Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þér er boðið að koma og • skoða kennsluhúsnæði og tónleikasal • hlusta á söngkennslu • fylgjast með tónfræða- og nótnalesturskennslu • fara í prufu-söngtíma hjá söngkennara ó Opið hús Söngskólinn í Reykjavík verður opinn •öllum sem áhuga hafa á að syngja •og vilja kynna sér starfsemi skólans •sunnudaginn 20.02.2005 kl. 14-18 • Vetrarhátíð í Reykjavík • Söngskólinn í Reykjavík UMDEILT bann við að nota hunda við veiðar gengur í gildi í Bretlandi í dag. Nokkrir stuðningsmenn þess, íklæddir dýrabúningi, fögnuðu þessum tímamótum í gær á Þinghústorginu í London með Big Ben í baksýn. Andstæðingar bannsins eru hins vegar æfir og mót- mæltu því í gær með 150 veiðiferðum víða á Bretlandi. AP Veiðibannið gengið í gildi Sjítar fá meirihluta Bagdad. AFP. LOKATÖLUR úr kosningunum í Írak voru birtar í gær og staðfesta þær að sjítar og Kúrdar munu bera ægishjálm yfir aðra flokka á þinginu. Yfirkjörstjórn í Írak staðfesti í gær, að kosningabandalag sjíta, sem erkiklerkurinn Ali al-Sistani styður, hefði fengið meirihluta þingmanna eða 140 af 275 alls. Það þýðir, að sjítar verða ráðandi afl í Írak og er það í fyrsta sinn í 1.000 ár, sem slíkt gerist í arabaríki. Þrátt fyrir sigurinn, vantar sjíta allmikið upp á tvo þriðju þingsæta, sem þarf til að koma í gegn stórum ákvörðunum á borð við nýja stjórn- arskrá en stefnt er að því, að drög að henni liggi fyrir 15. ágúst næstkom- andi. Það er því líklegt, að þeir leiti eftir samstarfi við Kúrda en megin- fylking þeirra fékk 75 þingmenn kjörna. Flokkur Iyads Allawis, núverandi forseta bráðabirgðastjórnarinnar, varð í þriðja sæti í kosningunum og fékk 40 þingmenn. Þá fékk listi Ghazi al-Yawars forseta, sem er súnníti, fimm menn og flokkur Túrkmena þrjá. Aðrir fengu minna en alls fengu 12 flokkar mann eða menn á þing. Baráttan um ráðherraembættin er þegar hafin og fyrri fréttir um að sjít- ar hafi tilnefnt Ibrahim al-Jaafari varaforseta sem forsætisráðherraefni sitt virðast ekki vera alveg á rökum reistar. Er enn tekist á um það. LOUISE Arbour, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt öryggisráð samtakanna til að samþykkja að meintir stríðsglæpa- menn í Darfur-héraði í Súdan verði dregnir fyrir Alþjóðlega sakamála- dómstólinn í Haag. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að stofnaður verði sérstakur dómstóll í Tansaníu sem hafi lögsögu í málinu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi öryggisráðsins í fyrradag að ekki yrði hægt að koma á friði í Darfur nema stríðsglæpamenn yrðu sóttir til saka. Hann lýsti ástandinu í hér- aðinu sem „helvíti á jörðu“ og skír- skotaði til skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stjórn- arherinn í Súdan og arabískar víga- sveitir, sem styðja stjórnina, hefðu að öllum líkindum framið stríðs- glæpi. „Þessi skýrsla sýnir, án nokkurs vafa, að síðustu tvö árin hafa nánast verið sem helvíti á jörðu fyrir fólkið í Darfur,“ sagði Annan. „Og þrátt fyr- ir að öryggisráðið hafi beint athygl- inni að þessum hörmungum er fólkið enn í vítisprísund.“ Louise Arbour sagði að Alþjóða- sakamáladómstóllinn í Haag væri rétta stofnunin til að fjalla um málið. Fulltrúar Bandaríkjanna, Kína og Alsír í öryggisráðinu lögðust hins vegar gegn því. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er varanlegur og hefur almenna lög- sögu í málum einstaklinga sem grun- aðir eru um alvarlegustu glæpi gegn mannkyninu. Stjórn Bandaríkjanna er andvíg dómstólnum og óttast að hægt verði að nota hann til að sækja Bandaríkjamenn til saka í pólitísk- um tilgangi. Bandaríkjastjórn vill að stríðs- glæpamenn í Darfur verði dregnir fyrir sérstakan rétt í Tansaníu þar sem þegar hefur verið stofnaður dómstóll til að fjalla um fjöldamorðin í Rúanda. Sú tillaga nýtur lítils stuðnings innan öryggisráðsins. Talið er að minnst 100.000 hafi lát- ið lífið í Darfur og um tvær milljónir flúið heimkynni sín vegna átaka og grimmdarverka í héraðinu frá því í mars í fyrra. Ástandinu í Darfur lýst sem „helvíti á jörðu“ Embættismenn SÞ vilja að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fjalli um málið Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, skipaði í gær John Negroponte sem fyrsta yfirmann allra leyniþjón- ustustofnana í Bandaríkjunum. Er Negroponte nú æðsti fulltrúi Bandaríkjastjórn- ar í Írak og var áður sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóð- unum. Bush sagði, að vegna sinnar miklu reynslu og starfa í utanríkisþjónustunni hefði Negro- ponte góðan skilning á starfsemi leyniþjónustustofnananna auk þess að vera öllum hnútum kunnugur í Washington. „Ef við viljum verða fyrri til en hryðjuverkamennirnir, verðum við að tryggja, að leyniþjónustustofnanirnar vinni saman sem einn maður,“ sagði Bush og bætti við, að Mike Hayden, hershöfðingi og fyrrverandi yfir- maður Þjóðaröryggisstofnunarinnar, yrði aðstoðarmaður Negropontes. Bush hefur beitt sér fyrir mikilli uppstokkun á leyniþjónustustarfsem- inni í Bandaríkjunum, þeirri mestu í 50 ár, og er þar um að ræða viðbrögð við og lærdóm, sem dreginn er af hryðjuverkunum 11. september 2001. Mun starf Negropontes felast í því að samræma starfsemi allra leyniþjón- ustustofnananna 15. Líklega nokkrar vikur í staðfestingu Búist er við, að það dragist í nokkr- ar vikur að þingið staðfesti skipan Negropontes en skipan hans sem sendiherra hjá SÞ dróst í hálft ár vegna gagnrýni mannréttindasam- taka á feril hans sem sendiherra í Hondúras 1981 til 1985. Var hann sakaður um að hafa lagt blessun sína yfir starfsemi dauðasveita, sem voru að hluta til fjármagnaðar og þjálfaðar af CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Við yfirheyrslur vegna sendiherra- embættisins hjá SÞ kvaðst hann ekki hafa talið, að dauðasveitir væru í Hondúras. Negroponte yfir- maður leyni- þjónustustofnana John Negroponte Washington. AP. UM 50.000 störf hafa tapast í Sví- þjóð á síðustu fimm árum vegna þess, að fyrirtæki hafa flutt starf- semina úr landi. Kemur þetta fram í könnun, sem sænska fréttastofan TT hefur gert meðal 4.500 fyrirtækja, og hún sýnir einnig, að láti sænsk fyrir- tæki verða af fyrirætlunum sínum, munu 160.000 störf til viðbótar tapast á næstu fimm árum. Tapast þau ýmist vegna þess, að fram- leiðslan er flutt úr landi eða sænsk fyrirtæki skipta við útlenska und- irverktaka í stað innlendra. Kom þetta fram á fréttavef Svenska Dagbladet í vikunni. Athuganir á afleiðingum þessa sýna samt ekki svo óyggjandi sé mikil áhrif á atvinnustigið. Er það meðal annars vegna þess, að eft- irspurn eftir menntuðu fólki hefur aukist og sumum fyrirtækjum hef- ur tekist að standast erlenda sam- keppni með því að flytja megin- framleiðsluna út. Þau hafa því eflst og einnig í Svíþjóð. 50.000 störf hafa flust frá Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.