Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR 15% aukaafsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala vegna breytinga Sloppar, náttföt, undirfatnaður í miklu úrvali Kringlunni 8-12 ● sími 553 3600 á frábæru verði SAMSTARF norrænna vísindamanna hefur leitt í ljós að breytileiki í tveimur genum getur aukið líkurnar á því að fá sjálfsofnæm- issjúkdóminn rauða úlfa. Vísindamenn við læknadeild háskólans í Uppsölum í Svíþjóð hafa í samstarfi við lækna við sjúkrahús í Sví- þjóð, Finnlandi og Íslandi skoðað breytileika í erfðamengi 700 sjúklinga, auk fjölskyldu- meðlima og viðmunarhópa. Rannsóknin beind- ist sérstaklega að genum sem tengjast þeim hluta ónæmiskerfisins sem notar boðefni sem kallast interferon við virkjun ónæmissvars. Vísindamenn frá Uppsala háskóla hafa lengi rannsakað tengsl þessa boðefnis við sjúkdóm- inn og hafa með hjálp nýrrar tækni skimað erfðamengi um 2000 einstaklinga og fundið að breytileikar í tveimur genum eru algengari hjá sjúklingum miðað við heilbrigða ættingja eða viðmiðunarhópa. Þessi gen sjá fyrir ens- ímum sem eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðjuverkun sem interferon boðefnin koma af stað hjá ónæmiskerfinu. Breytileikarnir geta haft áhrif á virkni þessara ensíma sem gerir sjúklingana móttækilegri fyrir sjúkdómnum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Snævars Sigurðssonar lífefnafræðings, sem hann hefur unnið að sl. þrjú ár. Voru nið- urstöður rannsóknarinnar birtar á vefsíðu hins virta erfðafræðitímarits, American Journal of Human Genetics (www.ajhg.org) nú í vikubyrj- un. Samkvæmt upplýsingum frá Snævari vekja niðurstöðurnar vonir um að hægt verði að þróa meðhöndlun við rauðum úlfum og jafnvel öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum með því að stjórna virkni ensímanna með nýjum lyfjum. Rauðir úlfar, eða Systemic Lupuse Erythem- atosus eins og þeir nefnast á ensku, eru sjálfs- ofnæmissjúkdómur sem herjar á um það bil 1 af hverjum 1500 vesturlandabúum, sér- staklega þó á konur á barneignaraldri. Sjálfs- ofnæmissjúkdómar eru margvíslegir en rauðir úlfar eru taldir dæmigerðir fyrir þessa sjúk- dóma sem einkennast af því að ónæmiskerfi sjúklingsins ræðst gegn eigin líkama í stað þess að verjast sýkingum og veldur með því bólgum og gigt sem geta skemmt hin ýmsu líf- færi. Vísindamenn finna tvö gen sem tengjast rauðum úlfum LESENDUR breska ferðatímarits- ins Condé Nast Traveller völdu Bláa lónið bestu náttúrulegu heitu heilsu- lindina (medical/thermal spa) í ný- legri könnun. Hlaut Bláa lónið 93,69 stig og þótti blær þess og umhverfi einstakt. Einnig hlaut Bláa lónið háa einkunn á níu öðrum sviðum. Næst Bláa lóninu kom Terme di Saturnia á Ítalíu sem fékk háa einkunn fyrir glæsilega gistiaðstöðu og góðan matseðil. Neðar á listanum lentu ýmsar aðrar þekktar heilsulindir, eins og Royal Park Evian í Frakk- landi og Clinique La Prairie í Sviss. Þetta er í annað sinn sem Condé Nast Traveller stendur fyrir könnun af þessu tagi meðal lesenda sinna og lenti Bláa lónið í áttunda sæti í fyrra. Í frétt frá Bláa lóninu segir að þetta mikla stökk þyki vera staðfesting á því að Bláa lónið hafi unnið sér sess sem einstök heilsulind á heims- mælikvarða. Lesendur Condé Nast Traveller gáfu Bláa lóninu einmitt hæstu einkunn fyrir einstaka upp- lifun í einstöku náttúrulegu um- hverfi. Þá hefur þróun nudd- meðferðar ofan í lóninu og þróun á Blue Lagoon Iceland húðvörum einnig átt sinn þátt í að auka heildar- upplifun gesta í Bláa lóninu. Tímaritið Condé Nast Traveller þykir eitt virtasta ferðatímarit í heimi. Það er gefið út af Condé Nast Magaine, sem gefur meðal annars einnig út tímaritin Vogue, Glamour og Vanity Fair. Bláa lóninu verða af- hent sérstök verðlaun vegna þess- arar góðu niðurstöðu við athöfn í London í dag. Bláa lónið valið besta náttúrulega heilsulindin Lesendum ferðatímaritsins þótti umhverfi Bláa lónsins einstakt. NIÐURSTÖÐUR alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi (Global Entrepreneurship Monitor) sýna að Ísland er enn með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í rann- sókninni. Um 13,5% einstaklinga á aldrinum 18–64 ára taka þátt í frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi sem er heldur hærra hlutfall en síðustu tvö ár. Hlutfallið er mjög svipað því sem gerist í Bandaríkjunum og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum, segir í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að í þátttökulöndunum er hlutfall einstaklinga (18–64 ára) sem tekur þátt í frumkvöðlastarfsemi frá 1,5% til 40%. Hæst er hlutfallið í Úg- anda, Perú og Ekvador og einna lægst í Japan, Belgíu, Ítalíu, Svíþjóð og Finnlandi. Flestir (65%) stofna fyrirtæki til þess að nýta viðskiptatækifæri. Um 35% stofna fyrirtæki vegna þess að þeir hafa enga aðra möguleika á at- vinnu. Hið síðarnefnda er ráðandi í löndum með lágar þjóðartekjur. Í þeim löndum er frumkvöðlastarf- semi gjarnan mikil. Tveir þriðju þeirra einstaklinga sem stofna ný fyrirtæki eru karlar. Í öllum löndum eru karlar líklegri til þess að stofna fyrirtæki en konur. Í löndum með háar þjóðartekjur aukast líkur á frumkvöðlatarfsemi með aukinni menntun. Í löndum með lágar þjóðartekjur gildir hið gagn- stæða. Í öllum löndum er lítill hluti þeirra sem stofna fyrirtæki atvinnulausir rétt fyrir stofnun. Aðeins í einu af hverjum þremur nýjum fyrirtækjum er gert ráð fyrir að það skapist fleiri en tvö störf á næstu fimm árum. Rannsóknin er unnin af rannsókn- arteymum í 34 löndum og er stýrt af London Business School og Babson College. Háskólinn í Reykjavík er rannsóknaraðili fyrir Íslands hönd. Íslendingar eru frum- kvöðlar ÓVENJULEG sjón blasti við gestum Kringlunnar um helgina, en þar fór fram skíðamót á göngum hússins. Keppt var í tveimur flokkum, keppn- isflokki og flokki þar sem m.a. nokkrir þjóðþekktir einstaklingar tóku þátt. Í síðari flokknum sigraði Andrés Pétur Rúnarsson. Annar varð Helgi Ólafs- son skákmeistari og þriðja varð Halldóra Geir- harðsdóttir leikkona. Á myndinni er Halldóra að keppa við Helgu Kristínu Gunnarsdóttur rithöf- und. Í keppnisflokki sigraði Helgi Heiðar Jóhann- esson frá Akureyri, en annar varð Einar Ólafsson Ísafirði. Skíðamótið var hluti af skíðadegi Kringlunnar en þar kynntu skíðafélögin starfsemi sína og ÍTR kynnti nýju stólalyftuna í Bláfjöllum. Morgunblaðið/Ómar Á skíðum í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.