Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JAFNTEFLI Íslenska handknattleiksliðið náði jafntefli í opnunarleik liðsins gegn Tékkum á heimsmeistaramótinu í Túnis í gær. Tókst liðinu að snúa stöðunni úr 30:22 um miðjan síðari hálfleik og skora 12 mörk á móti 4 mörkum Tékka. Átök í Samfylkingu Yfirlýsing Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, um stuðn- ing við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur í væntanlegu kjöri til for- manns í Samfylkingunni hefur valdið uppnámi. Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, telur að Gylfi hafi misnotað nafn verkalýðshreyfingarinnar til að ýta undir framboð Ingibjargar Sól- rúnar. Hún segir ummæli Össurar ekki sanngjörn. Atvinnuleyfi útlendinga Útgáfa nýrra atvinnuleyfa fyrir erlenda starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka hefst væntanlega í dag eða á morgun. Um 60 leyfi eru þegar tilbúin til útgáfu, en Impregilo hefur alls sótt um leyfi fyrir 250 starfs- menn, flesta frá Kína. Nýr forseti í Úkraínu Víktor Jústsjenko sór í gær emb- ættiseið sem nýr forseti Úkraínu og var það hápunktur „rauðgulu bylt- ingarinnar“ í landinu sem miðaðist fyrst og fremst að því að losa það undir ofurvaldi rússneskra áhrifa. Í ræðu, sem hann flutti fyrir hundr- uðum þúsunda manna á Sjálfstæðis- torginu í Kíev, höfuðborg landsins, sagði hann, að framtíð Úkraínu væri í sameinaðri Evrópu, innan Evrópu- sambandsins. Abbas bjartsýnn Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði í gær, að hann byggist fljótlega við formlegri yfir- lýsingu frá vopnuðum fylkingum Palestínumanna um vopnahlé í stríð- inu við Ísrael. Til marks um bætt ástand er haft, að Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, var í gær með ríkisstjórnarfund í bæ í Suður- Ísrael, sem oft hefur legið undir árásum Palestínumanna. Andvíg árás á Íran Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið saman skýrslu um andstöðu bresku stjórn- arinnar við hugsanlega árás á Íran. Sagt er, að breska stjórnin óttist, að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni fara fram á stuðning Breta við árás á kjarnorkumannvirki í Íran. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Brids 21 Viðskipti 11 Dagbók 22 Vesturland 13 Víkverji 22 Erlent 18 Velvakandi 23 Daglegt líf 14 Staður og stund 23 Umræðan 15 Menning 25/29 Bréf 15 Ljósvakamiðlar 30 Forystugrein 16 Veður 31 Minningar 18/20 Staksteinar 31 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ALÞINGI kemur saman í dag eftir jólafrí. Á dagskrá fundar þingsins í dag eru hefðbundin þingstörf. Ráð- herrar munu svara munnlegum fyr- irspurnum frá þingmönnum. Þá verður skýrsla umboðsmanns Al- þingis til umræðu og starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2003. Á fimmtudag mun fjármálaráð- herra gera grein fyrir skýrslu sinni um skattsvik á Íslandi. Ennfremur flytur iðnaðarráðherra skýrslu um framkvæmd raforkulaga. Alþingi kemur saman á ný SAMTÖK upplýsingatæknifyrir- tækja hér á landi telja mikilvægt að útflutningstekjur vegna upplýsinga- tækni tífaldist fram til ársins 2010. Tekjurnar eru nú um fjórir milljarð- ar á ári en markmiðið er að útflutn- ingurinn nemi 40–50 milljörðum eftir fimm ár. Ingvar Kristinsson, for- maður samtakanna, telur þetta raun- hæft markmið og bendir á að útflutn- ingstekjurnar hafi verið tífalt minni fyrir tíu árum, um 400 milljónir króna. Ingvar segir mestu mögu- leika Íslendinga felast í framleiðslu á hugbúnaði, þar geti þeir verið meðal þeirra fremstu í heiminum. Samtökin efna til ráðstefnu á morgun þar sem fjalla á um stöðu, tækifæri og framtíðarsýn upplýs- ingatækniiðnaðarins hér á landi. Ingvar segir við Morgunblaðið að það sé vel hægt að halda áfram þeim vexti sem verið hafi í greininni und- anfarinn áratug. Hin allra síðustu ár hafi þó ekki orðið mikil aukning á þessum útflutningstekjum. Meiri áherslu vanti á hátækniiðnaðinn og bæta þurfi enn frekar rekstrarum- hverfið. Láta gera úttekt á stöðunni Ingvar segir að upplýsingatæknin hafi alla burði til þess að verða þriðja stoðin í verðmætasköpun og gjald- eyristekjum Íslands, á eftir sjávar- útvegi og stóriðju. Nú sé lag að taka höndum saman um hátækniiðnaðinn, þar sem við búum yfir mikilli þekk- ingu og menntun. Þar sé hugbúnað- arframleiðsla komin hvað lengst. Ingvar segist vilja sjá uppstokkun hjá stjórnkerfinu þannig að stjórn- völd aðstoði upplýsingatæknifyrir- tækin enn frekar við að laða að er- lenda fjárfesta, líkt og gert hafi verið í áliðnaði. Hugsa eigi stórt í þeim efn- um og reyna að laða að stóra fram- leiðendur eins og Microsoft. Hér sé lítið og velmenntað þjóðfélag sem nýta má til að skapa hugbúnaðar- lausnir framtíðarinnar. „Með því að efna til þessarar ráð- stefnu viljum við vekja athygli á tækifærunum sem við höfum,“ segir Ingvar en samtökin sem hann stýrir eru að láta gera úttekt á stöðu há- tækniiðnaðar á Íslandi, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, og í fram- haldinu verður stjórnvöldum boðið í dans. Tækifæri í fram- leiðslu á hugbúnaði Stefnt að 40–50 milljarða tekjum í upplýsingatækni 2010 GLÁMA 913 í Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins í fyrra og skilaði alls 12.762 kg af mjólk yfir árið. Þetta eru mestu afurðir sem þekkjast hjá ís- lenskri mjólkurkú á ársgrundvelli. Bændur í Stóru-Hildisey II eru Jó- hann Nikulásson og Sigrún Hildur Ragnarsdóttir. Þau fluttu í Stóru- Hildisey árið 2000 en hófu búskap 1991 í Akurey II í Vestur-Land- eyjum. Kýrin Gláma er ættuð frá Teigi í Fljótshlíð en hana fékk Jó- hann sem fyrsta kálfs kvígu frá móð- urbróður sínum, Árna Jóhannssyni. Þau Hildur og Jóhann reka mikið myndarbú í Stóru-Hildisey. Bú þeirra á nú Íslandsmetið í meðalaf- urðum mjólkurkúa annað árið í röð. Meðalafurðir kúa þeirra hjóna voru 7.376 kg í fyrra. Einnig eiga þau Ís- landsmet í afurðum einstakra kúa og eiga þau tvær af kúm landsins sem rofið hafa 12 þús. kg múrinn. Þau í Stóru-Hildisey II eru með mjólkur- kvóta uppá 240.000 lítra og 35 mjólk- andi kýr nú um stundir. Notar ekki rúlluplast Jóhann pakkar ekki heyi sínu í plast, eins og flestir bændur gera nú til dags, heldur byggði hann sér flat- gryfjur fyrir tveimur árum og verkar í vothey bæði venjulegt gras, rýgresi og fóðurkál. Þá er mikið af korni ræktað á búinu. Öllum þessum fóð- urtegundum er síðan hrært saman í heilfóður. Úr þessu fær hann kjarn- gott fóður eins og sjá má af árangr- inum. Jóhann segist verða fljótur að ná upp í kostnað við byggingu gryfj- anna því sparnaður í kaupum á baggaplasti nemur minnst 250.000 krónum á ári. Með hækkandi plast- verði verður sparnaðurinn enn meiri. Alls skiluðu 24 kýr á landinu meira en 10 þúsund kg af mjólk yfir árið í fyrra. Eru það miklu fleiri gripir en dæmi eru til um áður, að því er fram kemur á vef Bændasamtaka Íslands. Gláma setti Íslandsmet Morgunblaðið/Steinunn Ósk Guðrún og Ragnar Jóhannsbörn í Stóru-Hildisey II, ásamt Glámu. TENGLAR ..................................................... www.bssl.is, www.bondi.is „HUGSANLEGT er að verðbólgan fari á næstunni tímabundið yfir þol- mörkin sem ákveðin voru árið 2001 þegar nýtt fyrirkomulag peninga- málastefnunnar var tekið upp. Það kemur til með að kalla á skýringar bankans og reynir á ábyrgð hans,“ sagði Tómas Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Íslands, á kjördæmis- þingi sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík. Var þar fjallað um áframhaldandi bættan hag heimilanna. Tómas sagði verðbólguna stærsta óvin heimilanna þar sem flest lán væru verðtryggð. Athafnir Seðla- bankans gætu haft þar mikil áhrif. Horfur væru góðar en ástæða væri fyrir heimilin að vera meðvituð um að hættur gætu leynst víða. Líkur væru á að síðar myndi draga úr verðbólg- unni. Næsta verðbólguspá Seðla- bankans verður birt 22. mars nk. Tómas Örn sagði að út um allan heim hefðu verið gerðar tilraunir til fjölda ára sem miðuðu að því að finna heppilegar leiðir til að stýra hagkerf- inu. Um langt skeið hefði því verið haldið fram að seðlabankar gætu með aðgerðum sínum stýrt vaxtastigi, at- vinnu, hagvexti og afkomu heimil- anna með því að beita tækjum sínum af skynsemi. „Þessi skoðun hefur ekki staðist tímans tönn. Þátttakendurnir í hag- kerfinu eru margir og markmið þeirra eru mismunandi. Því verður stýring hagkerfisins, hvort sem sú hugsun virkar eða ekki, að vera sam- vinnumarkmið ólíkra aðila með mis- munandi markmið,“ sagði Tómas. Verðbólgan fer hugs- anlega yfir þolmörk Framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans ♦♦♦ FRÆÐSLUDAGUR var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Þar sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur, frá haferninum og svar- aði spurningum gesta. Undanfarið hefur haförn dvalið í garðinum. Fuglinn fór úr liði og fannst austur við Sog skömmu eftir að það kom fyrir. Örninn hefur verið undir læknishendi undanfarinn hálfan mánuð og er að bragg- ast. Verður honum væntanlega sleppt á næstu dögum. Morgunblaðið/Ómar Hvað verða ernir gamlir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.