Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 35
DAGBÓK
Alþjóðaskrifstofa HÍ stendur fyrir nám-skeiði 20. janúar nk. fyrir þá sem viljataka þátt í mannaskiptaverkefnumLeonardo-áætlunarinnar. Í manna-
skiptaverkefnum gefst nemendum á framhalds-
og háskólastigi tækifæri á styrkjum til að fara í
starfsþjálfun til einhvers Evrópulands í tengslum
við nám sitt. Einnig er tækifæri fyrir ungt fólk á
atvinnumarkaði að sækja um styrki til tungu-
málanáms og starfsþjálfunar í Evrópu og leið-
beinendur, stjórnendur og kennarar geta líka
sótt um styrki til að viðhalda og auka þekkingu í
fagi sínu. Dvalarlengd starfsþjálfunar er frá 1
viku upp í 1 ár eftir flokkum og hæsta upphæð
sem einstaklingur getur fengið er 5000 evrur,
eða rúmlega 400 þúsund krónur.
Þórdís Eiríksdóttir, verkefnisstjóri manna-
skiptaverkefna Leonardó, segir fyrirtæki og
stofnanir hafa margvíslegan ávinning af þátttöku
í Leonardó. „Regluleg þjálfun og símenntun
starfsmanna er fjárfesting í framtíð,“ segir Þór-
dís og bætir við að þátttaka í verkefnum sem
stuðli að bættri þjálfun og aukinni hæfni starfs-
manna geti þannig verið lykill að velgengni til
framtíðar. „Samvinna við fyrirtæki og stofnanir í
öðrum Evrópulöndum getur einnig hjálpað til við
innleiðingu nýjunga og aðlögun að íslenskum að-
stæðum. Skólar og fræðslustofnanir hagnast ekki
síður af þátttöku í Leonardó. Áætlunin er vett-
vangur fyrir þróun á kennsluefni sem tekur mið
af þörfum nemenda og framtíðarþörfum atvinnu-
lífsins og kennarar sem fara utan til að kynna sér
nýjungar koma yfirleitt til baka með nýjar hug-
myndir og ferskan andblæ inn í kennslustofuna.
Tækifæri nemenda að fá tækifæri til að reyna
kunnáttu sína úr kennslustofunni á vinnustað í
Evrópu er líka ómetanlegt. Bæði er það þrosk-
andi fyrir einstaklinginn að búa og starfa í öðru
landi og eins njóta íslensk fyrirtæki reynslunnar
og sambanda sem oft myndast á þennan hátt. Að
síðustu má ekki gleyma að fjölmörg íslensk fyr-
irtæki hafa tekið á móti erlendum Leonardó-
nemum í starfsþjálfun og líkað vel, ný sýn á við-
fangsefni sem og viðskipti og sambönd við
heimaland viðkomandi hafa oft myndast í kjölfar-
ið.“
Hvernig hefur þróunin verið á þessu sviði?
„Tæplega 2000 Íslendingar hafa notið styrkja
úr Leonardó-áætluninni síðan hún hóf göngu sína
árið 1995. Á fyrsta ári fór 61 Íslendingur utan
með Leonardó-styrk en árið 2004 var fjöldinn
orðin 240 eða fjórfalt hærri. Aukin áhersla er á
mannaskiptaverkefni innan Leonardó-áætlunar-
innar og fáum við nú Íslendingar rúmlega þrjátíu
milljónir í okkar hlut árlega til úthlutunar og fer
eftirspurn og áhugi sívaxandi.“
Næsti umsóknarfrestur er 11. febrúar og nám-
skeið fyrir umsækjendur verður haldið í Tækni-
garði, Dunhaga 5, fimmtudaginn 20. janúar kl.
15–17. Nánari upplýsingar er að finna á heima-
síðu Landsskrifstofu Leonardó, www.leonardo.is.
Símenntun | Mannaskiptaverkefni Leonardó-áætlunarinnar að hefjast á ný
Ómetanleg þjálfun og samvinna
Þórdís Eiríksdóttir er
fædd í Reykjavík árið
1956. Hún lauk stúd-
entsprófi frá ný-
málasviði Mennta-
skólans við Hamrahlíð
1977 og BA prófi í
ensku frá HÍ. Þórdís
starfaði hjá Ferðaþjón-
ustu bænda 1987–1997
og hóf störf hjá HÍ árið
1997, sem forstöðu-
maður Sumarskóla HÍ og umsjónarmaður með
Ólympíuleikum í eðlisfræði 1998. Þórdís hóf
störf hjá Rannsóknaþjónustu HÍ sem verk-
efnastjóri á Landsskrifstofu Leonardó árið
1998 og er nú verkefnastjóri mannaskipta-
verkefna Leonardó.
Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
1
1
2
7
/
sia
.is
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Frönskunámskeið
hefjast 17. janúar
innritun frá 3.-14. janúar
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Innritun í síma
552 3870✆
Rótarýhreyfingin,
sem var stofnuð í
Chicago árið 1905
heldur í ár upp á
100 ára afmæli
sitt og hófust há-
tíðahöldin með
stórtónleikum í
salnum á föstu-
daginn 7. jan. Þá
var í fyrsta sinn
veitt viðurkenning
úr Tónlistarsjóði
Rótarý á Íslandi.
Viðurkenninguna
hlaut Víkingur
Heiðar Ólafsson
píanóleikari, sem
nú stundar fram-
haldsnám við
Juilliard í New York. Víkingur var „leynigestur“ tónleikanna og lék fyr-
ir tónleikagesti eftir að hafa veitt viðurkenningunni viðtöku. Auk hans
komu fram Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Skólakór Kársness, undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur, að ógleymdum Jónasi Ingimundarsyni
píanóleikara.
Tónlistarsjóði Rótarý er ætlað að veita ungu tónlistarfólki sem skarað
hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjár-
styrks til frekara náms.
Víkingur Heiðar Ólafsson tekur við viðurkenning-
unni frá umdæmisstjóra Rótarýhreyfingarinnar á Ís-
landi, Agli Jónssyni.
Hundrað ára afmælis-
fagnaður Rótarý hefst
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
álíka stuðning við kaup á gler-
augum og við tannviðgerðir, þótt
ekki væri nema glerin í spang-
irnar? Það ræður ekki fjárhags-
lega við að kaupa sér bráðnauð-
synleg og rétt sjóngler og gengur
því með ópassandi „Hagkaupsgler-
augu“, sem fást á spottprís víða í
verslunum. En þau hæfa vitanlega
ekki fólki sem hefur t.d. sjón-
skekkju eða misjafna sjón á aug-
um.
Að lokum um týndu gleraugun
mín: Er svo bar við að ég týndi
bæði gleraugunum mínum og bíl-
lyklunum í einu, var ég illa haldin.
Alls staðar var leitað, í bönkum,
búðum, bíllinn fínkembdur ásamt
öllum fatavösum heimilisins. Einn-
ig var hvolft úr tveimur hand-
töskum sem ég nota til skiptis,
brúnni og svartri, og allt dótaríið
tínt aftur ofan í, í vitna viðurvist.
Nokkrum dögum síðar sem ég er
stödd í húsi úti í bæ, verður mér
stungið hendi ofan í töskuna og
viti menn, upp koma þá gleraugun
og bíllyklarnir. En barnabörnin
kunnu alveg skýringuna, lítill
galdrakarl hafði galdrað hlutina
ósýnilega eða eins og sagt er á
Hugleiðing um gleraugu
– aðallega týnd
NÝLEGA varð maðurinn minn að
fá sér ný gleraugu og kostuðu þau
rúmlega 80 þúsund. Um sama leyti
týndi ég mínum. Fjárútlát fyrir
tvennum nýjum gleraugum leika
heimilispeningasjóðinn grátt. Þar
af leiðandi fór fram mikil en ár-
angurslaus leit. Datt loks í hug að
fá að leita í óskilamunum hjá lög-
reglunni í Borgartúni 7. Líka án
árangurs. En þar er sem sé stór,
fullur kassi af óskilagleraugum,
með og án hulstra.
Þess vegna segi ég við gler-
augnatapendur: Leitið til lögregl-
unnar í Borgartúni 7, þar er afar
elskulegt og kurteist afgreiðslu-
fólk.
Líka segi ég við verslunareig-
endur, banka og alla sem hafa
undir höndum óskilagleraugu: Skil-
ið þeim til lögreglunnar í Borg-
artúni 7.
Ennfremur spyr ég þá ráða-
menn sem málið varðar: Er sjónin
síður mikilvæg en tennurnar?
Hvers vegna fær t.d. láglaunafólk,
ellilífeyrisþegar og örorkufólk ekki
fullorðinsmáli – búálfurinn hafði
brugðið huliðshjálmi yfir þá til að
stríða mér. Og því trúi ég bara al-
veg!
Þuríður Guðjónsdóttir.
Þakklæti
ÉG vil koma á framfæri þakklæti
til ríkisútvarpsins fyrir að spila
jólasálma með söng Þuríðar Páls-
dóttur á aðfangadagskvöld við
undirleik Páls Ísólfssonar en þess-
ir sálmar hafa ekki heyrst mjög
lengi.
Gömul kona.
Gleraugu í óskilum
RAY Ban sjóngleraugu með lituðu
gleri fundust á bílastæði hjá Spron
á Grettisgötu milli jóla og nýárs.
Upplýsingar í síma 898 1463.
Göngustafur týndist
LEKI göngustafur týndist við
Esso-stöðina við Skógarsel eða við
Seljakirkju. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 551 0907 eða
899 5350.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
AÐSTANDENDUR söngleikjarins
Hársins stóðu sl. laugardagskvöld
fyrir sérstakri aukasýningu til
styrktar söfnun vegna hörmung-
anna í Suðaustur-Asíu. Allir sem
að sýningunni komu, listamenn,
tæknimenn og aðrir aðstand-
endur, gáfu vinnu sína þetta
kvöld, auk þess sem bæði tækja-
og húsaleiga var felld niður og
tekjur af sölu á bar rann einnig í
söfnunarsjóðinn. Þá tvöfaldaði
KB banki framlag leikhússins.
Alls söfnuðust um 3,5 milljónir
króna.
Aðstandendur Hársins hafa nú
gefið allt söfnunarféð í þjóðar-
átakið „Neyðarhjálp úr norðri“
en hafa jafnframt skorað á að-
standendur sýningarinnar Héri
Hérason í Borgarleikhúsinu til
þess að leggja söfnuninni lið.
Morgunblaðið/ÞÖK
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og
Guðjón Davíð Karlsson í hlutverk-
um sínum í Hárinu.
Hárið skorar
á Héra Hérason
HIN árlega minningardagskrá á
afmælisdegi Guðmundar Inga
Kristjánssonar, skálds frá Kirkju-
bóli í Önundarfirði, verður í Holti
– friðarsetri næstkomandi laug-
ardag kl. 17.
Kjartan Ólafsson fræðimaður
flytur nokkur brot úr hinu um-
fangsmikla efni sem hann hefur
safnað úr Önundarfirði eins og
víðar á Vestfjörðum, en hluti af
því hefur birst í ritinu Firðir og
fólk sem út kom á vegum Bún-
aðarsambands Vestfjarða árið
1999.
Mun hann m.a. segja frá því
hvernig hann safnaði efni þessu.
Kjartan situr fyrir svörum að er-
indinu loknu.
Einnig verða lesin nokkur ljóð
Guðmundar Inga og veitingar
fram bornar.
Aðgangseyrir á dagskrána er
1.000 kr.
Guðmundar Inga minnst