Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
OFBELDIÐ SKAÐAR BÖRN
Sagt er í grein í breska lækna-
tímaritinu Lancet að ung börn bíði
tjón af því að sjá ofbeldi í sjónvarpi
og í tölvuleikjum. Er sagt í greininni
að niðurstöður margra rannsókna
sýni þessa niðurstöðu. Foreldrum
beri að sýna sams konar aðgæslu
varðandi ofbeldisefnið og þeir geri
þegar eitur og hættuleg efni eru
annars vegar.
Handtökur á Írlandi
Írska lögreglan hefur handsamað
alls sjö IRA-menn sem talið er að
geti tengst miklu bankaráni á N-Ír-
landi í fyrra. Einn hinna handteknu
er sagður vera frammámaður í Sinn
Fein, stjórnmálalegum armi IRA.
Hryðjuverkasamtökin hafa ávallt
neitað aðild að ráninu.
Sjítar fengu meirihluta
Staðfest var í Írak í gær að flokka-
bandalag sjíta-múslíma hefði hlotið
nauman meirihluta sæta í þingkosn-
ingunum í janúar. Alls fengu 12
flokkar sæti en talið er að tekið geti
nokkrar vikur að mynda ríkisstjórn.
Atkvæðaréttur skoðaður
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur Fjármálaeftirlitið
óskað eftir upplýsingum frá 30
stærstu hluthöfum í Íslandsbanka
um það hvort og hvernig þeir hygg-
ist neyta atkvæðaréttar síns á aðal-
fundi bankans í næstu viku.
FME sendi í gær bréf á þennan
hóp hluthafa og óskar svara fyrir kl.
17 í dag.
Framtíð Landsvirkjunar
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra segir lífeyrissjóðina
kunna hugsanlega að verða framtíð-
areigendur sameinaðs fyrirtækis
Landsvirkjunar, Orkubús Vest-
fjarða og Rafmagnsveitna ríkisins.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 32/38
Viðskipti 14 Staksteinar 55
Erlent 16/18 Bréf 32
Höfuðborgin 22 Skák 43
Akureyri 22 Dagbók 42/44
Suðurnes 23 Brids 43
Landið 23 Leikhús 46
Listir 24 Fólk 48/53
Umræðan 30/31 Bíó 50/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 38 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
SÓTT verður um íslenskt vegabréf
fyrir skákmeistarann Bobby Fischer
í dag. Að sögn Sæmundar Pálssonar,
vinar Fischers, var ákveðið á fundi í
stuðningshópi skákmeistarans í gær
að þeir Sæmundur og Einar S. Ein-
arsson færu á fund Útlendingastofn-
unar og sæktu um ferðaskilríki. Sæ-
mundur bindur vonir við að
ferðaskilríki fáist, eftir fund allsherj-
arnefndar Alþingis í gær, og vonar að
þau dugi til að fá Fischer leystan úr
haldi í Japan.
Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í
gær að leggja ekki til við Alþingi, að
svo stöddu, að Bobby Fischer fái rík-
isborgararétt hér á landi.
Bjarni Benediktsson, formaður
nefndarinnar, sagði að umsókn
Fischers byggðist á því, að með því að
fallast á íslenskan ríkisborgarrétt
fengi hann betri lagalega stöðu í deil-
um sínum við stjórnvöld í öðru landi.
Þegar verið gripið til aðgerða
„Það sem meðal annars ræður
minni afstöðu er að stjórnvöld hafa
þegar gripið til aðgerða til að tryggja
að Bobby Fischer geti komið hingað
til lands. Þegar þetta liggur fyrir tel
ég ekki að ástæða sé til að veita hon-
um ríkisborgararétt að svo stöddu,
meðal annars vegna þess að með því
væri verið að hafa afskipti af deilum
hans við stjórnvöld annars ríkis.“
„Ég hefði gjarnan viljað sjá aðra
lendingu, að gengið hefði verið frá
þessu. En við ætlum að bíða og láta
reyna á ferðaskilríkin áður en við tök-
um málið upp aftur,“ sagði Guðrún
Ögmundsdóttir, sem á sæti í allsherj-
arnefnd. Vísaði hún þar til þess að ís-
lensk stjórnvöld hafa veitt Fischer
vilyrði fyrir dvalarleyfi og ferðaskil-
ríkjum. „Málinu er alls ekki lokið sem
betur fer, það er enn opið að því leyti
að látið verður reyna á ferðaskilríkin.
Annars er þetta spurning um að taka
umsókn hans fyrir aftur í apríl þegar
nefndin tekur fyrir aðrar umsóknir
um ríkisborgararétt.“
Sótt um vegabréf fyrir
Bobby Fischer í dag
BÖRKUR Gunnarsson kvikmynda-
gerðarmaður hefur verið ráðinn
upplýsingafulltrúi hjá þjálfunar-
sveitum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Írak, samkvæmt upplýs-
ingum Illuga Gunnarssonar, að-
stoðarmanns Davíðs Oddssonar ut-
anríkisráðherra.
Illugi segir að Börkur haldi senn
til Ítalíu og þar muni hann gangast
undir vikulanga þjálfun. Þaðan fari
hann til Íraks og taki við starfi upp-
lýsingafulltrúa NATO eftir tvær
vikur.
Utanríkisráðuneytið réð Börk til
starfans. „Þetta er hluti af okkar
aðstoð og framlagi til endurbygg-
ingar í Írak með sambærilegum
hætti og það sem við höfum verið
að gera í Afganistan,“ segir Illugi.
Ráðinn upplýs-
ingafulltrúi hjá
NATO í Írak
UM 300 manns eru á biðlista á gigt-
arsviði, sem er eitt af níu meðferðar-
sviðum Reykjalundar. Að sögn Ingólfs
Kristjánssonar, endurhæfingarlæknis
á Reykjalundi, koma u.þ.b. 200 nýjar
beiðnir um gigtarendurhæfingu á ári,
en hann segist aðeins ná að anna um
110–120 sjúklingum árlega. Hann seg-
ir vandamálið liggja í takmörkuðum
úrræðum. „Við erum með göngudeild
sem hefur ekki fengist fjármagn til
þess að byggja upp eins og skyldi.“
Hann segir þann möguleika vera
fyrir hendi að leiðbeina fólki sem þurfi
ekki á innlögn að halda á rétta staði.
Oftar en ekki sé um að ræða sjúkra-
þjálfun, sund, leikfimi og annað slíkt
sem komi gigtarsjúklingum til góða.
Ingólfur segist hafa sett þak á deildina
hjá sér þannig að fólk eigi ekki að
koma nema á fimm ára fresti, þ.e. ef
ekki er um sérstök tilfelli að ræða.
Með því að meta ástand hvers og eins
nær Ingólfur að halda fjöldanum í
horfinu þannig að biðlistinn lengist
ekki mikið. „Ég reyni að sinna þeim
sem aldrei hafa fengið að koma til okk-
ar,“ segir Ingólfur, sem er eini lækn-
irinn á gigtarsviði Reykjalundar.
Ingólfur segir aðrar stofnanir en
Reykjalund sinna endurhæfingu sjúk-
linga með þessa sjúkdóma að ein-
hverju leyti, s.s. Gigtarfélagið, Heilsu-
stofnun Náttúrulækningafélags
Íslands og endurhæfingarsvið Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.
Ingólfur er þeirrar skoðunar að efl-
ing göngudeildarinnar sé góð lausn á
vandamálinu til að byrja með. „Maður
gæti þá ráðlagt fólki hvað það ætti að
gera. Sent það í sundleikfimi, sjúkra-
þjálfun, leikfimi og leiðbeint því um
endurhæfingu.“ Hann segir að oft á
tíðum hafi ekki verið lögð nógu mikil
áhersla á að fólk sinni sér sjálft með
því að hreyfa sig, borða hollan mat og
sofa vel. Fólk taki þannig ábyrgð á eig-
in heilsu að því marki sem það getur.
Á gigtarsviði er pláss fyrir 15 sjúk-
linga og segist Ingólfur reyna að halda
átta til tíu plássum fyrir sjúklinga sem
þjást af klassískum gigtarsjúkdómum,
eins og iktsýki, psoriasisgigt og slit-
gigt.
300 eru á biðlista eftir meðferð
Morgunblaðið/Jim Smart
Hreyfing s.s. sund gerir gigtarsjúklingum gott. Hér er sjúklingur ásamt starfsmönnum í lauginni á Reykjalundi.
Ástand mála á gigtarsviði Reykjalundar ekki nógu gott að mati læknis
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, afhenti Nýsköpunarverð-
laun sín á Bessastöðum í gær í tí-
unda sinn. Verðlaunin hlutu þeir
Gunnar Örn Erlingsson og Björn
Björnsson fyrir verkefni sitt um ör-
yggismál í miðborg Reykjavíkur. Í
verkefninu er unnið hermilíkan fyr-
ir skyndilega rýmingu miðbæjarins
á Menningarnótt.
Morgunblaðið ræddi við Björn
eftir afhendinguna, en Gunnar var
staddur í Bandaríkjunum. Hug-
myndina að verkefninu sagði hann
hafa kviknað í áfanga hjá Páli Jens-
syni, leiðbeinanda þeirra, og þá
hefði kærasta Gunnars unnið svipað
verkefni um rýmingu Þjóðleikhúss-
ins og þeir þurftu vitanlega að gera
eitthvað stærra! Hann sagði að
ástæður rýmingar gætu verið ýms-
ar, jarðskjálfti væntanlega sú líkleg-
asta hérlendis. Aðferðafræðina við
þetta verkefni mætti vel nota til
þess að búa til sambærilegt hermi-
líkan fyrir aðrar borgir eða önnur
svæði. Páll Jensson, leiðbeinandi
þeirra, sagði þá hafa útfært hug-
myndina afskaplega vel og unun
hefði verið að fylgjast með þeim.
Öryggismál hefðu ekki verið í tísku
hjá ungu fólki og því væri afar
ánægjulegt að sjá þá sýna þeim
þennan áhuga.
Forsetinn sagði í ræðu sinni að
verðlaunin hefðu unnið sér traustan
sess í þjóðfélaginu og væru til
marks um hve mörg svið þess væru
enn ókönnuð. Um leið sýndu þau þó
að hugmyndaauðgi ungs fólks væru
engin takmörk sett. Verkefnin væru
til vitnis um agaða vísindamenn og
trausta fræðimennsku. Hann sagði
menntun hverrar þjóðar mikilvæga
fyrir orðsporið og lýsti yfir ánægju
með síaukna breidd hjá íslenskum
háskólum. Nýsköpunarverðlaunin
væru eins konar uppskeruhátíð og
gleðilegt væri hve hinir tilnefndu
væru úr ólíkum áttum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Birni Björnssyni Nýsköp-
unarverðlaunin við athöfn á Bessastöðum í gær.
Verðlaunaðir fyrir rýming-
aráætlun miðborgarinnar
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær út-
gerðarfélagið Brim hf. til að greiða
fyrrverandi háseta tæpar 16 millj-
ónir króna í skaðabætur vegna
slyss um borð í Hólmadrangi í nóv-
ember 1999. Slysið varð með þeim
hætti að búið var að hífa trollið
þegar bára skall á skipinu með
þeim afleiðingum að tveir stórir
steinar, sem komið höfðu upp með
trollinu, lentu á tveimur hásetum.
Hlaut stefnandi opið beinbrot á
vinstri fæti.
Með dómi sínum staðfesti Hæsti-
réttur dóm Héraðsdóms Norður-
lands eystra frá 25. júní sl. Bóta-
krafan hljóðaði upp á 27,5 milljónir
króna en bæði dómstig töldu að
bæði útgerðin og hásetinn bæru
ábyrgð á slysinu, þar af útgerðin að
2⁄3 hlutum. Að mati Hæstaréttar var
ekki um að ræða markvissa verk-
stjórn um borð í skipinu við þær
hættulegu aðstæður sem voru þeg-
ar slysið varð. Þá hefði stýrimaður
vegna ástands kallkerfis ekki getað
varað hásetana við yfirvofandi
hættu á að grjótið færi á hreyfingu.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Garðar Gíslason og Gunnlaugur
Claessen. Hákon Árnason hrl. flutti
málið fyrir Brim og Helgi Birgisson
hrl. fyrir hásetann.
16 milljónir
króna í bætur
fyrir vinnuslys