Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran – endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson.) Ágústína, Sigurður Örn og dætur. HINSTA KVEÐJA ✝ Indriði Ísfeldfæddist á Illuga- stöðum í Hálshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu 30. apríl 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Indriðadóttir, f. 17. júní 1872, d. 27. des- ember 1949 og Andr- és Ísfeld Guðmunds- son, f. 26. maí 1882, d. 17. júní 1967. Syst- ir Indriða var Kristín f. 28. júlí 1909, d. 18. júní 1997. Hinn 31. ágúst 1934 kvæntist Indriði Bjarnheiði Ingþórsdóttur, f. 18. júní 1908, d. 19. október 1987. Synir Indriða og Bjarnheið- ar eru: 1) Ingþór, f. 26. september 1935, kvæntur Guðmundu Gunni Guðmundsdóttur, f. 21. júní 1936, börn þeirra eru a) Þóra Gunnur, f. 1959, gift Donald Lamont og eru þeirra börn Signý Alda og Krist- ján Dougald, b) Stefán f. 1961, c) Heiða Björg f. 1962, gift Dave Ruf og eru þeirra börn Tabitha Anne, Sarah Kristine og Seth Adam og d) Harpa Kolbrún f. 1967, 2) Gauti, f. 5. júní 1941, kvæntur Sigurbjörtu Þórðar- dóttur, f. 31. júlí 1943, börn þeirra eru a) Þórður f. 1963 og b) Bjarnheiður f. 1965 gift Jónasi Þór Jónassyni og eru börn þeirra Jónas Oddur, Hulda og Gauti. Indriði ók lang- ferðabifreiðum hjá Kristjáni Kristjánssyni á Akur- eyri, starfaði á yfirbyggingaverk- stæði bifreiða hjá Agli Vilhjálms- syni og á bifreiðaverkstæði Pósts og síma á Sölvhólsgötu og á Jörva. Indriði tóka alla tíð virkan þátt í kórsöng og var hann einn af stofn- endum Karlakórs Akureyrar, söng í Samkór Kópavogs og í kirkjukórum í yfir 30 ár, síðast við Kópavogskirkju. Útför Indriða verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveð ég afa Indriða í síðasta skipti. Bönd okkar hafa á undanförn- um árum styrkst, sérstaklega eftir að hann fór að eiga erfiðara með að sinna ýmsum nauðsynlegum dagleg- um verkefnum sjálfur. Hann lagði ríka áherslu á það að hann vildi að ég annaðist sín mál þar til yfir lyki og fyrir það traust verð ég alltaf þakk- látur. Afi hélt alltaf fullri reisn og sagði oft að eitt af því versta við að eldast og missa kraft væri það að hugurinn gæfi sig ekki að sama skapi. Sem betur fer þurfti hann ekki að bíða lengi eftir því að fá að fara þegar lífskrafturinn minnkaði. Áður en hann fór í aðgerðina sem hann hafði svo lengi beðið eftir, í des- ember síðastliðnum, talaði hann oft um það hvernig hann vildi hafa hlut- ina ef hann kæmi ekki aftur af spít- alanum. Hann batt miklar vonir við að kvalirnar sem hann hafði þurft að lifa við undanfarin ár myndu hverfa og það gekk eftir. Hann hafði hins vegar ekki næga orku til að takast á við batann og smám saman minnkaði krafturinn og þar með lífsviljinn. Þremur dögum fyrir andlátið sagði hann mér að hann vildi fá að deyja, og þegar ég sagði að hann fengi kraftinn aftur, svaraði hann að hann fengi aldrei aftur nægan kraft til að sjá um sig sjálfur. Hann hafði alltaf talað um að hann óttaðist ekki að deyja, og þegar hann gæti ekki leng- ur séð um sig sjálfur vildi hann fá að fara, og sú ósk hans endurspeglaðist í þessu samtali. Ég sagði að hann réði því ekki sjálfur og þá svaraði hann: Það er rétt, Guð ræður því. Samkomulagi hefur hann væntan- lega náð, því ekki leið langur tími frá þessu samtali okkar þar til kallið kom. Það að fá að vera hjá honum síðustu stundirnar, halda í höndina á honum og horfast í augu við hann meðan hann yfirgaf okkur eru ómet- anleg forréttindi og fyrir að fá það verð ég ævinlega þakklátur. Afi var mikill söngmaður og söng til margra ára í kirkjukór. Markaði það uppvöxt okkar systkinanna þar sem allar hátíðir snerust um það hvenær afi væri búinn að syngja og hvenær næsta messa byrjaði. Þessi uppvöxtur varð til þess að í dag koma jólin ekki hjá mér fyrr en messan er á enda á aðfangadags- kvöld. Hversu trúrækinn afi var hélt hann fyrir sig, en í Biblíunni sem alltaf var á náttborðinu hans var merkt við Lúkas 10:27 þar sem segir. En hann svaraði og sagði: Elska skalt þú drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig. Hvers vegna merkt er við þetta veit ég ekki en þessi orð eiga vel við afa þar sem hann var einkar nægju- samur, vel liðinn og ávallt tilbúinn að gera allt fyrir alla. Hann átti trausta og góða vini og marga félaga sem hann átti góðar stundir með og naut hann þeirra stunda til fullnustu. Hann hafði sterkar skoðanir og var óhræddur við að viðra þær, stæði þannig á. Fjölskylda afa er ekki stór og það hefur eflaust átt sinn þátt í hvað tengsl okkar urðu náin. Hluti barnabarna og barnabarnabarna er búsettur í Kanada og samskipti við þau hafa ekki verið mikil. Þar skildu að bæði fjarlægð og tungumál, en hugur afa var alltaf hjá þeim og þeg- ar tækifæri gafst til að heimsækja þau naut hann þess eins og honum einum var lagið. Hann fylgdist alltaf vel með öllu sem þau voru að gera, eins og hann fylgdist með okkur systkinunum og systrabörnum mín- um sem hann alla tíð naut þess að umgangast. Það hefur líka komið í ljós núna hvað tengsl þeirra við lang- afa sinn eru mikil og í raun meiri en við gerðum okkur grein fyrir. Hann átti alla tíð gott skjól hjá systursyni sínum Kristjáni og fjölskyldu hans í Hrútafirðinum þar sem hann var alltaf aufúsugestur og dvaldi hann þar oft lengi, sérstaklega eftir að hann hætti að vinna. Hjá Rögnu og Guðmundi á Flúðum var hann líka alltaf aufúsugestur og þar þar naut hann þess að vera. Ykkur öllum þakka ég þá hlýju sem þið alltaf sýnduð honum. Ég kveð afa með söknuði jafnframt því sem ég gleðst yfir því hversu mikill friður er yfir honum enda skildi hann við okkur sáttur við allt og alla. Brosið á andliti hans staðfestir það. Þórður. „Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer“, þessi ljóðlína Jónasar Hall- grímssonar skýtur aftur og aftur upp kollinum þegar hugsunin um fráfall góðs fjölskylduvinar, Indriða Ísfeld, gárar hafsjó minninga og til- finninga minna. Ég var aðeins sjö ára gamall, þeg- ar Indriði flutti suður og eftir það kom hann nánast hvert einasta sum- ar norður til Akureyrar á meðan heilsan leyfði og flutti með sér gleði- hlátur og lýsti kátur litbrigðum lífs- ins. Hann sló einnig blíðlega á strengi angurværðar með sínum stóru höndum þar sem við átti. Trygglyndi Indriða var við brugð- ið og hans sönnu, hjartahreinu vin- áttu fengu foreldrar mínir ríkulega notið og við systkinin líka. Indriði eignaðist marga söng- félaga um dagana og var mikill kór- maður. Tuttugu og sex ára varð hann stofnfélagi Karlakórs Akureyr- ar undir söngstjórn Áskels Snorra- sonar, og mun reyndar vera síðastur þeirra stofnfélaga að hverfa af braut. Ævivinátta foreldra minna hófst eftir að leiðir pabba, Áskels Jónsson- ar, og Indriða lágu saman í Karla- kórnum, er pabbi tók við söngstjórn- inni af nafna sínum. Að sjálfsögðu var söngfuglinn áfram trúr sönggyðjunni þegar suð- ur var flutt árið 1952, en þá eignaðist Indrði söngfélaga í Samkór Kópa- vogs og síðar í Kór Kópavogskirkju. Það ríkir bæði bros og heiðríkja yfir minningu þessa góða drengs og mér er það mikið þakkarefni að hafa átt hann að vini. Samúðarkveðjur flyt ég Ingþóri, Gauta og fjölskyldum þeirra frá mér, systkinum mínum og fjölskyldum, og síðast en ekki síst frá móður minni, Sigurbjörgu Hlöðversdóttur. Þökk sé þessu lífi. Jón Hlöðver Áskelsson á Akureyri. Margt má nefna þegar minnast skal heiðursmannsins Indriða Ísfeld. Eitt það fyrsta sem í hugann kemur er tónlist, ekki síst kórsöngur enda var hann virkur þátttakandi á þeim vettvangi frá unglingsaldri er hann gekk til liðs við Karlakór Akureyrar. Hann hafði fallega bassarödd, og hafði gott eyra fyrir söngnum. Í mörg ár helgaði hann kirkjukórum krafta sína, rúm 20 ár söng hann með Kór Kópavogskirkju uns hann liðlega áttræður lagði frá sér nótna- bókina. En áhuginn var brennandi allt til endadægurs. Enginn syngur í kór nema að hafa gaman af því og gleðin fylgir kórfólk- inu gjarnan lengra en til tónleika- eða messuloka. Indriði var höfðingi í lund og naut þess að taka á móti vin- um sínum og annálaðar eru afmæl- isveislur hans meðal okkar kórfélaga fyrir rausn og glaðan gestgjafa. Gjarnan hafði hann þann hátt á þeg- ar hann átti stórafmæli að bjóða kór- félögum og öðrum vinum til gleð- skapar í Ölfusborgum og eru margar þær ferðir ógleymanlegar. Oft var líka farið á kóranámskeið í Skálholt þar sem Indriði átti stóran hlut í því að drífa hópinn af stað. En kórfólk kemur og fer. Oft verð- ur þá til einhver kjarni sem heldur áfram að koma saman. Þannig varð til hópur sem gjarnan gekk undir nafninu Gleðigengið, því þeim sem til þekktu þótti sem gleðin sæti þar í öndvegi. Einnig þar var Indriði fremstur í flokki. Gleðigengið á Indriða Ísfeld margt að þakka. Í tuttugu ár vorum við árvissir gestir hans í Ölfusborgum. Það var hátíð, vorið á næsta leiti þótt stundum væri stórhríð. Ekkert gat aftrað okkur fararinnar, afmælið hans framundan og alltaf frí 1. maí, daginn eftir af- mælið. Ófáar eru vísurnar sem hann kastaði fram við hin ýmsu tækifæri og urðu til ánægjuauka viðstaddra. Hann var höfðingi heim að sækja og hjálpsamur með afbrigðum. Nú er skarð fyrir skildi í þessum fámenna hópi. Það er bjart yfir minningunni um góðan dreng og ógleymanlegan fé- laga. Sonum hans og ástvinum öllum vottum við samúð. Gleðigengið. Þegar fregnin barst um andlát aldins höfðingja, Indriða Ísfeld, er ekki hægt að segja að hún hafi komið á óvart. Þegar fólk er orðið aldur- hnigið og farið að heilsu er dauðinn ákveðin lausn. Vinur okkar, Indriði, var sáttur við að deyja. Hann vissi að vistaskipti voru að nálgast. Hann lifði með reisn og dó með reisn, ná- kvæmlega eins og hann sjálfur kaus. Hér í Gjábakka var hann um tíma daglegur gestur. Gestur sem hafði að miðla glaðværð og fróðleik. Hann hafði gaman af að kasta fram stökum og voru þær jafnan hnittnar og hittu beint í mark. Hann hafði þann já- kvæða eiginleika að geta gert grín að sjálfum sér. Þetta gerði hann stund- um „til að heyra dillandi hlátur stelpnanna“, sem hann sagði að bætti geðheilsuna. „Stelpurnar“ vor- um við konurnar sem störfuðum í Gjábakka, komnar á miðjan aldur eða lengra á lífsveginum. Þannig var Indriði. Gleðigjafi í dagsins önn. Með þessum ljóðlínum viljum við, sem hnýttum við hann tryggðabönd, heiðra minningu hans og þakka hon- um fyrir samfylgdina. Aðstandend- um sendum við samúðarkveðjur. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta’ er fundin. (Stefán Thorarensen.) Blessuð sé minning Indriða Ísfeld. F.h starfsmanna Gjábakka, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. INDRIÐI ÍSFELD ✝ Gylfi Árnasonfæddist í Reykja- vík 3. júní 1939. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Árni Jóns- son stórkaupmaður, f. á Bíldudal í Arnar- firði 6. nóvember 1906, d. 13. janúar 1969 og Stefanía Ingibjörg Stefáns- dóttir, f. í Reykjavík 9. ágúst 1903, d. 24. júní 1966. Foreldrar Árna voru séra Jón Árnason prest- ur í Otradal og síðar á Bíldudal eft- ir að Otradalskirkjan var flutt þangað 1906 og Jóhanna Pálsdótt- ir. Foreldrar Stefaníu voru Stefán K. Bjarnason skipstjóri og Ingi- björg Zakaríasdóttir. Þau byggðu húsið Berg við Grundarstíg í Reykjavík, er fjölskyldan bjó í. Bræður Gylfa eru: a) Stefán Þór, f. arson, f. 11. júlí 1959, dætur Krist- rún Helga Hafþórsdóttir, f. 13. september 1983, Guðrún Sara, f. 2. maí 1989 og Sigrún Arna, f. 24. maí 1991. b) Einar Bergur, f. 16. janúar 1961, dætur hans og Erlu Péturs- dóttur, f. 25. júlí 1959, eru Alex- andra, f. 12. ágúst 1988 og Birgitta Maren, f. 14. nóvember 1995. Fjölskylda Gylfa bjó á Grundar- stíg 6 í Reykjavík, flutti síðan í Esjuberg við Þingholtsstræti og bjó þar 1944-1954, að þau fluttu að Víðivöllum við Sundlaugarveg í Reykjavík. Gylfi var í Miðbæjar- barnaskóla, síðan í Laugarnes- skóla og Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hann fór í verslunarskóla í Tallahasse í Flórída. Gylfi starfaði við heildverslun föður síns um ára- bil, síðan byggingarvinnu og hjá Agnari Ludvikssyni, Bifreiðum og landbúnaðarvélum í 3 ár sem sölu- maður. Árið 1975 byrjaði hann hjá Útvegsbanka Íslands, aðalbanka í Austurstræti sem gjaldkeri, fór svo í nýtt útibú í Hafnarfirði, v/ Reykjavíkurveg síðar Íslands- banka hf., og vann þar meðan heilsan leyfði. Útför Gylfa fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 13. apríl 1930, maki Kristín Kristjánsdótt- ir, f. 28. október 1925, sonur þeirra Stefán Árni, f. 16. mars 1972, maki Guðmunda H. Hergeirsdóttir, f. 17. október 1976, sonur þeirra Ísak Esteban, f. 30. september 2003. b) Jón, f. 21. maí 1937, d. 18. október 1958. Gylfi kvæntist 12. febrúar 1966, Krist- rúnu B. Jónsdóttur, f. 22. janúar 1942, þau skildu 1998, dóttur Jóns Eðvalds Kristjónssonar kaup- manns, f. 9. júní 1917, d. 10. janúar 1984 og Ágústínu Guðrúnu Ágústs- dóttur, f. 16. maí 1919. Sonur Gylfa og Kristrúnar er Árni Stefán mat- reiðslumeistari, f. í Reykjavík 5. september 1966. Kristrún átti tvö börn af fyrra hjónabandi, þau eru: a) Ágústína Guðrún, f. 10. mars 1959, maki Sigurður Örn Sigurð- Kallið er komið, kæri vinur. Við ástvinir viljum þakka þér samferðina í lífinu, og biðjum þér Guðsblessunar á nýjum stað. Gylfi var heiðvirður og traustur maður, vel liðinn á vinnustað sem hjá vinum og skyldmennum, hann var prúður í allri umgengni. Hjónaband- ið var farsælt og kærleiksríkt, í 32 ár, þau voru mjög samhent í öllu, hann elskaði fósturbörnin jafnt og eigið barn og aldrei var gert upp á milli þeirra. Honum fannst afadæt- urnar fegurstar af öllu fallegu. Árið 1977 keyptu Gylfi og Krist- rún landskika í Árnessýslu við Graf- ará, til að byggja sumarhús og gróð- ursetja, og varð það þeirra útivera og helgartómstundir næstu árin. Áhugamál hans voru frímerki og mynt, þetta hafði faðir hans kennt honum, sem ungum dreng, og hann miðlaði áfram til barnanna. Heimili foreldra Gylfa var mikið kærleiks- og menningarheimili, mik- ið af bókmenntum og fögrum lista- verkum, eftir innlenda sem erlenda listamenn og eftir húsmóðurina en hún var mikil hannyrðakona. Hann greindist með Parkinson 1981. Bar hann veikindi sín vel, kvartaði aldrei og sýndi mikinn vilja- styrk. Gylfi gekk í Frímúrararegl- una, st. Eddu, árið 1979, hann virti hana mikils og hún gaf honum mikið. Hann stundaði hana eins og hann best gat með hjálp stúkubræðra sinna. Þegar veikindin ágerðust, en það gekk hratt, þá fór Gylfi að teikna og mála með pastel- og akríllitum fal- legar myndir og var það hreint ótrú- legt hvað þær voru fallegar, þótt hann gæti ekki skrifað. Hann tók þátt í tveimur samsýningum og hafði eina einkasýningu í Skógarbæ 1999. Kristrún og Gylfi skildu 1998, en héldu sinni vináttu þar til yfir lauk. Ástvinir og Kristrún B. Jónsdóttir. Elsku Gylfi, ég vil með þessum orðum þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum. Ég man fyrst er ég hitti þig hvað mér fannst þú stór, sennilegri ástæða var hvað ég var lítill, 4 ára, þótt þú hafir verið hávaxinn. Þú varst stór maður í hjarta þínu, hjálpsamur og alltaf til í að miðla af kunnáttu þinni. Margt var þér til lista lagt og ber þar kannski hæst í mínum huga frí- merkjasöfnunina, bókband á Nation- al Geographic, smíði og síðan og ekki síst er þú byrjaðir að mála af mikilli list, þá er mér það minnisstæðast er þú málaðir mynd af Skógarbæ og gafst síðan út jólakort með þeirri mynd á, og rann söluandvirðið til styrktar heimilinu. Marga vini áttir þú og ber þá helst að nefna bræð- urna Gunna og Bússa, og PallA ásamt Gunnari Emils, hvað það var skemmtilegt að hlusta á þig segja veiðisögur af ykkur félögunum. Hvað mér fannst ég vera heppiNn þegar þú vannst eitt sumar á Laug- ardalsvelli, það sumar þurfti ég ekki að príla yfir. Í veikindum þínum kvartaðir þú aldrei, varst alltaf bjartsýnn sem var þér eðlilegt og tókst á. Elsku Gylfi, bið Guð að geyma þig. Kveðja, Einar Bergur. GYLFI ÁRNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.