Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 27 þeim málum verður farið, en staða Vopnafjarðarhrepps verður auðvit- að með allt öðrum hætti heldur en verið hefur og möguleikar til að losa mikið fé eru fyrir hendi. Bæði til þess að greiða niður skuldir og gera aðra góða hluti.“ Á hluthafafundi Tanga í gær fór handhafi Vopnafjarðarhrepps með umboð fyrir 62,5% virkra hluta- bréfa. auka hér vinnu og gera atvinnu stöð- uga til framtíðar. Það er skýringin á því hvers vegna Vopnafjarðar- hreppur hefur komið svona sterkt inn í útgerð hér á staðnum. Snúning- urinn í sveitarfélaginu hefur aldrei verið meiri en nú.“ Hreppurinn hefur ekki losað fjár- magn út úr Tanga og Þorsteinn seg- ir það ekki endilega standa til. „Það hefur ekki verið ákveðið hvernig að ækið upp- vinnslu. on, fram- st sjá fyr- rfsfólki og meiri um- jávarfiski ilhjálmur. við höfum r í öllum ár og það g viðhaldi m.a. í upp- gður með hefði það ersu lengi breyttum a sem við ð sem við egir Þor- eitarstjóri reppurinn þá í tölu slandi og þetta með arkmiði að a, HB Granda staðfestur sjávarútvegsfyrirtæki landsins nsson Morgunblaðið/Jón Sigurðarson loðnan ds og vel við sk- ðilega liggjum við vel við og mannauð- urinn er góður. HB Grandi er lang- stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í landinu og að nálgast svokallað kvótaþak. Það er því mikill viðsnún- ingur frá því að vera að streða við að bjarga Tanga inn í plássið að vera orðinn hluti af stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins. Það er bjart fram undan og mikið að gera!“ mikið að gera Morgunblaðið/Jón Sigurðarson ru sam- af hinu vif á stöðu B reytingar á loftferðalögum, auknar fjár- veitingar til flugöryggismála, innleiðing samevrópskra reglna um flugrekstur minni flugvéla, endurskoðuð lög um rann- sóknir flugslysa, endurskipulagning á starfi Rannsóknarnefndar flugslysa og reglur um flug- velli eru meðal atriða sem Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hefur beitt sér fyrir að hrinda í fram- kvæmd undanfarin ár. Kemur það að nokkru leyti í kjölfar skýrslu RNF um flugslys í Skerjafirði í ágúst 2000 sem leiddi til mikillar umræðu um stöðu flugör- yggismála hérlendis. Lét ráðherra fara yfir ýmis atriði sem þar komu fram til að draga af því lærdóm. „Þessi umræða og ýmis gagnrýni sem þar kom fram vöktu upp margar spurningar um stöðu flugöryggis- mála og ég sá að full ástæða var til að velta við hverjum steini og fara mjög vandlega yfir allt þetta svið,“ segir Sturla Böðvarsson í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég kom í ráðuneytið árið 1999 setti ég mér það markmið að fara sérstaklega yfir öryggismál sjófarenda og öryggismál í flugi en umferðarmálin voru þá ekki á ábyrgð samgönguráðuneytisins heldur flutt til okkar síðar. Ég ákvað að samgöngur á sjó yrðu teknar fyrir fyrst. Sú vinna leiddi til margs konar breytinga og end- urbóta í öryggismálum sjómanna og á starfi rannsókn- arnefndar sjóslysa. Síðan koma flugmálin og má segja að umræðan um Skerjafjarðarslysið hafi ýtt þeirri vinnu hraðar af stað en ætlað var í fyrstu. Flugöryggismál höfðu kannski ekki mikið verið til umræðu hérlendis en með sívaxandi starfsemi lítilla sem stórra flugrekenda bæði innan- lands og utan var orðið nauðsynlegt að fara yfir alla þætti og standa fyrir aðgerðum sem leitt gætu til auk- ins flugöryggis. Það var óhjákvæmilegt að taka til hendinni í þessum málaflokki.“ Reglur fyrir rekstur lítilla flugvéla Samgönguráðherra segir að eitt það fyrsta sem hrint hafi verið í framkvæmd hafi verið innleiðing á svonefnd- um JAR-OPS reglum, sem eru samevrópskar reglur um flugrekstur véla allt að 10 tonnum að þyngd. „Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum í Evrópu til að taka upp þess- ar reglur í október 2001 en því hafði reyndar verið frest- að nokkuð að ósk flugrekenda. Þessar reglur byggjast að miklu leyti á reglum og tilmælum Alþjóða flugmála- stofnunarinnar, ICAO, og lúta að ýmsum skilyrðum sem flugrekendur þurfa fullnægja. Má segja að þarna hafi verið komið á sömu meginreglum fyrir þá sem reka litlar flugvélar og gilt hafa lengi fyrir stóru flugfélögin.“ Næsta atriði segir Sturla hafa verið breytingar á loft- ferðalögum sem tóku gildi 3. apríl 2002. Meðal nýmæla þar eru aukið eftirlitsvald Flugmálastjórnar Íslands með flugrekendum og fjölgað var úrræðum hennar til að knýja fram nauðsynlegar úrbætur og ákvarðanir í flugöryggismálum þeirra. Var stofnuninni veitt dag- sektavald og heimild til að leggja févíti á eftirlitsskylda aðila í flugrekstri. „Um þetta var mikið deilt í umræðum um lagabreytinguna á Alþingi en þessi nýju ákvæði hafa skapað Flugmálastjórn sterkari stöðu og ríkari heimildir til að taka á málum flugrekenda sem sýna af sér vanrækslu eða trassaskap. Ég hef vissu fyrir því að flugrekendur, ekki síst þeir sem reka litlu vélarnar, eru ánægðir með þessar breytingar og þetta aukna aðhald.“ Aukin verkefni Sturla segir að stóraukin útrás íslenskra flugfélaga síðustu árin hafi leitt til mjög aukinna verkefna hjá Flugmálastjórn en einnig hjá Rannsóknarnefnd flug- slysa. „Meðal hlutverka Flugmálastjórnar er að sinna eftirliti og skráningu íslenskra flugvéla og þegar þær eru í rekstri í öllum heimshlutum þarf að sinna því eft- irliti úti um allan heim. Þetta hefur kallað á fleiri starfs- menn og frá árinu 2002 hefur framlag vegna eftirlits með lofthæfi, flugrekstri og flugöryggismálum almennt verið aukið um tugi milljóna króna á ári. Ég vil að líta megi til Íslands sem fyrirmyndarríkis í flugöryggismálum. Þær aðstæður eiga að geta leitt til öflugrar starfsemi á vegum flugfélaga í samkeppni. Metnaður okkar á sviði flugöryggismála hefur með öðru skapað skilyrði fyrir vöxt í flugstarfseminni á al- þjóðavettvangi. Á sama hátt hafa verkefni Rannsóknarnefndar flug- slysa aukist með stærri flugflota og fleiri málum sem þurfa rannsóknar við. Sem betur fer hefur alvarlegum flugslysum fækkað en flugatvikum fjölgað. Er það bæði vegna stækkandi flugvélaflota okkar Íslendinga og auk- innar umferðar en ekki síst vegna aukinnar tilkynn- ingaskyldu á atvikum í flugi. Hertar reglur þýða að nú ber að tilkynna flugatvik í ríkari mæli en áður og þetta hefur skapað fleiri verkefni. Með nýjum lögum á þessu ári um rannsókn flugslysa hefur verið lögð aukin áhersla á sjálfstæði nefndarinnar og við höfum einnig veitt til hennar aukið fé, úr 18,4 milljónum árið 2000 í rúmlega 31 milljón á fjárlögum þessa árs. Þá má nefna að flugverndarmál, þ.e. að vernda flug- samgöngur gegn ólögmætum aðgerðum og tryggja ör- yggi farþega, áhafna og almennings, hafa verið tekin fastari tökum með nýju loftferðalögunum og samþykkt- ar flugverndaráætlunar fyrir Ísland sem ég undirritaði í júlí 2002. Í undirbúningi er setning reglugerðar um flugvernd í samstarfi við utanríkisráðuneytið og dóms- málaráðuneytið.“ Breytingar fram undan Samgönguráðherra segir að fyrir dyrum standi enn frekari breytingar á loftferðalögum sem kveði á um meiri kröfur um tilkynningaskyldu flugatvika og eru þær í samræmi við nýjar tilskipanir Evrópusambands- ins. „Af öðrum flugmálaverkefnum sem unnið er að á veg- um samgönguráðuneytis má nefna að sett hefur verið reglugerð um flugvelli og flugstöðvar sem nú eru leyf- isskyldar og sett undir opinbert vald flugöryggissviðs Flugmálastjórnar. Dæmi um breytingar sem fylgja auknum kröfum gagnvart flugvöllum eru umfangsmikl- ar framkvæmdir við öryggissvæði flugvalla.“ Nefnd sem samgönguráðherra skipaði síðasta vor til að skoða skipulag Flugmálastjórnar er langt komin með verkefni sitt og á ráðherra von á að fá skýrslu hennar í þessum mánuði. Skila öruggara flugi Sturla kveðst að lokum sannfærður um að þessar breytingar sem orðið hafa undanfarin misseri hafi skil- að betra og öruggara flugi. „Flugrekendur mega hins vegar ekki víkja sér undan því að fara að reglum og halda uppi aga í rekstri sínum. Flugöryggi og flugvernd helst í hendur og það hafa flugfarþegar fundið á síðustu misserum með auknu eftirliti á farangri og á þeim sjálf- um og þótt það eigi einkum við um millilandaflug þá hef- ur þetta eftirlit einnig verið aukið innanlands og strang- ari reglur teknar upp á ýmsum sviðum. Sem dæmi get ég nefnt umferðina og umgang um Reykjavíkurflugvöll. Nú er hann afgirtur og enginn fer þar um nema viðkomandi hafi til þess aðgangskort eða sérstaka heimild. Áður var vallarsvæðið nánast opið og hver sem var gat farið þar um eins og honum sýndist. Að þessu sögðu er ljóst að ánægjuleg þróun hefur orðið á sviði flugmála á undanförnum árum. Alvarleg- um slysum hefur fækkað, um leið og mikill vöxtur ein- kennir starfsemi flugrekenda. Ánægjulegt að fylgjast með útrás flugfélaganna erlendis en ekki síður er ánægjulegt að fylgjast með vexti á innanlandsfluginu þar sem óhætt er að fullyrða að mikill viðsnúningur hafi orðið frá því sem áður var.“ Samgönguráðherra segir auknar fjárveitingar til flug- mála og lagabreytingar hafa hvatt til aukins flugöryggis Vöxtur og útrás í flugi hafa leitt til aukinna verkefna Morgunblaðið/Árni Sæberg Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ánægjulegt að fylgj- ast með þeirri þróun sem orðið hefur á sviði flugöryggismála á Íslandi undanfarin ár. Alvarlegum flug- slysum hafi fækkað og umfang flug- rekstrar hafi stóraukist hjá íslensk- um flugrekendum á sama tíma. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir mikið hafa áunnist í flugöryggismálum að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.