Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR Echinacea- Root Gegn kvefi og flensu PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 AUSTURLAND LANDIÐ Ólafsvík | Eigendur Hótels Ólafs- víkur hafa ákveðið að hætta við stækkun hótelbyggingarinnar vegna þess að útlit er fyrir að bygging- arleyfi verði úrskurðað ógilt. Hins vegar er á þeirra vegum unnið af fullum krafti við að innrétta hótel- íbúðir í húsnæði þar sem áður var rekið Gistiheimili Ólafsvíkur og þeir hafa fest kaup á og munu reka í tengslum við hótelið. Fyrirtækið Undir jökli ehf. festi kaup á Hótel Ólafsvík, sem áður hét Hótel Höfði, af Byggðastofnun á síð- asta ári og síðar einnig Gistiheimili Ólafsvíkur af Landsbankanum. Fyr- irtækið er í eigu Sverris Her- mannssonar sem á Hótel Barón í Reykjavík, Björgvins Þorsteinsson- ar hæstaréttarlögmanns og fjöl- skyldna þeirra. Hafa þeir áform um stórhuga uppbyggingu fyrirtækisins með breytingum og stækkun. Verið er að innrétta gistiheimilið upp á nýtt. Þar verða 19 hótelíbúðir með baði og eldhúsaðstöðu. Verða þær teknar í notkun í apríl, að sögn Kristínar Jóhannesdóttur sem tekið hefur við starfi hótelstjóra á Hótel Ólafsvík. Jafnframt hugðust eigendurnir breyta elsta hluta Hótels Ólafsvíkur og byggja við húsið þannig að þar yrðu 46 herbergi og öll með baði. Framkvæmdir við grunn og sökkla eru hafnar og átti að taka viðbygg- inguna í notkun í júní. Þær hafa nú verið stöðvaðar vegna þess að eig- andi húss í nágrenninu kærði útgáfu byggingarleyfis. Björgvin Þor- steinsson segir að eigendurnir hafi lagt áherslu á að taka hótelið í notk- un fyrir sumarið enda hafi verið hagkvæmt að vinna að þessum fram- kvæmdum saman. Telur hann ljóst að bænum hafi orðið á mistök við út- gáfu byggingarleyfis og það taki tíma að vinna úr þeim með deili- skipulagi eða á annan hátt. Því verði ekkert úr stækkun hótelsins. Eig- endurnir hafi ákveðið að ljúka ein- ungis við endurnýjun herbergjanna í eldri hluta hússins. Við það fækkar herbergjum á hótelinu því öll verða með sérbaði. Á hótelinu verður því 20 herbergjum færra í sumar en áform voru um. Þörf fyrir stækkun Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að vegna vax- andi umferðar ferðamanna um Snæ- fellsnes sé þörf fyrir aukið gisti- pláss. Bæjaryfirvöld hafi því fagnað áformum nýrra eigenda hótelsins um uppbyggingu og reynt eftir mætti að liðka fyrir að hún gæti far- ið fram nú. Hann segir að talið hafi verið nægilegt að láta fara fram grenndarkynningu á áformum um stækkun hótelsins og hafi skipulags- og byggingarnefnd samþykkt að gefa út byggingarleyfi að því búnu og að fengnu samþykki Brunamála- stofnunar. Það hafi eigandi ná- grannalóðar ekki sætt sig við og tal- ið að viðbyggingin væri of nálægt húsi sem hann er að gera upp. Krist- inn segir að lögfræðingar telji nú líklegt að það sé rétt, að þurft hefði að fá samþykki eigandans eða breyta deiliskipulagi. Segir Kristinn að vinna við breytingu á deiliskipu- lagi sé hafin en hún taki sinn tíma. Segir hann ömurlegt ef þetta leiði til þess að hætt verði við stækkun hót- elsins því hún skipti miklu máli fyrir bæjarfélagið og virkileg þörf sé fyrir hana. Kristinn segir að til greina komi að leysa málið með því að kaupa hús þess sem kærði útgáfu leyfisins og það sé í athugun. Aukin umferð ferðafólks Björgvin Þorsteinsson telur að miklir möguleikar séu í hótelrekstri í Ólafsvík vegna aukinnar umferðar ferðafólks. Segir hann að hvalaskoð- un frá Ólafsvík og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafi mikið aðdrátt- arafl. „Við höldum að möguleikarnir séu miklir en vitum að það getur tekið sinn tíma að vinna þetta upp,“ segir hann. Hótelíbúðirnar í gisti- heimilinu verða leigðar út af hót- elinu. Björgvin segir einnig koma til greina að leigja þær félagasamtök- um sem orlofsíbúðir. Ýmsir mögu- leikar séu uppi varðandi það. Nýir eigendur Hótels Ólafsvíkur innrétta nítján hótelíbúðir í gistiheimilinu Hætt við viðbyggingu vegna kæru Morgunblaðið/Alfons Finnsson Endurnýjun Iðnaðarmenn vinna á fullu við að innrétta húsnæði gistiheim- ilisins upp á nýtt. Þar verða teknar í notkun hótelíbúðir eftir tvo mánuði. Egilsstaðir | Stoppleikhópurinn ferðast nú á milli skóla á Austur- landi og sýnir verkið Hrafnkels- sögu Freysgoða. Hrafnkelssaga, eða Hrafnkatla, er í hópi þekkt- ustu Íslendingasagna. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi. Leiksýningin er ætluð ungmenn- um í efstu bekkjum grunnskóla og nemum á framhaldsskólastigi. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð, leikarar eru þeir Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd og búninga hannaði Vignir Jóhanns- son. Hrafnkell Freysgoði fer um Austurland Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Freysgoðinn hrekur Sám frá Aðalbóli Valgeir Skagfjörð og Eggert Kaaber leikarar í hlutverkum sínum í Hrafnkelssögu Freysgoða. TENGLAR ................................................... www.stoppleikhopurinn.com Egilsstaðir | Á konudaginn, sunnu- daginn 20. febrúar verður opnuð sýning, í sýningarskáp Bókasafnsins á Egilsstöðum, á vettlingasafni í eigu Helgu Hansdóttur húsfreyju á Hvolsvelli. Hún hefur safnað vett- lingum frá 17 ára aldri eða í rúm 40 ár. Safnið er mjög fjölbreytt og er um 500 gripir. Gefur þar að líta bæði útprjónaða kjörgripi og hvunndags- plögg í allavega ástandi, þeir eru þæfðir, götóttir, viðgerðir og lítt notaðir eða jafnvel ónotaðir, en eiga langflestir sína sögu sem er skil- merkilega skráð. Til dæmis eru í safninu vettlingar prjónaðir af ein- hentri konu á Suðurlandi og spari- vettlingar þriggja systra í Borg- arfirði syðra, prjónaðir fyrir þrettándadansleik sem haldinn var veturinn 1947. Þetta er þriðja sýningin á vett- lingasafni Helgu. Það hefur áður verið sýnt í Gerðubergi og á Selfossi. Á opnunardaginn verður sýningin opin frá kl. 14–17 en verður síðan opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins, alla virka daga frá kl. 14–19. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samstæðir og stakir Á fimmta hundrað vettlinga sem Helga Hans- dóttir hefur safnað er nú til sýnis í Bókasafni Héraðsbúa. Safnaði vettlingum í fjörutíu ár Egilsstaðir | Ístölt Austurlands, sem er opið töltmót, verður haldið á Lagarfljóti í Egilsstaðavík á laug- ardag. Mikið er lagt í undirbúning mótsins og verður það sent út beint á Netinu. Það er vefurinn www.847.is sem sendir mótið út og hefur Daníel Ben Þorgeirsson, forsvarsmaður vefjar- ins, veg og vanda af útsendingunni. „www.847.is er fyrsti hestafjölmið- illinn hér á landi sem sýnt hefur beint á Netinu frá uppákomum í hestaíþróttum,“ segir Daníel. „Fyrst var sent beint frá móti sem haldið var í Ölfushöll árið 2001, síð- an frá Ístölti í skautahöllinni í Reykjavík árið 2002 og einnig var Landsmót hestamanna árið 2002 sýnt beint á Netinu frá 847. Þá hef- ur verið sýnt beint frá kynbótasýn- ingum í Kópavogi. Ástæða þess að við ákváðum að sýna beint frá þessu móti í sam- starfi við hestamannafélagið Frey- faxa og Símann er einföld. Ég kemst til dæmis ekki sjálfur á þetta mót og geri ráð fyrir því að margir aðrir komist ekki vegna mótahalds hér í bænum, svo ekki sé talað um alla hestamenn og áhugafólk um hestamennsku erlendis, sem hafa nýtt sér þessar útsendingar mikið. 847 hefur ávallt boðið öllum hestamannafélögum að kynna sína starfsemi á vefnum og þeir aðilar sem eru í forsvari fyrir Freyfaxa lifa greinilega á nýrri öld og vilja nýta sér nýjustu tækni.“ Daníel segir að stór hópur fólks erlendis hyggist fylgjast með útsendingunni. Mótið hefst kl. 10 árdegis og verður keppt í unghrossaflokki 16 ára og yngri, ungmennaflokki, höfð- ingjaflokki, áhugamannaflokki og opnum flokki. Í framhaldi af ístölt- mótinu er uppskeruhátíð hesta- manna á Austurlandi haldin í Vala- skjálf kl. 20 á laugardagskvöld og er heiðursgestur umboðsmaður ís- lenska hestsins, Jónas R. Jónsson. Hestamannafélagið Freyfaxi tekur tæknina í sínar hendur Ístöltmót sent út á Netinu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Færið kannað Ístöltmót Freyfaxa fer fram á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.