hafa t.d. sýnt að íslensk ungmenni fá ekki nægilegt D-vítamín.
D-vítamínbætta léttmjólkin Dreitill var markaðssett fyrir
fjórum árum eftir að Manneldisráð Íslands óskaði eftir því að
léttmjólk væri D-vítamínbætt.
Dreitill er til í eins lítra og ¼ lítra umbúðum.
Dreitill lækkar í verði!
– fyrir alla fjölskylduna
Nú hefur heildsöluverð á Dreitli lækkað
– Dreitill kostar það sama og Léttmjólk og Nýmjólk
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
LANDIÐ