Morgunblaðið - 18.02.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAVÍÐ Oddsson utanríkisráð- herra sagði á Alþingi í gær að ný- liðnar þingkosningar í Írak væru eitt það merkasta sem gerst hefði í heimsmálunum á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Kosn- ingarnar hefðu tekist vel þvert á allar hrakspár. „Íraska þjóðin eygir nú von um að mega njóta frelsis og lýðræðis. Sú von rætist þó ekki nema Írakar njóti áfram stuðnings alþjóðlega herliðsins sem er í landinu og aðstoðar utan frá við þjálfun eigin öryggis- sveita.“ Kom þetta fram í umræðu utan dagskrár á Alþingi um kosning- arnar í Írak. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður utanríkismála- nefndar, var málshefjandi umræð- unnar. „Málefni Íraks hafa oft komið til umræðu á Alþingi í vetur og miðað við daginn í gær hafa frá því að þing kom saman í haust ver- ið haldnar 149 ræður um Írak í sölum Alþingis,“ sagði hún. „Ég tel að sjaldan hafi verið jafnmikil ástæða til þess að ræða þau mál og nú í framhaldi af kosningunum sem fóru fram þar um síðustu mánaðamót sem eru fyrstu raun- verulegu þingkosningarnar í Írak frá 1953.“ Jónína fór yfir kosningarnar og úrslit þeirra og sagði að hlutur kvenna vekti sérstaka athygli. „Samkvæmt niðurstöðunum verða konur um þriðjungur þing- manna á íraska þjóðþinginu og fá 86 þingsæti af 275. Hlutfall kvenna verður þannig hærra á íraska þinginu en í nokkru öðru landi í þessum heimshluta og í raun svipað og það er hér á landi.“ Í lok ræðu sinnar lagði hún til að kannaðir yrðu möguleikar til þess að styðja sérstaklega íraskar kon- ur sem væru að stíga sín fyrstu skref í þátttöku í stjórnmálum landsins. Utanríkisráðherra svaraði því m.a. til að þegar hefðu verið veittir fjármunir til ákveðinna verkefna í Írak sem tengdust málefnum barna og kvenna þar í landi. „Ég tel þó að við höfum aflögu fjár- muni til að verja í þessu skyni, ég tel sjálfsagt að við gerum það og tel ráðlegt að við höfum um það efni samráð við utanríkismála- nefnd.“ Ráðherra ræddi einnig úr- slitin í Írak og lagði áherslu á, undir lok ræðu sinnar, að alþjóð- lega herliðið í Írak væri þar með fulltingi SÞ og það ætti við um þjálfun íraskra öryggissveita á vegum Atlantshafsbandalagsins. „Þar leggur Ísland af mörkum með því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitir til Íraks, þar á meðal á vopnum og skotfærum sem Slóvenía hefur gefið. Íslensk stjórnvöld hafa einnig ákveðið að leggja rúmar 12 milljónir króna í sjóð sem greiðir ferðir og uppihald manna úr íröskum öryggissveit- um vegna þjálfunar utan lands.“ Utandagskrárumræður um úrslit kosninganna í Írak Það merkasta í heimsmálunum Morgunblaðið/Golli VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir skort á gagnkvæmu trausti vera í samstarfi ríkis og sveit- arfélaga. Þetta kemur fram í tímarit- inu Sveitarstjórnarmál, í leiðara Vil- hjálms um fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna. Í lok leiðarans segir Vilhjálmur: „Til að efla sveitarstjórnarstigið, styrkja sjálfsforræði þess og færa til þess fleiri verkefni og til að sveitar- stjórnir og sveitarstjórnarmenn geti rækt hlutverk sitt með eðlilegum hætti er nauðsynlegt að til staðar sé gott samstarf ríkis og sveitarfélaga, byggt á gagnkvæmu trausti. Á þetta skortir nú um stundir.“ Byggðavandi Vilhjálmur bendir á að það sé skylda ríkisins að bregðast við víð- tækum fjárhagsvanda margra sveitarfélaga. Það hafi verið tregt á því að viðurkenna að mörg sveitar- félög á landsbyggðinni eigi við ákveðinn vanda að stríða. „Stjórn sambandsins hefur talið að það þyrfti að taka á þessum vanda með þeim hætti að hægt væri að aðstoða sveit- arfélögin sem virkilega þyrftu á því að halda,“ segir Vilhjálmur og bendir á að vandinn stafi fyrst og fremst vegna íbúafækkunar á landsbyggð- inni og neikvæðrar atvinnuþróunar. „Það er vandi til staðar hjá fjöl- mörgum sveitarfélögum, mismun- andi mikill, víða á landsbyggðinni. Þetta er að minni hyggju fyrst og fremst byggðavandi sem á sér stað,“ segir Vilhjálmur bætir því við að vandinn stafi ekki af því að sveitar- stjórnarmenn séu almennt að eyða um efni fram eða séu að ástunda slaka fjármálastjórn. Finna megi slík dæmi en það skýri þó ekki hvernig staðan sé í dag. Hann segir ljóst að lögð hafi verið á sveitarfélögin ýmis íþyngjandi verkefni, sérstaklega á þau sveitar- félög þar sem íbúum fækkar og at- vinnuþróunin hefur verið neikvæð. Nefnir hann í því sambandi ýmis verkefni á sviði umhverfis- og félags- mála. Vilhjálmur segir honum hafa fundist ríkið ekki hafa viljað greina þennan vanda og harðar staðreyndir sem blasi við víða á landsbyggðinni. Vilhjálmur segir að á nýlegum fundum með fjármála- og félags- málaráðherra hafi komið fram greinilegur vilji til samkomulags og hann á von á því að það náist í þessari viku. Það sé mjög mikilvægt og for- senda fyrir því að hægt verði með eðlilegum hætti að vinna áfram að eflingu sveitarstjórnarstigsins og aukinni sameiningu sveitarfélaga. Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga Skortur á gagn- kvæmu trausti VELFERÐARSJÓÐUR barna hef- ur í samvinnu við Lýðheilsustöð og Tryggingamiðstöðina látið gera tíu upplýsinga- og fræðslumyndir í því skyni að draga úr slysum barna. Myndirnar verða sýndar í sjónvarpi á næstu vikum. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs- ins, er myndunum ætlað að vekja at- hygli foreldra og forráðamanna barna yngri en fjögurra ára, á slysa- hættum sem leynast á heimilum og í næsta umhverfi barns. Á árinu 2003 var leitað til lækna vegna slysa um 1.400 barna, sem flest höfðu slasast í heimahúsum. Þess má geta að sam- kvæmt upplýsingum frá Slysaskrá Íslands slasast fjórða hvert barn ár- lega á aldrinum 0–14 ára, og er hlut- fallið hvergi hærra á Norðurlönd- unum. Í Svíþjóð og Finnlandi slasast áttunda hvert barn á sama aldurs- bili. Fræðslumyndirnar, sem eru eins og hefðbundnar auglýsingar að lengd, verða sýndar í sjónvarpi á næstu vikum, sem fyrr segir, en þar koma fram ýmsir þjóðkunnir Íslend- ingar í hlutverkum feðra, mæðra, afa og amma. Tekin eru fyrir atriði sem oftast valda slysum, s.s. eitranir, bruni, fall, köfnun og drukknun. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnisstjóra hjá Árvekni, verða 88% svonefndra, „heima- og frí- tímaslysa“, innan veggja heimilisins og eru áverkar í 58% tilvika á höfði barnsins, oftast af völdum falls. Morgunblaðið/Golli Frá vinstri: Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, Gunnar Felixson, forstjóri TM, Anna Elísabet Ólafs- dóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, og Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs. Samúel, aðalleik- ari myndanna, gægist í linsu ljósmyndara. Höfundur Samúels er Bernd Ogrodnik brúðuleiklistarmaður. Átak gegn slysum á börnum SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún myndi óska eftir því við sam- ráðsnefnd ráðuneyta um loftslags- breytingar að skoðað yrði sérstak- lega til hvaða aðgerða mætti grípa í ljósi nýrra upplýsinga um losun koltvísýrings úr framræstum mýr- um og illa förnu landi. Nýju upplýsingarnar, sem ráð- herra vísar til, koma fram í rannsókn vistfræðinganna Hlyns Óskarssonar og Jóns Guðmundssonar á útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá þurrlendi og mýrlendi í Borgarfirði. Kom fram í rannsókninni að framræst votlendi og rofið land lætur frá sér mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Í ljósi nýrra upplýsinga um losun koltvíoxíðs úr framræstum mýrum og illa förnu landi er einsýnt að fara verður vandlega yfir málið í um- hverfisráðuneyt- inu og meta það með tilliti til skuldbindinga okkar vegna Kýótó-bókunar- innar,“ sagði umhverfisráðherra. „Leiði þessi skoðun í ljós að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu sviði mun ég taka málið upp í ríkisstjórn- inni.“ Nauðsynlegt að setja reglur Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók þetta mál upp í utan- dagskrárumræðu. Hún gerði rann- sókn vistfræðinganna m.a. að um- talsefni. Hún sagði að ef niðurstöður rannsóknarinnar yrðu færðar yfir allt landið þýddi það að allt að átján milljónir tonna af gróðurhúsaloftteg- undum streymdu út í andrúmsloftið frá framræstum mýrum og sárum í gróðurþekjunni. Hún sagði síðan nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að setja ákveðnar reglur um það hvað við ætlum að taka inn í losunar- bókhaldið okkar og hvað ekki. Vill kanna áhrif fram- ræstra mýra Sigríður Anna Þórðardóttir SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur lagt fram frumvarp um breyt- ingu á lögum um tóbaksvarnir, þar sem lagt er til algjört bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Í núgildandi lögum um tób- aksvarnir eru tóbaksreykingar leyfðar á af- mörkuðum svæðum á þessum stöðum. Meðflutningsmenn Sivjar eru Ásta R. Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokks, og Þuríður Backman, þing- maður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Frumvarpið er lagt fram með vitund og vilja Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra, en sambærilegt frumvarp hefur verið í smíðum í ráðuneytinu að undanförnu. Jón kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa metið það svo að frumvarp um þetta mál hefði ekki nægilegan stuðning á þingi; því hefði hann fallið frá því að leggja það fram á Alþingi í vor. „Ég ætla mér að bíða átekta og sjá hvernig umræðan þróast,“ segir hann. Ráðherra telur það vera til góðs að þingmannafrumvarp Sivjar komi fram á Alþingi. „Og ef það kemur til atkvæða- greiðslu mun ég að sjálfsögðu styðja það,“ seg- ir hann og bætir því við að hann telji að umræð- an og tíminn muni vinna málinu brautargengi. Skiptar skoðanir meðal þingmanna Siv segist hafa óskað eftir stuðningi við frumvarpið meðal þingmanna allra flokka á Al- þingi. Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né þingmenn Frjálslynda flokksins hafi þó tek- ið því boði. Heilbrigðisráðherra segir aðspurð- ur að skiptar skoðanir séu um þetta mál innan allra flokka, einnig innan Framsóknarflokks- ins. Í frumvarpi Sivjar er m.a. lagt til að fyrsta málsgrein níundu greinar laga um tóbaksvarn- ir hljóði svo: „Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félaga- samtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöð- um og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þar með talið íþrótta- og tómstunda- starf. Sama á við um þjónustusvæði utan húss séu þau undir föstu eða færanlegu þaki og meira en að hálfu leyti umlukt veggjum eða sambærilegum mannvirkjum.“ Þá er lagt til að lögin, verði þau samþykkt, komi til fram- kvæmda 1. maí 2006. Leggur til al- gjört reykinga- bann á veit- ingastöðum Siv Friðleifsdóttir SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagn- rýndi hlut kvenna á Alþingi, í umræðum um kosningarnar í Írak. „Við þreytumst lítið á að monta okkur yfir því að við er- um vagga lýðræðis,“ sagði hún. „Maður stórefast um að inn- stæða sé fyrir því monti, virðu- legur forseti, þegar við horfum upp á það að konum fækkaði hér í þinginu í síðustu kosningum, fækkaði um upp undir 6%.“ Siv benti á að hlutur kvenna í íraska þinginu væri 31%. „Það var vegna þess að fjórði hver frambjóðandi á framboðslist- anum átti að vera kona; það var kvóti,“ útskýrði hún. Hlutur kvenna á Alþingi væri á hinn bóginn 30,2%. „Við stöndum okkur því verr en Írakar varð- andi hlutfall kvenna á þingi. Það er betra hlutfall kvenna á þing- um m.a. á Kúbu, Spáni, Kosta Ríka, Argentínu, Rúanda, Suð- ur-Afríku og í Írak en er á Ís- landi.“ Siv sagði að sveitar- stjórnarkosningar væru á næsta leiti hér á landi, en hlutur kvenna í sveitarstjórnum væri 31%. Engin innstæða fyrir montinu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.