Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við getum alveg sætt okkur við pillu sem slær á „hikkið“ en hún má ekki skerða áhrifin að neinu leyti, Kári minn. Hugmyndir um sam-einingu allra 10sveitarfélaganna við Eyjafjörð hafa fengið misjafnar undirtektir á meðal sveitarstjórna á svæðinu. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Grýtu- bakkahreppur, Svalbarðs- strandarhreppur, Eyja- fjarðarsveit, Akureyri, Hörgárbyggð, Arnarnes- hreppur, Dalvíkurbyggð, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Grímsey. Aðeins Arn- arneshreppur, af minni sveitarfélögunum á svæð- inu, er fylgjandi samein- ingu sveitarfélaganna 10 og leggjast hreppsnefnd- armenn þar á sveif með stjórn- endum stóru sveitarfélaganna þriggja, Akureyrar, Dalvíkur- byggðar og Siglufjarðar. Ólafs- firðingar setja sig ekki upp á móti því að kosið verði um allsherjar sameiningu en bæjarstjórn hefur þó lýst þeirri skoðun sinni að hug- ur hennar standi til sameiningar sveitarfélaganna þriggja við utan- verðan Eyjafjörð, Dalvíkurbyggð- ar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Sameiningarnefnd sveitarfé- laga hefur haft umsagnir stjórn- enda sveitarfélaga til umfjöllunar. Fulltrúar sveitarstjórna við Eyja- fjörð sem rætt var við, eru sam- mála um að nefndin muni leggja til að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaganna 10 í vor. Róbert Ragnarsson verkefnis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu sagði að tillögur sameiningar- nefndar yrðu væntanlega kynntar í næstu viku. „Tillögur nefndar- innar eru bindandi og það verður kosið um það sem hún leggur til,“ sagði Róbert. Í umsögnum sveit- arstjórna á svæðinu er lögð á það áhersla að ekki komi til skerðing- ar á tekjum úr Jöfnunarsjóði við sameiningu sveitarfélaga, auk þess sem bættar samgöngur eru forsenda sameiningar og er þá að- allega horft til jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar telur að ekki séu komin fram nein haldbær rök sem mæla eindregið með sameiningu við önnur sveit- arfélög við Eyjafjörð, nema þá helst Arnarneshrepp. Sú samein- ing yrði til hagræðingar sökum samrekstrar um skóla, sem er kostnaðarsamasti málaflokkur þessara sveitarfélaga. Sveitar- stjórn Hörgárbyggðar bendir á að undanfarin ár hafi átt sér stað margar sameiningarkosningar sem sveitarfélögin hafi komið sér saman um í sátt og samlyndi og skilað árangri. Sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps telur hag íbúa sveitarfé- lagsins best borgið með því að sameinast ekki öðrum sveitar- félögum í Eyjafirði, vegna þess að hún telur hættu á að þjónusta við íbúa muni skerðast, þar sem byggðarlagið yrði jaðarsvæði í sameinuðu sveitarfélagi. Eins tel- ur sveitarstjórn að íbúar muni ekki njóta fjárhagslegs ávinnings af sameiningunni og glata forræði yfir eignum, sem nýst hafa við uppbyggingu byggðarlagsins. Samt sem áður telur sveitarstjórn eðlilegt að íbúar sveitarfélagsins kjósi um væntanlegar tillögur sameiningarnefndar. Óttar Jó- hannsson oddviti Grímseyjar- hrepps er á sömu skoðun og sveit- arstjórn Grýtubakkahrepps. Hann sagði að ekki hefði verið tekin formlega afstaða til málsins í hreppsnefnd „en það er ekki mikill í hugur í mönnum hér varð- andi sameiningu. Þetta er ákaf- lega viðkvæm byggð og við viljum fá að vera ein og útaf fyrir okkur. Það er margt sem spilar þar inn í, m.a. hvað eigi að gerast í fram- haldi af allsherjar sameiningu. Hreppurinn stendur ágætlega, við höfum átt ágætis samstarf við þessi stærri sveitarfélög en menn vilja stjórna sér sjálfir.“ Árni K. Bjarnason sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps sagði að meirihluti hreppsnefndar hefði verið á þeirri línu að kosið yrði um sameiningu Akureyrar og ná- grannabyggða, frá Grýtubakka- hreppi í austri til Arnarneshrepps í vestri, þannig að stóru sveitar- félögin við utanverðan fjörðinn yrðu þar utan við. „Menn telja þetta líklegri leið til að ná ein- hverju skrefi í sameiningarátt, ef menn telja það skref í rétta átt,“ sagði Árni. Hann sagði að afstaða meirihlutans í hreppsnefnd væri í takt við það sem samþykkt var í Eyjafjarðarsveit. Þar á bæ telja menn að sameining allra sveitar- félaga á Eyjafjarðarsvæðinu sé ótímabær. Í samþykkt sveitar- stjórnar Eyjafjarðarsveitar segir að verði lögð fram tillaga um sam- einingu ætti hún ekki að vera víð- tækari en svo að gert væri ráð fyr- ir sameiningu sveitarfélanna sex frá Grýtubakkahreppi til Arnar- neshrepps. Í Arnarneshreppi hef- ur nýr staður fyrir sorpurðun komið inn í umræðuna um sam- einingu sveitarfélaga. Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti sagði það ekkert launungarmál að mik- ill meirihluti íbúa sveitarfélagsins væri á móti því að taka við sorp- urðun. „Og umræðan hefur m.a. snúist um það hvort við getum sameinast öðrum sveitarfélögum ef við eigum það yfir höfði okkar.“ Fréttaskýring | Minni sveitarfélögin við Eyjafjörð andvíg allsherjar sameiningu Skoðanir eru mjög skiptar Tryggja þarf sambærilegar tekjur úr Jöfnunarsjóði og hefja jarðgangagerð Akureyringar vilja allsherjar sameiningu. Sátt og samlyndi um kosn- ingar hefur skilað árangri  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar bendir á að undanfarin ár hafi átt sér stað margar sameining- arkosningar sem sveitarfélögin hafi komið sér saman um í sátt og samlyndi og skilað árangri. Sú þróun sé mikið farsælli og réttlátari gagnvart íbúunum. Þá liggi ekki fyrir samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um tekju- og verkaskiptingu og ekki sé tryggt að íbúar Hörgár- byggðar eigi sér málsvara í nýju sveitarfélagi við Eyjafjörð. krkr@mbl.is SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna hefur sent Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra, erindi þar sem hún er hvött til þess að leggja fram að nýju frumvarp um eftirlit með að- gangi barna að kvikmyndum. Í erindinu segir einnig að einn veigamesti þátturinn í frumvarpinu sé sá að Kvikmyndaskoðun verði lögð niður, en í stað verði þeim að- ilum sem hafa kvikmyndir til sýn- ingar, leigu, sölu eða annarrar dreifingar gert að meta myndir sem eru ætlaðar til sýningar fyrir börn og ungmenni undir sjálfræð- isaldri. Áfram verður bannað að sýna þeim ofbeldiskvikmyndir. „Ljóst er að lög um kvikmynda- skoðun og bann við ofbeld- iskvikmyndum nr. 47 frá 1995, sem nú eru í gildi, bera öll merki rit- skoðunar og standast því illa hug- myndir um tjáningarfrelsið.“ Eftirlit með að- gangi barna að kvikmyndum HÖNNUNARVEISLA sem haldin var í höfuðstöðvum sænska mynda- vélaframleiðandans Hasselblad í Gautaborg á vegum íslenska sendi- ráðsins í Svíþjóð fyrir skömmu, auk Hasselblad og pappírsframleiðand- ans Klippan, markaði upphafið að ís- lensku hönnunarári innan sænska hönnunarársins 2005. Á árinu verð- ur lögð áhersla á að kynna íslenska hönnun og að sögn Svavars Gests- sonar sendiherra er markmiðið að ljúka hönnunarárinu með því að halda sýningu á íslenskri hönnun í Gautaborg. Í tengslum við heimsókn sænsku konungshjónanna til Íslands síðast- liðið sumar voru Íslendingum færð að gjöf glerlistaverk eftir fimmtíu sænska hönnuði og var það að frum- kvæði Christinu Nilroth, fram- kvæmdastjóra Blåbär Design í Gautaborg. Svavar segir vel mögulegt að koma íslenskri hönnun á framfæri í Svíþjóð. Í næsta mánuði taka fimm- tán íslenskir hönnuðir þátt í hús- gagnasýningu í Stokkhólmi og stuttu seinna mun Ísland eiga full- trúa á húsgagnasýningu í Smálönd- um. Svavar segir að samstarf á milli íslenskra hönnuða og sænskra hús- gagnaframleiðenda sé komið af stað, og framhaldið lofi góðu. Christina Nilroth mun á þessu ári starfa að því að kynna íslenska hönnun í Svíþjóð. Hún mun m.a. starfa fyrir Íslands hönd á húsgagnasýningunum og markaðssetja íslenska hönnun al- mennt í Svíþjóð. Íslensk hönnun kynnt í Svíþjóð Morgunblaðið/Steingerður Guðrún Ágústsdóttir, Svavar Gestsson sendiherra, Elín Óskarsdóttir frá ís- lenska sendiráðinu og Christina Nilroth sem hafði forgöngu um gjöf á sænsk- um glerlistaverkum til Íslands og kynningu íslenskrar hönnunar í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.