Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS TORFASONAR, Þórólfsgötu 7, Borgarnesi. Ingibjörg Júlíusdóttir, Torfi Júlíus Karlsson, Ingunn Jóhannesdóttir, Viðar Karlsson, Kristjana Höskuldsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Valur E. Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Sunnuflöt 25, Garðabæ, sem andaðist föstudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 13.00. Árni Þórarinsson, Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Brynjar Þór Árnason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 41, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. janúar kl. 15.00. Hrefna Björnsdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Árni Mogens Björnsson, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Sigríður Ólöf Björnsdóttir, Guðlaugur Ragnar Magnússon, Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL MAGNÚSSON fyrrverandi umdæmisstjóri Póst og Síma á norðurlandi, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstu- daginn 21. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Óskarsdóttir, Ósk Ársælsdóttir, Kjartan Heiðberg, Þorbjörg Ársælsdóttir, Valdimar Sigurjónsson, Vigdís Sigrún Ársælsdóttir, Kristján Ármannsson, Magnús Ársælsson, Elísabet Arnoddsdóttir, Hreggviður Ársælsson, Rut Ingólfsdóttir, Svandís Gunnarsdóttir, Jón Einar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, systir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT INGIMARSDÓTTIR, áður Hátúni 12, Safamýri 53, andaðist aðfaranótt laugardagsins 22. janúar. Örn Daníelsson, Eiríkur Ingi Eiríksson, Guðrún Jónsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, Þórður Eiríksson, Margrét Eiríksdóttir og fjölskylda ✝ Gunnar Friðriks-son, fyrrverandi forseti Slysavarna- félags Íslands, fædd- ist á Látrum í Að- alvík 29. nóvember 1913. Hann lést á Landspítala, Landa- koti, föstudaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magn- ússon útvegsbóndi og Rannveig Ás- geirsdóttir. Árið 1940 kvæntist Gunnar Unni Hall- dórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Unnur lést árið 1999. Börn þeirra eru 1) Friðrik, f. 1941, maki Sheena Gunnarsson og eiga þau fjögur börn og sjö barna- börn. 2) Rúnar, f. 1944, maki Hild- ur Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Gunnar stundaði sjómennsku, verslunar- og verksmiðjustörf í Djúpuvík og Reykjavík til 1940 er hann stofnaði ásamt Sæmundi Stefánssyni eigið innflutningsfyr- irtæki, Vélasöluna hf. í Reykjavík. Rak hann það fyrirtæki í yfir 60 ár. Upp úr 1950 hóf Gunnar und- irbúning að innflutningi á fiski- skipum fyrir útgerðarmenn og jukust smám saman umsvif hans á því sviði. Stóð hann að innflutningi mikils fjölda skipa um árabil. Þá átti Gunnar um skeið hlut í útgerð- arfyrirtækjum. Gunnar hóf störf á vettvangi slysavarnamála um 1950 og var kjörinn í aðalstjórn Slysavarna- félags Íslands 1956. Hann var rúm- an aldarfjórðung í stjórn SVFÍ og var forseti félagsins í 22 ár, frá árinu 1960 til 1982. Gunnar vann að ýmsum öðrum félagsmálum allt frá unglingsárum og átti sæti í stjórn fjölda félaga og samtaka. 17 ára gamall var hann t.d. fulltrúi á þingi Alþýðusambands Íslands. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Rúnar var áður kvæntur Helgu Sig- urðardóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Guðrún, f. 1949, maki Kristján Georgsson og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Áður átti Gunnar einn son, Sæmund, f. 1936, maki Þórunn Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. Gunnar ólst upp í Aðalvík en sótti barnaskóla, m.a. á Ísa- firði, einn vetur og gagnfræðanám og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla á Ísafirði 1932. Sama ár hóf hann útgerð og fiskvinnslu í heima- byggð sinni í Aðalvík, 18 ára gam- all. Rak hann þar útgerð og stund- aði sjómennsku til ársins 1935. ,,Þetta er allt svo dásamlegt,“ voru síðustu orðin sem afi sagði við mig áð- ur en hann kvaddi þennan heim. Afi var þakklátur fyrir lífið og þá vel- gengni sem hann hafði fengið að njóta. Jákvæður maður var hann, svo sann- arlega. Hann var einstaklega fram- kvæmdamikill og lét margt gott af sér leiða, bæði fyrir sína nánustu og fyrir samfélagið. Hann lagði mikla áherslu á samverustundir með afkomendum sín- um og óskaði einskis heitara en að vera umvafinn þeim á dánarbeði sínum. Þannig var það og þannig kvaddi hann þennan heim. Afi og ég áttum okkur sameiginlegt áhugamál – Aðalvíkina. Þar ólst hann upp og þann stað dreymdi hann um fram á síðasta dag. Hann kunni frá svo mörgu að segja þaðan, mikill sagna- maður sem hann var. Afi gat, án þess að hugsa sig um, þulið upp alla for- feður okkar sem voru frá Aðalvíkinni – alla með nöfnum og allt frá því að Snorri á Húsafelli féll fyrir einni heimasætunni. Afi sagði mér frá því hvernig var að alast þar upp og frá feg- urðinni þaðan. Þannig gátum við setið tímunum saman og dásamað Aðalavík- ina – já, paradísina okkar. Ég er í hjarta mínu svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast afa og deila tíma með honum. Sérstaklega er mér minnisstæð sú stund sem við áttum saman fyrir jólin, rétt áður en veikindi hans bar að. Ég hafði fengið mynd- band sem sýndi myndir frá Para- dísinni. Við horfðum á það þögul en heilluð þótt hljóðið hafi vantað í mynd- ina. Mikið var hann glaður og þennan dag gat hann kvatt Paradísina sína – Aðalvíkina. Afa mínum mun ég ekki gleyma og þakka ég honum fyrir alla þá visku og hlýju sem hann gaf mér. Friður og dá- semd veri með honum. Sonardóttir, Margrét Sæmundsdóttir. Vinátta okkar Gunnars var orðin löng og ánægjuleg í alla staði, sem aldrei bar skugga á. Hún hófst þegar við vorum samferða til vinnu á morgn- ana í strætisvögnum borgarinnar er keyrðu úr Kleppsholtinu og niður á Lækjartorg á stríðsárunum. Gunnar bjó þá í Efstasundi 1, en ég lauk bygg- ingu á mínu húsi í Efstasundi 57, árið 1942. Í raun var þetta eins og að vera uppi í sveit. En vöntunin á húsnæði var þá afar mikil og engar lóðir til, vegna þess að enski herinn hafði byggt her- skála á öllu byggilegu landi er tiltækt var í bænum. Um einkabifreiðar var tæplega að ræða, þar sem engar nýjar bifreiðar voru fluttar inn á þessum tíma. Á þessum tveimur árum er við bjuggum þarna mynduðust ævilöng vináttubönd milli fjölskyldna okkar sem héldust æ síðan. Gunnar ólst upp í Aðalvík á norð- urskaga Vestfjarða. Þar var mikil fiskigengd en afar harðbýlt. Veður hafa ávallt verið þarna válynd og fjöl- skylda Gunnars varð fyrir þungum áföllum er tveir ungir bræður hans drukknuðu í sjóróðri. Gunnar var því fráhverfur sjómennsku. Hann fór því til Ísafjarðar til náms og lauk þar gagnfræðaprófi á tveimur árum. Er hann kom heim aftur setti hann á stofn fiskverkunarfyrirtæki, en það var erfitt í kreppunni miklu upp úr 1930. Endaði það með því að eftir eitt áfallið að missa skip gafst hann upp á útgerðinni og hélt til Reykjavíkur, ákveðinn í því að setja upp fyrirtæki er verslaði með vélar og annað er til þurfti fyrir útgerðina í landinu. Vildi hann þar með bæta aðstöðu þeirra er sóttu sjóinn. Árið 1940 stofnaði svo Gunnar ásamt Sæmundi Stefánssyni Vélasöluna hf. Ráku þeir hana í 20 ár sameiginlega að Sæmundur hvarf úr fyrirtækinu, en eftir það rak Gunnar fyrirtækið fyrir eigin reikning. Undir stjórn Gunnars hélt fyrirtækið áfram að stækka og dafna verulega. Eftir stríðið var það eitt þekktasta og stærsta fyrirtæki landsins er flutti inn alla hluti til skipa og heilu skipin frá Norðurlöndum og Vestur-Evrópu. Var Gunnar þá orðinn svo vel þekkt- ur í þessum innflutningsgeira, að rík- isstjórnin skipaði hann í nefnd til þess að gera viðskiptasamninga við þjóðir Austur-Evrópu um innflutning á fiski- skipum. Jafnframt var sérstakt félag stofnað, Desa hf. að nafni, til að sjá um innflutning þaðan. Var það gert í sam- vinnu við ríkisstjórnina, en margir áttu þar hlut að máli. Meðal annars Sam- bandið, Eggert Kristjánsson og fleiri heildsalar, en fyrir liðinu fór Gunnar sem gjörþekkti aðstöðuna í Austur- Berlín en þar fóru allir viðskiptasamn- ingar fram á þessum tíma. Eitt skipti þegar við Gunnar ætluð- um að bregða okkur í sumarfrí með konum okkar, þurfti hann að fara til Helsingfors í samningagerð. Bað hann okkur að hitta sig á suðurleið í Skot- landi. Daginn áður en við skyldum leggja af stað hringir hann í konu sína og biður um að við hittumst í Kaup- mannahöfn á umsömdum tíma því nú þurfi hann að fara til samninga til Austur-Berlínar áður en við færum suður á bóginn. Við gætum skoðað Vestur-Berlín meðan hann færi austur fyrir „múrinn“. En þetta varð til þess að Gunnar fékk leyfi til að fara með okkur einnig til Austur-Berlínar dag- stund en borgin var þá umgirt Berl- ínarmúrnum fræga. Þetta sýnir að Gunnar og fleiri úr Desa-fyrirtækinu voru stöðugt á ferðinni í samninga- gerðum við „Austantjaldslöndin“ eins og þau voru þá kölluð. Eftir sem áður rak Gunnar Vélasöluna við vaxandi gengi. Þrátt fyrir þessi miklu umsvif hjá Gunnari tók hann mikinn þátt í hinu al- menna félagslífi í borginni. Ungur að árum gerðist hann stuðningsmaður Slysavarnafélagsins. Fljótlega var hann kjörinn forseti þess og hóf félagið þegar í stað til vegsemdar með stór- auknu starfi hvarvetna. Fyrst í stað lagði hann kapp á að styrkja björg- unarsveitirnar um allt land. Síðan snéri hann sér að uppbyggingu í Reykjavík, með því að efla kvenna- deildina undir forystu Gróu Péturs- dóttur borgarfulltrúa svo og karla- sveitina, sem þá var undir stjórn Baldurs Jónssonar. Síðan þegar búið var að styrkja þessa aðila snéri Gunn- ar sér að því að byggja stórhýsi yfir heildarstarfsemi SVFÍ í Reykjavík. Voru þá reistar tvær byggingar á Grandanum. Var önnur fyrir skrif- stofu félagsins, með fjarskiptastöð til eftirlits með öllum skipum við strend- ur landsins og fundarsölum félagsins. Þá hýsti þetta hús einnig björgunarbát félagsins. Að lokum byggði félagið fyrirmynd- ar aðstöðu sem geymslustað og við- gerðarverkstæði fyrir öll þau miklu tæki sem félagið notaði við björgunar- störf á landi. Þá var þarna einnig að- staða fyrir hina öflugu björgunarsveit, Ingólf í Reykjavík. Þrátt fyrir miklar annir vegna SVFÍ var hann sístarfandi í öðrum félögum. Í Lionsfélagi Reykjavíkur í 50 ár, var þar bæði gjaldkeri og formaður en lét mest til sín taka öll líknarmál er félagið leggur stund á samkvæmt stefnuskrá. Hann var félagi í KR og var í hús- stjórn félagsins um tíma. Þá synti hann á hverjum morgni með konu sinni um árabil. Hann hafði því mikinn áhuga á að fá sundlaug í Vesturbæinn. Við fengum hann því til þess að taka að sér formennsku í söfnunarnefnd til að hefja byggingu sundlaugarinnar. Svo mikið fé safnaðist að það varð til þess að flýta mjög fyrir byggingu Sund- laugar Vesturbæjar. Um tíma lagði Gunnar stund á hestamennsku og átti þá marga gæð- inga, en einn var í mestu uppáhaldi hjá honum, hann var nefndur Gimsteinn enda einstakur að vilja og bar sig vel. Þennan hest notaði hann lengst af í sínum fjölmörgu langferðum um land- ið. Sú lengsta var farin þvert yfir land- ið frá Varmahlíð í Skagafirði og að Laugarvatni, með um 80 hesta og gist í þrjár nætur á hálendinu. Við hjónin áttum þess kost að ferðast mikið með Gunnari og Unni heima og erlendis. Á seinni árum voru það aðallega sund- og golfferðir vítt og breitt um Evrópu, en Unnur var mikill golfleikari og var því ánægjulegt að geta stundað golf að morgni dags en synt seinnipartinn og kynnt sér menningu viðkomandi staða. Að lokum sendi ég börnum Gunnars og fjölskyldum þeirra hugheilar sam- úðarkveðjur. Gísli Halldórsson. Gunnari Friðrikssyni var í blóð bor- in atorka og seigla forfeðra sinna, sem í marga mannsaldra stunduðu búskap og sjósókn við nyrsta haf. Hann var stoltur af þessari arfleifð og heima- byggðin í Aðalvík var honum afar kær. Reyndar hóf hann þar atvinnurekstur aðeins 18 ára að aldri, er hann freistaði þess að hressa við hrakandi atvinnulíf með stofnun útgerðar og fiskvinnslu. Þótt þetta heppnaðist ekki sem skyldi til langframa vegna óviðráðanlegra at- vika hlaut hann hér dýrmæta reynslu og ruddi sér brátt braut sem umsvifa- mikill aðili á sviði verslunar og við- skipta. Um áratuga skeið hefur fyr- irtæki hans, Vélasalan hf., verið eitt hið stærsta á sviði innflutnings véla og fiskiskipa. Þau voru mörg glæsifleyin, sem hann hafði milligöngu um smíði eða kaup á frá hinum ýmsu löndum. Kynni mín af Gunnari voru hins vegar fyrst og fremst tengd störfum hans innan Slysavarnafélags Íslands, en hann varð forseti þess 1960. Kynnt- ist ég honum fyrst sem samstarfs- GUNNAR FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.