Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ H rin gb ro t Miðasala opnar kl. 15.30 PoppTíví  Jólaklúður Kranks Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !   "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 4, 6, 8, 9 og 10. kl. 4, 6, 8 og 10. Yfir 23.000 gestir Yfir 23.000 gestir WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3.30 og 5.45. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnarl fj ls l Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND Í takt við tímann er tekjuhæðsta jólamyndin, yfir 20.000.000. í tekjur frá öðrum degi jóla til dagsins í dag. SAMTÖK ljósvakagagnrýnenda völdu myndina Sideways bestu mynd ársins 2004 við verðlaunaat- höfnina Critics’ Choice Awards sem haldin var í Los Angeles á mánu- dag. Þessi litla og ódýra mynd eftir Alexander Payne, sem á að baki myndirnar About Schmidt og Election, hefur sópað að sér verð- launum undanfarið, einkum frá gagnrýnendum. Þannig hafa nú þegar gagnrýnendur í New York, Chicago og Los Angeles útnefnt hana bestu mynd ársins 2004. Sideways er þar að auki tilnefnd til 7 Golden Globe-verðlauna, sem afhent verða á sunnudaginn kemur og er því spáð að myndin muni einnig hljóta vænan skammt af Óskarsverðlaunatilnefningum sem kunngjörðar verða 25. janúar. Sideways – eða Til hliðar – fjallar um tvo rækilega „mannlega“ náunga sem farnir eru að nálgast óþægilega mikið hinn „skelfilega“ miðja aldur – sem þeir telja sjálfir. Þeir skella sér í vikulangan vín- smökkunartúr til þess að njóta ein- lífis og samverunnar áður en annar þeirra gengur í hjónaband. Gaur- arnir eru leiknir af Paul Giamatti og Thomas Hayden Church en báð- ir hafa fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni. Church fékk líka Critic’s Choice- verðlaunin og báðir eru tilnefndir til Golden Globe-verðlauna. Þótt myndin hafi verið valin sú besta á Critic’s Choice-verðlaunahátíðinni og fengið verðlaun fyrir handrit og frammistöðu leikhópsins þá varð leikstjórinn Payne af verðlaunum en Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir vinnu sína við The Aviator. Jamie Foxx og Hillary Swank fengu verðlaun á Critic’s Choice sem bestu leikarar í aðalhlut- verkum, Foxx fyrir Ray og Swank fyrir mynd Clints Eastwoods, Milli- on Dollar Baby. Bæði eru sterklega orðuð við Óskarinn og hlaut sá orð- rómur byr undir báða vængi er gestir við verðlaunaathöfnina á mánudag stóðu upp og hylltu sér- staklega Foxx fyrir túlkun hans á sálarsöngvaranum heitna Ray Charles. Þá var tilkynnt í gær að Foxx væri tilnefndur til þriggja verðlauna Samtaka leikara í Banda- ríkjunum, fyrir Ray og Collateral og sjónvarpsmyndina Redemption. Samtök ljósvakagagnrýnenda telja 194 gagnrýnendur sem starfa í sjónvarpi, útvarpi og á netmiðlum í Bandaríkjunum og Kanada. Miðl- arnir sem þessir gagnrýnendur starfa fyrir eru eins misjafnir og þeir eru margir og þykir val þeirra jafnan vera öllu djarfara en hjá Óskarsakademíunni. Samt sem áð- ur hafa síðustu fimm sigurmyndir á Critic’s Choice-hátíðinni einnig unnið sömu verðlaun á Óskarnum. Af þeim sökum er Sideways nú tal- in sú líklegasta til að fara með sig- ur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. febrúar. Kvikmyndir | Verðlaunavertíðin í fullum gangi Reuters Miðaldra vínsmakkarar. Paul Giamatti og Thomas Haden Church í hinni margverðlaunuðu Sideways. Sideways sópar enn að sér Reuters Jamie Foxx fékk verðlaun ljósvakagagnrýn- enda og þykir nú líklegastur til að fá Óskarinn. HLJÓMSVEITIN Franz Ferdinand er tilnefnd til fimm Brit-verðlauna, bresku tónlistarverðlaunanna. Sveitin skoska er tilnefnd sem besta breska sveitin, fyrir bestu bresku plötuna, sem besta nýja hljóm- sveitin, besta breska rokksveitin og sem besta tónleikasveitin. Rokksveitin Muse fékk fjórar til- nefningar en Natasha Bedingfield, Jamelia, Keane, The Streets, Snow Patrol og Kasabian þrjár. Verðlaunin verða veitt 9. febrúar en þau hafa nú verið veitt árlega í aldarfjórðung. Þá má nefna, að Brian Wilson var tilnefndur sem besti alþjóðlegi tón- listarmaðurinn fyrir plötuna Smile, sem gefin var út á síðasta ári, 37 ár- um eftir að tónlistin á hana var samin. Þá fær Sir Bob Geldof sér- stök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar. Tónlist | Tilnefningar til Brit-verðlauna Franz Ferdinand með fimm Reuters Alex Kapranos, söngvari Franz Ferdinand, hoppar væntanlega hæð sína vegna Brit-tilnefninganna. GRÍNDÁVALDURINN Sailesh snýr aftur á nýju ári og stendur fyrir tveimur skemmtunum á Broadway í apríl, sunnudaginn 17. og mánudaginn 18. apríl. Miðasala á sýningarnar hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 10 í verslunum Skífunnnar, á www.- event.is og í síma 575 1522. Eins og kunnugt er sló Sailesh í gegn þegar hann sótti landið heim í september 2004. Seldist þá upp á allar sýningarnar og myndaðist gríðarleg umframeftirspurn eftir miðum, að sögn skipuleggjendanna hjá Event. Um 800 miðar eru í boði á hverja sýningu og miðaverð er 3.500 kr. Einungis er hægt að kaupa 6 miða í einu, en það er til að koma í veg fyrir „svartamark- aðsbrask“ sem þeir hjá Event vilja meina að hafi verið stundað í kringum fyrri skemmtanirnar. Sem fyrr verða sýningarnar bannaðar inna 18 ára. Ísleifur Þórhallsson hjá Event segir að Sailesh hafi kolfallið fyrir landi og þjóð og lofi enn þá betri skemmtun í apríl. „Hann segist hafa lært inn á Íslendinga og kem- ur með fjölda nýrra atriða í far- teskinu. Þar á meðal eru sérhönn- uð atriði fyrir Íslendinga sem honum dytti ekki í hug að nota annars staðar í heiminum,“ segir Ísleifur. Sailesh dáleiddi þá grallara þrjá í 70 mínútum, þættinum sáluga. Hér er hann með Pétri Jóhanni Sigfússyni í góðri leiðslu. Sailesh snýr aftur Miðasala hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 10 í verslunum Skífunnar og á www.event.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.