Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 13 ERLENT STÖÐUGAR rigningar í sunnan- verðri Kaliforníu hafa valdið þar miklum aurskriðum og er vitað um minnst 12 manns sem hafa farist. Meira hefur rignt í miðborg Los Ang- eles á 15 dögum en nokkru sinni fyrr samkvæmt gögnum veðurfræðinga þar. Óvenju mikill snjór er einnig í fjöllum Norður-Kaliforníu. Geysimikil aurskriða féll á mánu- dag á lítinn bæ, La Conchita, milli hæðanna sunnan við Santa Barbara og Kyrrahafsins. Þrír fórust, átta slösuðust og ekki er vitað hvað varð um alls 21 íbúa. Sumir þeirra hafa vafalaust ekki verið heima en slökkvi- liðsmenn eru vissir um að einhverjir þeirra hafi grafist undir leðjunni sem var upp undir tíu metra að þykkt og urðu 15 hús undir henni. Enn var leit- að af kappi aðfaranótt þriðjudags er tveir slökkviliðsmenn þóttust verða varir við hreyfingu undir aurnum. Meðal þeirra sem tóku þátt í leit- inni var Jimmie Wallet, 37 ára gamall maður sem býr í La Conchita. Hann hafði farið út í búð á mánudag til að kaupa ís en heima voru eiginkona hans og þrjú börn. Er hann kom út úr búðinni sá hann leðjuna falla eins og fljót yfir svæðið í átt að húsinu. Hann hljóp af stað en húsið var horfið í aur- inn þegar hann kom á vettvang. „Ég veit að þau eru þarna. Ég ætla ekki að hætta,“ sagði Willet. En hann sagðist ekki lengur heyra nein óp undir aurnum eins og heyra mátti á mánudag. Íbúar í stórri blokk í Alhambra, út- hverfi í Los Angeles, voru fluttir á brott vegna þess að yfirvöld óttuðust að vatnsósa hæð myndi bresta. AP Bílar sem hafa verið yfirgefnir í aurnum á þjóðvegi við bæinn La Conchita. Manntjón í mikl- um aurskriðum Los Angeles. AP. Metúrhelli í Los Angeles síðustu daga INDVERSKIR sjómenn reyna að losa bát úr aur á hamfarasvæðinu í suðurhluta Indlands. Að minnsta kosti 10.150 manns fórust á Ind- landi í hamförunum annan dag jóla og um 5.600 er enn saknað. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna óskuðu eftir því í gær að ríki heims legðu fram reiðufé til hjálp- arstarfsins sem fyrst. Aðeins tí- undi hluti þess fjár, sem ríkin lof- uðu, hefur skilað sér til hjálpar- stofnana. Reuters SÞ óska eftir reiðufé VÍKTOR Janúkovítsj, fyrrum for- sætisráðherra Úkraínu, kvaðst í gær ætla að áfrýja úrslitum for- setakosninganna, sem fóru fram 26. desember en yfirkjörstjórn landsins lýsti því yfir formlega á mánudagskvöld að Víktor Jústsj- enko, fulltrúi stjórnarandstöðunn- ar, hefði sigrað í kosningunum. Sagði Janúkóvítsj að hann og stuðningsmenn hans myndu aldr- ei viðurkenna lögmæti kosning- anna og úrslitin, sem kjörstjórnin hefði birt á mánudag, væru sann- færandi grundvöllur til að byggja á kæru til hæstaréttar landsins. Jústsjenko hlaut 51,99% greiddra atkvæða en Janúkovítsj 44,20%. Þing Úkraínu mun nú ákveða hvenær Jústsjenko tekur form- lega við forsetaembættinu. Búist er við að það geti tafist nokkuð vegna áfrýjunar Janúkovítsj. Fréttaskýrendur eru margir þeirrar skoðunar að áfrýjun Jan- úkovítsj sé fyrst og fremst hugsuð til að tryggja honum sess sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Á næsta ári fara fram þingkosning- ar sem verða sérlega mikilvægar í ljósi umskiptanna sem orðið hafa með kjöri Jústsjenkos. Janúkovítsj áfrýjar Kíev. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.