Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 11
RÍFANDI gangur er í loðnufryst-
ingu hjá HB Granda á Vopnafirði
og er unnið á vöktum allan sólar-
hringinn. Búið er að frysta 500–600
tonn af loðnu í landi og þá hafa um
150 tonn verið fryst um borð í
Svani RE 45. Afkastagetan í landi
er allt að 180-190 tonnum á sólar-
hring og þá getur Svanur fryst allt
að 70 tonnum á sólarhring. Til stóð
að skipa út fyrstu loðnunni í gær og
fer hún beint á Rússlandsmarkað.
Fimm skip á vegum HB Granda
hafa verið að loðnuveiðunum. Vík-
ingur AK 100 kom í fyrrdag með
1.400 tonn og af þeim fóru um 1.200
tonn í bræðslu, Faxi RE 9 var að
landa í gærmorgun og Sunnuberg-
ið, sem varð fyrst til að landa loðnu,
var þá aftur á landleið með afla.
Auk þeirra hafa svo Ingunn AK
100 og Svanur verið að veiðum.
„Það er rífandi gangur hjá okk-
ur,“ segir Einar Víglundsson verk-
stjóri í uppsjávarvinnslu hjá HB
Granda á Vopnafirði. Hann segir
um 45 manns vinna á föstum vökt-
um við loðnufrystinguna allan sól-
arhringinn. „Við erum að frysta
þetta í tvo flokka, mínus 40 stykki í
kílói og 40-50 stykki í kílói. Þetta er
mjög góð loðna, ca. 12% feit. Áta er
innan þeirra marka sem má vera.“
Einar segir að svo virðist sem nóg
sé af loðnu norðaustur af landinu.
„Það er nóg af loðnu og það er
nótaveiði líka og menn eru bara
brattir. Núna bíða menn bara
spenntir eftir því að sjá hvað Hafró
gerir, þ.e. hvað aukningin á kvót-
anum verður mikil. Það þýðir tals-
vert fyrir svona fyrirtæki eins og
HB Granda, ef kvótinn er um 600
þúsund tonn, þá fáum við 120 þús-
und tonn sem þýðir um það bil 24–
25 þúsund tonn á skip.“
Einar segir menn bíða spennta
eftir hvað verði gert svona í fyrstu
lotu því það skipti auðvitað máli að
fara ekki í sama farið og í fyrra og
lenda í sömu vitleysu og þá. Menn
hafi þá ekki fengið niðurstöðu um
útgefnan loðnukvóta fyrr en of
seint og hafi því brunnið inni með
fleiri tugi þúsunda tonna.
Aðalatriðið að halda
starfseminni
Tangi hf. sameinaðist síðasta
haust HB Granda hf. og Svani
RE-45 og segir Einar að auðvitað
sé alltaf ákveðin eftirsjá í 40 ára
gömlu nafni [Tanga-nafninu]. „En
svona er þetta bara, það er númer
eitt tvö og þrjú að hafa starfsemina
og vinnuna hér. Ég held að það séu
fáir Vopnfirðingar sem líta á þetta
sem neikvæðan hlut. Menn gera
grín að því að við erum með hótel
hér sem heitir Hótel Tangi og nú
segja gárungarnir að það eigi að
skíra það Grand hótel.“
Fyrsta loðnan til Rússlands
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Mikil vinna Unnið er allan sólarhringinn í loðnuvinnslu HB Granda á
Vopnafirði. Þórhildur Haraldsdóttir er hér við vigtirnar.
Rífandi gangur í
loðnufrystingu
hjá HB Granda á
Vopnafirði
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
ÚR VERINU
SAMKOMULAG hefur orðið um það milli
Íslands og Færeyja, að fiskveiðisamning-
urinn milli landanna verði óbreyttur á þessu
ári. Samkvæmt því fá Færeyingar ákveðnar
heimildir til botnfiskveiða hér við land og
síðan skiptast þjóðirnar á gagnkvæmum
veiðiheimildum í uppsjávarfiski.
Landstjórnarmaðurinn Björn Kalsö, sem
fer með sjávarútvegsmál í Færeyjum, og
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
hittust í Reykjavík á mánudag og var þá
gengið frá samkomulaginu.
Urðu aðilar sammála um að botnfisk-
veiðiheimildir Færeyinga við Ísland yrðu
óbreyttar á árinu 2005 og hafa því færeysk
skip heimild til að veiða 5.600 lestir af botn-
fiski á árinu en heildarafli af þorski verður
þó aldrei meiri en 1.200 lestir og lúðuafli
aldrei meiri en 80 lestir.
Varðandi veiðar á uppsjávarfiski þá verða
í gildi á næsta ári sömu ákvæði og giltu á því
síðasta. Íslensk skip hafa heimild til að
veiða 2.000 lestir af Hjaltlandssíld við Fær-
eyjar og 1.300 lestir af makríl en færeysk
skip fá heimildir til veiða á 30 þús. lestum af
loðnu við Ísland á loðnuvertíðinni 2005/2006
auk þess sem þau geta veitt þar 10 þús. lest-
ir af loðnu, sem þau hafa heimild til að veiða
í lögsögu Grænlands.
Þá ákváðu aðilar að gagnkvæmar heim-
ildir íslenskra og færeyskra skipa til veiða á
norsk-íslenskri síld og kolmunna innan lög-
sagna landanna yrðu óbreyttar.
Óbreyttar
heimildir
EITT hundrað milljónum króna verð-
ur varið í bættar hálkuvarnir og
aukna vetrarþjónustu Vegagerðar-
innar á þessum vetri, samkvæmt
minnisblaði samgönguráðherra sem
lagt var fram á ríkisstjórnarfundi fyr-
ir helgi. Fram kemur að umferð á
þjóðvegum landsins hefur aukist
verulega á undanförnum árum, eknir
kílómetrar voru 1,67 milljarðar árið
1999 en voru í fyrra rétt um 2 millj-
arðar og er aukningin 20% á fimm ár-
um. Þá segir að bætt vegakerfi og
meira bundið slitlag á vegum en áður
kalli á aukna vetrarþjónustu enda
hafi eðli þjónustunnar breyst vegna
aukinna hálkuvandamála.
Að sögn Björns Ólafssonar, for-
stöðumanns þjónustudeildar Vega-
gerðarinnar, eru breytingar á vetrar-
þjónustureglum Vegagerðarinnar
einkum fólgnar í auknum hálkuvörn-
um og lengri þjónustutíma á stærst-
um hluta vegakerfisins.
Þjónustuflokkar úr 5 í 4
Hálkuvarnir eru af ýmsum toga,
auk þess að ryðja burtu snjó og rífa
upp klaka og ís er sandur og salt borið
á varasama vegarkafla. Þjónustu-
flokkum Vegagerðarinnar er fækkað
úr fimm í fjóra en hver flokkur segir
til um hversu mikið er hálkuvarið á
hverjum stað. Í 1. flokki er nánast allt
hálkuvarið, í 2. flokki er alltaf hálku-
varið í flughálku og allir varasamir
staðir í hálku. Í 3. flokki eru allir vara-
samir staðir hálkuvarðir í flughálku
og mjög varasamir staðir í hálku og í
4. flokki eru einungis mjög varasamir
staðir hálkuvarðir.
Að sögn Björns fjölgar þeim stöð-
um sem eru hálkuvarðir auk þess sem
vegir í tveim síðustu þjónustuflokk-
unum eru færðir á milli flokka.
Leiðin milli Akureyrar og Reykja-
víkur er dæmi um vegarkafla sem
tekur breytingum og verður leiðin
eftirleiðis öll hálkuvarin ef flughált er
á vegum.
Fram kemur í minnisblaði ráð-
herra að á sama tíma og umferð hafi
aukist verulega hafi samsetning
hennar breyst verulega. Auk vaxandi
vöruflutninga og afnámi strandsigl-
inga, hafi ferðatími styst með bættu
vegakerfi sem lýsi sér í auknum
ferðalögum almennings, umferðin
dreifist á lengri tíma sólarhrings, um-
ferðarhraði hafi aukist og kröfur um
aukið umferðaröryggi séu stöðugt
vaxandi.
Að sögn Björns Ólafssonar er hálk-
an einnig mun meira vandamál á veg-
um landsins en hún var áður. Snjór
festist síður á bundnu slitlagi en hálk-
an eigi greiðari leið. Þá hafi veðráttan
breyst á síðustu árum, umhleypingar
séu mun meiri og ísing sömuleiðis.
Verstu kaflarnir milli
Akureyrar og Egilsstaða
Að sögn Óskars Óskarssonar,
framkvæmdastjóra innanlandssviðs
Landflutninga-Samskipa, eru verstu
vegarkaflarnir í dag með tilliti til ís-
ingar og hálkuvarna, milli Akureyrar
og Egilsstaða og á leiðinni milli
Reykjavíkur og Vestfjarða.
Á fyrrnefndu leiðinni eru það eink-
um Fljótsheiði, Mývatnsheiði, Náma-
skarð, Biskupsháls, kaflinn inn
Möðrudalsöræfi,, kaflinn frá Gilsá
upp að Ármótaseli og kafli upp frá
Jökulsá í Jökuldal sem hálkuverja
þarf betur en gert hefur verið, sam-
tals um 20 kílómetrar.
Þá þarf að mati Óskars að fjölga
mokstursdögum úr 6 í 7 á leiðinni
milli Reykjavíkur og Vestfjarða. Þeir
kaflar sem eru slæmir á þeirri leið
eru: Ennisháls, brekkurnar í kring
um Hólmavík „Fellabök“, Smá-
hamraháls, Kambsnes, Eiðið, Gils-
eyrarbrekka og Hjallabrekka í
Skötufirði, Norðdalur á Steingríms-
fjarðarheiði, Fossabrekka á Stein-
grímsfjarðarheiði og önnur sem er
neðar eða samtals um 12 kílómetrar.
Þá er brekkan við Reykjanesafleggj-
ara í Hafnarfirði, um 30 metrar, yf-
irleitt mjög hættuleg þegar hálka er,
að sögn Óskars, og einnig þarf að lag-
færa einbreitt slitlag í Hrútafirði og
Bitrufirði í Strandasýslu og vegar-
kaflann í Norðurárdal í Borgarfirði
sem er „landsfrægur“ fyrir hversu
mjór hann er, að hans sögn.
Að sögn Óskars geta allt að 10
slæmir kaflar verið á hverri aksturs-
leið sem bílstjóri þarf að fara um.
Eina ráðið sé að setja keðjur á bílinn
og síðan keyra yfir alla vegarkafla á
lágmarkshraða, einnig þá auðu, eða
taka keðjurnar undan bílunum eftir
hvern hálkukafla og ferlið allt að tíu
sinnum, sem fyrr segir. „Okkar bíl-
stjórar velja þá leið að taka keðjurnar
undan eftir hvern hálkukafla því það
er mjög slítandi að aka á keðjum,
bæði fyrir dekk, keðjur svo og sjálf-
sögðu fyrir vegaryfirborðið,“ segir
Óskar. Allir bílstjórar séu háðir
ströngum reglum um aksturs- og
hvíldartíma sem gerir það að verkum
að þeir megi ekki eyða of miklum tíma
í hverja ferð og hann fullyrðir að sum-
ir bílstjórar gefi sér ekki alltaf tíma til
að setja á keðjurnar sökum þess að
þeir eru að falla á aksturstíma.
Varðandi snjómokstur segir Óskar
að verktakar sem sjá um moksturinn
fyrir Vegagagerðina notist mikið við
bíla með „tönn“ sem reynist góður
kostur þegar snjórinn er laus og auð-
velt er að moka. Um leið og snjórinn
þjappast eigi bílarnir erfitt með að
hreinsa almennilega snjóinn frá og
skilja eftir sig þunnt lag sem síðar
verður að klaka. „Þetta hefur það í för
með sér að við erum að upplifa hálku
oftar en nauðsynlegt er. Það þarf því
að hugsa meira fyrir því að vera með
stærri og þyngri tæki.“
Óskar vill árétta að Samskip-Land-
flutningar fagna átaki Vegagerðar-
innar í að efla hálkuvarnir.
() " *+ % #,
"- !" ) ."' ) !" .)
+ " )! + !" #) . +
/ ) 0 -. )! +
/ ) 0 )! + )' )
' ! . . + )
/ ) 0 ! . . + )! + )' )
' #1' ! . . + )
/ ) 0 2-)-'. #1' ! . . + )! +
3.!
4. ,)
5 ".#1 +)
6.#1 +)
1-&),.
)+ 7
,)
')#1 +)
) "4
8%.!
9) 1-
:, . 1-
;<-#1 +)
2'.. +
".)<7
. +)
#%<!')
81-
= #)$*# 7
). )
;
8"
"..
>)'! -
? -&!
-&'" +
' -".
100 milljónir
króna í auknar
hálkuvarnir
Meiri umhleypingar og betri vegir
auka talsvert líkur á hálku
SIGURÐUR Arnbjörnsson,
flutningabílstjóri hjá Norður-
frakt á Siglufirði, sagði það hið
besta mál ef auka ætti hálku-
varnir á þjóðvegum landsins.
Sigurður sem ekur frá Siglu-
firði til Reykjavíkur og Ak-
ureyrar sagði ástandið hafa
verið slæmt að undanförnu,
hálka mikil og þá sérstaklega í
Húnavatnssýslunum. „Ástandið
hefur verið áberandi verst þar
á suðurleiðinni en lítið verið að
gert.“ Sigurður sagði að snjór-
inn á vegum landsins væri orð-
inn að klaka og því glerhált í
hláku.
Gunnlaugur Höskuldsson,
flutningabílstjóri hjá Landflutn-
ingum Samskipum, sagði löngu
kominn tíma á að bæta ástand-
ið, enda væri klaki á vegum um
allt land. Gunnlaugur er m.a. að
keyra bæði suður til Reykjavík-
ur og austur á Egilsstaði frá
Akureyri. „Maður hefur ekki
mikið lent í því að stoppa vegna
þess hversu mikill snjór er, fyrr
en nú um daginn en það er aft-
ur mikil hálka og hún er miklu
verri. Það er mjög mismunandi
eftir stöðum hversu mikið ein-
staka leiðir séu sandbornar,
enda hefur einn og einn bíll eða
vagn rúllað yfir.“ Gunnlaugur
sagði alveg til í því að menn
væru að fara of langt án þess
að setja keðjur undir bíla sína.
„En það hefur vantað pening í
hálkuvarnir og það hlýtur eitt-
hvað að koma í kassann með
aukinni umferð, þ.e. ef þeir
peningar skila sér á réttan stað.
Hins vegar ber þjóðvegakerfið
ekki alla þessa umferð.“
Flutningabílstjórar fyrir norðan
Morgunblaðið/Kristján
Flutningabílstjórar eru ánægðir
með auknar hálkuvarnir.
Hið besta mál