Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 27
starfa má einnig nefna þátttöku hans í Orkuspárnefnd, formanns- starf í Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands og setu í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps. Fleira mætti telja, en þetta verður látið nægja. Ótalin eru fjölmörg áhugamál Gísla. Má fyrst og fremst nefna áhuga hans á rafbílum og þróun rafgeyma í þá, en hann hafði óbil- andi trú á því, að rafbílar ættu mikla framtíð fyrir sér hér á landi, enda benti hann iðulega á, að ára- tugalöng reynsla væri af notkun rafbíla erlendis og þróun í gerð raf- geyma gæfi fyrirheit um að notk- unarsvið þannig knúinna bíla mundi aukast með árunum, einkum til sendiferða hjá fyrirtækjum og sem annar bíll fjölskyldna. Margar greinar skrifaði Gísli í blöð um þetta hugðarefni sitt, og hann fylgdist vel með framvindu þessara mála. Varmadælur voru annað áhuga- mál Gísla, sem skylt er að nefna. Hann vildi, að þær yrðu notaðar á lághitasvæðum landsins, þar sem þær gerðu kleift að nota volgrur til húshitunar og iðnaðar. Í því skyni átti hann þátt í að settar voru upp varmadælur hjá Hitaveitu Akur- eyrar og að gerð var tilraun með varmadælu á Þórgautsstöðum í Hvítársíðu. Hann skrifaði einng greinar um þessi mál í blöð og tímarit, Sameiginleg áhugamál og sjónarmið á ýmsum sviðum voru umræðuefni í tíðum og reglubundn- um heimsóknum og samskiptum fjölskyldna okkar Gísla. Það voru notalegar samverustundir. Þar kynntumst við líka áhuga Gísla og Helgu Kristófersdóttur, eiginkonu hans, á velferð barna sinna, ann- arra afkomenda og venzlafólks. Þau létu sér afar annt um þau öll, fylgd- ust náið með þeim, hverju fyrir sig, mundu fæðingardaga allra í hópn- um og höfðu ávallt tíma til að sinna þeim, þegar fjölskyldan kom sam- an, hvort sem var á afmælisdögum, jólum, nýári eða öðrum samkomu- dögum fjölskyldunnar. Stundum er skammt stórra högga á milli. Helga Kristófers- dóttir, eiginkona Gísla, lézt 12. nóv- ember sl. Hún hafði lengi átt við veikindi að stríða, og Gísli hafði annazt hana af mikilli nærgætni og alúð. Þau voru mjög samrýmd og samhent um alla hluti og andlát hennar hafði djúp áhrif á Gísla, þó að daglega sæjust þess ekki mörg merki, þeim, sem þekktu hann lítið. Fyrir okkur, félaga hans í Orða- nefnd RVFÍ, er missir góðs sam- starfsmanns sár eftir svo löng kynni. Á tæpum sjö vikum höfum við Inga, kona mín, misst tvo nána og kæra vini okkar, hjónin Gísla og Helgu, sem við höfum átt reglu- bundin samskipti við í u.þ.b. 35 ár, og söknum sárlega vina í stað. Lífið er torráðin gáta. Við menn- irnir fáum engu breytt um fram- vindu þess og erum vanmáttugir gagnvart því og náttúruöflunum, þrátt fyrir þróun vísinda og fram- fara á ýmsum sviðum. Mesta hugg- un og styrkur okkar felst í að treysta á guð, sem við biðjum um að vera með öllum ættingjum Gísla og Helgu á þessum makalausu tím- um. Við hjónin sendum öllum þeim, sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls þessara góðu vina okkar, innilegar samúðarkveðjur. Bergur Jónsson, formaður Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga. Við Gísli kynntumst í stjórn Varðar og fulltrúaráði Sjálfstæð- isflokksins árið 1987. Hann var maður hugsjóna og rökhyggju – vann sitt verk af alúð. Jafnframt var hann í eðli sínu frumkvöðull, má þar minnast forgöngu hans í að stór svifnökkvi kom til landsins, eftir að þeir höfðu verið í notkun á Ermarsundi og víðar. Í haust skrif- aði Gísli grein í Mbl., um tækni vegna hleðslu á rafknúnum stræt- isvögnum. Það sýnir að hann fylgd- ist vel með nýjungum, sérstaklega í sínu fagi. Gísla minnist ég í sömu andrá og Helgu konu hans, sem lézt fyrir nokkrum vikum. Þau voru einstak- lega samrýnd – saman í öllu – sam- tvinnuð í tilfinningum og hjörtu þeirra slógu saman – samhljómur. Lífsneisti Gísla slokknaði þegar Helga fór. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Gísla og Helgu og hafa fengið að búa í húsinu þeirra í tæp átta ár – ég er ríkari eftir þær samvistir. Haraldur E. Ingimarsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 27 MINNINGAR ✝ Ólafur Krist-jánsson frá Hraungerði í Hrafnagilshreppi fæddist á Möðru- völlum í Eyjafirði 14. maí 1908. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri að kvöldi ný- ársdags, 1. janúar síðastliðins. For- eldrar Ólafs voru Halldóra Sigríður Benediktsdóttir, f. 27. maí 1867 d. 16. nóvember 1952, og Kristján Ágúst Friðbjörnsson, f. 18. ágúst 1866, d. 1913. Tvíbura- bróðir Ólafs var Axel Kristjáns- son, f. 14. maí 1908, d. 4. janúar 1994. Dóttir Axels er Elsa Hlín, f. Foreldrar Ólafs voru vinnuhjú á Möðruvöllum þegar tvíburarnir Ólafur og Axel fæddust og næstu árin voru þau í vistum á ýmsum bæjum í sveitinni. Axel varð eftir á Guðrúnarstöðum og var þar til 26 ára aldurs. Faðir þeirra lést þegar þeir bræður voru fimm ára. Ólafur og móðir hans komu að Hraungerði í Hrafnagils- hreppi 1916 og voru þar saman þar til hún lést 1952 en þá voru þau tekin við búinu. Ólafur bjó einn í Hraungerði til 1968 en þá flutti hann til Akureyrar. Fyrstu árin á Akureyri var hann verka- maður hjá bænum en síðustu starfsárin var hann starfsmaður dagblaðsins Dags og var orðinn áttræður þegar hann hætti þar. Árið 1991 flutti Ólafur að sambýli aldraðra í Bakkahlíð 39 og dvaldi þar til 29. desember 2004. Ólafur var ókvæntur og barn- laus. Ólafur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 16. júlí 1951, eigin- maður hennar er Jó- hann Heiðar Guð- jónsson, f. 7. apríl 1947. Börn þeirra eru: 1) Guðjón Páll, f. 18. júlí 1968, eigin- kona hans er Valborg Inga Guðjónsdóttir, f. 31. janúar 1969. Börn þeirra eru: Jóhann Heiðar, f. 24. nóvem- ber 1990, Axel Björn, f. 27. júlí 1992, og Lilja Margrét, f. 4. desember 2003. 2) Björk, f. 4. maí 1977, maður hennar er Steinþór Guð- mundsson, f. 12. maí 1970. Börn þeirra eru: Ída Hlín, f. 9. ágúst 1999, og óskírður Steinþórsson, f. 20. desember 2004. Kynni okkar Óla í Hraungerði hóf- ust fyrir 27 árum. Við unnum báðir við blaðið Dag sem seinna varð að dagblaði, Óli við ýmis störf í prent- smiðju og dreifingu og ég við undir- búning blaðsins til prentunar. Óli var um sjötugt og mikill aldursmunur á okkur og við fyrstu kynni var hann bara gamall maður sem ég tók lítið eftir en smátt og smátt urðum við góðir kunningjar og seinna góðir vin- ir. Það var ekki asinn á Óla þegar hann vann en afköstin voru ekki minni en annarra. Ég lærði mikið af honum því hann var verklaginn og áhugasamur um allar vélar. Óli hafði frá mörgu að segja ef hann var spurður en hann var ekki málgef- inn að fyrra bragði, var hógvær og lít- illátur en greiðvikinn við alla. Hann hafði þessa góðu nærveru sem er svo fátíð og hann átti stað í hjarta þeirra sem kynntust honum. Óli var orðinn áttræður þegar hann hætti störfum á Degi en var vel hress og kom oft í heimsókn þangað að hitta vinnufélaga sína sem öllum þótti vænt um hann og alltaf var honum vel tek- ið. Í byrjun árs 1991 flutti Óli inn á sambýli aldraðra í Bakkahlíð 39 og þangað heimsótti ég hann nokkuð reglulega og gladdist yfir að sjá hve vel fór um hann þar. Það var eins og annars staðar að starfsfólkinu í Bakkahlíðinni leið vel í návist Óla og vildi allt fyrir hann gera og annaðist hann af alúð og af stakri umhyggju undir það síðasta eftir að hann varð ellimóður og veikur. Líkami Óla verður lagður við hlið tvíburabróður hans, Axels, en sálin er farin til fundar við almættið og þar hittir hann foreldra, bróður og vini. Blessuð sé minning Ólafs Krist- jánssonar. Vinur, far þú í friði. Ríkarður B. Jónasson. Í dag komum við saman til þess að kveðja elskulegan afabróður minn, Ólaf Kristjánsson, eða Óla eins og hann var ávallt kallaður. Á svona stundu fer hugurinn á flakk og minn- ingarnar hlaðast upp. Ég man eftir göngulaginu þínu, þú fórst hægt yfir og stoppaðir reglulega til þess að skoða þig um þrátt fyrir að þú hafir margsinnis gengið þessa götu áður. Ég man eftir því hvað þú varst stoltur af bænum þínum, Hraungerði, og öllu sem honum tilheyrði. Myndin af bænum sem þú varst með uppi á vegg og eftirlíkingin af bænum úr leir voru hlutir sem þú hélst mikið upp á. Ég man eftir bíltúrum sem voru farnir fram í sveit til þess að skoða heimaslóðir þínar og iðulega var keyrt á eftir fram í Steinhólaskála til þess að fá sér kaffi og heimagert brauð. Ég man hvað þú varst einstaklega skapgóður og ljúfur maður. Ég man eftir herberginu þínu í húsi foreldra minna. Það var staðsett upp á þriðju hæð, undir súð. Þar inni komst þú öllum þínum eigum fyrir. Þar var beddinn þinn, stóllinn, skatt- holið og kistillinn. Ég man hvað kunningjar þínir fussuðu og sveiuðu yfir öllum þessum tröppum sem þurfti að ganga til þess að komast upp í herbergið þitt. Þér fannst þetta ekki neitt tiltökumál og horfðir á stigana sem ágætis heilsu- þjálfun. Ég man hvað þú varst nægjusamur og þakklátur fyrir allt sem þú hafðir. Ég man þegar ég og krakkarnir í götunni horfðum á þig út í garði þar sem þú sast við hverfisteininn og brýndir ljáinn. Ég man hvað mér þótti óskaplega vænt um þig. Ég man hvað mér fannst skrítið þegar þú fluttir á sambýli fyrir aldr- aða í Bakkahlíð. Heimilið okkar var eitthvað svo öðruvísi þegar þú bjóst ekki lengur þar. Ég man hvað þú varst orðin lúinn undir lokin. Ég man viðbrögðin sem þú sýndir þegar þér var sagt að Óli litli væri fæddur. Ég man svo margt sem tengdist þér, elsku Óli minn, og sú minning mun lifa með mér um ókomna tíð. Elsku Óli, ég kveð þig núna með trega í hjarta og bið Guð að blessa minningu þína. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þín Björk. ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR SVAVARSDÓTTUR sjúkraliða, Hrauntungu 12, Hafnarfirði. Garðar Flygenring, Hilmar Darri Flygenring, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Margrét Ýr Flygenring, Jack Wallace. Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, Goðabraut 19, Dalvík. Júlíus Snorrason, Anna Jóna Júlíusdóttir, Kristín Júlíusdóttir, Árni Anton Júlíusson, Jónína Amalía Júlíusdóttir, Ingigerður Sigr. Júlíusdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÓLAFSSON, Ásum 4, Hveragerði, áður Ásum í Stafholtstungum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 14. janúar kl. 13.00. Margrét Larsen, Þórhildur Erla Jóhannesdóttir, Larry Sutherland, Kristján Jóhannesson, Vigdís Hallfríður Guðjónsdóttir, Björn Jóhannesson, Jóhannes Jóhannesson, Kristín Elísabet Möller, Sigríður Guðný Jóhannesdóttir, Skúli Guðmundsson, Ólafur Ingi Jóhannesson, Kolbrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar systur, mágkonu og frænku, MARÍU ÞURÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR frá Reyðarfirði, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Vigfús Ólafsson, Sigrún Guðnadóttir, Ólafur Vigfússon, María Anna Clausen, Vigfús Már Vigfússon, Ingunn J. Sigurðardóttir, Þórhallur Vigfússon, Þuríður Guðjónsdóttir, Valgerður Vigfúsardóttir og börnin hennar Maju ömmu. Útför frænda okkar, GUNNARS PÁLS BJÖRNSSONAR frá Grjótnesi, fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.