Morgunblaðið - 18.02.2005, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum
Landssambands íslenskra útvegs-
manna og Vélstjórafélags Íslands
um breytingar á núgildandi kjara-
samningi þessara aðila.
Undanfarnar vikur hefur VSFÍ
átt fundi með LÍÚ um breytingar á
kjarasamningi þeim sem undirrit-
aður var á milli þessara aðila í maí
2001. Kjarasamningurinn rennur út
í árslok. Að sögn Helga Laxdal, for-
manns VSFÍ, eru í nýgerðum
kjarasamningum LÍÚ við Sjó-
mannasamband Íslands og Far-
manna- og fiskimannasamband Ís-
lands ýmis atriði þess eðlis að erfitt
er að hrinda þeim í framkvæmd án
beinnar þátttöku Vélstjórafélags Ís-
lands. Þannig geti ákvæði um hafn-
arfrí í kjarasamningi sjómanna ekki
komið til framkvæmda, því þá verði
að brjóta samninga við vélstjóra.
Aftur á móti rúmist hafnarfrís-
ákvæði í samningi vélstjóra innan
samninga sjómanna. „Framkvæmd
samninganna verður því öll erfið.
Ef einhver kærir framkvæmd
þeirra þá er það hlutverk okkar að
fylgja því eftir, með tilheyrandi
fjárútlátum fyrir útgerðina,“ segir
Helgi.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að náist
ekki samkomulag við vélstjóra um
nýjan kjarasamning verði þeir
áfram á þeim samningi sem gerður
var 2001. Hann segir hinsvegar að
allir sjómenn þurfi að vera með
sama kjarasamning hvað ákveðin
grundvallaratriði varðar. s.s. varð-
andi hafnarfrí en nú stangist þau á.
„Þó að útgjöld okkar séu meiri
samkvæmt nýja samningnum við
FFSÍ og Sjómannasambandið en
samkvæmt samningnum við VSFÍ
er það æskilegra að sem flest
ákvæði séu samræmd. Það er vissu-
lega óþægilegt að geta ekki fram-
kvæmt ákveðin atriði í nýja samn-
ingnum og að þurfa að gera upp
með tvennum hætti. Á sama hátt
hljóta vélstjórar að vilja sækja þær
kjarabætur sem í nýja samningnum
felast, þannig að ég trúi því að við
tökum viðræðurnar upp að nýju
með það að markmiði að ná þessu
saman,“ segir Friðrik.
Slitnar upp úr við-
ræðum VSFÍ og LÍU
VEL hefur tekist til með að auka
sjálfstæði grunnskólanna í borginni
og samskipti skólastjórnenda við
fræðslumiðstöð eru góð, segir Stefán
Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-list-
ans og formaður menntaráðs, sem
áður hét fræðsluráð. Þetta sýni ný-
útkomin stjórnsýslu- og rekstrarút-
tekt innri endurskoðunar Reykjavík-
urborgar á fræðslumiðstöð sem
rædd var á fundi borgarstjórnar á
þriðjudag.
Stefán Jón segir að skólastjórn-
endur telji sig hafa nægjanlegt fjár-
hagslegt og faglegt svigrúm til að
stjórna sínum skólum samkvæmt út-
tektinni. Þeir geti mætt óvæntum
liðum í rekstrinum og hafi mun betri
yfirsýn yfir fjárhagsstöðu skóla
sinna en árið 2000. Þá geti skólar
skapað sér sérstöðu innan markaðr-
ar faglegrar stefnu og rammafjár-
veitinga.
Óljósar niðurstöður
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á
fundi borgarstjórnar að úttektin
sýndi að bæta þyrfti bókhaldslega
meðferð reikninga, eftirfylgd með
áritun launalista væri ekki nægilega
markviss og æskilegt væri að
fræðslumiðstöð íhugaði gerð
áhættumats gagnvart málaflokknum
í heild.
Hún gagnrýndi að ekki væri til-
greint hvert svarhlutfall skólastjórn-
enda í þessari úttekt var og hvernig
þeir svöruðu einstökum spurning-
um. Margt í skýrslunni væri almennt
orðað. Nákvæmar upplýsingar lægju
ekki fyrir og þegar hún kannaði mál-
ið nánar hefði hún fengið þær upp-
lýsingar að ekki hefði verið um eig-
inlega könnun að ræða. Skóla-
stjórnendur hefðu verið hikandi við
að svara þar sem mögulegt var að
rekja svörin til þeirra.
Hún gerði fjárhagslegt og faglegt
sjálfstæði grunnskólanna að umtals-
efni og sagði marga skólastjórnend-
ur segja þetta sjálfstæði í orði en
ekki á borði. „Er það faglegt sjálf-
stæði að allir almennu skólarnir í
borginni verða að hafa skólasetningu
á nákvæmlega sama degi og skólaslit
sömuleiðis? Er það dæmi um faglegt
og fjárhagslegt sjálfstæði að skóla-
stjórar höfðu ekkert um það að segja
að frístundaheimilin voru öll sett
undir ÍTR? Og að borgaryfirvöld
ákveði að öll skuli þau byrja á ná-
kvæmlega sama tíma á degi hverjum
óháð því hvenær skóla lýkur á dag-
inn?“ spurði Guðrún Ebba.
„Gerið eins og ég segi“
Hún efaðist um að sjálfstæði al-
mennu skólanna væri jafnmikið og
Stefán Jón vildi vera láta. Og hann
vildi einnig takmarka sjálfstæði
þeirra fimm sjálfstæðu skóla sem
væru eftir í borginni. Sagði hún
hægt að lýsa sýn formanns mennta-
ráðs á sjálfstæði skólanna með þess-
um orðum: „Verið sjálfstæð en gerið
eins og ég segi.“
Stefán Jón ítrekaði að skýrslan
sýndi góða stöðu fræðslumála hjá
borginni. Þessi málaflokkur tæki til
sín um 45% af heildarútgjöldum
borgarsjóðs. Reykvískir skólar og
fræðslumiðstöðin hefðu ákveðið for-
ystuhlutverk meðal sveitarfélaga við
mótun stefnu á þessu sviði, gerð
starfsáætlana og hvernig úthluta
ætti fjármagni til grunnskóla. Hann
sagðist ánægður með þessa úttekt
og þakkaði sjálfstæðismönnum fyrir
að óska eftir henni.
Um 45% af útgjöldum borgarsjóðs til fræðslumála
Skólarnir hafa nægj-
anlegt sjálfstæði
MIKILVÆGASTA neyðarhjálpin
sem unnt er að veita íbúum á Pukh-
et-eyju sem varð illa úti í flóðbylgj-
unni miklu annan í jólum, felst í að fá
ferðamenn aftur á staðinn. Að mati
Svend Richters, tannlæknis í
kennslanefnd ríkislögreglustjóra,
sem kom frá Pukhet-eyju um síð-
ustu mánaðamót, bíða Taílendingar
tilbúnir með þjónustu sína handa
ferðamönnum og ríður mikið á að
þeir byrji að láta sjá sig enda eru
þeir lífsbjörg Taílendinga á þessu
svæði.
Enn er unnið hörðum höndum að
uppbyggingarstarfi og er mikið starf
framundan að sögn Svends. Um síð-
ustu mánaðamót voru ekki komnir
neinir ferðamenn til Pukhet og er
það mjög slæmt fyrir íbúana sem
hafa lífsviðurværi sitt af ferða-
mennskunni.
„Lífið er að komast í sæmilegar
skorður aftur,“ segir Svend. „Það er
nú verið er að hreinsa þá staði sem
urðu illa úti. Besta hjálpin sem hægt
er að veita þessu fólki núna er að
koma þangað sem ferðamaður því
íbúana vantar lífsbjörgina.“
Þegar kennslanefnd ríkislög-
reglustjóra var á svæðinu var búið
að bera kennsl á 1.600 fórnarlömb
flóðbylgjunnar og er hugsanlegt að
enn séu 3 þúsund látnir sem eftir er
að bera kennsl á. Er því margra
mánaða vinna eftir fyrir kennsla-
sérfræðinga, en vonast er til að vinn-
an muni ganga hraðar fyrir sig með
tilkomu nýrrar greiningarstöðvar
fyrir látna sem Norðmenn gáfu.
Taílendingar bíða tilbúnir
eftir ferðamönnum
Ljósmynd/Ingólfur Guðbrandsson
Lífið er að komast í sæmilegar skorður á Pukhet-eyju og Taílendingar bíða
ferðamannanna. Myndin var tekin 29. janúar á miðri Patong-ströndinni.
LOÐNUAFLINN í janúarmánuði
síðastliðnum var sá þriðji mesti frá
upphafi, alls rúm 200 þúsund tonn.
Fiskaflinn í janúar 2005 var alls
234.188 tonn en aflinn var 106.474
tonn í janúar 2004. Aflaverðmæti
janúarmánaðar, mælt á föstu verði
ársins 2003, jókst um 24,2% frá jan-
úar 2004, samkvæmt útreikningum
Hagstofu Íslands.
Loðnuaflinn í nýliðnum janúar var
200.374 tonn miðað við 64.428 tonn í
janúar í fyrra. Mestur var janúarafli
í loðnu 2003 en þá veiddu íslensk
skip 219.120 tonn af loðnu, sam-
kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Botnfiskaflinn í janúar síðast-
liðnum var 33.363 tonn en var 31.797
tonn í janúar 2004. Botnfiskafli var
meiri í mánuðinum en verið hefur í
nokkur undanfarin ár. Lítið veiddist
af síld í janúar enda aflaheimildir
nánast uppurnar. Rækju- og hörpu-
diskveiðar við Ísland liggja nánast
niðri um þessar mundir. Ekkert
veiddist af hörpudiski og rækjuafl-
inn var aðeins 36 tonn í nýliðnum
janúar. Rækjuaflinn í janúar 2004
var 356 tonn og þótti afar slakur þá.
Yfir 200 þús-
und tonn af
loðnu í janúar
!
!"
#
$ !$
%!!&
$
!!
#%!"'
!%"
&%!
""
"!
"!
!#&&
(
)
*+
!'
Sægreifinn
í verbúðinni
Með freyðivíns-
flöskur yfir
fiskborðinu
á morgun