Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 8
!" # $% &'
Íslendingar greiðamest allra Norður-landaþjóðanna fyrir
lyf samkvæmt nýjum sam-
anburði norrænu stofnun-
arinnar NOMESCO. Nið-
urstöðurnar eru birtar í
skýrslu um lyfjanotkun á
Norðurlöndunum árin
1999 til 2003.
Ef litið er á hinn bóginn
á heildarneyslu lyfja,
mælda í skilgreindum
dagskömmtum (DDD) á
hverja 1.000 íbúa, kemur í
ljós að lyfjanotkun er tölu-
vert minni hér á hvern
íbúa en t.d. í Svíþjóð, þar
sem hún er mest, í Finn-
landi og í Noregi. Íslend-
ingar nota þó mun meira af tauga-
og geðlyfjum en hinar norrænu
þjóðirnar.
Lyf fyrir tæpar 50 þúsund
krónur á hvern Íslending
Samkvæmt skýrslunni var
lyfjakostnaður á hvern Íslending
árið 2003 um 588 evrur, sem sam-
svarar tæpum 49.000 krónum á
ári. Næstir Íslendingum komu
Finnar með 403 evrur á mann, þá
Norðmenn með 379 evrur, kostn-
aður á hvern Dana var 350 evrur
og 330 evrur í Svíþjóð.
Kostnaðarhlutdeild sjúklings-
ins er einnig meiri á Íslandi en á
öðrum Norðurlöndum sem upp-
lýsingar eru birtar um eða 212
evrur (tæplega 18.000 ísl. kr.)
samanborið við t.d. 171 evrur í
Finnlandi og 110 evrur í Dan-
mörku.
Lítill markaður og
kostnaðarsöm lyfjadreifing
Í skýrslunni er gerð grein fyrir
mismunandi fyrirkomulagi lyfja-
mála á Norðurlöndunum og helstu
aðferðum sem beitt er til að
stemma stigu við ört vaxandi
lyfjakostnaði.
Skýrsluhöfundar segja að meg-
inástæður fyrir háum lyfjakostn-
aði á Íslandi séu lítill markaður,
kostnaðarsöm lyfjadreifing og
vakin er athygli á áberandi til-
hneigingu til að skipta eldri lyfj-
um út fyrir ný lyf sem jafnan eru
dýrari.
Sé litið á einstaka lyfjaflokka
kemur í ljós að Ísland sker sig sér-
staklega úr hvað varðar kostnað á
hvern íbúa vegna notkunar tauga-
og geðlyfja sem var 165 evrur (um
16.500 ísl. kr.) á mann á árinu
2003, samanborið við t.d. 89 evrur
í Danmörku, 62 evrur í Færeyj-
um, 77 evrur í Noregi og 69 evrur í
Svíþjóð.
Samanburðurinn leiðir í ljós að
lyfjanotkun hefur aukist á öllum
Norðurlöndunum og kostnaður-
inn aukist m.a. vegna hærra lyfja-
verðs og þeirrar þróunar að eldri
lyfjum er skipt út fyrir ný og dýr-
ari lyf í síauknum mæli.
Af einstökum lyfjaflokkum er
mest notkun á hjarta- og æða-
sjúkdómalyfjum. Halda Finnar og
Færeyingar forystunni í neyslu
þessara lyfja. Íslendingar nota
mun minna af meltingarfæra- og
efnaskiptalyfjum en flestar aðrar
norrænar þjóðir samkvæmt sam-
anburðinum.
Íslendingar auka forskot sitt
í notkun geðdeyfðarlyfja
Íslendingar, Danir og Svíar
nota tauga- og geðlyf í meira mæli
en aðrar norrænar þjóðir sam-
kvæmt samanburðinum. Ekkert
lát virðist vera á vaxandi notkun
geðdeyfðarlyfja á öllum Norður-
löndunum á undanförnum árum.
Þar hafa Íslendingar haldið for-
ystu um langt árabil með mikilli
notkun þunglyndislyfja, sem
eykst jafnt og þétt miðað við hinar
þjóðirnar.
Hefur notkunin aukist úr 59,8
dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa
árið 1999 í rúmlega 90 á árinu
2003. Á sama tíma jókst neysla
sams konar lyfja úr 31,5 í 52,2
dagskammta í Danmörku, 36,1 í
51,7 í Noregi og úr 41,8 í 62,5 í Sví-
þjóð á þessu fjögurra ára tímabili.
Skýrsluhöfundar segja í niður-
stöðum sláandi hversu mismun-
andi og breytileg lyfjaneysla og
lyfjakostnaður er á Norðurlönd-
unum, í ljósi þess hversu líkar
norrænu þjóðirnar eru og lífsskil-
yrði eru áþekk.
Fréttaskýring | Verulegur munur á lyfja-
notkun og -kostnaði Norðurlandabúa
Borgum meira
fyrir lyfin
Vaxandi tilhneiging til að skipta út
eldri lyfjum fyrir ný og dýrari lyf
Lyfjanotkun og lyfjaútgjöld fara vaxandi.
Íslensk börn skera sig úr
í notkun þunglyndislyfja
Notkun þunglyndislyfja er
mun meiri meðal barna hér á
landi, bæði drengja og stúlkna,
sem eru 14 ára og yngri, en á
öðrum Norðurlöndum. Mælist
notkunin 12,6 dagskammtar á
hverja 1.000 drengi hér á landi
og 7,2 skammtar meðal stúlkna í
þessum aldurshópi. Í ljós kemur í
samanburði norrænu skýrsl-
unnar að notkunin mælist hins
vegar um eða innan við einn dag-
skammt á hver 1.000 börn á öðr-
um Norðurlöndum.
omfr@mbl.is
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gleðilegar nýjar R-lista-skattahækkanir, elskurnar mínar.
Útsendingar
Radíós Reykja-
víkur stöðvaðar
ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvar-
innar Radíó Reykjavík FM 104,5
hafa legið niðri undanfarna daga, og
hyggst nýr eigandi rifta kaupsamn-
ingi sem gerður var í desember sl.
vegna þess að stöðin hafi ekki til-
skilin leyfi til útvarpsreksturs. Ekki
er vitað hvort eða hvenær stöðin fer
aftur í loftið.
Jón Hlíðar Runólfsson keypti
stöðina 5. desember sl., og segir að
sér hafi verið sagt að stöðin hefði til-
skilin leyfi; útvarpsleyfi og leyfi frá
Sambandi tónskálda og eigenda
flutningsréttar (STEF). Jón segir
STEF hafa sett lögbann á stöðina
vegna þess að leyfi sé ekki til staðar,
auk þess sem stöðin skuldi útvarps-
leyfi, og því ekki annað að gera en að
rifta samningum um kaup. Guð-
mundur Týr Þórarinsson, stofnandi
stöðvarinnar, segir að hún muni fara
í loftið aftur, um tímabundna erfið-
leika sé að ræða, en hann vildi ekki
fara nánar út í hvenær eða undir
hvers stjórn það mundi verða.
ALLS var þinglýst 726 kaupsamn-
ingum um fasteignir á Akureyri á ný-
liðnu ári og var heildarupphæð veltu
9,1 milljarður króna, en meðalupp-
hæð samnings var 12,5 milljónir
króna. Þetta kemur fram á vef Fast-
eignamats ríkisins. Um er að ræða
umtalsverða aukningu frá árinu á
undan, 2003, þegar þinglýst var 555
kaupsamningum og nemur aukning-
in 30,8%. Veltan jókst um 41,7%, fór
úr 6,4 milljörðum í 9,1 sem fyrr segir.
Meðalupphæð hvers samning árið
2003 var 11,5 milljónir króna.
Viðskipti með eignir í fjölbýli á ný-
liðnu ári námu 4,3 milljörðum, við-
skipti með eignir í sérbýli námu 4,2
milljörðum og viðskipti með aðrar
eignir 496 milljónum króna.
„Það hefur greinilega mikið verið
um að vera á fasteignamarkaðnum í
fyrra,“ segir Björn Magnússon hjá
Fasteignamati ríkisins á Akureyri.
Þónokkuð væri um að fólk ætti fleiri
en eina fasteign, ætti það bæði við
um fólk á höfuðborgarsvæðinu sem
ætti einnig íbúð á Akureyri og eins
fólk í nágrannasveitarfélögum sem
ætti börn í skóla í bæjarfélaginu og
sæi sér hag í að fjárfesta í íbúð á með-
an fremur en að leigja. Þó svo að
íbúafjöldi í bænum hefði ef til vill
ekki aukist í sama mæli væri greini-
legt að margir hefðu búsetu í bænum
þó að lögheimili væri skráð annars
staðar.
Mikil gróska á fasteignamarkaði
Veltan jókst um
nær 42% milli ára
Morgunblaðið/Kristján