Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 11

Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR HORFURNAR fyrir Íbúðalánasjóð varðandi langtíma skuldbindingar í innlendri mynt eru neikvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningu matsfyrirtækisins Standard & Poor’s frá því í fyrradag. Íbúðalánasjóður lét þessa ógetið í tilkynningu sem sjóðurinn sendi til Kauphallar Íslands í kjölfar tilkynningar Stand- ard & Poor’s, en sagði þar að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Í til- kynningu Íbúðalánasjóðs var heldur ekki minnst á að Standard & Poor’s segir að ef markaðs- hlutdeild sjóðsins á íbúðalánamarkaði muni halda áfram að minnka, vegna samkeppni við bankana, sé það skilningur matsfyrirtækisins að vilji rík- isins til að standa við bakið á Íbúðalánasjóði geti minnkað. Ábyrgð ríkisins í þessum efnum sé ástæðan fyrir því að Íbúðalánasjóður fái sama lánshæfismat og ríkið. Af athugunarlista Í síðustu viku tilkynnti Standard & Poor’s að lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs vegna skuld- bindinga í innlendri mynt hefði verið sett á athug- unarlista. Ástæðan var sögð óvissa um framtíð- arstuðning íslenska ríkisins við sjóðinn. Nú hefur Standard & Poor’s tilkynnt að Íbúðalánasjóður hafi verið tekinn af umræddum athugunarlista, en að horfurnar fyrir sjóðinn séu engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sendi tilkynningu til Kauphall- ar Íslands í fyrradag, vegna hinnar nýju tilkynn- ingar Standard & Poor’s, með yfirskriftinni: „Standard & Poor’s staðfestir gott lánshæfismat Íbúðalánasjóðs.“ Í framhaldinu var svo eftirfar- andi texti í tilkynningu sjóðsins: „Standard & Poor’s hefur staðfest gott lánshæfismat Íbúða- lánasjóðs eftir sérstaka úttekt á stöðu sjóðsins. Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs er því eftir sem áður sú sama og íslenska ríkisins AA- vegna langtíma- skuldbindinga í erlendri mynt og AA+ fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum. Þá er sjóðurinn með lánshæfis- einkunnina A-1+ fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum.“ Fleira kom ekki fram í tilkynningu Íbúðalánasjóðs. Hugsanlega breytt hlutverk Íbúðalánasjóður getur þess í engu í tilkynning- unni til Kauphallarinnar að Standard & Poor’s segir að horfurnar fyrir sjóðinn séu neikvæðar. Þá er þess heldur ekki getið að í tilkynningu matsfyrirtækisins kemur fram að lánshæfisein- kunn Íbúðalánasjóðs endurspegli að sjóðurinn sé í 100% eigu ríkisins. Í tilkynningu Standard & Poor’s segir að lánshæfiseinkunn sjóðsins end- urspegli beinan og afdráttarlausan stuðning ís- lenska ríkisins og sýni fullkomna ábyrgð ríkisins á skuldum Íbúðalánasjóðs (sem sé þó þannig að ríkið þurfi ekki að standa skil á skuldbindingum sjóðsins umsvifalaust). Standard & Poor’s metur horfurnar fyrir skuldbindingar Íbúðalánasjóðs í innlendri mynt neikvæðar á þeirri forsendu að hlutdeild sjóðsins á íbúðalánamarkaði hafi minnkað verulega og að hann búi ekki lengur við einokunarstöðu. Vísar matsfyrirtækið einnig til þess að nú sé til með- ferðar hjá Evrópudómstólnum kæra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), þar sem fjallað er um það hvort stuðningur ríkisins við Íbúðalánasjóð sé í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins eða ekki. Niðurstöðu í því máli sé að vænta í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Telur Standard & Poor’s að hlutverk Íbúðalánasjóðs verði hugsanlega endurskoðað í kjölfarið. Segir horfur neikvæðar fyrir Íbúðalánasjóð Sjóðurinn greindi ekki frá neikvæðu mati Standards & Poor’s í tilkynningu   Aðalfundur Freyju haldinn í næstu viku Á MIÐVIKUDAG í næstu viku verður aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, haldinn í annað sinn á þessu ári. Fyrri aðalfundurinn, sem fram fór 27. janúar sl., var ólöglegur að mati laganefndar flokksins. Breytingar á lögum félagsins, sem samþykktar voru á aðalfundi í október sl. og snerust m.a. um að flýta aðalfundi, voru ekki sendar kjördæmasambandi Framsóknarflokksins til staðfest- ingar fyrr en að aðalfundi lokn- um. Því var ekkert annað að gera en að boða til nýs aðalfundar. Var tímasetning hans ákveðin á stjórnarfundi nýverið. María Marta Einarsdóttir, for- maður Freyju, segir erfitt að spá fyrir um hvort fundurinn verður átakafundur líkt og sá sem hald- inn var í janúar. Fjöldi nýrra félagsmanna skráði sig í Freyju rétt fyrir að- alfundinn í janúar. Voru þrjár af þessum konum kosnar í stjórn en María Marta endurkjörin formað- ur eftir að ein af nýju fé- lagskonunum hafði dregið fram- boð sitt til baka á fundinum. Sá fundur hefur sem fyrr segir ver- ið dæmdur ólöglegur. Framlengir gæsluvarðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yf- ir Íslendingi sem grunaður er um aðild að smygli á um fjórum kílóum af amfetamíni til landsins í janúar sl. Varðhaldið var framlengt um tvær vikur. Gæsluvarðahalds- úrskurðurinn rennur því út, til 3. mars, sama dag og gæsluvarðhald Þjóðverja sem situr inni vegna sama brots. Í fyrradag framlengdi héraðs- dómur gæsluvarðhald manns vegna rannsóknar á smygli á samtals 11 kílóum af amfetamíni, 2.000 e-töfl- um og um 600 grömmum af kók- aíni. Varðhaldið var framlengt um sex vikur. Kauphöllin skoðar upplýsingagjöfina KAUPHÖLL Íslands er að skoða upplýsingagjöf Íbúðalánasjóðs vegna tilkynningar sjóðsins til Kauphallarinnar í fyrradag í tengslum við láns- hæfismat Standard & Poor’s fyrir sjóðinn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, sagðist í gær ekki geta tjáð sig um þetta mál á þessu stigi að öðru leyti en því að það væri til skoðunar hjá Kauphöllinni. „ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR er ánægður með að Standard & Poor’s hafi staðfest að lánshæf- ismat sjóðsins sé það sama og ís- lenska ríkisins,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættu- stýringar hjá Íbúðalánasjóði, aðspurður um muninn á skýrslu Standard & Poor’s og upplýs- ingagjöf sjóðsins. „Þegar þeir segja að horfur sjóðsins séu nei- kvæðar meinar Standard & Poor’s að þeir áskilji sér rétt til þess að endurmeta stöðu sjóðsins með tilliti til markaðsþróunar á fast- eignalánamarkaðnum næstu misseri en fast- eignalánamarkaðurinn hér á landi hefur breyst til- tölulega hratt að undanförnu,“ segir Jóhann. „Standard & Poor’s vilja eðlilega fylgjast með þróuninni og taka svo afstöðu til efnahagslegs, stjórnmálalegs og félagslegs mikilvægis sjóðsins í samfélaginu í kjölfarið,“ segir Jóhann G. Jóhanns- son. „Vilja eðlilega fylgj- ast með þróuninni“ Jóhann G. Jóhannsson  STEINA Aradóttir varði doktorsritgerð sína í líffræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, 8. október sl. Steina Aradóttir er lífræðingur og hefur starfað í Svíþjóð síðan hún lauk námi. Andmælandi var prófessor Elvar Theodórsson frá Háskól- anum í Linköping. Í dómnefnd sátu prófessor Cecila Holm, Lundi, dósent Anders Isaksson, Lundi og dósent Olof Beck, Stokkhólmi. Aðalleiðbeinandi Steinu var prófessor Christer Alling. Doktorsritgerð Steinu heitir „Phosphatidyleth- anol-formation and degradion in blood and organs“ og fjallar um ákveðna tegund af fosfólípíði (fituefni) sem myndast í frumum líkamans aðeins þegar alkó- hól er til staðar. Einn af fitukljúfunum heitir fosfól- ípasi D (PLD). Við eðlilegar aðstæður brýtur hann fosfatidýlkólín (sem er algengasta fosfólípíðið í frumuhimnunni) í fosfatidýlsýru og kólín. Til þess þarf PLD aðstoð vatns en kýs alkóhól frekar þegar það er til staðar og við þær aðstæður myndast hið óeðlilega fituefni PEth (fosfatidýletanól) en ekki fosfatidýlsýra sem er mikilvægt boðefni inni í frum- unni. Vitað er að alkóhólmólekúlið sjálft og efnaferl- ar sem það virkjar valda eituráhrifum í líkamanum. Hugsanlegt er að PEth eigi einnig þátt í líffæra- skemmdum sem sjást við langvarandi og mikla neyslu alkóhóls. Þessvegna er áhugavert að rann- saka í hvaða líffærum og hve mikið PEth myndast við alkóhóldrykkju til að skýra sambandið milli þess og líffæraskemmda. Sé þekking getur leitt af sér nýjar aðferðir við greiningu á notkun og misnotkun alkóhóls þar sem PEth er mælanlegt hjá fólki sem hefur drukkið mikið alkóhól í ákveðinn tíma. Mælingar á PEth í blóði úr alkóhólistum sýndu að sjúkdómsgreiningarnæmið hjá PEth var miklu hærra en hjá CDT, GGT og MCV sem eru við- urkenndir sjúkdómsvísar fyrir alkóhólisma. Nið- urstöðurnar sýndu að PEth stendur í sterkara sam- bandi við hversu mikið alkóhól hefur verið drukkið síðustu fjórtán dagana en hin mæliefnin gera. PEth myndast bara í líkamanum ef alkóhól er til staðar og mæliaðferðin hefur góða nákvæmni til að finna PEth svo það er ástæða til að draga þá ályktun að sjúkdómsgreiningartæknin sé góð. Framtíðarrann- sóknir verða að leiða í ljós hvort þetta er rétt. Foreldrar Steinu voru Ari Bergþórsson skip- stjóri og Guðlaug Aðalsteinsdóttir, matráðskona og húsfreyja Neskaupstað. Þau er bæði látin. Eig- inmaður Steinu er dr. Bo Olsson og eiga þau 3 börn. Þau eru Einar Boson háskólanemi, Ívar Boson há- skólanemi og Alva Bosdóttir menntaskólanemi. Doktor í líffræði HÓLASKÓLI, háskólinn á Hólum, og Háskóli Ís- lands fyrir hönd Stofnunar fræðasetra HÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði rannsókna og kennslu í fiskeldi og skyldum grein- um, ferðamálafræði, hestamennsku, hrossarækt og öðrum greinum sem stofnanirnar fást við, svo sem fornleifafræði, guðfræði og byggðafræði. Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, segir þetta aukna samstarf skólanna mikilvægt, Háskóli Ís- lands muni með samningnum staðsetja kennara að Hólum og að stefnt sé að sameiginlegum stöð- um háskólakennara hjá skólunum. Í frétt frá skólunum segir að með samstarfinu verði unnt að mæta mikilli og vaxandi þörf í land- inu fyrir rannsóknir og háskólamenntun á þessu sviðum og greidd gata að enn frekari samstarfi skólanna. „Náin samvinna verður við stofnanir og fyrirtæki hérlendis og erlendis. Lögð verður áhersla á að samstarfið leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki sem standist í einu og öllu alþjóðlegan samanburð,“ segir einnig. Farsælt samstarf frá 1990 Skúli Skúlason segir að skólarnir hafi átt með sér farsælt samstarf allt frá 1990 um rannsóknir og rannsóknarnám og hafa verið gerðir ýmsir samningar um gagnkvæma nýtingu á aðstöðu, kennslusamstarf og fleira. „Styrkur samstarfsins hefur ekki síst legið í meistara- og doktorsverk- efnum nemenda við Háskóla Íslands sem hafa unnið verkefni sín að nokkru eða öllu leyti á Hól- um,“ segir Skúli. Segir hann að með því að tengja þannig saman Stofnun fræðasetra HÍ og Hóla- skóla gefist báðum aðilum betra tækifæri til að ná markmiðum sínum um menntun og rannsóknir. Samningurinn gerir ráð fyrir að kennari frá HÍ, sem staðsettur verður á Hólum, taki þátt í rannsóknum og kennslu við Hólaskóla. Einnig verði hann tengiliður milli nemenda HÍ sem eru í verkefnum hjá Hólaskóla og stefnt er að því að skólarnir komi á fót sameiginlegum störfum há- skólakennara og sérfræðinga sinna. Hólaskóli og HÍ auka samstarf um rannsóknir Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson Skrifað undir samning. F.v. Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra HÍ, Eiríkur Tómasson, varaforseti háskólaráðs HÍ og staðgengill rektors, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla. GT-verktakar yfirheyrðir í næstu viku „MÁLIÐ er í rannsókn og miðar eðlilega,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, um kæru Vinnumálastofnunar á hendur GT verktökum. Vinnu- málastofnun kærði fyrirtækið til sýslumannsembættisins fyrir að ráða til sín starfsmenn frá Lett- landi sem hvorki hefðu tilskilin dvalar- né atvinnuleyfi. „Við höfum ekki náð að taka skýrslur enn sem komið er af forsvarsmönnum GT-verktaka, þar sem lögmaður þeirra er er- lendis og væntanlegur eftir helgina,“ sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið. Búið er að yfirheyra lettnesku starfsmennina og segir Lárus framvinduna ráðast af því hvað út úr yfirheyrslunum í næstu viku kemur. Þá sé eftir að afla frekari gagna og geti meðferð málsins tekið nokkurn tíma. „Eins og kæran hljóðar er ver- ið að kæra mennina fyrir meint brot á útlendingalöggjöf og lög- um um atvinnuréttindi útlend- inga. Venjan er sú að þegar rannsókn er lokið tekur ákær- andi ákvörðun um hvort ákært verður. Í þessu tilfelli er ákæru- valdið væntanlega hjá þessu emb- ætti, en hins vegar gætum við líka leitað álits ríkissaksóknara ef til kæmi.“ GT-verktakar hafa annast akstur fólksflutningabifreiða á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og rekið þar byggingarkrana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.