Morgunblaðið - 24.01.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 24.01.2005, Síða 25
ÞAÐ kann að vera að í bandaríska biblíubeltinu miðju – í miðri hræsn- inni og djöfulskapnum sem þar er hafður í frammi gegn hommum, kon- um og „kommum“ (kommar er hér notað sem samheiti yfir alla þá sem anda frá sér gagnrýni á ríkjandi hugsunarhátt og valdhafa) – og í miðju því hneyksli sem reið yfir bandaríska kaþólikka þegar hver topphúfan af annarri innan kirkj- unnar var sökuð um kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum, hafi svartur húmor einþáttungsins „Ég er ekki hommi!“ eftir Daniel Guyton átt ein- hvern rétt á sér. Það kann líka að vera að ef menn hefðu í Loftkastalanum leikið ein- þáttunginn eins og leika á farsa, sem sé hratt, en ekki reynt að teygja hann upp í sýningu í fullri lengd með söng- atriðum og ýmiss konar innskotum og staðfærslu – þá hefðu annmarkar og merkingarleysi verksins í íslensku samhengi ekki orðið eins augljósir. Það kann líka að vera að ég sé alls ekki rétta manneskjan til að fjalla um þetta verk því ég er ekki af South Park- eða Simpson-kynslóðinni. Ég er ekki einu sinni viss um að ég viti hver sú kynslóð er, en einn leikarinn í sýningunni lýsti því yfir að lengi hefði vantað verk fyrir þá kynslóð í ís- lensku leikhúsi og því meðal annars hafi þetta verk verið valið. Mér er þó minnsta kosti ljóst eftir að hafa séð sýninguna að það er kynslóð sem vill láta ganga fram af sér. Það er ekkert nýtt í leiklistarsög- unni að leikhúsfólk reyni að ganga fram af fólki, allt frá því Aristofanes var og hét hafa Evrópubúar ástundað í alþýðuleikjum að slá um sig með klúrum bröndurum og dónaskap til að hneyksla og fá menn til að hlæja og hugsa. Það hefur hins vegar lítt einkennt íslenskt leikhús gegnum tíð- ina, frekar að tepruskapurinn hafi verið því fjötur um fót. Það var því með opnum huga sem ég mætti í Loftkastalann á laugardaginn. Og þegar Gunnar Helgason upphóf leik- inn sem heftur lítill karlmaður, Garð- ar, sem efast um kynhneigð sína, þá hélt ég nokkuð lengi að Gunnar myndi þetta kvöld vinna stóran leik- sigur. Það gerði hann hins vegar ekki, hvorki í þessu hlutverki né hommans Jörgens. Hann lék þá báða alveg ágætlega svo sem og Friðrik Friðriksson var líka ágætur í hlut- verki íþróttafríksins, lögreglumanns- ins og hommans Markúsar, sem verður fyrir stöðugu áreiti frá Garðari, en það er erfitt að vinna leiksigra á sviði í verki þar sem ekki er ljóst hvort maður er staddur í bandarískum eða íslenskum veru- leika, hvort maður er staddur í sjón- varpsþætti eða leikriti, hvort maður er brandaraspúandi fatafella eða leikari. Og það er líka erfitt að vera áhorf- andi og hafa gaman af bröndurum, og þeir eru margir í þessu verki, en vita loks ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta. Því hér er verið að plata áhorfandann undir því yfirskyni að höfundur sé algjörlega fordómalaus gagnvart hommum. Plata fólk til að hlæja að tíu ára gömlu barni sem leikur annað tíu ára gamalt barn sem fannst bara allt í lagi að láta beita sig kynferðislegu ofbeldi! Plata fólk til að hlæja að offitusjúklingum. Og plata fólk til að hlæja að hommum í því nið- urlægjandi hlutverki sem konur alla jafna taka að sér í afþreyingarklám- iðnaðinum. Hommar sem afþreying LEIKLIST Loftkastalinn Eftir Daniel Guyton. Þýðing: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser. Búningar: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Tónlistarstjóri: Ásmundur Angantýsson. Hárgreiðsla og förðun: Kristín Thors. Gervi: Helga Lúðvíksdóttir. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Gunnar Helgason, Höskuldur Sæmundsson. Loft- kastalinn, 22. janúar kl. 20. Ég er ekki hommi! Í umsögn segir m.a. að það sé „erfitt að vinna leiksigra á sviði í verki þar sem ekki er ljóst hvort maður er staddur í amerískum eða íslenskum veru- leika, hvort maður er staddur í sjónvarpsþætti eða leikriti, hvort maður er brandaraspúandi fatafella eða leikari“. María Kristjánsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 25 Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, - UPPSELT Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 29/1 kl 20, Su 6/2, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - kr 2.100 Aðeins þessi eina sýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 • Föstudag 28/1 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Glæsileg útkoma – frábær fjölskyldu- skemmtun“ SS RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 04.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.2 kl 20 Örfá sæti Sun.. 06.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb ÞAÐ er merkileg tilraun sem Kristín Ómarsdóttir gerir hér í formi og innihaldi. Hún bregður upp, í nær línulegri frásögn, gróteskum myndum af ráðamönn- um, gamlingjum, sem gert hafa ástina brottræka og konur ánauð- ugar og senda unga menn í stríð gegn konunum þegar þær rísa upp; af fangabúðum þar sem fang- arnir sjálfir telja sig frjálsa; af pyntingum þar sem menn eru bara að vinna vinnuna sína; af heimsku, hryllilegu ofbeldi, morðum. Ekkert er í þessu samfélagi eins og það sýnist: Karl er kona og kona karl: Í ofbeldisseggnum leynist gæska, í gæskunni ofbeldi, hlátur kafnar í hryllingi. Og þrátt fyrir frumleg stílbrögð, orð, orðasambönd og runu af orðum sem byrja á V er auðvitað ekkert absúrd eða gróteskt við þennan heim, þetta er reyndar raunsæjasta verk sem ég hef séð á þessum vetri. Í fyrsta skipti í langan tíma sé ég íslenskt leikverk þar sem reynt er að fanga andrúmsloft samtímans, með því að brjóta niður verndandi veggi húsa, áhorfendur eru miskunn- arlaust dregnir út í hinn stóra heim á þann dall, sem mannkynið velkist saman á, og minntir á ýmsa hluti sem þeir dags daglega reyna að loka augum fyrir og spurðir ýmissa óþægilegra spurninga um okkar viti firrta veruleika. Leikstjórinn María Reyndal vel- ur þá stílfærsluleið að láta at- burðina gerast í framtíðinni. Grím- ur og ýkt gervi Katrínar Þorvaldsdóttur minna á vís- indatrylli og mjúk ásýnd áttunda áratuginn. María velur líka að skapa í upphafi á yfirborðinu sem minnsta ógn, allt fólk (þ.e. sjóliðar og valdamenn) virðist aulalegt, skemmtilegt og vinalegt eins og í skemmtiþætti hjá RÚV eða Bush á blaðamannafundi. Auðvitað kall- ast það að hluta til á við yfirborð samtímans og var kannski eina færa leiðin með þessum unga leik- arahópi. En þá verður jafnframt máttlaus sú skarpa aðferð Krist- ínar að skapa andhverfur í persón- urnar m.a. í holdgervinga valdsins; ást vinalegs kapteins á móður og börnum verður bara auðvitað al- veg eðlileg og niðurstaðan allir karlmenn (valdið) eru inn við bein- ið góðir(?); ást bangsalegra fanga- varða hvort á öðru virkar ruglandi. Sömuleiðis milda leiservopnin sem notuð eru hér í stað hnífa ofbeldið og smækka hreyfingar sem hefðu getað orðið stórar, en vissulega gera þau allan leik auðveldari í þröngu rými og gefa meiri mögu- leika í beitingu ljósa og hljóðs. Leikmynd Bjarna Þórs Sig- urbjörnssonar er snjöll. Spít- alaskipið: Hvítur járnkross – þil- far, sýningarpallur og legókubbur – sker áhorfendarýmið, í kross- inum kýraugu, sem leyfa að farið sé undir þiljur, hægt er hverfa niður, koma upp; þau gefa mis- munandi plön fyrir leik og nýtast sem fangageymslur, skurðarborð, haf og svo framvegis. Lýsing Egils Ingibergssonar, hljóðmynd Ólafar Arnalds sem er full af íróníu, og kynningar milli atriða, gefa sýn- ingunni skemmtilegt hljómfall; heildarsvipur er góður hjá Maríu, stílfærslan tempruð, sjaldnast gróf, margar hugmyndaríkar lausnir, staðsetningar góðar og sömuleiðis nýting á leikmynd. Hlutverkin eru 33 og skipta leikararnir þeim á milli sín, þau smærri renna óhjákvæmilega í minninu hvert inn í annað. Ólafur Steinn Ingunnarson sem sjóliðinn Safir og Guðjón Davíð Karlsson sem sjóliðinn Benjamín byrja leik- inn lauflétt, elskulegir, barnslegir og aulalegir, þeir leika líka gam- almenni í herráðinu og eru þar ekki alveg eins sannfærandi. Atli Þór Albertsson leikur Kapteininn, reffilegan mann með viðkvæmt hjarta og reffilegur er hann og fer vel með viðkvæmnina en betur hefði mátt vinna með honum í notkun grímunnar og þversögnum karaktersins. Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson leika Agnetu og Ósk- ar, fangaverðina, frumstæð skrímsli með grímur, þeim tekst – og eru þau nær ein um það – að verða eitt með grímunum og mjög eftirminnileg. Oddný Helgadóttir leikur fangann Fanny sem lifir í sjálfsblekkingu og syngur fallega fyrir kvalara sína erfiðan texta og býr líka til trúverðuga týpu úr grimmum offisera, Lenu. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikur konuna sem hefur dulbúist sem karl í æðsta herráðinu, og skapar einstaklega skemmtilega hruma karlkonu. Orri Huginn Ágústsson leikur þrælkúgaðan þjón og leik- sopp æðstaráðsins og kaldlyndan fagmann, lækni, skemmtilegar andstæður og Sara Dögg Ásgeirs- dóttir fangann Thelmu og upp- reisnarforingjann Issu, mjúka týpu sem einhvern veginn rennur í eitt með skemmtilegum fyr- irsætuinnkomum uppreisnarhers- ins. Það er erfitt að leggja einhvern dóm á getu útskriftarnema eftir þessa einu sýningu, þar sem hverju og einu bregður fyrir stundarkorn í stílfærðri týpu. Ég hlakka bara til að sjá þau í Draumleik Strindbergs á stóra sviðinu. Glíman við stílfærslu og grímur bendir hins vegar til þess að þau hafi ekki fengið mikla þjálf- un í skólanum í notkun gríma og þau virðast ekki hafa alveg sama vald á líkama sínum, látbragði, ekki vera jafn örugg í rýminu eins og sumir eldri árgangar – þó þau eigi auðvelt með að slást, dansa, deyja og fara upp og niður um göt. Hér kann rýmið, leikmynd eða leikstjórn að hafa eitthvað að segja. Því Hafdís Árnadóttir stjórnar enn líkamsþjálfun við skólann, og það var hún sem á sín- um tíma olli byltingu á því sviði hjá íslenskum leikurum og hlýtur að hafa vaxið af reynslu og þekk- ingu síðan. Eða hefur tímum fækkað? En hvað er ég að nöldra um eitthvað sem enn gefst tími til að tileinka sér. Það sem skiptir máli er að hér er áhrifamikið, merki- legt, íslenskt leikverk sett á svið og til allra hluta vandað í sviðsetn- ingunni – og hér koma loksins fram ungir leikarar sem eiga eitt- hvert mikilvægt erindi við okkur áhorfendur. Fyrsti stafurinn er V LEIKLIST Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Leikstjóri: María Reyndal. Dramatúrg: Kristín Ey- steinsdóttir. Leikmynd: Bjarni Þór Sig- urbjörnsson. Hljóðmynd: Ólöf Arnalds. Lýsing: Egill Ingibergsson. Búningar og gervi: Katrín Þorvaldsdóttir: Leikarar: Að- albjörg Þóra Árnadóttir, Atli Þór Alberts- son, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson, Oddný Helgadóttir, Ólaf- ur Steinn Ingunnarson, Orri Huginn Ágústsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Nemendaleikhús, Smiðjunni við Sölvhóls- götu, 21. janúar kl. 20. Spítalaskipið Morgunblaðið/Golli „[…] hér koma loksins fram ungir leikarar sem eiga eitthvert mikilvægt erindi við okkur áhorfendur,“ segir í umsögninni. María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.