Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÍKIÐ mun eignast Landsvirkjun að fullu um næstu áramót takist að ná samkomulagi um verð hluta Reykjavíkurborgar og Akureyr- arbæjar í fyrirtækinu sem og aðra þætti. Vilja- yfirlýsing um að ríkið leysi til sín eignarhluta sveitarfélaganna tveggja var undirrituð í gær af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, Geiri H. Haarde, fjármálaráðherra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra og Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri. Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu sagði Valgerður að í kjölfar breytts eignarhalds ráð- gerði ríkið að sameina Landsvirkjun, Raf- magnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða. Með því sameinar ríkið eigur sínar á raf- orkumarkaði í eitt fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu á raforku, sagði Valgerður á fundinum. v e r o h l u e þ v t r f e u s f Breytt eignarhald á Landsvirkjun yrði að sögn Valgerðar gert í ljósi nýrra raforkulaga sem fela í sér samkeppni í vinnslu og sölu raf- orku. Núverandi eigenda- samsetning ekki heppileg „Ég tel það mikil tímamót að eigendur Landsvirkjunar hafi náð saman um þessa stefnumörkun,“ sagði Valgerður á fundinum í gær. „Núverandi eigendasamsetning raforku- fyrirtækjanna er ekki heppileg vegna þess að allir eigendur Landsvirkjunar eiga í öðrum raf- orkufyrirtækjum og það er ekki æskilegt í þessu nýja raforkuumhverfi.“ Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að nú hæfist vinna við að meta virði Landsvirkj- unar og óháðir aðilar verði fengnir til þess Vilja að ríkið eign Landsvirkjun að Ekkert ákveðið um verð hlutar Reykjavíkurborgar Fulltrúar eigenda Landsvirkjunar takast í hendur eftir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um brey „STÓRA verkið framundan er að meta fyrirtækið,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra við Morgunblaðið í gær er viljayfirlýsing um breytt eignarhald á Lands- virkjun var undirrituð. Verða fengnir óháðir fagaðilar til að meta virði fyrirtækisins að sögn Valgerðar. „Fyrirtækið er ekki skráð á markaði svo það er býsna erfitt að segja til um það í dag hvers virði það er. Þannig að það verður að vanda vel til þess verks.“ Þegar Reykjavík og Akureyri verða ekki lengur eigendur að Landsvirkjun, eins og stefnt er að, mun ríkið eignast fyrirtækið að fullu. Um leið er stefnt að því að sameina fyrirtækið tveimur öðrum orkufyrirtækjum ríkisins; Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitum ríkisins. „Við sjáum í því mikla möguleika til framtíðar. Þá eigum við öflugt fyrirtæki, bæði í vinnslu og sölu á raforku,“ sagði Val- gerður. „Síðan eru uppi áform um það árið 2008 eða þar um bil að því fyrirtæki verði breytt í hlutafélag. Í framhaldinu er hægt að hugsa sér það að það komi nýir aðilar að þeim rekstri og að félagið verði skráð á markaði.“ En hver er hagur Landsvirkjunar af því að ríkið leysi til sín eign- arhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar nú? „Það er ekki æskilegt að eigendur Landsvirkjunar eigi allir önnur orkufyrirtæki,“ svarar Valgerður. „Þannig að miðað við almennar reglur í samkeppni samræmist þetta ekki þeim gildum. Þess vegna leggjum við áherslu á það að það verði skarpari línur og með því trúum við því að það skapist samkeppnisumhverfi í samræmi við það sem kveðið er á um í nýjum raforkulögum.“ Nú fer að sögn Valgerðar af stað vinna við að undirbúa samninga um breytta eignaraðild Landsvirkjunar í haust. Í þeirri vinnu munu fulltrúar allra eigenda koma að. „Viðræðurnar eru mjög vandasamar og yfirgripsmiklar,“ segir Valgerður. „Þetta er ekki einfalt verk, það er alveg augljóst. En við vonumst til þess að þeim undirbúningi verði lokið á haustdögum þannig að þessar eignarbreytingar geti átt sér stað um áramót formlega.“ Í takt við tímann „Ég vil lýsa ánægju minni með það að þetta skref skuli nú stigið sem vissulega er fyrsta skrefið á lengri braut,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í gær. „Ég held að það sé löngu tímabært að leiðir skilji milli núverandi eigenda Landsvirkjunar. Það er í takt við tímann að fá hreinni og skýrari línur milli þessara aðila um starfsemi af þessu tagi.“ Stórt verk að meta virði Landsvirkjunar Valgerður Sverrisdóttir Geir H. Haarde „AUÐV þessu st verðið,“ orkuma aðgerð t taka ákv máli lið Við b semi sem sældar f að gæta betur tr dag.“ Ek va Steinunn Óskarsdó Kristján Þ Júlíusson SÍNUM AUGUM LÍTUR HVER Á SILFRIÐ Merkilegt er að sjá, hvaðmenn geta skilið samatexta með ólíkum hætti. Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Ögmund Jónasson, alþingis- mann Vinstri grænna, þar sem hann víkur orðum að Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag og segir m.a.: „Í þessum skrifum má kenna meiri velvilja af hálfu Morgunblaðs- ins í garð stórfyrirtækisins Baugs en gætt hefur fram til þessa í skrif- um blaðsins… En þrátt fyrir þenn- an nýtilkomna hlýhug í garð Baugs eru enn efasemdir á ritstjórnar- skrifstofunni gagnvart hringamynd- un… Blaðinu virðist reyndar svo annt um að styggja ekki stór- kapítalistana að forstjórinn úr Samsonarhópnum er kallaður til vitnis um að Moggalínan sé í lagi…“ Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, les allt annað en vel- vilja af hálfu Morgunblaðsins í garð fyrirtækis síns út úr umfjöllun Reykjavíkurbréfs sl. sunnudag. Hann segir í athugasemd, sem birt- ist hér í blaðinu í fyrradag: „Lesa má úr orðum Morgunblaðs- ins að verið sé að hvetja viðskipta- ráðherra til að skipta upp fyrirtækj- um… Er Morgunblaðið að hvetja til þess að Bónus verði skipt upp eða loka beri verzlunum Bónuss til að minnka markaðshlutdeild okkar?“ Ef skilningur Jóns Ásgeirs væri réttur mundi það varla lýsa þeim „velvilja“, sem Ögmundur Jónasson les út úr Reykjavíkurbréfinu! Það er svo annað mál, að Morgunblaðið hefur aldrei sýnt Baugi annað en velvilja í skrifum sínum, og er sá velvilji ekki nýtilkominn eins og Ög- mundur Jónasson virðist halda. Maður heitir Bill Grimsey. Þegar Agnes Bragadóttir, fréttastjóri við- skiptafrétta Morgunblaðsins, var á ferð í Bretlandi fyrir skömmu til þess að kynna sér hin miklu umsvif Baugs Group og tengdra fyrirtækja þar í landi var þessi maður einn þeirra forystumanna Baugsfyrir- tækjanna, sem hún átti samtöl við. Það samtal birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins hinn 10. febrúar sl. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sl. sunnudag var skrifað að morgni laugardags 12. febrúar og fór blaðið í prentun síðla sama dags. Í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudags var fjallað um lýsingu Bill Grimsey á brezka matvörumarkaðnum, enda var þar að finna verðmætar upplýs- ingar vegna umræðna hér heima fyrir. Eftir helgina kom í ljós að starfs- ferill Bill Grimsey hjá Baugi Group reyndist styttri en að var stefnt. Hann lét af störfum hjá fyrirtækinu nokkrum sólarhringum eftir að hann tók við þeim en að sjálfsögðu voru þau starfslok í sátt og sam- lyndi. Hvað sagði Bill Grimsey í fyrr- nefndu samtali, sem vakti athygli Morgunblaðsins? Hann upplýsti að sérstök skilgreining væri til staðar á brezka matvörumarkaðnum. Í þessu samhengi skiptir ekki máli hver hún er heldur hitt, að hún er til staðar. Og samkvæmt upplýs- ingum Bill Grimsey er markmiðið með skilgreiningunni að tryggja samkeppni. Morgunblaðið vakti athygli á því, að úr því slík skilgreining væri til staðar í Bretlandi væri hægt að taka hana upp á Íslandi. Morgun- blaðið sagði ekki að það ætti að taka upp sömu skilgreiningu og í Bret- landi. Morgunblaðið benti á, að úr því Baugur Group gæti rekið matvöru- verzlanir í Bretlandi innan ramma sérstakrar skilgreiningar á mat- vörumarkaðnum hlyti fyrirtækið líka að geta gert það á Íslandi. Morgunblaðið sagði ekki að Baug- ur hefði uppi tvö sjónarmið í þessu máli, annað á Íslandi og hitt í Bret- landi. Morgunblaðið sagði einungis, að Baugur gæti ekki haft eina skoð- un á Íslandi og aðra í Bretlandi. Forstjóri Baugs Group hlýtur að skilja muninn á þessu tvennu. Og hvar stendur það í Reykja- víkurbréfi, að Morgunblaðið hvetji viðskiptaráðherra til að skipta upp fyrirtækjum?! Það er ánægjulegt að eiga skoð- anaskipti við forstjóra Baugs Group en það hlýtur að vera eðlileg krafa til hans, að hann fari rétt með og óþarfi af honum að halda fram, að Morgunblaðið hafi sagt eitthvað, sem blaðið hefur aldrei sagt! Hins vegar er Jóni Ásgeiri að sjálfsögðu frjálst að hafa þá skoðun, að það sé rangt hjá Morgunblaðinu að Samkeppnisstofnun hafi gert al- varleg mistök með því að sam- þykkja kaup Baugs á 10-11 verzl- unarkeðjunni. Sú skoðun Jóns Ásgeirs breytir hins vegar ekki mati Morgunblaðsins á þeirri ákvörðun. Kjarni málsins er auðvitað sá, að úr því hægt er að setja reglur í Bretlandi til þess að koma í veg fyr- ir, að einn aðili í matvöruverzlun nái of stórri markaðshlutdeild er hægt að setja reglur um það sama á Ís- landi. Og úr því hægt er að setja slíkar reglur um einn þátt viðskiptalífsins er auðvitað hægt að setja slíkar reglur um aðra þætti viðskiptalífs- ins. Og þá er væntanlega líka hægt að setja viðskiptalífinu starfsramma með lögum, sem koma í veg fyrir að 2–3 viðskiptasamsteypur kaupi upp allt Ísland. Eða að bankar kaupi upp hver annan með þeim afleið- ingum, að hér verði í mesta lagi tveir bankar, svo að dæmi sé nefnt. Það er kominn tími til að for- ystumenn í stjórnmálum og við- skiptalífi leggi af þann „heimótt- arskap“, svo vitnað sé til orða Björgólfs Thors Björgólfssonar á viðskiptaþingi af allt öðru tilefni, að Ísland sé eina landið í heiminum, þar sem ekki megi setja viðskipta- lífinu starfsramma, þótt íslenzku út- rásarfyrirtækin uni hag sínum vel á mörkuðum í öðrum löndum, þar sem slíkar sjálfsagðar leikreglur eru í gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.