Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 27
FRANSKA leikkonan Audrey Tautou, sem öðlaðist frægð fyrir leik sinn í mynd Jean Pierre Jeunet, „Amelie“, og leikur einnig í mynd hans „Trúlof- unin langa,“ mun leika aðalkven- hlutverkið í nýrri mynd sem gerð er eftir Da Vinci lyklinum, vinsælli skáld- sögu eftir Dan Brown. Tautou mun fara með hlutverk Sophie Neveu, ungrar franskrar konu sem aðstoðar táknfræðiprófessorinn Robert Langdon, aðalsöguhetju bókarinnar. Tom Hanks fer með hlutverk Langdon, en Jean Reno mun hins veg- ar leika rannsóknarlögreglumanninn Bezu Fache, að því er blaðið Le Par- isien greindi frá um helgina. Leik- stjóri myndarinnar verður hinn bandaríski Ron Howard en stefnt er að því að hún verði frumsýnd í Bandaríkj- unum og Frakklandi 19. maí 2006. Bók Brown hefur notið gríðarlegra vin- sælda, en hún hefur selst í meira en 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Fyrir nokkru kom síðan út önnur bók Brown, Englar og djöflar, þar sem Langdon heyr baráttu við reglu „Hinna upp- lýstu,“ sem hyggjast framkvæma hræðilegt hryðjuverk í Vatíkaninu. Að því er Le Parisien greinir frá komu fleiri leikkonur til greina í hlut- verkið sem Tautou hreppti. Þar á með- al Vanessa Paradis, Sandrine Bon- naire, Judith Godreche, Sophie Marceau, Juliette Binoche og Linda Hardy. Audrey Tautou leikur í Da Vinci lyklinum Reuters Nýr og betri www.regnboginn.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN ÍSLANDSBANKI  Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I   ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Ó.Ö.H. DV  MMJ kvikmyndir.com SV Mbl. „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Vann Golden Globe verðlaunin sem besta myndin og fyrir besta handrit l l r l i t i f rir t rit  Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 10 ára.  Birthirt Stórstjarnan Nicole Kidman var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Nicole Kidman Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára H.j. Mbl. Kvikmyndir.com Ó.Ö.H. DV BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ   Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. X-Men kemur fyrsta stórmynd ársins Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Fædd til að berjast Þjálfuð til að drepa n finnur frið verður hún að heyja stríð FRUMSÝND Sendu SMS skeytið JA EBIO á númerið 1900 og þú gætir unnið miða og varning á myndina. 9. hver vinnur. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið EFTIR 4 DAGA Frá leikstjóra About Schmidt kemur ein athyglisverða mynd ársins r l i stj r i r i t y lisv r y rsi s Vann Golden globe verðlaunin sem besta myndin og fyrir besta handrit l l r l i t i f rir t rit SIDEWAYS Á yfir 350 topp tíu listum ársins i í li i „skylduáhorf fyrir bíófólk, ekki spurning!“ T.V. Kvikmyndir.is Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 27 TÓNLISTARMAÐURINN Bob Dylan var í gær tilnefndur til verð- launa bandarískra bókagagnrýnenda (National Book Critics Circle) fyrir nýútkomnar æviminningar sínar, Chronicles, Vol. 1. Meðal annarra sem hlutu tilnefningar voru virtir rithöfundar á borð við Philip Roth og Adrienne Rich, auk þess sem bækur um ævi Shake- speare og Willem de Koonig voru meðal þeirra sem tilnefndar voru. Minningabók Dylans, sem kom út í fyrra, hlaut góðar und- irtektir hjá lesendum og gagnrýnendum, en hún keppir um verðlaun í hópi ævisagna/sjálfsævisagna. Keppir bókin þar við metsölubækur á borð við bók Ron Chernow um ævi Alexander Hamilton og ævisögu Shakespeare sem Steph- en Greenblatt hefur skrifað og ber titilinn Will in the World. Einnig hlaut bók John Guy, Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart, tilnefningu, auk bókar Mark Stevens og Annalyn Swan, De Koonig: An American Master. Rokkstjörnum sem reynt hafa fyrir sér á bókmennta- sviðinu hefur venjulega ekki þótt takast vel upp. Menn á borð við Ray Davies úr Kinks og Billy Corgan úr Smashing Pumpkins hafa fengið afar dræmar viðtökur gagnrýnenda fyrir verk sín. Dylan hefur hins vegar hlotið mikið lof fyrir bók sína. Þykir hún frumlega skrif- uð og efnistök Dylans góð. The National Book Critics Circle, sem voru stofnuð árið 1974, eru samtök um 600 ritstjóra og gagnrýnenda og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Bob Dylan tilnefndur til bókaverðlauna Reuters GEORGE Clooney gekkst ný- lega undir skurðaðgerð á baki, eftir að læknar komust að því að vökvi lak úr hryggsúlunni. Cloon- ey var skorinn upp á hálsi í síð- asta mánuði og kvartaði undan slæmum höfuðverk í kjölfarið. Fyrri uppskurðurinn var vegna bakmeiðsla sem hann hlaut við tökur á myndinni Syr- iana, sem væntanleg er í kvik- myndahús. Kynningarfulltrúi leikarans, Stan Rosenfeld, segir að Clooney hafi þjáðst af „hroðalegum höf- uðverk“ eftir óhappið. „Hann gekkst undir ýmsar rannsóknir og læknarnir sögðu: „Það amar ekkert að þér,“ en hann þjáðist af hryllilegum verkjum,“ segir Ro- senfeld í samtali við dagblaðið New York Post. Vegna meiðslanna neyddist Clooney til að aflýsa þátttöku í ýmsum sjónvarpsþáttum í kynn- ingarherferð vegna myndarinnar Ocean’s Twelve. Læknar segja að hann sé á góðum batavegi eft- ir seinni skurðaðgerðina og að hann muni ná fullri heilsu. Clooney skorinn upp á baki Reuters George Clooney HINN heimsþekkti skemmtikraftur og sjón- varpsmaður, Johnny Carson, sem stýrði þætt- inum „Tonight Show“ af mýkt, yfirvegun og al- þýðlegum sjarma, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést snemma í gærmorgun innan um fjölskyldu sína. Carson þótti afar geðþekkur skemmtikraftur og ríkti sem konungur yfir kvöldspjallþáttaheim- inum. Hann var eitt þekktasta andlitið í banda- rísku sjónvarpi um áratuga skeið, en hann hóf feril sinn í sjónvarpi strax upp úr seinni heims- styrjöld. Þá var hann dáður fyrir það að fjarlægjast ekki áhorfend- urna, heldur viðhalda hlýleika sínum. Þá þótti hann afar litríkur per- sónuleiki og gekk í gegnum fjögur hjónabönd. Gerði hann sjálfur gys að eigin breyskleika, sem léði honum að vissu leyti þann alþýð- lega sjarma sem bandaríska þjóðin hreifst svo af. Carson settist í helgan stein árið 1992 og hélt sér utan sviðsljóss- ins til dauðadags. Um þessa ákvörðun sagði hann: „Ég hef egó eins og hver annar maður, en ég þarf ekki að blása mig upp með því að vera alltaf að þvælast fyrir framan fólk.“ Johnny Carson látinn Johnny Carson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.