Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 41 HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið ÁLFABAKKI kl. 5.30, 8 og 10.30. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 5. Ísl.tal. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Enskt tal. GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!  H.L. Mbl.  Kvikmyndir.comi ir. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ YFIR 27.000 ÁHORFENDUR INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 27.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG I J I , I I J I I Í Hvað er málið með Alfie? KRINGLAN kl. 5, 7.30 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.. Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.10. Enskt tal.  DV Kvikmyndir.is RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Christopher heitinn Reeve er til-nefndur til verðlauna Samtaka kvikmyndaleikstjóra í Bandaríkj- unum fyrir leikstjórn sína á sjón- varpsmyndinni Brooke Ellison Story sem fjallar um konu sem fjöl- fatlast eftir að hún lendir í alvar- legu bílslysi. Aðrir sem tilnefndir eru í þessum flokki sem bestu leik- stjórar sjónvarpsmynda eru Robert Altman, Stephen Hopkins, Lloyd Kramer og Joe Sargent. Þetta er fyrsta tilnefning sem Reeve fær fyrir leikstjórn en hann var kunnari fyrir kvikmynda- leik. Hann lést október í fyrra, 52 ára gamall.    Rod Stewartsegir að enginn eigi að gifta sig fyrir þrítugt. Rokkarinn rámi, sem er tvígiftur og fagnaði sextugsafmæli sínu í gær, segir að fólk breytist mikið áður en það nær þrítugu og það sé ekki tilbúið til að verða ráð- sett fyrr en það hefur náð vissum þroska. Rod, sem giftist annarri konu sinni, fyrirsætunni Rachel Hunter, þegar hún var 21 árs og er núna í sambandi með fyrirsætunni, Penny Lancaster sem er 33 ára, sagði þetta í við- tali við breska tímaritið Q. „Þrátt fyrir að ég sé eldri en Penny, er mjög ólíkt að giftast einhverjum sem er 21 árs eða vera með einhverjum sem er 33 ára. Konur eru mjög hviklyndar á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Penny er orðin stöðug núna. Ég er mjög heppinn að hafa svona glæsilega konu mér við hlið sem vill stunda mikið kynlíf.“ Fólk folk@mbl.is ÞÁTTARÖÐIN Regn- hlífarnar í New York hef- ur göngu sína í Sjónvarp- inu í kvöld. Í þessum hálftíma löngu þáttum verður flakkað vítt og breitt um bókaheiminn, rætt við bóksala í New York, Lundúnum og Reykjavík, fjallað um nýjar bækur, og umfram allt spjallað við íslenska lesendur og rithöfunda. „Þátturinn er ákveðin umræða um bækur þar sem talað er um þær eins og hvað annað. Auðvitað á að vera þáttur um bæk- ur í sjónvarpinu eins og handbolta,“ segir Þor- steinn J. sem er umsjón- armaður þáttanna ásamt Sigurði G. Valgeirssyni. Upptökum stjórnar Helgi Jóhannesson og er Bæj- arútgerðin ehf. framleið- andi í samvinnu við Sjón- varpið. Í þáttunum verða fag- urbókmenntir ekki ein- göngu til umræðu heldur „allar bækur, ævisögur, ferðasögur og svo fram- vegis“. Óvenjulegt nafn þáttanna, Regn- hlífarnar í New York, er fengið að láni úr ljóði eftir Óskar Árna Ósk- arsson „í stað þess að gefa þáttunum nafnið Bókahillan. Nafnið vísar til þess að þarna eru ekki bara til um- fjöllunar íslenskar bækur. Við erum ekki að fjalla um bækur bara út frá þessum litla veruleika hér. Að lesa bók er að ferðast.“ Í fyrsta þættinum verður komið víða við. „Við erum með viðtal við þýðanda Arnaldar Indriðasonar, konu sem heitir Coletta Durlin. Hún er núna að þýða Kleifarvatn yfir á þýsku. Við heimsækjum líka forn- bókabúð í Camden-markaðinum í Lundúnum og fjöllum um ævisögur, góðar og mjög vondar ævisögur líka,“ segir hann en bendir á að þeir séu alls ekki að dæma bækur. „Hugmyndin er upphaflega komin frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sem talaði við Sigurð og hann talaði svo við mig. Þeir koma að þessu máli þannig að þeir styrkja þáttinn en rit- stjórnin er algerlega í höndum okk- ar tveggja.“ Er hægt að læra af þessum þátt- um? „Það er leikur að læra. Það sem er forvitnilegast er að þarna er fjallað um alls konar bækur og sumt af þeim bókum langar mann sjálf- sagt að lesa og sumt ekki. Ég held að hver einasti þáttur hljóti að stækka heimsmynd áhorfandans eitthvað.“ Auk þess að vera reyndur á sviði heimildarmynda- og þáttagerðar er Þorsteinn bókmenntafræðingur og er því á heimavelli. Hann hefur áhuga á bókum og segist lesa „sæmi- lega mikið. Mér finnst skemmtilegra að lesa góðar bækur en vondar. Tím- inn er dýrmætur.“ Sjónvarp | Nýr þáttur um heim bókanna Að lesa bók er að ferðast Þorsteinn J. telur að hver einasti þáttur af Regnhlífunum í New York hljóti að stækka heimsmynd áhorfandans eitthvað. Þáttaröðin Regnhlífarnar í New York hefur göngu sína í Sjónvarp- inu kl. 21.15 í kvöld. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.