Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 15
Skráning er hafin á námskeiðið Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson. Tími: Mánudagana 17/1, 24/1 og 31/1 kl. 20.00. Upplýsingar og skráning: thorhallur.heimisson@kirkjan.is og í síma 891 7562. LYKILLINN AÐ DA VINCI LYKLINUM Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndir metsölubókarinnar Da Vinci lykilsins um kirkjuna, frímúrara, musterisriddara, konur í kirkjunni, Maríu Magdalenu, kaþólsk leynifélög og Graal. Allir þátttakendur fá í hendur leiðbeiningabók um helstu þætti námskeiðsins. Er saga kirkjunnar blekking leynireglna karlaveldisins? Hver er hinn sögulegi sannleikur bak við myndun Nýja testamentisins? Hverjir voru musterisriddarar, Jóhannesarriddarar og teutónsku riddararnir? Var Jesús giftur? Leitað verður svara m.a. við spurningunum: Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Spöruðu 700 þúsund | Félagsmenn í stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu keyptu á liðnu ári alls 2.400 miða í Hvalfjarðargöngin á skrifstofu stéttarfélaganna Hefðu fé- lagsmennirnir keypt miðana fyrir sunnan þegar þeir fóru í gegnum göngin hefðu þeir þurft að greiða 2,4 milljónir eða kr. 1000 fyrir ferðina. Hins vegar greiddu þeir tæp- lega 1,7 milljónir fyrir miðana á Skrifstofu stéttarfélaganna eða kr. 700 fyrir ferðina. Þannig spöruðu þeir sér 700 þúsund á árinu 2004 með því að vera félagsmenn. Þetta kemur fram á vef stéttarfélaganna, vh.is. Þess er jafnframt getið að þau eru fyrst félaga til að bjóða upp á þessa þjónustu við félagsmenn. Ástæðan fyrir því að fé- lagsmenn fá ferðina á 700 krónur er að stéttarfélögin kaupa fjölda korta í Hval- fjarðargöngin sem er mun ódýrara heldur en að kaupa einstakar ferðir þegar farið er í gegnum göngin.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Alkinn blindfullur | Bátur sökk við Sauð- árkrókshöfn um síðustu helgi og mátti litlu muna að hann tæki annan með sér. Um var að ræða litla trillu sem lá við smábáta- bryggjuna á Króknum og í snjókomum síð- ustu daga fylltist báturinn af snjó og sökk á endanum undan farginu. Trillan bar nafnið Alkinn og segir á Heimaslóð Skagfirðings- ins, skagafjordur.com, að menn gantist með að Alkinn sé blindfullur þar sem hann mar- ar að mestu í kafi við bryggjuna.    Fundað um skel | Nýlegar rannsóknir á hörpudiski og ástand stofnsins í Breiðafirði verða umræðuefni opins fundar sem Haf- rannsóknastofnunin boðar til á Ráðhúsloft- inu, Hafnargötu 3, Stykkishólmi í dag klukk- an 17. Tilefnið er hrun hörpudiskstofnsins í kjölfar hlýnunar sjávar og aukinnar sýk- ingar í kjölfarið. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, flytur inn- gangserindi. Síðan fjalla Hrafnkell Eiríksson og Jónas Páll Jónasson um þróun hörpu- disksstofnsins í Breiðafirði – stofnstærð, dánartíðni og nýliðunarhorfur, Hlynur Pét- ursson kynnir vöktun á tveimur tilteknum svæðum í Breiðafirði – þyngd vöðva og kyn- kirtla og mælingar á botnhita eftir árstímum og Sigurður Helgason og Árni Kristmunds- son segja frá rannsóknum á frumdýrasýk- ingum í hörpudiski – greiningu og tíðni sjúk- dóma. Umræður verða í fundarlok. Ánýliðnu ári, 2004,auglýsti ríkið um990 störf á vef sín- um Starfatorg.is. Af þeim voru 687 á höfuðborgar- svæðinu eða 69,4% en 57 voru í Eyjafirði eða 5,7%. Á höfuðborgarsvæðinu búa 62,7% landsmanna en 7,4% í Eyjafirði. Hlutfall starfa umfram hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæð- inu var því tæplega 7% en fjöldi starfa í Eyjafirði var tæplega 2% minni en hlut- fall íbúa árið 2004. Frá þessu er grein á vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og þess getið að tölurnar séu fengnar hjá Starfatorg.is, vefsíðu á vegum Fjármálaráðuneyt- isins um laus störf á veg- um ríkisins. Sá fyrirvari er að ríkisstofnanir eru ekki skyldugar til að auglýsa á þessum vef og því er list- inn ekki tæmandi. Fleiri ríkisstörf Verslunin Klakkur íVík í Mýrdal hef-ur haft það fyrir venju að þeir sem versla fyrir meira en 3000 kr. í desember skrifa nafnið sitt á miða sem fer í happdrættispott og eru síðan dregin út nokkur nöfn sem hljóta vinning. Björgvin Jóhannesson á Höfðabrekku hreppti að þessu sinni besta vinn- inginn og afhenti Kol- brún Matthíasdóttir hon- um hljómflutningstæki. Björgvin taldi að vinn- ingurinn kæmi sér vel þar sem hann er nýflutt- ur inn í nýtt hús. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heppinn viðskiptavinur Rúnar Kristjánssoná Skagaströndorti er hann las að Einar Kolbeinsson hefði mokað að kirkjudyrum í Bólstaðarhlíð: Hiklaust þegar hríða fer hjálpin fram er boðin. Bólstaðarhlíðarbóndinn er besta kirkjustoðin! Og Rúnar yrkir enn: Einar fylgir fornum sið, fús í öllu að veita lið. Mokar sig í metorð stór, má því sitja innst í kór! Hans er fremdin heil og sönn, helguð fórn í dagsins önn. Aðrir merktir Mammons ys moka sig til h…! Um áramótin brá Hjálm- ar Jónsson Dóm- kirkjuprestur á leik í fyrriparti: Sperringur með sprengidót spillir friði um áramót Og Halldór Blöndal for- seti Alþingis botnaði: og erringur með önughót ef þú hittir prestaþrjót. Mokað, en hvert? pebl@mbl.is Vestur-Eyjafjöll | Seljalandsfoss í vestanverðum Eyjafjöllum er einn af hæstu fossum landsins og blasir hann við vegfarendum sem eiga leið um Hringveginn austur um land. Seljalandsfoss er vin- sæll viðkomustaður ferðafólks, allan ársins hring. Sveitarfélagið kostar flóðlýsingu hans yfir vet- urinn og fær fólk nýja sýn á þetta náttúrufyrirbrigði á vetr- arkvöldum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Flóðlýstur Seljalandsfoss Náttúran Skagafjörður | Sveitarstjórn Skagafjarðar mun væntanlega taka afstöðu til þess á ný á fimmtudaginn í næstu viku hvort Villinga- nesvirkjun verður höfð í kynningartexta með tillögu að aðalskipulagi. Félagsmála- ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun sveitar- stjórnar um þetta væri ógild vegna vanhæf- is Bjarna Maronssonar. Hann tekur því ekki frekari þátt í umfjöllun málsins sem gæti leitt til þess að Villinganesvirkjun færi út úr textanum. Bjarni er einn af sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem myndar meiri- hluta með Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Hann er jafnframt varaformaður Kaupfélags Skagfirðinga sem á aðild að fé- lagi sem hyggst virkja Jökulsá og byggja virkjun við Villinganes. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og fulltrúi VG, á von á því að niðurstaða sveit- arstjórnar verði önnur en við fyrri atkvæða- greiðslu þegar Bjarni Maronsson greiddi at- kvæði með minnihlutanum. „Það er í meirihlutasamningi að horfið verði frá virkj- un við Villinganes. Við stöndum við okkar samninga og ætlumst til þess að aðrir geri það,“ segir Ársæll. Gísli Gunnarsson, odd- viti sjálfstæðismanna, sagði í gær að sjálf- stæðismenn ættu eftir að fara yfir málið. Niðurstaðan gæti þó orðið önnur þegar varamaður tæki sæti Bjarna í málinu. Sam- staða hefði verið í röðum sjálfstæðismanna um að gera ráð fyrir Skatastaðavirkjun en ágreiningur væri um Villinganes. Veikari eða sterkari meirihluti? Ágreiningur um virkjanamálin hefur mjög reynt á meirihlutann í sveitarstjórn Skagafjarðar. Gísli Gunnarsson segist ekki sjá að úrskurðurinn hafi áhrif á meirihlut- ann og Ársæll segir að úrskurðurinn ætti fremur að styrkja meirihlutann en veikja þar sem niðurstaðan hafi verið mjög skýr. Ráðuneytið hafi snuprað Bjarna Maronsson og fulltrúa minnihlutans og verði þeir nú að endurskoða viðhorf sín til stjórnsýslu. Bjarni Maronsson er annarrar skoðunar. Hann segir ljóst að kæra Vinstri grænna hafi veikt meirihlutann og skapað trúnaðar- brest. Bjarni sagðist ekkert geta gefið upp um viðhorf sín á þessari stundu þegar hann var spurður að því hvort hann væri á leið út úr meirihlutanum en sagðist vera að hugsa sitt ráð. Hann ætti eftir að fara yfir málið með félögum sínum og baklandi. Tók Bjarni fram að framhaldið væri ekki undir sér ein- um komið, það færi líka eftir því hvernig þeir sem kærðu sig myndu spila úr þessu. Niðurstaðan gæti orðið önnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.