Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞEIR voru fáir sem trúðu því að íslenska landsliðið í handknattleik gæti snúið taflinu sér í hag er langt var liðið á síðari hálfleik í opnunarleik liðsins á heimsmeist- aramótinu í Túnis. Tékkar náðu mest 9 marka forskoti og er síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 30:22 fyrir Tékka. En íslenska liðið sýndi ótrúlega þrautseigju á síðasta stundarfjórðungi leiksins og skoraði þá 12 mörk gegn 4 mörkum Tékka. Og í raun fékk íslenska liðið tækifæri til þess að gera út um leikinn á lokamínútunum. Ólaf- ur Stefánsson skoraði jöfnunarmark Íslands með því að vippa knettinum yfir mark- vörð Tékka og síðasta skot Tékka beint úr aukakasti er leiktíminn var liðinn geigaði. Næsta viðureign Íslendinga er gegn Slóvenum á morgun. „Þetta var alveg magnað, eitt það magnaðasta sem ég hef lent í lengi. Að mínu mati var það Birkir Ívar sem vann þetta stig fyrir okkur,“ sagði Dagur Sigurðsson fyrirliði íslenska liðsins. „Ég man ekki eftir öðrum eins umskiptum á leik, en á lokakaflanum sýndum við ein- faldlega að við erum í miklu betra líkamlegu formi en Tékkarnir og mætum því hér til mótsins rosalega vel undirbúnir þótt andlega hliðin hafi ekki verið í lagi framan af,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „En við hættum aldrei og það sýndi sig að leikslokum að staðan er aldrei algjörlega töpuð,“ bætti Viggó við. „Ég verð að hæla íslenska liðinu sem sýndi gríðarlegan baráttuhug þar sem það gafst aldrei upp,“ sagði Ratislav Trtik þjálfari Tékka./Íþróttir Morgunblaðið/RAX Vignir Svavarsson og Ólafur Stefánsson önduðu léttar í leikslok og línumaðurinn Róbert Gunnarsson hafði eitthvað til málanna að leggja. 34:34 Magnaður endasprettur gegn Tékkum á HM í Túnis Viggó Sigurðsson dró ekki af sér á hliðarlínunni og tók þátt í leiknum af lífi og sál sem þjálfari íslenska landsliðsins. Við köstuðum frá okkur sigrinum á ævintýralegan hátt, segir þjálfari Tékka BRUNATJÓN á árinu 2004 námu alls 1.240 milljónum króna, sem var 295 milljónum króna meira en árið 2003. Er þessi aukning 31%. Mann- tjón í brunum á árinu 2004 var einnig yfir meðallagi en þrír einstaklingar fórust í brunum á árinu. Allmargir brunar urðu í landbúnaðarbygging- um á árinu 2004 og var tjón á búpen- ingi óvenju mikið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgða- tölum Brunamálastofnunar yfir brunatjón ársins 2004. Að sögn Guðmundar Gunnarsson- ar, yfirverkfræðings hjá Brunamála- stofnun, var til skamms tíma mun minna um bruna af völdum rafmagns hér á landi en annars staðar. Nú er raftækjaeign hins vegar orðin al- geng hér. Hefur raftækjum, t.d. í barna- og unglingaherbergjum, fjölgað svo mjög að ástæða er talin til að bæta þar við reykskynjurum til að tryggja betur öryggi íbúa. Að meðaltali hafa brunatjón á ári, allt frá árinu 1981, verið 1.024 millj- ónir króna. Tjónin á liðnu ári voru því um 21% hærri en í meðalári. Stærstu brunatjón ársins 2004 voru þegar iðnaðarhús í Ólafsvík og á Blönduósi brunnu. Í heild fækkaði tjónum á liðnu ári. Þau voru tæplega 1.500 talsins. Tjón vegna eldsvoða 1,2 milljarðar GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í sam- tali við Morgunblaðið að væntan- lega verði byrjað á því í dag eða á morgun að gefa út atvinnuleyfi til handa erlendum starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Eru um 60 atvinnuleyfi þegar tilbúin til útgáfu en alls hefur Impregilo sótt um leyfi fyrir um 250 starfsmenn, langflesta frá Kína. Gissur segir það ekki liggja fyr- ir hvort Impregilo hafi þörf fyrir alla þessa 250 starfsmenn til við- bótar. Staðan verði metin hverju sinni og þá miðað við hver við- brögð hafa verið við starfsauglýs- ingum Impregilo hér á landi og í Evrópu. Impregilo með 127 umsóknir Auglýst hefur verið eftir starfs- mönnum síðustu vikur og að sögn Ómars R. Valdimarssonar, tals- manns Impregilo, hafa 127 um- sóknir borist, þar af 27 frá Íslend- ingum. Verið er að fara yfir umsóknirnar og kanna hve margir uppfylli þau skilyrði sem sett voru. „Við vonum að sjálfsögðu að það séu sem flestir svo hægt sé að flýta verkinu eins og Landsvirkjun hefur óskað eftir. Hver dagur er ákaflega mikilvægur hvað það varðar og nú þegar ljóst að einn mánuður hefur farið forgörðum, þar sem ekki hefur tekist að manna stöður og vaktir,“ segir Ómar. Stefnir að því að byrja að gefa út atvinnuleyfi í dag Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði varð á föstudag við þeirri beiðni Vél- smiðjunnar Style í Garðabæ að setja lögbann á framleiðslu, sölu og notk- un á fiskflokkunarvél sem fyrirtæk- ið 3X Stál á Ísafirði hafði framleitt. Telur Style sig vera með einkaleyfi á hluta af búnaði vélarinnar. Ein vél var komin í notkun hér á landi, hjá HG í Súðavík. Sem tryggingu í mál- inu lagði Style fram 10 milljónir króna, sem er svipað og andvirði einnar flokkunarvélar. Forráðamenn 3X Stál fóru á föstudag fram á það við sýslumann að lögbanninu yrði aflétt, lögðu fram frekari gögn máli sínu til stuðnings og verður sú beiðni tekin fyrir hjá sýslumannsembættinu í dag. Jó- hann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Stál, segir fyrirtækið líta svo á að málinu sé ekki lokið. Það sé enn til meðferðar hjá sýslumanni, sem hafi kallað málsaðila til fundar við sig. Að sögn Egils Ragnarssonar, stjórnarformanns Style, hefur fyr- irtækið framleitt um 90 flokkunar- vélar og þar af eru um 30 í notkun hér á landi, bæði í landvinnslu og um borð í frystiskipum. Hann segir fyr- irtækið hafa fjölda einkaleyfa fyrir sinni framleiðslu, bæði hér á landi og erlendis. Auk Íslands hafa vél- arnar verið seldar til Rússlands, Japans, Skotlands, Kanada, Banda- ríkjanna og fleiri landa. Egill segir það liggja ljóst fyrir að Style muni höfða dómsmál á hendur 3X Stál. Bendir hann á að norskt fyrirtæki hafi fyrir nokkrum árum verið með áform um framleiðslu á svipaðri vél og Style er með en þeg- ar sýnt var fram á einkaleyfi Garðbæinga hættu Norðmennirnir við áform sín. Krafa um lögbann á flokkunarvél 3X Stál Báðu um afléttingu lögbanns „VIÐ verðum aldrei kosin,“ segir Ein- ar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, um framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, og segist hafa sínar heimildir frá mönnum sem séu öllum hnútum kunnugir í utanríkisþjónustunni. Hann áætlar að kosningabaráttan muni kosta íslenska skattgreiðendur um 800 til 1.000 milljónir króna. Það séu allt of miklir peningar til að rétt- læta þetta framboð. Það verði frekar að vinna að því að stöðva aukningu út- gjalda í utanríkisþjónustunni. Liður í því væri að hætta við þessi áform. Einar Oddur segist ætla að reyna að ná samstöðu um það á Alþingi að hætta við málið. „Mér finnst eðlilegt að gera það og er í þeirri baráttu.“ Sólveig Pétursdóttir, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að kostnaðurinn verði talsverð- ur. Málið sé á forræði utanríkisráð- herra og hann muni leggja mat á stöð- una hverju sinni. Stefna stjórnvalda nú sé óbreytt og áfram verði unnið að framboðinu. Öryggisráð SÞ „Við verðum aldrei kosin“  Kostar/4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.