Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 19 MENNING Leikarar úr Þjóðleikhúsinu fóru í óvenjulega vettvangsferð ádögunum til að kynnast betur þeim raunveruleika sem þeireiga að túlka á sviðinu. Áfangastaðurinn var fangelsið Litla- Hraun við Eyrarbakka og fengu leikararnir að kynnast þeim aðbúnaði og skilyrðum sem íslenskir fangar búa við. Á hrollköldum janúar- morgni rétt upp úr áramótum opnuðust stálhliðin á Litla-Hrauni fyrir leikurum og leikstjóra og þeir gengu inn á staðinn sem fæstir fara á af fúsum og frjálsum vilja. Leikararnir fengu að skoða aðstæður og nutu þar leiðsagnar Jóns Sigurðssonar, forstöðumanns fangelsisins. Fengu þeir að kynnast hvernig fangelsið er uppbyggt og hvernig það lítur út að innan og ut- an. Þá fengu þeir fræðslu um það hvernig dagurinn líður hjá vist- mönnum Litla-Hrauns. „Ég varð fyrir mjög djúpum áhrifum þarna,“ segir Pálmi Gestsson leikari, sem fer með hlutverk Guðjóns, forherts kynferðisglæpamanns. „Þegar maður kom út fyrir aftur, þá hugsaði maður það sem maður er aldrei neyddur til að hugsa, því maður býr við svo góðar aðstæður á svo góðu landi, hvað það er gott að vera frjáls og maður hefur það í rauninni gott. Frelsi er eitthvað svo sjálfsagt í manns huga, en það er ekkert sjálfsagðara en hvað annað. Maður áttar sig ekki fyrr en þarna á því hvers virði frelsið er.“ Pálmi segist ekki efast um að þessi vettvangsferð hafi borgað sig fyrir þá félaga og muni nýtast í því að vinna með hlutverkið. „Ég held að það sé engin spurning að þetta var reynsla sem var merkileg, eins og allt auðvitað. Öll áhrif og reynsla sem maður verður fyrir gagnast manni í þessu starfi.“ Undir þetta sjónarmið tekur Hávar Sigurjónsson, leikstjóri og höf- undur verksins, sem fjallar um fimm refsifanga sem þurfa að gera upp bæði opinberar og óopinberar misgjörðir sínar. „Menn eru þarna inni- lokaðir og það er tilviljun hvernig menn veljast saman. Þeir eru ekk- ert þarna fyrir hver annan, svo það er erfiðara, eitthvað sem menn gera sér kannski ekki grein fyrir, að komast af innan veggja fangels- isins,“ segir Hávar. „Það var ein lykilsetning sem maður heyrði þarna inni, að menn „halda haus“ gagnvart samföngunum, sama hvað á gengur.“ Hávar segir að leikritið sé þó engin skýrsla um aðstöðu og aðbúnað í íslenskum fangelsum, heldur leikrit um fimm persónur sem eru lok- aðar inni á sama stað á sama tíma. „Átökin sem verða á milli þeirra og skapast annars vegar af því sem gerist þar og svo hins vegar af því að þeir eiga í sumum tilfellum sameiginlega sögu.“ Leiklist | Leikarar í Grjóthörðum kynntust aðstæðum fanga á Litla-Hrauni „Frelsið er ekki sjálf- sagður hlutur“ Morgunblaðið/Jim Smart Leikararnir Gísli Pétur Hinriksson, Atli Rafn Sigurðarson og Pálmi Gestsson voru frelsinu fegnir þegar þeir stigu út fyrir rammgerð hlið Litla-Hrauns.svavar@mbl.is ÞAÐ dansa álfameyjar á gluggunum, litrík pappírsblóm þekja veggina, á myndbandi borðar ung kona sveppi líkt og Lísa gerði í Undralandi. Risastór fluga skríður á fing- urgómi á öðru myndbandi. Dulúðugar ljósmyndir sýna unga stúlku greiða annarri, önnur ljósmyndaröð sýnir konur í hefðbundnum karlhlutverkum. Á þessa leið má lýsa hluta verkanna á sýningunni Carnal Knowledge sem opnaði í Nýlistasafninu hinn 8. janúar sl. Í einkar skemmtilegri og ítarlegri grein um hugtakið og sýninguna leggur Fröydi Lazlo, ein sýnend- anna, áherslu á spurninguna um stöðu kvenna í samtím- anum og veltir fyrir sér þýðingu hugtaksins Carnal Knowledge í dag. Þar koma fram margar áleitnar spurn- ingar og óbeint verður grein hennar til að skerpa merk- ingu listaverkanna á sýningunni. Verk sem að á yfirborð- inu gætu virst einföld og næstum naíf öðlast aukna dýpt og sætleiki þeirra verður kaldhæðnislegri en ella. En það er einmitt ákveðinn sætleiki og fallegt yfirbragð verka sem er ríkjandi á sýningunni. En er það krúttkynslóðin sem hér á í hlut eða er þetta úthugsað yfirborð og ætlun þess að blekkja? Ádeilan í grein Lazlo er ekki eins sýni- leg í listaverkunum á sýningunni og ekki ljóst hvort hin- ar listakonurnar deila hugmyndum hennar. Mér finnst stundum erfitt að átta mig á hvenær verk eru einlæg og um leið kannski naíf, eða hvenær þau eru kaldhæðin, lík- lega eru þau bæði. Þegar Emilíana Torrini lýsti stúdíó- vinnunni með Kylie Minogue í þættinum hjá Gísla Mar- teini um daginn var eins og hún væri að lýsa eigin kynslóð. Þau mættu með gærur og kerti og mynd úr Ölp- unum í stúdíóið til að hafa kósí. Stundum finnst mér eins og það sé takmark þessarar kynslóðar; að kúra undir sæng og hafa það kósí. Átakaleysi, krúttlegheit, sætleiki, gaman saman, leikurinn – allt þetta er í fyrirrúmi. Tón- list Mugison er annað dæmi um þetta ljúfa átakaleysi. En á sama tíma er þessi kynslóð einstaklega dugleg við að koma sér á framfæri, skapa sér tækifæri o.s.frv. – þá er ekki legið undir sæng! Margt jákvætt fylgir þessari kynslóð, ekki síst sá samhugur og samvinna sem ein- kennir margt í þeirra starfi, nú síðast opnaði sam- vinnurekið kaffihús, Hljómalind, við Laugaveg í húsnæði gömlu Hljómalindar. Allur ágóði rennur til góðgerð- armála. Þessi samhugur svífur einnig yfir vötnunum á sýningu áttkvenninganna í Nýló núna, listaverk þeirra eru fjölbreytt en skapa aðgengilega og litríka heild. Stuttar myndir Kristínar Elvu Rögnvaldsdóttur eru grípandi og falla vel að þemanu auk þess að hafa á sér framandi blæ paradísargarðs. Nina Lassila frá Finn- landi kannar kvenhlutverkið og eigin viðbrögð við um- hverfinu í myndböndum sínum. Ljósmyndir Trinidad Carillo eru heillandi og eftirminnilegar, þær segja dul- úðugar sögur. Spiladós Dinönu Storasen kemur skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að Öskubuskukjóllinn úr tuskum sé e.t.v. ekki mjög frumlegur ná tuskurnar að kveikja ýmis viðbrögð, eins og þau hversu yfirgengilegt neyslusamfélagið er orðið þegar tuskuúrvalið er svona. Sidsel Stubbe Schoul fer heilan hring með tölvunotkun nútímamannsins og nær að hægja á hraða samtímans í útsaumsmyndum sínum gerðum eftir tölvuunnum ljós- myndum. Pappírsblóm Anneli Pihlgren verða næstum ógnvekjandi í litríkum einfaldleika sínum og úbreiðsla þeirra virðist óstöðvandi. Helena Blomqvist sýnir ljós- myndaröð gerða í anda gamalla ljósmynda þar sem myndefnum var komið fyrir á eins konar sviði. Hún gerir sviðsmyndina sjálf frá upphafi til enda og vinnur síðan endanlega útkomu í tölvu. Myndir hennar eru kímnar og þó er broddur í þeim. Miðaldra vinkonurnar á tunglinu eru skemmtilegar og myndin Sunset sígild ádeila. Áhorfandinn verður næsta litlu nær um hlutverk kon- unnar í samtímanum við skoðun sýningarinnar, þá er áð- urnefnd grein fróðlegri. En konurnar átta sýna greini- lega að það er kraftur í þeim og þegar allt kemur til alls er það að lokum einmitt það sem mun breyta samfélagi okkar í átt að auknu jafnrétti á báða bóga, hægt og bít- andi á næstu árum og áratugum, kynslóð eftir kynslóð. MYNDLIST Nýlistasafnið Til 30. janúar. Nýlistasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. Carnal Knowledge, samsýning átta listakvenna Morgunblaðið/Jim Smart Ljósmynd eftir Trinidad Carillo. Ragna Sigurðardóttir BORGIN Cork á Írlandi er menn- ingarborg Evrópu árið 2005. Cork- verjar fögnuðu þessum áfanga með mikilli flugeldasýningu um helgina, þegar forseti landsins, Mary McAleese og menntamálaráðherra, John O’Donoghue, settu tímabilið formlega. Cork er menningar- borg Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.