Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 32

Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MÖRG undanfarin ár höfum við 25 konur mætt í handavinnu í Fé- lagsmiðstöð eldri borgara við Hæð- argarð. Þar hafa myndast vin- áttubönd og við höfum notið samveru við föndur og hvers kyns hannyrðir. Mánudagar hafa orðið fastur liður í tilveru okkar. Því miður hefur forstöðukona mið- stöðvarinnar brotið upp þennan góða hóp, algerlega gegn okkar vilja og öll- um til mikillar mæðu. Málavextir eru þeir að í haust sagði okkar ágæti leið- beinandi, Laufey Jónsdóttir, upp störfum en dró uppsögnina til baka. Því miður greip forstöðukonan, Ásdís Skúladóttir, til þess óyndisúrræðis að brjóta upp hóp okkar og í stað handa- vinnu setja upp námskeið í framsögn og ljóðalestri. Ég er nú á níræðisaldri og kýs satt best að segja miklu frem- ur að dunda mér við handavinnu en lesa ljóð. Það kann að virðast lítt menningarlegt, en svona er ég stemmd. Og svo er um okkur kon- urnar við Hæðargarð. Í stað þess að við komum 25 saman á mánudögum mæta nú 2–3 konur til þess að hlýða á ljóð og æfa sérhljóða. Þrátt fyrir ábendingar okkar hefur Ásdís kosið að virða óskir okkar að vettugi. Okk- ur finnst Ásdís beita okkur órétti og sýna af sér gerræði. Því tel ég mig nauðbeygða að koma þeim óskum á framfæri við Fé- lagsþjónustuna að tekið verði fram fyrir hendur hennar svo við konurnar 25 getum aftur notið mánudaga sam- an á ný. Það hefur lagst þungt á okk- ur að hóp okkar hefur verið slitið. Starfsemin við Hæðargarð er greidd af Reykvíkingum – skattborgurum, fyrir okkur en ekki geðþótta starfs- manna. Því miður hefur borið á því að undanförnu að lítt sé hlustað á óskir aldraðra. Það er kominn tími til að þar verði breyting á. Við munum snúa okkur til Samtaka aldraðra um stuðning í þessu máli, en treystum auðvitað á að Félagsþjónustan taki fram fyrir hendurnar á starfsmanni sínum. STEFANÍA RUNÓLFSDÓTTIR, Bústaðavegi 59, Reykjavík. Gerræði við Hæðargarð Frá Stefaníu Runólfsdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á SÍÐASTA ári var íbúum í norð- anverðum Vesturbæ Reykjavíkur boðið til kynningar og umræðu um nýjar skipulags- hugmyndir. Svæðið beggja megin Mýr- argötu var til umræðu. Vel var að kynning- unni staðið, lagðar fram meginhugmyndir sem síðan voru rædd- ar, og í lokaskýrslu þeirra hönnuða sem verkið unnu sá tals- verð áhrif frá um- ræðunni. Eitt af því sem olli íbúum áhyggj- um voru áætlanir um hæð húsa. Í tillögum sem fram voru lagðar var talað um þriggja til fimm hæða hús á svæðinu. Íbúar töldu miklu nær að talað yrði um tvær til fjórar hæð- ir, og yrði þá gert ráð fyrir misháum húsum og fjölbreytilegum en ekki fjögurra eða fimm hæða kassalaga stór- hýsum. Ástæður fyrir viðhorfum íbúanna voru augljósar. Menn höfðu áhyggjur af að byrgt yrði fyrir allt útsýni út á sund- in og til Esju og Akrafjalls. Auðvitað gerði fólk sér þó ljóst að talsvert út- sýni hlyti að glatast og ekki um það að sakast. Miklu fremur held ég að fólk hafi haft áhyggjur af að þokki og viss þorpsbragur gamla Vesturbæj- arins mundi glatast og tengsl þessa bæjarhluta við hafnarsvæðið rofna ef reist yrði einhvers konar víggirðing háhýsa milli gömlu byggðarinnar við Nýlendugötu og hafnarinnar. Miklu skipti að allra dómi hugmyndin um að setja stokk undir Mýrargötu vegna umferðar gegnum hverfið og loka vesturenda hennar. Þeir sem tóku til máls höfðu yfirleitt áhyggjur af Mýrargötu 26 (gamla Hraðfrysti- stöðvarhúsinu). Það hefur alltaf verið forljót bygging, og nú í nokkur ár sannkallað draugahús. Almennt töldu menn langæskilegast að þetta hús yrði rifið, og á þeirri lóð eins og öðrum milli Mýrargötu og hafnar yrði mishá, og ekki of há, byggð hóf- lega stórra húsa. Nýlega voru svo lagðar fram skipulagstillögur fyrir vestasta hluta svæðisins, þar sem nú standa um- rædd Mýrargata 26 og þar fyrir vest- an verslun Ellingsen og tengt hús- næði. Ég held að nágrönnum öllum hafi hlotið að bregða illilega í brún þegar þeir sáu þessar tillögur. Á Ellingsen- reitnum er gert ráð fyr- ir 7 hæða byggingu ofan á bílageymsluhæð. Þar sem þessi bygging ligg- ur mjög vestarlega í beinu framhaldi af hinu háreista Héðinshúsi kann vel að vera að allhá bygging gæti orðið án stórlýta ef vel tækist með hönnun, þótt betur færi áreiðanlega að hafa hana einni eða tveimur hæðum lægri. Öllu verra er með Mýr- argötu 26. Ofan á þann risavaxna kassa, sem rís nú þrjár hæðir upp af Mýrargötu (fjórar þeg- ar komið er að frá Grandagarði eða frá höfninni), hefur verið bætt öðrum þremur hæðum, þótt þeirri efstu virðist ætlað að verða eitthvað minni en hinar. Til að bæta gráu ofan á svart er á teikn- ingu af svæðinu austan þessa húss annar kassi, tvöfalt lengri (eða breiðari) sem teygir sig átta hæðir upp frá götunni. Hvaða óhappamönnum hefur dottið þetta í hug? Ekki trúi ég því á hönnuðina sem við áttum samtöl við í fyrra. Hvaðan rennur alda sjá? var eitt sinn spurt. Varla þarf að efast um að það er fjármagnið og gróðafíknin sem skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hafa hér knékropið fyrir. Óhætt er að lofa þeim því að þessu verður ekki tekið þegjandi. Segja má að skárra sé að vera ekki að spyrja íbúa ráða en vaða svona fram þvert gegn þeim vilja sem komið hefur fram í grenndar- kynningu. Það er verið að draga fólk á asnaeyrum. Mikið er nú rætt um þéttingu byggðar í Reykjavík. Henni geta fylgt kostir ef vel er að staðið. Hér er dæmi um hið gagnstæða, en e.t.v. vinnst tími til þess seinna að setja Mýrargötumálið í stærra samhengi. Slys við Mýrargötu? Vésteinn Ólason fjallar um skipulagsmál í Vesturbænum Vésteinn Ólason ’Varla þarf aðefast um að það er fjármagnið og gróðafíknin sem skipulags- yfirvöld Reykja- víkur hafa hér knékropið fyrir.‘ Höfundur er prófessor og býr við Nýlendugötu. UMRÆÐAN ✝ Rósbjörg Sig-urðardóttir fæddist í Keflavík við Hellissand 16. nóvember 1910. Hún lést á Grund við Hringbraut í Reykjavík 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Jónatansson, f. 1872, d. 1961, og Stefanía Steinunn Stefánsdóttir, f. 1878, d. 1947, af Snæfellsnesi. Fyrri maður Stefaníu var Kristján Kristjánsson, f. 1877, d. 1902. Systkini Rósbjargar voru Lovísa, f. 1899, d. 1954, Kristján Sig- urjón, f. 1902, d. 1989, Hallgerð- ur, f. 1908, d. 1931, Gísli, f. 1912, d. 1914, Þórleif, f. 1914, d. 1989, og Steinunn, f. 1917, og er hún ein eftirlifandi systkinanna. Rósbjörg giftist 1929 Eggerti Sveinbirni Davíðssyni, f. 8. apríl 25. febrúar 1935. Maður hennar er Einer R. Nielson, f. 1932, og eru þau búsett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru: Eggert R. Niel- son, f. 1957, hann á eitt barn, og Elsa R. Nielson, f. 1959, hún á þrjú börn. Rósa, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp hjá foreldrum sínum á Hellissandi. Þau hjónin, Rósa og Eggert, byrjuðu búskap sinn í nýreistu húsi sínu á Öldu- götu í Hafnarfirði, síðar bjuggu þau í Sveinskoti á Álftanesi og víðar en árið 1950 reistu þau hús- ið á Nesvegi 67 og þar stóð heim- ilið síðan. Rósbjörg söng í kirkju- kór Neskirkju frá stofnun kórs og safnaðar og söng í kirkjukórnum hátt í 50 ár. Hún tók mikinn þátt í starfi Kvenfélags Neskirkju, var gjaldkeri félagsins um skeið og vann bæði félagi og kirkju vel til margra ára. Eftir lát eiginmanns síns fór hún út á vinnumarkaðinn og vann lengst af sem gæslukona á barnagæsluvelli við Sörlaskjól og var vel þekkt sem „amma Rósa á róló“. Heimili sitt hélt hún meðan heilsan leyfði fram á tí- ræðisaldur. Útför Rósbjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1901, d. 4. september árið 1952, sem starf- aði lengstum sem húsasmiður, og hafði Rósa því verið ekkja í rúmlega hálfa öld er hún lést. Börn þeirra Eggerts eru: 1) Hall- geir, f. í Hafnarfirði 2. febrúar 1931, d. 9. febrúar 1979, var kvæntur Hildi Arndísi Kjartansdóttur, f. 1936, d. 2003. Börn þeirra eru: a) Rósa, f. 1958, hún á tvö börn, b) Eggert Davíð, f. 1961, d. 1990, c) Guðmunda, f. 1961, á eitt barn, d) Kjartan, f. 1970, á tvö börn og e) Halla, f. 1972. 2) Erla, f. á Álftanesi 27. febrúar 1934, gift Gunnsteini Karlssyni, f. 1932, og eru þau bú- sett í Garðabæ. Börn þeirra eru: a) Björg, f. 1957, hún á tvö börn, og b) Guðrún Rósa, f. 1959, hún á tvö börn. 3) Stefanía Sigrún Egg- ertsdóttir Nielson, f. á Áfltanesi Elsku systir, nú er langri samveru lokið í bili, ég þakka þér fyrir allt. Fyrst er ég man vel eftir þér var þegar þið Leifa dróguð mig upp úr bæjarlæknum á Fossi. Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrði ykkur syngja: „Heim skal halda í kvöld, hjartans þökk“, það var svo fallegt allt, stjörnuljós og snjór yfir öllu, þið höfðuð rennt ykkur allt kvöldið, þið fóruð alveg upp á fjall. Svo var okkar góða heimili; ég minnist þess að mamma sagði, það má passa að of- gera ekki henni Rósu, hún er svo vilj- ug. Það varð svo, hún var alltaf eitt- hvað að gera. Þú varst ætíð mín stóra systir, ég og mínir hafa átt sitt annað heimili hjá þér. Ég þakka af hjarta alla okkar samveru, hún er orðin nær öll 20. öldin með allri sinni breytingu. Ég votta dætrum þínum og afkomend- um innilega samúð. Ég kveð þig með orðum Valdimars Briem. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Steinunn Sigurðardóttir. Að leiðarlokum í þessu lífi er mér ljúft og skylt að þakka Rósu móð- ursystur minni það sem hún var okk- ar fjölskyldu, hennar heimili var okkar annað heimili. Ef einhver þurfti til Reykjavíkur var alltaf farið til Rósu, fyrst á Baugsveginn og seinna á Nesveg 67. Fyrsta ferðalagið mitt var með allri fjölskyldunni á Fransaranum hans Eggerts með boddýi aftan á pallinum, vestur á Hellissand að gera fínt í kringum leiðið hennar Stefaníu ömmu. Í bakaleiðinni var gist í Stykkishólmi, þar bjó systir Eggerts. Eggert hló, trallaði og gerði að gamni sínu, þannig mann man ég hann. En Rósa missti hann um aldur fram, þau voru nýflutt á Nesveginn, það hefur verið erfitt fyrir hana, en það var ekki hennar háttur að kvarta, gekk að sínu verki og gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Afi Sigurður var á heimilinu, blindur en bjó til bursta, iðjuleysi var ekki þeirra stíll. Ég var einn vet- ur í skóla í Reykjavík og var þá til heimilis hjá Rósu og oft seinna um tíma. Rósa var heilsteypt og trúuð kona, hennar ánægja var að fara í kirkjuna sína, Neskirkju, syngja í kórnum, gefa kaffi og ferðast með því fólki. Ég bið Guð að blessa afkomendur þína. Kærar þakkir fyrir allt, Rósa mín. Kristjana Vilhjálmsdóttir. Það var sérstök birta í kringum hana. Hún var frænkan á Nesveg- inum sem allir sóttu heim, hún sem alltaf gaf sér tíma til að sinna frænd- fólki og vinum. Rósa var af þeirri kynslóð fólks af Snæfellsnesi sem flutti suður en lifði jafnan í heimi þorpsins þar sem stór- fjölskyldan var alltumlykjandi. Þetta fólk hafði ævinlega opið hús fyrir sveitunga og vini. Og þegar váboðar lífsins knúðu dyra var hún æ reiðubúin hjálpandi hendi, hlýju hjarta. Sjálf mætti hún þungum sorgum á lífsins leið og stóð af sér hetjulega. Hún bar sig glæsilega og var höfð- ingi í sjón og reynd. Í minningunni var Rósa ömmusystir mín einlægt veitandi, hvort sem var í kaffiboðum bernskunnar eða á erfiðum stundum síðarmeir. Elskuleg, góð kona hefur kvatt heiminn – og við samferðamenn drúpum höfði og þökkum samfylgd- ina. Óskar Guðmundsson. RÓSBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Unnur Guð-bjartsdóttir fæddist á Bíldudal 9. október 1916. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 2. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jensína Lofts- dóttir, f. 1883 og Guðbjartur Friðriks- son bátasmiður, f. 1892, bæði ættuð úr Arnarfirði. Bræður Unnar eru Friðrik búsettur á Akureyri og Loftur búsettur í Reykjavík. Unnur giftist Brjáni Jónassyni 1. nóvember 1941. Börn þeirra eru: 1) Svala Björt, maki Henrý Þór Kristjánsson, börn þeirra eru Unn- ur og Kristján Þór. 2) Jónas, maki Snjó- laug Sveinsdóttir, börn þeirra eru Helga Hrönn, Brjánn og Haukur. 3) Brynjar, maki Stefanía S Bjarna- dóttir, börn þeirra eru Snæbjörn, Auð- ur og Sigrún. Barna- barnabörn Unnar eru fjögur. Unnur ólst upp á Bíldudal, bjó síðar á Akureyri og í Reykjavík en síð- ustu árin í Hafnarfirði. Útför Unnar var gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði 8. febrúar. Vegna mistaka við vinnslu ævi- ágrips Unnar birtum við það aftur og biðjumst velvirðingar á mistök- unum. Unnur. Hún var lágvaxin og ljúf. Aldrei margorð. Þau kunnu þá list að þegja saman hjónin, þurftu ekki að segja margt til að skilja hvort ann- að. Hún og ég gátum líka þagað saman þegar hvorug hafði neitt sérstakt að segja. Við gátum líka hlegið saman og gert grín að okk- ur sjálfum og hvor að annarri. Það var gott. Hún var einstaklega reglusöm með alla hluti. Hvert verk hafði sinn tíma og hver hlutur hafði sinn stað – og hann fór á sinn stað strax að lokinni notkun. Samt var hún umburðarlynd þótt oft væri allt í drasli hjá okkur börnum og tengdabörnum hennar, nefndi það aldrei að henni mislíkaði, þótt henni hljóti að hafa blöskrað. Hún gladdist með vinum og fjöl- skyldu en naut sín síður í fjöl- menni. Hafði gaman af að ferðast með vinahjónum þegar karlarnir renndu fyrir silung en konurnar röltu um hæðir og móa og gáðu að sætukoppum og berjavísum. Svo var farið í berjamó í leynibrekk- una í Grafningnum á haustin. Þá var alltaf blíða. Hún var notaleg tengdamóðir, tók glöð á móti barnabörnunum og lék við þau á meðan mamman skrapp einhverra erinda eða þau hjónin sátu hjá þeim kvöldstund. Við urðum góðar vinkonur og hún naut nándarinnar við börn og barnabörn þegar hún var komin til Hafnarfjarðar. Brján sinn syrgði hún í hljóði á sinn hátt. Hún átti góða að hvar sem hún bjó, Ernu og Friðrik í Eiðsvalla- götunni, tengdaforeldra í Hátún- inu, Kristínu og Hörð í Safamýr- inni, Rannveigu á Sléttahrauninu, og á Sólvangsveginum átti hún margar vinkonur. Hún vildi sjálf fara á Sólvang þegar hún gæti ekki lengur haldið heimili ein. Þangað hafði hún kom- ið í heimsóknir og vissi að þar var vel annast um vistmenn. Það reyndist svo sannarlega rétt þegar á reyndi. Því að þó að þar væri ekki mikið húsrými fyrir hvern og einn er þar ótakmarkað hjarta- rúm, mörg stór hjörtu sem leggja sig fram um að annast aðstand- endur ekki síður en vistmenn. Fyrir það erum við öll afar þakk- lát. Ég þakka Unni fyrir að hafa verið tengdamóðir mín. Snjólaug Sveinsdóttir. UNNUR GUÐ- BJARTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.