Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GÖMLU einkunnarorð Háskóla
Íslands ,,Vísindin efla alla dáð“
eru skráð fyrir ofan innganginn að
hátíðarsal HÍ. Maður fer hins veg-
ar að efast um að sú
hugsjón hafi náð fót-
festu í huga eins af
prófessorum skólans,
Ragnars Árnasonar,
því hann opinberar
ótrúlega yfirgrips-
mikið þekkingarleysi
sitt í EES-málum í
viðtali við Við-
skiptablaðið föstudag-
inn 7. janúar. Deila
má um skoðanir hans
á hagkvæmni upptöku
evru fyrir íslenskt
efnahagslíf og ágæti
Evrópusambandsins en yfirlýs-
ingar hans um gagnsleysi EES-
samningsins jaðra við fávisku.
Gerir prófessorinn sér ekki
grein fyrir því að grundvöllurinn
fyrir hinni miklu útrás íslenskra
fyrirtækja sem átt hefur sér stað
undanfarin ár er það lagaumhverfi
sem innleitt var hér á landi með
EES-samningnum? Flestir fræði-
menn eru einnig sammála að það
hafi verið EES-samningurinn,
þjóðarsáttarsamningarnir í byrjun
níunda áratugarins og hugsanlega
kvótakerfið sem hafi lagt grunn-
inn að þeirri hagsæld sem ríkt
hefur undanfarinn áratug.
Samvinna við vinaþjóðir okkar í
Evrópu í gegnum EES-samning-
inn síðustu ár hefur á margan hátt
verið lífæð Íslendinga í alþjóðlegri
samvinnu og á grunni hennar hef-
ur borist inn í landið ómetanleg
þekking og reynsla sem við hefð-
um annars orðið af. Á hverju ári
fara fleiri tugir háskólanema til
dvalar í evrópskum háskólum og
undanfarin 10 ár hafa í kringum
1.800 Íslendingar hlotið styrki til
lengri eða skemmri námsdvalar á
vegum Leonardo-starfsmennta-
áætlunar ESB. Um þessar mundir
eru síðan hátt á annan tug sam-
evrópskra verkefna leidd af ís-
lenskum aðilum og er velta þeirra
fleiri hundruð milljónir króna.
Gróflega má áætla að um 20 þús-
und Íslendingar, eða um tíundi
hluti þjóðarinnar, hafi með ein-
hverjum hætti tekið þátt í sam-
starfsáætlunum ESB síðastliðin
11 ár. Svo má ekki gleyma því að
flestar þær kvik-
myndir sem hafa ver-
ið framleiddar hér á
landi undanfarin ár
hafa fengið stóra
styrki úr evrópskum
sjóðum og nema þær
upphæðir fleiri
hundruð milljónum
króna. Þetta allt kall-
ar Ragnar fríðindi til-
tekinna einstaklinga!
Hroki og þjóðern-
isremba skína í gegn
þegar prófessorinn
ræðir um vísinda-
samstarfið við Evrópu . „Og yfir-
leitt er það þannig að við gefum
okkar þekkingu en fáum eiginlega
ekkert í staðinn. Þeir (þ.e. Evr-
ópubúar) standa einfaldlega aftar
á fjölmörgum af þessum sviðum,“
segir hann. Ó, já, vísindin efla alla
dáð en við Íslendingar stöndum
svo vel að við þurfum ekkert á
umheiminum að halda! Þetta er
ótrúleg rökleysa og efast ég um
að nokkur kollega Ragnars við
Háskóla Íslands muni taka undir
þessa skoðun hans. Staðreyndin
er sú að íslenska vísinda-
samfélagið, ekki síst Háskóli Ís-
lands, hefur fengið mun meiri
fjármuni og reynslu en látið hefur
verið af hendi. Heildarframlag ís-
lenskra stjórnvalda á þessum
rúma áratug sem er liðinn síðan
samningurinn var undirritaður er
um 2,7 milljarðar en við höfum
fengið til baka um 6,5 milljarða.
Við höfum því fengið um 3,8 millj-
örðum meira til okkar en þá er
ekki metin til fjár sú aukna þekk-
ing, sambönd og það almenna
gildi sem samstarfið hefur fyrir
þátttakendur og samfélagið í
heild.
Í þessari grein hefur einungis
verið tæpt á nokkrum atriðum
varðandi gagnsemi EES-
samningsins. Hægt væri í löngu
máli að ræða um samkeppn-
islöggjöfina sem tekin er beint
upp úr evrópskum reglum en án
hennar hefði samráð olíufélaganna
til dæmis ekki verið ólöglegt.
Einnig væri hægt að skrifa langa
grein um réttarbót til handa
launafólki, lækkun á tollum á fisk-
afurðum, framsækna löggjöf í um-
hverfismálum, aukna neyt-
endavernd og meira frjálsræði á
fjarskiptamarkaði en það verður
að bíða seinni tíma. Gamlir félagar
Ragnars úr Alþýðubandalaginu
sáluga, sem greiddu atkvæði gegn
EES-samningnum á sínum tíma,
hafa flestir snúið við blaðinu og
viðurkennt að samningurinn hafi
verið af hinu góða fyrir íslenskt
samfélag en það er greinilegt að
prófessorinn er ekki á sama máli.
Staðreyndin er hins vegar sú að
greið aðkoma að innri markaði
Evrópusambandsins telst til
grundvallarhagsmuna Íslendinga
enda fara þangað um 80% af vöru-
útflutningi okkar. Þegar sviss-
neska þjóðin felldi til dæmis EES-
samninginn, í mikilli óþökk sviss-
neskra yfirvalda og útflytjenda,
lögðu svissnesk stjórnvöld á sig
mikla vinnu til að ná fríversl-
unarsamningi með töluverðum
fórnarkostnaði við ESB því án
samnings hefði svissneskt efna-
hagslíf smám saman dregist aftur
úr keppinautum sínum á megin-
landinu. Í samanburði við slíkan
tvíhliða samning er EES miklu
betri kostur enda litlar líkur á því
að ESB hafi áhuga á því leggja í
þá miklu vinnu sem fylgir slíkri
samningagerð. Eini annar kostur í
stöðunni er því full aðild að ESB.
Yfirgripsmikið þekkingar-
leysi prófessorsins
Andrés Pétursson
fjallar um hugmyndir
Ragnars Árnasonar ’Hroki og þjóðernis-remba skína í gegn
þegar rætt er um vís-
indasamstarfið við
Evrópu.‘
Andrés Pétursson
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 8.
janúar var frétt um það að Veð-
urstofan hafi kringum
ármótin lagt niður
fjórar mannaðar veð-
urstöðvar: á Haugi,
Sauðanesi, Strand-
höfn og Núpi. Til við-
bótar hefur verið
hætt athugunum í
Kvígindisdal og á
Nautabúi vegna þess
að bæirnir hafi lagst í
eyði en engar mann-
aðar stöðvar munu
koma í staðinn. Veð-
urstofustjóri segir,
samkvæmt frétt
Morgunblaðsins, að
þessar ákvarðanir séu
hluti af þeirri „hag-
ræðingu“ sem Veð-
urstofan hafi unnið að
á undanförnum árum.
Því má bæta við að
mjög nýlega voru
lagðar niður mönnuðu
stöðvarnar á Blöndu-
ósi, Reykhólum og
Hveravöllum og
ástæðan var þessi
sama „hagræðing“.
Mannaðar veð-
urstöðvar eru nú
orðnar næstum því
hlægilega fáar og lík-
ur eru til að þeim muni enn fækka
á næstu árum. Það er þó bót í
máli í bili að sjálfvirkum veður-
stöðvum hefur fjölgað mjög síð-
ustu árin, bæði á vegum Veður-
stofunnar og ýmissa annarra
stofnana.
Veðurlýsingum í Ríkisútvarpinu
frá kl 18 var hætt í maí í fyrra.
Lýsingar frá kl. 9 á morgnana,
sem enn eru á sínum stað í dag-
skrá útvarpsins, verða nú styttar
til muna vegna óska Ríkisútvarps-
ins. Þegar Morgunblaðið hafði í
frétt sinni talið upp allar þær veð-
urstöðvar, mannaðar og vélrænar,
sem ekki verða framar nefndar í
útvarpinu lýkur blaðið umfjöllun
sinni um málið á þessum orðum:
„Enn verður hægt að finna upp-
lýsingar um veður á þessum stöð-
um á Textavarpinu og vef Veð-
urstofunnar, www.vedur.is.“
En hversu lengi verður það?
Hvenær kemur að því
að „hagræðing“
krefst þess að líka
verði að skerða hina
sjálfvirku veðurþjón-
ustu? Það kostar víst
ekkert smáræði að
hringja í allar þessar
stöðvar margoft á sól-
arhring. Var ekki nið-
urskurði á þessari
þjónustu einmitt forð-
að eða frestað á sín-
um tíma með því að
fórna hinni fjárfreku
athugunarstöð á
Hveravöllum í stað-
inn? Getur skerðing á
þessu sviði ekki skoll-
ið á þá og þegar?
Hvað verður næsta
skref sem stigið verð-
ur til hagræðis til að
takmarka veður-
athuganir eða aðgang
almennings að veð-
urupplýsingum?
„Hagræðing“ Veð-
urstofunnar er auðvit-
að ekki sjálfvalin af
stofnuninni. Henni er
þröngvað upp á hana
af stjórnvöldum með
takmörkuðum fjár-
veitingum. Og þar komum við að
kjarna málsins. Óbilgirni stjórn-
valda í „hagræðingu“ á Veðurstof-
unni er hreinlega farin að bitna
alvarlega á þjónustu stofnunar-
innar við almenning. Það þýðir
ekkert að neita því. Það er samt
enn þá verra að þessi stefna er í
rauninni andvísindaleg og er lík-
lega einnig orðin þrándur í götu
fyrir öflun fræðilegrar þekkingar
á veðurfari og náttúru landsins.
Það er furðuleg öfugþróun á tím-
um velmegunar á upplýsingaöld
þegar peningar flæða um þjóðfé-
lagið.
Skerðing á
veðurþjónustu
Sigurður Þór Guðjónsson
fjallar um niðurskurð í
veðurfregnaþjónustu
Sigurður Þór
Guðjónsson
’Óbilgirnistjórnvalda í
hagræðingu á
Veðurstofunni
er hreinlega far-
in að bitna al-
varlega á þjón-
ustu stofnunar-
innar við al-
menning.‘
Höfundur er rithöfundur.
NÝVERIÐ tilkynnti forsætisráð-
herra landsins að íslenska ríkið
hefði fest kaup á skopmyndasafni
eftir teiknara Morg-
unblaðsins fyrir 18
miljónir króna. Hér
væri verið að bjarga
þjóðarverðmætum
sagði ráðherrann, og í
fyllingu tímans yrði
væntanlega reist hús
yfir safnið úti í Vest-
mannaeyjunm.
Á námsárum mín-
um í Kaupmannahöfn
sá ég alloft myndir
eftir teiknarana á
dönsku blöðunum.
Einkanlega eru mér
minnisstæðir þeir
Hans Bendix og Bo
Boyesen. Þá birtust
líka annað slagið í
blöðunum gamlar
myndir eftir Storm P.
Hér heima áttum við
einnig góða skopteikn-
ara fyrrum tíð. Nægir
að nefna tvo. Þá
Tryggva Magnússon
og Halldór Pétursson.
Það var sameiginlegt einkenni á
verkum allra þessara manna að á
þeim var listrænn stíll. Efnið var
sett fram af góðviljaðri kímni og
borið uppi af háttvísi og siðfágun.
Því miður eru hin nýkeyptu
myndverk íslensku þjóðarinnar
sneydd öllum þessum kostum, og
séu þau skoðuð af nokkurri athygli
finnst manni einhvern veginn að
dráttlist af þessu tagi hafi í rauninni
alltaf verið á skökkum stað. Hún
hefði kannski getað
gengið í skólablaði í
gagnfræðaskóla, en alls
ekki í því blaði sem
löngum hefur borið
höfuð og herðar yfir ís-
lensk dagblöð og lagt
stærri skerf en nokkurt
annað blað til eflingar
listum og menningu í
landinu. Morgunblaðs-
menn bera hinsvegar
hvorki ábyrgð á títt-
nefndum mynda-
kaupum né listasafns-
hugmyndum. Það gerir
Halldór Ásgrímsson
aftur á móti og er leitt
til þess að vita að jafn-
greindur og góðviljaður
maður skuli hafa flækst
út í slíkt fen.
Nú verðum við bara
að vona að þessi fok-
dýru listaverk fái að
hvíla í friði á kistubotn-
um úti í Vest-
mannaeyjum, og að
umrætt listasafn rísi aldrei af
grunni.
Nóg er nú hlegið að okkur samt.
Enn eitt listasafnið
Stefán Sigurkarlsson
fjallar um kaup ríkisins
á teikningum Sigmunds
Stefán Sigurkarlsson
’Því miður eruhin nýkeyptu
myndverk ís-
lensku þjóðar-
innar sneydd
öllum þessum
kostum …‘
Höfundur er lyfjafræðingur.
BLAÐAMENN á fjölmiðlum
Baugs vita hvað til síns friðar
heyrir eftir brottrekstur Sigríðar
Árnadóttur úr stól fréttastjóra
Stöðvar 2. Til að
tryggja að jafnvel
þeir tregu læsu
skriftina á veggnum
tók DV Sigríði til
bæna nokkrum dög-
um (sjá DV 7. jan.
bls. 10) fyrir brott-
reksturinn: ,,Hún er
ekki nógu beinskeitt“
[sic], sagði þar. Staf-
setningarvillan hljóm-
ar eins og óprófarka-
lesinn Gunnar Smári
Egilsson, yfirmaður
fjölmiðladeildar
Baugs.
Áhorfendum Stöðvar 2 hefur
ekki þótt neitt skorta upp á að
fréttastofan undir stjórn Sigríðar
myldi ekki undir hagsmuni Baugs,
sem á Fréttablaðið auk DV og
Stöðvar 2 í gegnum móðurfélagið
Og Vodafone. Í atinu um fjöl-
miðlalögin í sumar var fréttatími
Stöðvar 2 undirlagður fréttum
hliðhollum Baugsveldinu. En það
hefur ekki verið nóg.
Sigríður var rekinn án nokkurra
opinberra skýringa sem sýnir að
stjórnendur Baugsmiðla telja sig
ekki skulda almenningi skýringar
á því hvernig þeir reka dagblöð
sín, útvarp og sjónvarp. Baugi
tókst með dyggri hjálp stjórn-
arandstöðunnar og forseta lýð-
veldisins að brjóta á bak aftur al-
mannavaldið þegar lagasetningu
um eignarhald fjölmiðla var
hnekkt í sumar. Eftir
það þykjast Baugs-
menn yfir það hafnir
að útskýra hvað þeim
gengur til með útgáfu
blaða og rekstri ljós-
vakamiðla.
Þegar Sigríður var
ráðin til Stöðvar 2
fyrir tæpu ári var hún
kynnt sem nýtt andlit
Stöðvar 2 enda hafði
hún unnið sér trúnað
sem útvarps-
fréttamaður RÚV. Í
vali á forsvars-
mönnum ritstjórna er yfirlýsing
eigenda um hvaða ritstjórnar-
stefnu þeir vilja að verði fylgt.
Sigríður átti að byggja upp
trausta og trúverðuga fréttastofu.
Þegar Baugur er núna búinn að
sigra almannavaldið þarf ekki
lengur að hafa áhyggjur af trú-
verðugleika. Baugsmenn vilja að
blaða- og fréttamenn verði bein-
skeyttir í hagsmunagæslu fyrir
samsteypuna. Páll Magnússon,
sem sest í stól Sigríðar á Stöð 2,
hefur sýnt sig þjált verkfæri eig-
enda. Páll lét Jón Ólafsson beygja
sig á sínum tíma og flæmdi Elínu
Hirst úr stöðu fréttastjóra.
Með því að ganga jafnskamm-
laust til verks og raun ber vitni er
Baugsveldið að segja blaða- og
fréttamönnum á sínum snærum að
láti þeir ekki að stjórn er starf
þeirra í hættu.
Almenningur getur sýnt blaða-
og fréttamönnum Baugsmiðla
samstöðu með því að hætta að
kaupa áskrift að Stöð 2 og DV
(þessir fáu sem eftir eru) og segja
upp símaþjónustu Og Vodafone.
Þótt Baugur stundi ekki fjölmiðla-
rekstur til að hagnast í peningum
eru væntanlega takmörk fyrir því
hvað samsteypan er tilbúin að
borga með rekstrinum.
Aftaka Baugs
Páll Vihjálmsson fjallar
um brottrekstur Sigríðar
Árnadóttur fréttastjóra ’Almenningur getursýnt blaða- og frétta-
mönnum Baugsmiðla
samstöðu með því að
hætta að kaupa
áskrift að Stöð 2 og
DV (þessir fáu sem
eftir eru) og segja
upp símaþjónustu Og
Vodafone.‘
Páll Vihjálmsson
Höfundur er blaðamaður.