Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 25 MINNINGAR Ég sakna þín mikið, afi minn. Á sama tíma er ég feginn að þér líð- ur betur. Ég veit að ég get engu breytt en um leið óska ég þess að ég hefði eytt meiri tíma með þér þessi síðustu ár. Við hittumst þó alltaf reglulega með fjölskyldunni okkar og var allt- af gott að hitta þig. Okkar samband var sérstakt, samband sem verður aðeins til hjá afa og barnabarni hans. Þín ást var ætíð skilyrðislaus. Þú varst alltaf glaður að sjá mig og alltaf reiðubúinn að sýna mér óskerta athygli. Frá 6 ára aldri varst þú eini afinn minn, og þótti mér einkar vænt um að þú minntist oft á afa Eirík. Þið voruð góðir vinir og nú hittist þið á nýjan leik og vakið yfir okkur. Alltaf hef ég verið mjög stoltur af þér og bar virðingu fyrir starfi þínu. Bústaðakirkja mun alltaf vera sam- merkt þér og sennilega þykir mér vænst um húsið sem þú byggðir í Langagerði og bjóst í með fjölskyld- unni síðari hluta ævi þinnar. Þar á ég alltaf húsaskjól og þar er mér alltaf vel tekið. Kirkjurækni og starf ykkar ömmu er öðrum til eftirbreytni. Góð- mennska ykkar nægir mér til að eyða öllum efasemdum sem ég kann DAVÍÐ KR. JENSSON ✝ Davíð KristjánJensson fæddist í Selárdal í Arnarfirði 8. apríl 1926. Hann andaðist á heimili sínu að morgni ný- ársdags, 1. janúar síðastliðins, og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 7. jan- úar. að búa yfir um almætt- ið. Þið eruð svo gott fólk sem áttuð trúna sem ykkar styrkustu stoð. Í raunum sem þessum veitir það mér mikla ró. Ég vil syngja fyrir þig, það sem þú alltaf söngst fyrir mig. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Sr. Páll Jónsson í Viðvík.) Eiríkur Stefán. Nýársdagur 2005 rennur upp bjartur en svalur. Undirritaður hafði vaknað snemma og fylgst um stund með morgunbirtunni færast yfir fannhvítt umhverfið. Fagnaður ára- mótanna hafði breyst í undursam- lega kyrrð. Ég blunda aftur. Síminn hringir. Mágkona mín Jenný er í símanum og tilkynnir okkur að Dav- íð bróðir minn sé nýlátinn, Guð hafði kallað hann til sín á þessum fallega morgni. Minningarnar hrannast strax upp í huga mínum. Það er eins og bók opnist og sé aðallega í tveim köflum. Sá fyrri fjallar um barns- og ung- lingsárin okkar í Selárdal. Það var yndislegt að alast upp í hópi sex systkina og góðra foreldra. Fólkið í dalnum og Ketildalahreppi öllum var samtaka um að breyta frum- stæðu lífi í betra. Kannske var það dálítil sérstaða hjá fjölskyldunni okkar, að búa á hinu forna prest- setri, því lífið snerist oft mikið um kirkjuna og hina mörgu gesti sem í heimsókn komu. Davíð, sem var kraftmikill ung- lingur, var virkur þátttakandi í öllu starfi, hvort sem var við búskapinn eða sjósókn. Hann fór í Héraðsskól- ann á Núpi. Var hann þar í sveit vaskra sveina, sem æfðu glímu. Var fyrirhugað að þeir sýndu glímu á Þjóðhátíðinni á Hrafnseyri 1944, en vegna stórrigningar féll sýningin niður. Þá er komið að síðari kafla hinnar ímynduðu bókar. Davíð fer til Reykjavíkur og sest að í hinu þekkta og vel kynnta heimili að Laugavegi 69 þar sem hann hefur nám í Tré- smíði hjá Ásgeiri Guðmundssyni og í Iðnskólanum. Það er komið að lokum heims- styrjaldar. Mikil umsvif í atvinnulífi. Davíð tekur þátt í byggingu nýrra íbúðarhverfa í Reykjavík og stór- bygginga. Og það er þá sem hann hittir stúlkuna sína, Jennýju Har- aldsdóttur frá Kolfreyjustað við Fá- skrúðsfjörð, sem verið hefur lífs- förunautur hans síðan. Sambúð þeirra hefur verið einstaklega far- sæl. Dætur þeirra sex að tölu, menn þeirra, börn og barnabörn, er ein- staklega glæsilegur hópur. Heimili þeirra í Langagerði 60 hefur verið athvarf fjölskyldu og vina um langan tíma, þar sem gott hefur verið að koma og njóta frábærrar gestrisni. Þegar Davíð fékk meistararétt- indi gerðist hann sjálfstæður at- vinnurekandi. Byggði hann mörg hús í Reykjavík. Hann endurbyggði tvær kirkjur, heima í Selárdal og Staðarfellskirkju. Hann byggði nýja kirkju í Haukadal í Dölum, og með síðustu verkefnum hans, sem sjálf- stæðs byggingarmeistara var bygg- ing Bústaðakirkju í Reykjavík Eftir það var hann til margra ára umsjón- armaður fasteigna og byggingar- meistari hjá Pósti og síma. Farsælu starfi góðs drengs er lok- ið. Við flytjum innilegar þakkir og samúðarkveðjur. Einnig biðja Ólafía systir og Inga Hjartar mágkona fyr- ir alúðarkveðjur og þakkir. Það gera einnig fjölskyldur okkar. Guð blessi minningu Davíðs Kr. Jenssonar. Elsie og Teitur Jensson. Á nýársnótt andaðist á heimili sínu Davíð Kr. Jensson, bygginga- meistari í Reykjavík, 78 ára að aldri. Hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarin misseri, en alla ævi áður verið með hraustustu mönnum. Andlát hans kom því ekki á óvart. Kynni okkar og tengdir höfðu staðið í tæpa fjóra áratugi, en við vorum svilar. Davíð var Vestfirð- ingur í báðar ættir, fæddur og upp- alinn í Selárdal, Arnarfirði. Forfeður hans voru útvegsbændur þar vestra, prestar og lærdómsmenn. Snemma kynntist Davíð öllum venjulegum sveitastörfum og stundaði sjóróðra. Hagleikur gerði og vart við sig hjá honum ungum. Drengurinn varð snemma þrekmikill og duglegur til allra starfa. Æskuheimili hans og systkina hans var heimili vinnu og harðrar lífsbaráttu, en einnig heimili glaðværðar og söngs. Nálægðin við kirkjuna á staðnum hafði einnig sterk áhrif á hinn unga mann, mót- aði hann og var hann trúmaður mik- ill alla tíð. Davíð lauk námi við Héraðsskól- ann að Núpi í Dýrafirði. Leiðin lá síðan suður til Reykjavíkur eins og hjá mörgum Vestfirðingum á þess- um árum. Hann hóf nám í húsasmíði hjá viðurkenndum byggingameist- ara, Ásgeiri Guðmundssyni og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann aflaði sér seinna meistara- réttinda í iðngreininni og stóð fyrir mörgum byggingum víða um land og útskrifaði sveina í faginu. Meðal verkefna hans voru kirkjubyggingar og þótti honum einstaklega vænt um þau verkefni. Hæst bar þó ávallt í huga hans það mikla vandasama verk að reisa Bústaðakirkju. Minningarnar í sambandi við þá byggingu og vináttan við prestana í Bústaðasókn, þá sr. Ólaf Skúlason, síðar biskup og sr. Pálma Matthías- son var honum dýrmæt. Þegar Davíð var tæplega fimm- tugur hófst nýr kafli í lífi hans. Var hann skipaður í embætti bygginga- eftirlitsmanns Pósts- og síma. Hafði hann umsjón með byggingu marg- víslegra mannvirkja fyrir Póst- og símamálastjórnina. Ennfremur byggði hann mörg hús, víða um land fyrir sömu aðila. Hann eignaðist á þessum árum góða vini víða um land og vinnufélaga, sem eflaust minnast hans nú með virðingu. Davíð byggði ungur að árum myndarlegt hús að Langagerði 60 í Reykjavík og bjó þar, þar til yfir lauk. Þau hjónin bjuggu við mikla rausn og komu upp dætrum sínum 6, elskulegum konum. Félagslynd og gestrisin voru þau og gestakomur tíðar. Var oft glatt á hjalla í Langagerð- inu þegar vinir og vandamenn komu þar saman. Veitt var af rausn, söng- ur og hljóðfærasláttur tíðkaður. Var heimili þeirra sannkallaður rausnar- garður og þáttur húsfreyjunnar Jennýjar mikill, en hún hefur æv- inlega kunnað að rækja vináttu við fólk með þeim hætti að athygli hefur vakið. Gestkvæmt var einnig í sum- arhúsi þeirra hjóna við Þingvalla- vatn. Að leiðarlokum er hér kvaddur maður, sem ávallt stóð fyrir sínu, rækti skyldur sínar við fjölskylduna, ættingja og vini. Vann landi og þjóð sem hann mátti. Við kveðjum því hinn trúa þjón sem gerði það sem gera átti og gera þurfti. Góður drengur er genginn. Rannveig og Hilmar Björgvinsson. ✝ Ástvaldur StefánStefánsson, fæddist á Mánaskál í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 1. júní 1922. Hann lést á LHS í Fossvogi fimmtudaginn 6. jan- úar síðastliðinn. Ást- valdur var sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar, f. 17.9. 1880, d. 11.1. 1968, og Sigurbjargar Sig- ríðar Jónsdóttur, f. á Tjörn á Ósi á Nesj- um, 15.1. 1885, d. 1.6. 1922, og var yngstur átta barna þeirra. Systkinin voru Jón, f. 24.6. 1911, Björn, f. 26.4. 1913, Margrét, f. 16.3. 1914, Guðrún Hólmfríður, ríksson, f. 20.8. 1892 og Þuríður Kristjánsdóttir, f. 11.11. 1891. Ást- valdur og Guðrún eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Birna Guðlaug, f. 15.7. 1945, maki Einar Ágústsson, f. 22.6. 1944, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, 2) drengur, f. 8.7. 1948, látinn sama dag, 3) Þuríður, f. 2.8. 1951, maki Hjörtur Þór Hauksson, f. 8.11. 1952, þau eiga þrjú börn, 4) Edda, f. 10.1. 1953, maki Alexander Ingimarsson, f. 17.3. 1951, þau eiga eitt barn og 5) Stefán Örn, f. 4.6. 1958, maki Guð- veig Jóna Hilmarsdóttir, f. 19.6. 1962, þau eiga tvö börn. Ástvaldur lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í málara- iðn 1945 og fékk meistarabréf 1948. Árið 1947 stofnaði hann ásamt Hjálmari Kjartanssyni og Ólafi T. Jónssyni fyrirtækið Al- menna húsamálunin. Ástvaldur vann við iðnina alla sína starfsævi. Útför Ástvaldar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 20.6. 1915, Hall- grímur Torfi, f. 4.2. 1919, Sigurbjörg Sig- ríður, f. 20.8. 1918, sem öll eru látin og Lára Kristín, f. 2.5. 1921, sem lifir systkini sín, búsett í Reykja- vík. Við fæðingu Ást- valdar lést móðir hans Sigurbjörg, og dags gamall var hann tek- inn í fóstur af Guð- laugu Björnsdóttur Leví, f. 1891, og Stef- áni G. Stefánssyni, f. 1887. Ástvaldur kvæntist 19.4. 1945 Guðrúnu G. Jónsdóttur, f. á Suður- eyri í Súgandafirði 9.10. 1923. For- eldrar hennar voru Jón Ágúst Ei- Þegar ég fékk þær fréttir að morgni föstudags sl. að Addi, minn gamli meistari, væri látinn, rifjuð- ust upp gamlar minningar. Þó næstum sé liðin hálf öld síðan fund- um okkar bar fyrst saman. Ég, þá rétt l6 ára unglingur að hefja mál- aranám. Og var svo heppin að kom- ast að hjá Almennu húsamáluninni sf. Addi var mjög góður og vand- virkur fagmaður, það var bæði gott að vinna hjá honum og með honum. Ég man aldrei eftir að hann skipti skapi þann tíma sem við unnum saman. Þó veit ég að hann var ekki skaplaus. Ég kynntist líka á þess- um tíma Eddu, hans góðu konu, og það hófst vinasamband sem hefur staðið í öll þessi ár. Hvort sem við komum í Ásendann eða í Lauta- smárann, eftir að þau fluttu þang- að, var alltaf jafn gott að koma til þeirra. Þau hafa verið ótrúlega samhent í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Það var gaman síðast þegar við komum til þeirra og sáum að þegar Addi hafði sleppt rúllunni, hafði hann tekið sér önnur verkfæri í hendur og var farinn að mála myndir. Ég vissi nú seinni ár- in, að heilsan var farin að gefa sig og erfitt að takast á við daginn. Samt er eins og þessi tímamót komi alltaf á óvart. Við Árni viljum votta Eddu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð, og biðjum ykkur Guðs blessunar. Helga Magnúsdóttir. Þegar góðir vinir kveðja er oft tregt tungu að hræra. Þannig líður mér þegar kveðja skal besta vin minn um tæplega 70 ára skeið. Ást- valdur Stefánsson var vinur minn frá því við kynntumst ungir drengir í skátafélaginu Væringjum. Við vor- um báðir í 2. sveit félagsins á síðari hluta kreppunnar og var þá sífellt barist við húsnæðis- og fjárskort. En æskan var glöð þá eins og nú og við störfuðum í anda skátalaga Baden Powells sem hjálpuðu okkur að ákveða hvað við ættum að vera að gera. Ástvaldi var strax sýnt mikið traust, enda ötull, samvisku- samur og jákvæður. Við unnum að ýmsu góðgerðar- starfi, svo sem að safna fötum og fjármunum fyrir Vetrarhjálpina, að ýmsum hjálparstörfum og leit að týndu fólki. Í þessum störfum og skátalífinu, að undirbúa útilegur og skátamót sýndi Ástvaldur sinn innri mann, alltaf til taks, ötull og útsjónarsamur. Eins reyndist hann síðar í starfi sínu sem málarameist- ari. Alltaf mátti orðum hans og verkkunnáttu treysta. Upp úr 1940 stofnuðum við, for- ingjarnir í 2. deild, sem þá var orðin hluti af Skátafélagi Reykjavíkur, sérstakan skátaflokk til að efla samstarf okkar og kunnáttu. Köll- uðum við flokkinn Næturgala. Flokksforingi var Páll H. Pálsson. Þessi flokkur er ennþá lifandi þó margir hafi fallið frá. Við höfum í mörg ár farið saman á 4. sýningu Þjóðleikhússins og síðan hist heima hjá hver öðrum í kaffi og umræður. Þetta starf Næturgalanna byggðist ekki síst á eiginkonum okkar sem hafa samlagast flokknum og stutt okkur á þessu sviði sem öðrum í líf- inu. Ég vil fullyrða að starf okkar sem ungra skáta og foringja og síðar með vinum okkar í skátastarfi hef- ur mótað okkur meira en annað. Það er að mínu mati bestu vinirnir sem maður eignast á ungum aldri í fórnfúsu félagsstarfi. Vinátta okkar var alltaf traust vináttu. Nú er Ást- valdur farinn heim eins og við skát- ar segjum. Við kveðjum góðan vin og færum Eddu, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur með þökk fyrir 70 ára sam- fylgd og vináttu. f.h. Næturgala Páll Gíslason. Góður og traustur vinur hefur lokið farsælu lífshlaupi sínu. Leiðir okkar Ástvalds eða Adda, eins og við nefndum hann ætíð, lágu saman í barnaskóla. Hann kom að norðan og settist í bekk í Miðbæjarskól- anum, þar sem fyrir voru m.a. ég og Ásgeir Sæmundsson. Brölluðum við strákarnir margt saman innan skóla og utan. Við gengum saman í skátaflokk og má segja að þar hafi verið hnýttir þeir hnútar vináttu og tryggðar sem röknuðu aldrei síðan. Addi var kjölfesta í þessu starfi og síðar í Næturgalaflokknum. Næt- urgalarnir störfuðu fyrst sem for- ingjaflokkur í Skátafélagi Reykja- víkur, en þróaðist svo, eftir að við stofnuðum fjölskyldur og hösluðum okkur völl á ólíkum sviðum þjóðlífs- ins, sem traustur vinahópur sem naut samvista í heimboðum, leik- hússferðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Addi var fremur maður verka en orða. Hann var hógvær og hljóður, en hlustaði þeim mun betur. Þegar hann tók til máls var hlustað á rödd hans því að menn vissu að þar kom ígrunduð skoðun og rökföst tillaga. Addi var góður verkmaður, enda sérlega handlaginn og útsjónarsamur. Þau eru ófá handtökin hans í skátaheim- ilum og skátaskálum, ekki síst að Úlfljótsvatni þar sem hann dvaldi tíðum. Á slíkum stöðum þarf ætíð að lagfæra og halda við húsakynn- um og tækjum, raflögnum og pípu- lögnum. Fáir höfðu betri yfirsýn yf- ir ástand slíkra mála, en Addi og oftar en ekki sást hann með verk- færi í hönd að bjástra við skátaskól- ann á Úlfljótsvatni. Honum var það betur ljóst en öðrum að góður og öruggur aðbúnaður er ein forsenda fjörugs skátastarfs og árangursríks uppeldisstarfs. Síðustu misseri hrakaði heilsu Adda hratt. Seinustu samfundir okkar voru við sjúkrabeð hans á Borgarspítalanum. Við þurftum ekki að segja margt, en augnaráð hans og fas sýndu það æðruleysi og vinsemd sem einkenndu allt hans líf. Við sendum Eddu, börnunum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Ástvalds Stefánssonar. Jón Mýrdal og fjölskylda. ÁSTVALDUR STEF- ÁN STEFÁNSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA FR. ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 10. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Elínborg Gunnarsdóttir Walters, Róbert Walters, Ólafur Gunnarsson, Ingunn Jónsdóttir Hjördís Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.