Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSSÖFNUN HEFST Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri hófst í gær, og á að safna fé til að aðstoða þá sem lifðu af hamfar- irnar í Asíu, og til að byggja upp á hamfarasvæðunum. Söfnunin nær hámarki með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins á laugardag. Miklir skógarskaðar Fárviðrið í Norður-Evrópu um síðustu helgi olli gífurlegum sköðum á skóglendi í Svíþjóð og í Eystra- saltslöndunum. Samtök sænskra skógareigenda áætla, að á nokkrum klukkustundum hafi veðrið upprætt tré, sem svara til fjögurra ára skóg- arhöggs eða 60 milljónir rúmmetra. Mikið skógartjón varð einnig í Eist- landi og Lettlandi. Talið er fyrir- sjáanlegt, að vegna þessa muni verða tímabundið offramboð á timbri og verðlækkun af þeim sök- um. Óttast er, að hundruð sænskra skógarbænda verði gjaldþrota en um 40% þeirra eru ekki tryggð fyrir öðrum hamförum en skógareldum. Í gang í lokatilraun Eins hreyfils flugvél var hætt komin þegar drapst á hreyflinum vestur af Reykjanesi á mánudags- kvöld, og var vélin komin niður í um 5.000 feta hæð, og aðeins nokkrar mínútur í brotlendingu á sjónum, þegar hreyfillinn hrökk í gang. Ísing í eldsneyti virðist hafa valdið því að vélin missti afl. Starfshópur skipaður Ráðuneytisstjórar allra ráðuneyt- anna voru í gær skipaðir í starfshóp til að fjalla um stöðu útlendinga á ís- lenskum vinnumarkaði og koma með tillögur til úrbóta ef ástæða þykir til. Tilefni þessa eru álitamál sem upp hafa komið í tengslum við fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Úr verinu 14/16 Viðhorf 24 Viðskipti 12 Minningar 24/28 Erlent 13/14 Dagbók 32/35 Heima 15 Myndasögur 32 Höfuðborgin 16 Víkverji 32 Akureyri 16 Menning 36/41 Austurland 17 Leikhús 36 Daglegt líf 18 Bíó 38/41 Listir 19 Ljósvakar 42 Umræðan 20/21 Veður 43 Bréf 21 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                     NOKKUÐ hefur snjóað í Flatey á Breiðafirði frá því fyrir jól en það þykir frekar óvenjulegt. Að sögn Svanhildar Jónsdóttur, bónda í Krákuvör, hefur snjó ekki almennilega fest í um tíu ár í eynni, að hún telur. Síðustu þrír vetur hafa verið óvenju snjóléttir. Nú hefur hins vegar orðið breyting á og hefur meira að segja þurft að ryðja götuna niður að bryggju, en þangað kemur ferjan Baldur reglulega með vörur fyrir þá fimm íbúa sem eru í eynni allan veturinn, á tveimur heimilum. „Það hefur ekki verið neinn vetur hér að ráði undanfarin ár, bara haust- og vorblíða allan vet- urinn, eins og víða annars staðar,“ rifjar Svanhild- ur upp. Hún segir vetrarveðrið engin áhrif hafa haft á búskapinn, en hún og Magnús Arnar Jónsson, eig- inmaður hennar, eru með fjárbúskap og hlunn- indabúskap. „Það er varla hægt að kalla þetta snjó miðað við það sem gerist inni í landi, en það getur alveg gert ófært. En við bara mokum út á bryggju. Það hefur þurft að fara með traktorinn og ryðja, annars hefði allt orðið kafófært.“ Svanhildur segir að bylur hafi verið yfir áramót- in og einhverjir sem ætluðu að koma í eyjuna til að fagna nýju ári hafi hætt við. Svanhildur segir að stundum hafi fjölmargir dvalið í Flatey yfir ára- mót, en í góðu skyggni sjást flugeldasýningarnar allan hringinn, eins og Svanhildur orðar það, „allt til Hellissands. En það var ekki mögulegt þessi ára- mótin, það sást nú varla á milli húsa.“ Ljósmynd/Heimir Ekki meiri snjór í Flatey í tíu ár MIKIÐ magn af fíkniefnum, um 3½ kíló af kókaíni og svipað magn af hassi, fannst í klefum tveggja íslenskra sjómanna á skuttogar- anum Hauki ÍS-847 þegar lög- reglan í Bremerhaven í Þýska- landi leitaði í togaranum á fimmtudag. Skipverjarnir tveir hafa verið úrskurðaðir í sex mán- aða gæsluvarðhald, samkvæmt staðfestum upplýsingum Morgun- blaðsins. Haukur ÍS er gerður út frá Ísa- firði og var hann í sölutúr til Þýskalands þegar málið kom upp. Það var síðdegis á fimmtudag sem flokkur þýskra lögreglu- manna gerði leit í skipinu með fíkniefnahunda sér til fulltingis. Fíkniefnin fundust fljótlega í klefum mannanna. Skipið kom til hafnar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þetta er umfangsmesta smygl- tilraun á kókaíni til landsins sem upp hefur komist. Kókaín hefur verið afar áberandi á skemmti- stöðum í Reykjavík undanfarin misseri og í fyrra lagði lögregla og tollgæsla hald á metmagn af þessu hættulega fíkniefni, sam- tals 6,2 kíló. Fremur sjaldgæft er að lagt sé hald á stórar fíkniefnasendingar í fiskiskipum. Algengast er að lagt sé hald á fíkniefni á Keflavík- urflugvelli en stærstu sending- arnar sem náðust í fyrra voru með vörusendingum í flutninga- skipum. Tveir íslenskir sjómenn í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi Um 31⁄2 kíló af kókaíni fannst við leit í skipinu KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur skipað Steinar Berg Björnsson sérstakan að- stoðarfulltrúa sinn hjá friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Líberíu. Felur það m.a. í sér að Steinar verður staðgengill yfirmanns friðargæsluliðs- ins. Steinar, sem starfað hefur hjá frið- argæslunni allt frá árinu 1990, var síð- ast framkvæmdastjóri friðargæsluliðs SÞ í Sierra Leone. Til stóð að hann færi að „hægja á sér“, eins og hann orðar það, en þegar kallið kom gat hann ekki hafnað verkefninu í Líb- eríu. „Mig langaði til að fara einu sinni enn. Mér þótti áhugavert að taka þátt í þessu og menn lögðu að mér með þetta, sögðu að það væri rétt að ég færi eina ferðina ennþá. Vonandi get ég komið til skila einhverju af þeirri reynslu sem ég hef safnað upp.“ Steinar er nú í New York að und- irbúa starfið fram- undan en um miðja næstu viku verður hann kom- inn til Líberíu. Mun hann starfa þar a.m.k. fram á næsta haust. Friðargæsludeild hefur verið starf- rækt í Líberíu á vegum SÞ frá því haustið 1993. Steinar kom að upp- byggingu verkefnisins í upphafi og kom þá nokkrum sinnum til Líberíu, svo landið er honum ekki ókunnugt. „Verkefnið hefur farið í gegnum það ferli að stilla til friðar og nú er næsta skref undirbúningur kosninga sem verða næsta haust. Jafnframt að styrkja innviði þjóðfélagsins þarna og reyna að byggja það upp.“ Nú um stundir er fimmtán þúsund manna herlið á vegum SÞ að störfum í Líberíu og um 1.200 lögreglumenn auk um 2.000 annarra starfsmanna. Þar með er verkefnið stærsta verkefni friðargæslu SÞ í dag. „Veður eru þarna öll válynd, ástandið er viðkvæmt,“ segir Steinar spurður um aðstæður í Líberíu. „Það er ekki verið að drepa fólk þarna núna, þó að friðurinn sé ekki byggður á mjög góðum grunni þá er þetta spurningin um að styrkja hann og víkka. Sameinuðu þjóðirnar eru þarna núna í samstarfi við bráðabirgða- stjórn um að halda uppi lögum og reglu og taka þátt í almennri upp- byggingu.“ Steinar Berg Björnsson til starfa í Líberíu fyrir SÞ Steinar Berg Björnsson ÖKUMAÐUR sem stöðvaður var af lögreglu í Reykjavík á Seljavegi í vesturborginni síðdegis í gær reyndist hafa um 100 grömm af kannabisefnum í bíl sínum. Lög- regla segir að stærstur hluti efnis- ins hafi verið í pakkningum sem virtust tilbúnar til sölu. Maðurinn var fluttur á lög- reglustöð og tekin af honum skýrsla þar. Honum var sleppt að yfirheyrslum loknum og telst málið upplýst. Með 100 grömm af kannabis UM fimmtungur löggjafar Evrópu- sambandsins frá árinu 1997 hefur verið innleiddur í norsk lög, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Nationen. Á árunum 1997–2004 setti ESB 11.511 tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir eða tilmæli og tóku 2.129 gildi í Noregi eða um 18,5%. Þetta kom fram í svari Jans Pet- ersens utanríkisráðherra við spurn- ingu Bjørns Jacobsens þingmanns Sósíalíska vinstriflokksins (SV). Jacobsen vildi með þessu benda á að það væri ekki rétt að líta svo á að Noregur innleiddi mestallt reglu- verk ESB. Í svari utanríkisráðherr- ans kom fram að tölfræði gæfi ekki rétta mynd af þeim skuldbindingum sem Noregur hefði gengist undir vegna EES-samningsins. Ástæða þess að Noregur, eins og Ísland og Liechtenstein, tekur ekki upp meira af löggjöf ESB er sú að meirihlutinn af löggjöf sambandsins fellur utan við EES-samninginn. Með aðildinni að EES gerðust Nor- egur, Ísland og Liectenstein aðilar að innri markaði ESB og þurfa að innleiða meirihlutann af allri löggjöf sem snertir hann. Norðmenn inn- leiða um fimmtung löggjafar ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.