Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 20
Vík| Það var heilmikið fjör í íþróttamiðstöðinni í Vík á dög- unum en þangað streymdu íbúar í þeim tilgangi að læra sjálfsvörn á þar til gerðu námskeiði. Gafst einstakt tækifæri til að kynnast einni bestu sjálfsvörn sem völ er á, læra skemmtilegar og krefj- andi æfingar sem einnig er hægt að nota til almennrar líkams- þjálfunar. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu var Egill Örn Egilsson. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Krefjandi æfingar Sjálfsvörn Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Björgunarskip | Hornfirðingar geta átt von á nýju björgunarskipi á allra næstu vik- um og er þetta önnur atrenna þeirra að því að eignast slíkt skip. Ferð þess með flutn- ingaskipi frá Bretlandi er þó háð veðurskil- yrðum, en skemmst er að minnast þegar björgunarskip, sem verið var að flytja til Reyðarfjarðar fyrir Hornfirðinga, fór út- byrðis í óveðri og hvarf í hafið. Á vefnum hornafjordur.is kemur fram að það er Slysavarnafélagið Landsbjörg sem kaupir björgunarskipið. Það er plastskip frá 1987 af gerðinni Arun 1108, 42 brúttó- lestir, rúmlega 16 metrar á lengd og ristir 2,7 metra. Tvær Caterpillar 485 hestafla aðalvélar knýja björgunarskipið, ganghraði er 15 sjómílur og um borð verður 6 manna áhöfn. Skipið fer fyrst til Reyðarfjarðar þar sem gera þarf það sjóklárt áður en siglt verður til Hornafjarðar, öxuldraga það, botnmála o.fl. Þegar heim kemur verður bætt við tækjabúnað skipsins og einhverjar breytingar verða gerðar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN    Íbúalýðræði í verki? | Segja má að íbúar í Hafnarfirði og aðrir sem erindi áttu á vef bæjarins hafi fengið vilja sínum framgengt þegar nafn á nýjan skóla á Völlum var rætt í fræðsluráði bæjarins á miðvikudag. Ákvað ráðið samhljóða að skólinn skyldi heita Hraunvallaskóli, en í skoðanakönnun sem gerð var á vef bæjarins fékk það nafn 303 atkvæði, en nafnið Ástjarnarskóli 297. Önnur nöfn sem kosið var um hlutu mun minni hylli kjósenda.    Skyrið í mikilli sókn | Ágæt sala er á mjólkurvörum og hefur verið en skyrið sæk- ir verulega á með tæplega 23% söluaukningu síðustu 12 mánuði að því er fram kemur á vef bændasamtakanna. Þar kemur einnig fram að framleiðsla kjöts hefur heldur dregist saman undanfarið og nemur samdrátturinn 4% síðustu 12 mánuði. Mestur samdráttur er í framleiðslu svínakjöts, tæplega 11%. Sala á kjöti jókst um 1% síðustu 12 mánuði sem lætur nærri að svara til fólksfjölgunar. Mest selst af kindakjöti en aukning í sölu þess síð- ustu 12 mánuði nam 13,8%.    Ráðstefna og Hug-myndasmiðjasamnorræna verkefnisins „Snow Magic,“ verður haldin í Skjólbrekku, Mývatns- sveit í dag, föstudaginn 18. febrúar, og einnig á morgun, laugardag. Þar verða innlendir og erlendir fyrirlesarar með efni fyrir þá sem áhuga hafa á ferðaþjónustu og skyldu efni. Fyrirlesarar á ráð- stefnunni koma frá Sví- þjóð, Finnlandi og Ís- landi. Í erindum þeirra er m.a. fjallað um Snow Magic-verkefnið í Sví- þjóð, stöðu og framtíð- armöguleika ferðaþjón- ustu í Þingeyjarsýslu og sitthvað fleira. Snætöfrar Nemendur ogstarfsfólk yngstastigs Grunnskóla Snæfellsbæjar afhentu nýlega ágóða af aðgangs- eyri og vatnssölu á árshá- tíð skólans. Ágóðann af- hentu þau Rauðakross- deild Snæfellsbæjar og voru það samtals 105.500 krónur. Ari Bjarnason tók við gjöfinni fyrir hönd Rauðakrossdeild- arinnar. Þema árshátíðarinnar í ár var vatn í margvís- legri framsetningu bekkj- anna. Annað megin- þemað var það að allur ágóði hátíðarinnar skyldi renna til neyðaraðstoðar RKÍ . Morgunblaðið/Alfons Ágóði árshátíðar afhentur Sigrún Haraldsdóttirlas nýlega að ást-sýki væri hvorki ljóðræn né rómantísk, heldur óhræsis þráhyggja. Það rann upp fyrir henni nýtt ljós og hún orti: Ástsýki er vitlausra vandi og vill ekki lúta rökum. Þetta er þráhyggju fjandi með þónokkrum innantökum. Einar Kolbeinsson var fljótur að senda Sigrúnu kveðju: Afneitar nú öllu því, sem áður dável kunni, svona lenti Sigrún í, sjúkdómsvæðingunni. Bjarni Stefán Konráðs- son orti af sama tilefni: Af ástarsýki síst ég tel að Sigrún hljóti bana, því af eymslum öllum vel Einar læknar hana. Ástsýki er vitlausra vandi pebl@mbl.is Fjarðabyggð | Boðin hafa verið út tvö stór verk á vegum Fjarðabyggðar. Annars veg- ar hönnun og bygging á fjölnota íþróttahúsi á Reyðarfirði, sem staðsett verður við grunnskólann og hins vegar annar áfangi í endurbyggingu sundlaugarinnar á Norð- firði. Á vefnum fjardabyggd.is kemur fram að íþróttahúsið á Reyðarfirði er boðið út í sam- vinnu við vinabæ Fjarðabyggðar, Akranes, sem einnig hyggur á byggingu slíks mann- virkis. Með því að bjóða út sameiginlega með þeim sparaðist tími sem ella hefði farið í hönnun á húsinu en slíkri vinnu var lokið á Akranesi. Um er að ræða óupphitað og óeinangrað hús með knattspyrnuvelli, 68x105m á gervigrasi, hlaupabraut og áhorfendapöllum. Einnig er óskað eftir frá- vikstilboði í upphitað og einangrað hús. Stofna á félag með Bechtel og Fjarðaáli um byggingu og rekstur hússins. Gert er ráð fyrir að helmingur hússins verði tilbú- inn til notkunar í september 2005 en húsinu að fullu lokið í september 2006. Þá hefur verið boðinn út annar áfangi í endurbyggingu sundlaugarinnar á Norð- firði, en helstu þættir þess verks eru bygg- ing nýs sundlaugarhúss með afgreiðslu, búningsaðstöðu og starfsmannaaðstöðu á efri hæð, en líkamsræktaraðstöðu og tækni- rými á neðri hæð ásamt heitum potti og vað- laug. Áætluð verklok eru í maí 2006. Þá er sundlaugin á Eskifirði kominn í út- boðsferli. Eignarhaldsfélagið Fasteign mun byggja hana en Fjarðabyggð leigja hana af því fyrirtæki. Áætluð verklok eru í júlí 2006. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur beint því til bæjarstjórnar að haldinn verði opinber fundur með Reyðfirðingum og öðrum íbú- um Fjarðabyggðar vegna byggingar áður- nefnds fjölnota íþróttahúss á Reyðarfirði. Reynt verði að sætta ólík sjónarmið og skýra af fremsta megni hugmyndina bak við verkið, kosti þess og galla og hvort hefði verið æskilegt að fara einhverjar aðrar leið- ir en stefnt er á, en nokkur kurr mun hafa verið vegna áformanna. Sameinast um útboð á fjölnota íþróttahúsum Siglufjörður | Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að fela tæknideild að ganga til samninga við Teikn á lofti varðandi deili- skipulag á sumarhúsasvæði á Saurbæjar- ási, en fyrir fundi ráðsins á dögunum lá til- laga þess efnis. Í framhaldi af samþykkt aðalskipulags Siglufjarðar 2003–2023 þarf að ljúka deiliskipulagi á ákveðnum svæð- um, s.s. á sumarhúsasvæði á Saurbæjarási og á íþróttasvæðinu í Hólsdal. Sumarhúsasvæði á Saurbæjarhálsi ♦♦♦ Egilsstaðir | Íþrótta- félagið Höttur á Fljótsdalshéraði hef- ur endurskipulagt starfsemi sína. Í kjölfar þess að stofnað var rekstr- arfélag um Hött, hefur nú verið ráð- inn framkvæmda- stjóri til félagsins og einnig þjálfarar meistaraflokks karla, meistara- flokks kvenna og 2. flokks karla. Halldór Hlöðvers- son tekur í vor við sem framkvæmda- stjóri Hattar rekstr- arfélags ehf. Gunn- laugur Guðjónsson mun þjálfa meistaraflokk karla, Jónatan Logi Birgisson þjálfar meistaraflokk kvenna fram á vorið, eða uns Halldór Hlöðversson tekur einnig við því hlutverki og Hjalti Þor- kelsson mun þjálfa 2. flokk karla. Allt eru þetta miklir reynslubolt- ar úr knattspyrnunni hjá Hetti og er vonast til að með þessu fyr- irkomulagi megi efla innra starf félagsins svo um munar. Á kynningarfundi sem haldinn var um helgina kom m.a. fram að unnið er að því að gera árangurs- tengda styrktarsamninga við 2–5 öflug fyrirtæki. Þá verður árangur og ástund- um leikmanna metin með ákveðnum hætti og munu einn til tveir leikmenn sem skara fram úr í hverjum flokki geta farið út til æfinga með erlendum atvinnu- mannaliðum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nýr framkvæmdastjóri Hilmar Gunnlaugsson og Halldór Hlöðversson innsigla samninga. Gefið í hjá Hetti Nýr ritstjóri | Gísli Einarsson, sem rit- stýrt hefur Skessuhorni héraðsfréttablaði Vesturlands frá upphafi, frá því fyrsta blað- ið kom út 18. febrúar 1998, hefur ákveðið að standa upp úr ritstjórastólnum en starfar áfram sem blaðamaður og mun einnig rita vikulega pistla í blaðið svo sem verið hefur. Magnús Magnússon rekstrarfræðingur tekur við ritstjórn blaðsins en hann hefur ásamt blaðamennsku annast rekstur Skessuhorns ehf. frá árslokum 2003.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.