Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Höfnin í Hambantota glampar ísólskininu þegar við komumað. Lygn sjórinn kitlar gulaströndina og tekur á sig fag- urbláan lit af heiðum himni. Það er ekki fyrr en við nánari athugun að ljóst verð- ur að hér er ekki allt eins og það á að vera. Í miðri höfn eru tveir gúmbátar og í þeim einn kafari sem virðist vera að leita að einhverju. Fólk röltir um í fjöruborð- inu. Ungur karlmaður í blárri skyrtu gengur ofan á ónýtum netadræsum. Lít- ill fiskibátur – tvíbytna úr tré – liggur á hliðinni uppi við veg og ef vel er að gáð má sjá nokkra báta til viðbótar uppi á landi. Fullt af fólki niðri við höfn „Það voru fimmtán hundruð bátar hér í höfninni þegar flóðbylgjan reið yfir,“ segir Samarakoon bílstjóri, sem hefur verið hér áður. „Þennan dag var mark- aðsdagur og þess vegna var allt fullt af fólki niðri við höfn.“ Flóðbylgjan sem reis skyndilega úr hafi þann 26. desember 2004 varð 4.800 mönnum að bana í Hambantota, sem er eitt fátækasta hérað Sri Lanka. Alls er talið að rúmlega 30.000 manns hafi látist á Sri Lanka og á fimmta þúsund manns er enn saknað. Hambantota-bær, sem ber nafn af héraðinu, varð einna verst úti. Flóðbylgjan skall á litlu sjávarpláss- inu og reif með sér hundruð manna sem hún kastaði af sér í lóni innar í landi. Þar eins og annars staðar urðu fátækir fiski- menn fyrir mestu tjóni. „Sjálfboðaliðar okkar voru farnir að bjarga fólki tíu mínútum eftir flóðið,“ segir K.H. Premathilaka, formaður Rauða kross deildarinnar í Hambantota. „Þeir björguðu 96 mönnum upp úr lón- inu.“ Fólk gengur um í lóninu og reynir að hafa uppi á eigum sínum. Lík eru enn að finnast. Um fjögur þúsund sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna við hjálparstörf á flóðasvæðunum. Margir hafa unnið hvern dag frá fyrsta degi. Þeir beita skyndihjálp á skaðasvæðunum, hreinsa brunna og hlúa að fólki í fjöldahjálpar- stöðvum. Einn sjálfboðaliðanna er Dilip Kum- are. Hann er búinn að dreifa blöðum og litum til barna í fjöldahjálparstöð í Sam- odagamaþorpi í Hambantota-héraði. Börnin sitja á steyptum palli, teikna og lita. Þau sýna hvert öðru myndirnar. Frá pallinum heyrast skríkjur og skvaldur. Fátt bendir til að hér séu börn sem hafa orðið að flýja heimili sín og sum misst foreldra eða nána ættingja. „Þetta er foss,“ segir 14 ára strákur og sýnir mér mynd sem hann var að lita. Myndirnar sem krakkarnir eru að gera virðast allar eiga það sameiginlegt að í þeim má sjá bæði vatn og hús. Börnin eru hrædd við sjóinn Fyrir utan pallinn situr Kumudini Premathilaka á stól í skugganum af stóru tré. Hún er sálfræðingur og hefur verið að veita sálrænan stuðning á ham- farasvæðunum síðan 27. desember. „Ég er búin að tala við um þrjú þús- und manns á þessum tíma,“ segir hún. „Upp undir tíu prósent af þeim sem ég hef talað við eru haldin áfallastreitu, sem svipar til þess sem hermenn upplifa stundum eftir að hafa lent í sprengj- uregni í skotgröfum. Börnin eru hrædd við sjóinn og þau ótt við foreldra sína.“ Premathilaka er liðum Rauða kros héraði. Hún spjalla sem bíður þolinmó henni. Á vinstri hö manns í röð eftir sitja. Á hægri hön ýmsum aldri sem s ast með því sem fr munaðarlaus,“ segi um rómi. „Þau eiga Hambantota er b héruðum sem fóru unni miklu, sem sk kílómetra slóð eyð stórum hluta af stra Vestan við Hamban inn Galle, má meða þúsundir manna le vatnið byrjaði að f Stóra bylgjan hreif kastaði henni 100 m er búið að flytja lest á teina. Allt í kring anna, skór, buxur o kafarablöðkur á fim liggja hálfniðurgraf Hjálparstarf er í það hafi ekki náð a Við ökum framhjá krossinn á Sri Lan með vesturströnd l sem kemur að saf krukkur hefur mis áttu heima nálæg heppnir að sleppa li sem í því var skolað Harmur og h starf í Hamb Það var markaðsdagur í Hambantota á Sri Lanka þegar flóðbylgja skall á bænum 26. desember sl. Þess vegna var allt fullt af fólki niðri við höfn. Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands heimsótti bæinn og ræddi við fólk um örlög íbúanna. Ljósmy Þessi fjórtán ára drengur teiknaði mynd á pallinum fyrir uta verksmiðju, þar sem flóttafólk af hamfarasvæðunum hafðist hans mátti sjá vatn og hús, eins og á nær öllum myndum barn Phil Jones yfirmaður birgðastöðvar AlþjóðaRauða krossins í Dubai brosti breitt. „Þettaflug kom upp á hárréttum tíma,“ sagði hann. „Það er verið að bíða eftir þessum vörum á Sri Lanka. Við hefðum þurft að borga 140 þúsund doll- ara fyrir svona fragtflutninga (9 milljónir króna) svo það munar um minna.“ Á meðan Phil talaði við mig var hann með annað augað á voldugri lyftu sem flutti bíla og aðrar birgðir upp að risastórum búk Boeing 747-flugvélar Atlanta-flugfélagsins. Flugið til Sri Lanka hófst á dæmigerðan íslenskan hátt með því að Hafþór Hafsteinsson hringdi í Rauða krossinn og spurði hvort ekki væri þörf á að koma hjálpargögnum á hamfarasvæðin. Air Atlanta og þrjú tengd fyrirtæki – Eimskip, Landsbankinn og Olís – vildu gefa eitt flug með nauðsynjar fyrir fórn- arlömb hamfaraflóðanna í Asíu. Boðið var þegið með þökkum og eftir að málið hafði verið kannað var ákveðið að fljúga frá Dubai til Colombo með um 100 tonn af hjálpargögnum. Snurða hljóp á þráðinn Á meðan ég talaði við Phil undir búk vélarinnar sat Arngrímur Jóhannsson stofnandi Atlanta uppi í flugstjórnarklefa með syni sínum Gunnari, sem er flugmaður hjá félaginu, og Daníel Snorrasyni flug- vélstjóra. Þó að starfsfólk Atlanta komi frá 34 þjóð- löndum þá var þetta íslensk áhöfn í íslensku hjálp- arflugi. Kvöldið fyrir áætlað flugtak hljóp snurða á þráð- inn. Boeing 747-flugvélin er alla jafna í leigu hj Malaysian Airlines en félagið ákvað að leyfa At að nota hana í þetta flug á hamfarasvæðin. Lán vélinni miðaðist við brottför um hádegisbilið á þriðjudegi en á mánudagskvöldi bárust fréttir Colombo um að vélin hefði fengið nýtt „slott“ tv Í vöruskemmu til Sri L Ljósmynd/Þórir Guðmund Arngrímur Jóhannson og Gunnar sonur hans s flugvél Atlanta flugfélagsins frá Dubai til Sri L með um 100 tonn af hjálpargögnum. Þórir Guð mundsson frá Rauða krossinum fór með varn- ingnum á leiðarenda. OPIN UMRÆÐA UM VIRKJANAMÁL Tíu náttúruverndarsamtök hafastaðið fyrir útgáfu Íslands-korts, undir yfirskriftinni „Ís- land örum skorið“. Kortið á að sýna áhrif þess á landið ef allar helztu jök- ulsár yrðu virkjaðar. Kortið birtist í Morgunblaðinu í gær og segja verk- efnisstjórar þess, þær Ásta Arnar- dóttir og Þuríður Einarsdóttir, að á því sé búið að kortleggja orkufyrir- heit stjórnvalda í samræmi við fyrsta áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Nú geti al- menningur í fyrsta sinn séð heildar- myndina af því hvert stefni, ef standa eigi við orkufyrirheit stjórnvalda til stóriðju. Aðstandendur Íslandskortsins halda því fram að upplýsingum hafi verið haldið frá almenningi; að Landsvirkjun hafi eytt verulegum fjármunum í að auglýsa virkjana- stefnuna en komið fram með upplýs- ingar á mismunandi tímum og ekki opnað fyrir það að fólk sjái heildar- myndina. Um þær upplýsingar, sem fram koma á Íslandskortinu, og framsetn- ingu aðstandenda þess verður vafa- laust deilt, rétt eins og um upplýs- ingar Landsvirkjunar og framsetningu þeirra. Hér er hins vegar um mikilsvert framtak að ræða. Við jafnstórar og afdrifaríkar ákvarðanir og þær, hvar eigi að virkja og hvernig, skiptir opin og lýð- ræðisleg umræða öllu máli. Henni til grundvallar þurfa að liggja vandaðar upplýsingar. Auðvitað á enginn einkarétt á að setja fram upplýsingar um virkjana- möguleika og áhrif þeirra. Ekki Landsvirkjun og ekki stjórnvöld. Að sjálfsögðu verður alltaf gerð krafa um að upplýsingar þær, sem liggja til grundvallar umræðum, séu vandaðar og sannreynanlegar. En slíkar upp- lýsingar geta allt eins komið frá al- mannasamtökum, vísindamönnum og áhugafólki um náttúruvernd og virkj- anir og frá opinberum aðilum. Hér er að ýmsu að hyggja. Þegar stjórnmálaflokkarnir eigast við fyrir kosningar og setja fram mismunandi skoðanir og sjónarmið um framtíð lands og þjóðar njóta þeir allir rík- isstyrkja til að koma þeim boðskap á framfæri. Í Morgunblaðinu í gær bendir dr. Ragnhildur Sigurðardóttir líffræðingur á að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun verji miklu fé til að kynna sjónarmið sín, en engu sé varið af almannafé til að kynna önnur sjón- armið. Auðvitað er þetta laukrétt. Að sjálfsögðu eiga andstæðingar virkj- ana, rétt eins og talsmenn þeirra, að njóta stuðnings úr opinberum sjóðum til að kynna sjónarmið sín fyrir al- menningi. Því að fyrst og síðast búum við í lýðræðissamfélagi, þar sem ekki á að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðan- ir nema almenningur sé upplýstur um forsendur þeirra. Virkjanamálin eru flókin og ótal þættir, sem þarf að taka tillit til. Þegar tekin er ákvörðun um stórvirkjun getur hún haft áhrif, sem aldrei verða tekin aftur. Þess vegna er mikilvægt að síðar verði ekki hægt að segja að allar hliðar málsins hafi ekki komið fram. Það er rétt, sem að- standendur Íslandskortsins segja; í þessum efnum er að sjálfsögðu ekk- ert óumbreytanlegt og almenningur getur haft áhrif á það hvaða stefna er tekin. Í FULLU STARFI Á EFTIRLAUNUM Þegar frumvarpið til laganna umeftirlaun æðstu ráðamanna rík- isins var lagt fram í desember 2003 mælti Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, fyrir því. „Myndaður er sér- stakur réttur fyrir alþingismenn og ráðherra, sem gegnt hafa forustu- hlutverki í stjórnmálum um langan tíma, til að hverfa af vettvangi þjóð- mála og fara á eftirlaun fyrr en ann- ars er heimilt í stað þess að leita sér starfs á vinnumarkaði,“ sagði Hall- dór í ræðu sinni og bætti við eftir að hafa útskýrt reglurnar í frumvarp- inu: „Hér er m.a. haft í huga að þessi skipan mála geti auðveldað eðlilega endurnýjun í stjórnmálum og dregið úr þeirri tilhneigingu að fyrrverandi forustumenn á þeim vettvangi sæki í embætti í stjórnkerfinu til þess að ljúka starfsferli sínum.“ Það er margt skynsamlegt á bak við hugmyndina um að auðvelda stjórnmálamönnum útleið úr pólitík án þess að þeir þurfi að ganga með betlistaf á milli kollega sína snapandi embætti. Það getur hins vegar ekki hafa verið ætlunin að þeir gerðu hvort tveggja, fengju sér nýtt, vel launað starf á vegum ríkisins og tækju til viðbótar eftirlaun. Eins og fram kemur í Morgun- blaðinu á laugardag var reglan um að fyrrverandi ráðherrar geti tekið eft- irlaun þótt þeir starfi enn fyrir ríkið ekki til skoðunar þegar eftirlauna- frumvarpið var lagt fyrir Alþingi. Við setningu laganna kom hins vegar upp sú staða að nú gætu þeir hafið töku eftirlauna sextugir séu þeir í embætti eða hafi gegnt embætti í sex ár. Hafi þeir gegnt ráðherraembætti lengur getur taka eftirlauna hafist fyrr, en þó aldrei fyrr en við 55 ára aldur. Það er ekki hægt að misbjóða rétt- lætiskennd almennings með þessum hætti. Það er ekki hægt að skapa fá- mennum hópi manna í þjóðfélaginu aðstæður, sem eru úr öllum takti við það, sem almennt tíðkast. Alþingi verður að taka þetta mál til endur- skoðunar. Það var ekki ætlunin með eftirlaunalögunum að gera mönnum í fullu starfi kleift að taka um leið eft- irlaun. Í þeim efnum myndi engu breyta þótt horfið yrði frá reglulegri greiðslu eftirlauna til einhvers konar eingreiðslu. Með núverandi fyrir- komulagi eru eftirlaunalögin síður en svo sá hvati til endurnýjunar í stjórn- málum, sem ætlað var. Taka eftir- launa þarf einfaldlega að vera háð því að eftirlaunaþeginn geti ekki verið í fullu starfi hjá ríkinu um leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.