Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Glæsilegar vörur úr marmara og granít Opnum á MÁNUDAG sýningarsal í Síðumúla 13 og bjóðum nú allt að 50% afslátt næstu daga. Granítflísar frá 2.890m2 Síðumúla 13, S: 517-0077 www.granithusid.is tilboðsverð 25.750 Granítflísar frá 2.890 Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN HANN snæddi yfir fimm þúsund máltíðir sem hann skrifaði svo um í New York Times þau tíu ár sem hann var veitingahúsarýnir hjá blaðinu en Bryan Miller hefur í aldarfjórðung skrifað um mat fyrir bandarísk dag- blöð. Hann skrifar enn um heimsóknir sínar á veitingahús, ekki bara í New York heldur víðsvegar um heim og þó enn frekar skrifar hann um hefðir, strauma og stefnur í matargerð en hann er dálkahöfundur hjá New York Times og hjá The New York Observ- er. „Mig hafði mjög lengi langað til að koma til Íslands og þegar tækifæri bauðst var ég ekki lengi að stökkva á það,“ segir hann milli þess sem hann bragðar á vinsælum réttum á Jóm- frúnni í Lækjargötu. Bryan er í raun hissa á matnum sem hann fær og dásamar færni ís- lenskra matreiðslumeistara. Hann talar líka af velvild um þorramatinn. Bryan hefur skrifað um tíu bækur sem snerta mat og matargerð og þekktastar eru líklega bækurnar Matreiðsla fyrir bjána (Cooking for dummies) og Eftirréttir fyrir bjána (Deserts for dummies). Það er því tilvalið að spyrja hann hvort allir geti lært að elda góðan mat? „Það geta allir lært und- irstöðuatriði í eldamennsku og eldað. Hinsvegar er ekki öllum gefið að verða sælkerakokkar. Það er eitt- hvað sem fólk hefur í blóðinu, tilfinn- ing fyrir kryddi og samsetningunni.“ Bryan segir að þegar fólk sé að stíga sín fyrstu skref í eldamennsk- unni verði því oftast á í messunni með undirbúning og að eiga ekki réttu áhöldin og þá aðallega ekki réttu hnífana. „Fólk þarf að undirbúa matseldina. Fyrst á að lesa uppskriftina og síðan að undirbúa allt hráefnið, sneiða laukinn, saxa tómatana og svo fram- vegis. Góður undirbúningur gerir eldamennskuna svo miklu auðveldari og skemmtilegri.“ Nú hefur þú skrifað um mat til fjölda ára. Eldar þú sjálfur? „Núna geri ég það og nýt þess. Hinsvegar snerti ég ekki potta og pönnur þegar ég var í föstu starfi sem veitingahúsarýnir. Uppáhaldsrétturinn sem þú býrð til heima? „Það er klassískur réttur, Osso Buco.“ Hefur flóra veitingahúsa ekki tekið geysilegum breytingum í Bandaríkj- unum síðan þú byrjaðir fyrst að skrifa um mat fyrir 25 árum? „Jú, mikil ósköp. Fjölbreytnin hef- ur aukist gríðarlega, mörg veitinga- hús hafa lagst af á meðan önnur hafa lifað af.“ Það er líka tíska í veitinga- húsum eins og öðru og um þessar mundir segir Bryan að heimilislegur matur sé aftur að ryðja sér til rúms í New York og einfaldleiki í mat- argerðinni. Þá segir hann Bandaríkjamenn að verða æ meðvitaðri um hvað þeir setja ofan í sig og þeir velja í auknum mæli lífrænt ræktaða fæðu, forðast hormónasprautað kjöt, lesa á miðana og sniðganga rotvarnarefni. „Þessar lífsstílsbreytingar hafa skilað sér til veitingahúsanna sem leggja mörg upp úr að upplýsa neytendur um uppruna þess sem er á borðum. Þeegar boðið er upp á önd t.d. þá er ekki óalgengt að rétturinn beri heiti bóndabæjarins eða dalsins sem kjötið kemur frá eins og Grilluð Hudson Valley önd væri þá heiti réttarins.“ Í síðasta lagi segir Bryan að nú eigi asísk matargerð miklum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum, kambód- ískir og japanskir réttir t.d. og hann segir dæmi um að fínir franskir staðir séu komnir með sushi-bari hjá sér.  MATARKISTAN | Bandarískur veitingahúsarýnir hrifinn af íslenskum mat Réttu áhöldin gera elda- mennskuna skemmtilegri „Það geta allir lært að elda en að vera sælkera- kokkur, það er eitthvað sem fólk hefur í sér,“ segir Bryan Miller sem hefur gefið út mat- reiðslubækur og skrifað um veitingahús fyrir New York Times í fjölda ára. Morgunblaðið/Jim Smart Bryan Miller var boðið á þorrablót og lét vel af því sem þar var á borð borið. Uppáhalds- veitinga- húsin NOKKUR veitingahús sem eru í uppáhaldi hjá veitingahúsa- rýninum í New York. Le Bernardin 155 West 51st Street Milli 6th and 7th Avenue New York 10019 Sími: 001 212 554-1515 Fax: 001 212 554-1100 Jean Georges Sími: 001 212 299-3900. 1 Central Park West, New York NY 10023. Daniel 60 East 65th Street New York, NY 10021 Sími: 001 212-288-0033 Gotham bar and grill 12 E. 12th St. (Greenwich Village) á milli University Pl. and Fifth Ave. Sími 001 212-620-4020 www. gothambarandgrill- .com Osteria del Circo. 120 West 55th Street, NY 10019 Á milli 6th and 7th Avenues, Pantanir: 001 212.265.3636 Fax: 212.265.9283 Balthazar 80 Spring Street New York 10012 Sími: 001 212.965.1785 Fax: 001212.966.2502 Tölvupóstfang: frontdesk- @balthazarny.com  NEW YORK Osso Buco Kálfakjötsskankar (um tvö og hálft kíló í allt) 1/2 b. hveiti 2 msk. ólífuolía 3 msk. smjör 2 laukar, í þunnum sneiðum, 1 lítil gulrót, fínt niðurskorin 1 sellerístöngull, fínt saxaður 2 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 b. þurrt hvítvín 1 b kjúklingasoð 1 dós heilir plómutómatar með safa sem eru síðan saxaðir gróft 1 1/2 tsk. ferskt timianlauf eða 2/3 tsk. þurrkað timian 2 greinar af ferskri steinselju (flata afbrigðið helst) 2 ræmur örþunnt raspaður sítrónubörkur 1 tsk. salt eða eftir smekk ½ tsk. svartur pipar eða eftir smekk Kryddjurtablanda 3 msk. söxuð steinselja (flata afbrigðið) 1 stórt hvítlauksrif, marið 1 tsk. fínt raspaður sítrónubörkur Hitið ofninn í 160–170 gráður. Þerrið skankana og skerið aðeins í kjötið. (Sumir kjósa að hafa skankana í sneiðum til að stytta suðutíma) Kryddið með salti og pipar. Setjið hveiti í stóra skál og veltið skönkunum upp úr því. Hitið olíu og tvær msk. af smjöri í stórum potti sem þolir að fara í heitan ofn. Skiptið kjötinu í tvo skammta og brúnið það vel í tíu til tólf mínútur, hvorn skammt fyrir sig. Fær- ið skankana úr pottinum. Lækkið hitann og bætið við smjöri svo og lauk, gulrótum, sellerí og hvítlauk og látið malla uns laukarnir eru orðnir gylltir eða í um fimm mínútur. Bætið í restinni af því sem fara á í réttinn og hitið að suðu. Hrærið í og bætið svo skönkunum eða sneiðunum í pottinn og látið malla aðeins. Lokið pottinum og setjið í ofn- inn. Látið nú vera í ofninum í um tvær og hálfa klukkustund eða skemur ef kjötið var í sneið- um.. Í lokin er útbúin sérstök jurtakryddblanda til að hella yfir réttinn. Í hana fer raspaður sítrónubörkur, saxaður hvítlaukur og fersk steinselja. Blöndunni er hellt yfir réttinn og hann borinn strax fram. Osso Buco er ítalskur réttur sem Bryan matreiðir gjarnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.