Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 37

Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 37
Elsku Signý, það er komið að kveðjustundinni sem þú talaðir svo oft um. Dillandi hlátur, glens og grín kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku hjartans frænka mín. Eins og þú sagðir sjálf þá varst þú alger grallari og stríðnispúki og tókst þér alltaf að fá okkur hin til þess að lyfta brúnum og hlæja. Þannig minnast börnin mín þín – þessi fyndna skemmtilega frænka sem virtist allt- af vera í góðu skapi og átti nóg til af sögum af prakkaranum henni Sig- nýju. Ég sá þig stundum fyrir mér sem barn þeysast um á hestbaki og til í ýmis prakkarastrik og grín – já eins konar Línu langsokk þess tíma. Þú sagðir stundum að þú værir af annari plánetu – ólík öllum öðrum og eitthvað var sennilega til í því. Þinn sjarmerandi karakter, prakkara- skapurinn og frásagnargleðin gerði þig einstaka og eftir lifir minningin um frábæra frænku og trúnaðarvin- konu. Ég minnist sérstaklega þess tíma er við vorum nágrannar, en þá sátum við oft tímunum saman og spjölluðum. Þinn lífsins skóli lét þig takast á við ýmis erfið verkefni og mátti stundum greina hjá þér svolít- inn biturleika og stundum fannst mér þú gera of mikið af því að skamma sjálfa þig fyrir allt sem mið- ur fór í lífinu. Þrátt fyrir grallara- gang og kímni bjó undir skelinni við- kvæm og meyr sál sem tók svo djúpt nærri sér áföll og erfiðleika annarra. Það var svo gott að finna þá hlýju og einlægni sem frá þér streymdi, en þú vildir alltaf hjálpa og styðja þá sem erfitt áttu. Það tók á þig svo sárt að finna til vanmáttar gegn óskiljanleg- um atburðum, slysum og sorgar- stundum, sérstaklega þegar börn áttu í hlut. Með tárin í augunum sagðir þú gjarnan: ,, Hvers vegna gat Guð ekki tekið mig í staðinn? Það mátti svo sannarlega skynja þá væntumþykju og hlýju sem þú barst til barnanna þinna, barna- barnanna og nánustu fjölskyldu og votta ég þeim nú innilega samúð mína. Eftir stendur stórt skarð og tómleiki en eftir lifa allar góðu minn- ingarnar um þig, elsku frænka mín. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér svo náið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Guð geymi þig og varðveiti minn- inguna um þá góðu persónu sem þú hafðir að bera. Þín frænka og vinkona, Hildur Sigurðardóttir. Nú komin ert á betri stað, kæra frænka mín! Kát og hress og gáski og glettni aftur af þér skín. Þú full nú ert af orkunni sem einkenndi þig hér og nýtur hverrar mínútu í frelsi er hentar þér. Ég sé þig sitja fram á stefni, í fagurlaga bát. Í sól, við fætur þínar, leikur alda hafsins kát. Eða ríða viljafák um vegleysur og engi og finna vindinn kyssa kinn, þú hlærð nú vel og lengi. Þú náttúrunnar barnið varst, þú frelsis naust svo vel. Þó stríðin vær’og prakkari þig skort’ei vinarþel. Um aðra ávallt hugsaðir, oft gleymdir sjálfri þér. Frá unga aldri man ég þig, ég brosi með sjálfri mér. (Hjördís Sig.) Signý móðursystir okkar var einn þeirra ríku persónuleika sem gaf líf- inu lit og skildi eftir ógleymanlegar minningar. Þessar minningar tengj- ast gjarnan Kastalabrekku þar sem við systkinin ólumst upp í frelsi sveitalífsins, í faðmi foreldra sem lögðu áherslu á fjölskyldugildi. Jafn- vel þótt samfundir okkar hafi í fjölda ára verið hér á mölinni var umræðu- efnið gjarnan tengt sveitinni, hestun- um og reiðtúrum. Þegar Signý kom í heimsókn og á meðan heilsan leyfði voru hestarnir beislaðir. Þá bað hún um viljugan hest, nennti ekki að sil- ast á einhverri letibykkju. Hestarnir spiluðu með og þessir skemmtilegu reiðtúrar enduðu gjarnan í loka- spretti heim. Það var eins og ósýnileg tengsl væru á milli knapa og hests sem skynjuðu frelsið og náttúruna á sama hátt. Löngu eftir að hún var hætt að fara á bak hafði hún gaman af því að rifja upp skemmtilega reið- túra á viljafákum í Álftaverinu þegar hún var ung. Í minningunni var Signý ævintýra- kona sem sigldi til erlendra hafna með fraktskipum. Skipafréttirnar í útvarpinu létu okkur vita hvar hún var og hvert ferðinni var heitið, ein- hvers konar kennslustund í landa- fræði fyrir óharðnaða krakka í sveit- inni á þeim tíma. Síðar þegar ég var komin í langskólanám leigði Signý okkur Lárusi húsnæði einn vetur. Vegna vinnu hennar sáumst við ekki oft á þeim tíma en umhyggjan um- lukti okkur alla tíð. Þegar ég heim- sótti Signýju síðast í íbúðina sína var sjónin mikið farin að gefa sig. Hug- urinn var samt hinn sami. Þoldi ekki skítugan blett og þótt getan væri ekki mikil var viljinn nógu sterkur til að þrífa og þvo. Ekki nóg með það, heldur hélt hún ótrúlega lengi áfram að fara út í gönguferðir. Fannst hún verða að fá ferskt loft og viðra sig. Með glettninni og grallaraskapn- um fylgdi ómæld hlýja og væntum- þykja. Hún hafði stórt hjarta og bar fyrst og fremst hag annarra fyrir brjósti. Börnin, barnabörnin og litlu barnabarnabörnin voru henni ætíð hugleikin. Hún var ekki í rónni ef henni fannst eitthvað vera að og hætti ekki fyrr en hún var búin að gera allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa þeim. Hún hringdi oft til að ræða málin og bar upp spurningar sem erfitt var að svara. „Af hverju í allri þessari tækni, frænka mín, er ekki hægt að gera eitthvað í þessu?“ Og lífið var ekki alltaf dans á rósum, Signý mátti sjá á eftir eiginmanni, dóttur og dótturdóttur hverfa úr þessu lífi. Nú þegar hún er öll, er gott til þess að hugsa að hún sé örmum vafin á æðri stöðum. Með Signýju er fallin frá stórkostlegur persónuleiki. Móðir og amma sem var tilbúin til að fórna öllu fyrir sína nánustu. Kær systir sem var svo umhugað um vel- ferð og vellíðan. Frænka sem mun lifa í minningunni, frænka sem lét manni finnast að maður skipti máli. Fyrir okkar hönd og foreldra okkar færum við bestur þakkir fyrir ógleymanleg kynni og samferð. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning henn- ar. Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. Hásumardagur. Sólskinið flæðir yfir Fljótsdalinn. Loftið stendur kyrrt í 25 stiga hita. Lagarfljót sindr- ar milli hárra bakka. Ég hef ekki fyrr komið á Austurland, þó ég eigi þang- að ættir að rekja. Við stígum út úr bílnum skammt frá sveitasetri frænda. Ekki er hægt að kalla Skriðuklaustur minna en sveitaset- ur! Við litumst um. Á túninu liggur nýslegið gras og fersk angan berst að vitum. Gegnum mettað loftið seytlar dillandi hlátur og þegar við göngum nær sjáum við unga, ljóshærða stúlku, í bláum sumarkjól með gúmmískó á fótum, standa uppi á mæni hússins með garðslöngu, að vökva grasþakið og gantast eitthvað við Gunnar yngri, sem stendur eins og negldur við bæjarhelluna. Þetta er líklega nýja stúlkan, út- skrifuð af Hallormsstaðarhús- mæðraskóla, sem við höfum frétt að sé komin til Francisku. Hún á að vera forkur til allra verka, utan húss sem innan. Þessa daga sem við dveljum þarna í þægilegu iðjuleysi er Signý eins og „hvítur stormsveipur“, svo notað sé auglýsingamál, um allar trissur. Kvöld og morgna í fjósinu, að snúa heyi á túninu, við brauðbakstur í eldhúsinu svo ilminn leggur langar leiðir og ærir upp í manni sultinn. Svo fréttist að brúðkaup sé í vænd- um. Það er aftur komið sumar og við erum á leið upp í Mosfellssveit. Á Skeggjastöðum býr frændfólk Sig- nýjar og þar á að skíra. Signý leggur litlu stúlkuna í hvíta, síða kjólnum í fang Gunnars, móðurbróður míns, sem á að halda henni undir skírn, enda á hún að heita Franciska. Fændi minn ljómar af gleði. Þetta er fallegur og bjartur dagur, að vísu ekki eins heitur og sumardagarnir á Skriðuklaustri árið áður. Ungu hjónin, Signý og Gunnar, reistu sér hús í Mosfellssveit, rautt með svörtu þaki og það kom í hlut Signýjar að sjá heimilinu farborða. Hún dró ekki af sér við vinnu. Um skeið starfaði hún við teppaverk- smiðju á Álafossi og þegar í ljós kom að hún þoldi illa þungt verksmiðju- loftið munstraði hún sig á skip sem kokkur og lagðist í siglingar. Á sjón- um hækkaði hún í metorðastiganum og varð hofmeistari. Hún færði sann- arlega björg í bú, enda voru hjónin þá komin með þrjú börn. Þegar Signý kom úr Danmerkur- ferðum leit hún stundum inn hjá móður minni og sagði fréttir af frændfólki okkar sem hún hafði hitt: „Soffía mín, ég má til að heilsa aðeins upp á þig og segjar þér fréttir að ut- an.“ Signý var af góðu bergi brotin. Að henni stóru sterkir skaftfellskir stofnar. Eftir að foreldrar hennar brugðu búi reistu þau sér lítið hús í landi Grafarholts. Húsið var nánast eins og dúkkuhús og við það komu þau upp litlum trjágarði. Sumarið 1977 heimsóttum við hjón Hildi, móður Signýjar, sem þá var ekkja, í litla húsið. Með okkur í för var víðförull, breskur sagnfræðing- ur. Hildur, uppábúin á peysufötum, tók okkur opnum örmum og bauð upp á kaffi og flatbrauð með hangi- kjöti. Hún sýndi vini okkar hand- brögðin við tóvinnuna, kembdi, spann á rokk og tók fram prjónana. Hún settist við orgelið og spilaði og söng ættjarðarljóð. Loks gekk hún með okkur um garðinn og nefndi nöfn jurta sem vísindamaðurinn færði vandlega inn í vasabók sína. Hún leysti hann síðan út með forláta fingravettlingum, sem hún hafði bæði spunnið þelbandið í og prjónað. Vini okkar þótti mikið til um heim- sóknina í dúkkuhúsið. Ævi Signýjar var enginn dans á rósum. Gunnar, frændi minn, var eins og viðkvæm jurt, sem alla tíð þurfti að hlúa að. Signý var kjölfest- an í lífi hans, sá sterki stofn sem stóð af sér öll hret. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR Mikið var sorglegt að lesa fréttina um að hann Einar Sveinsson arkitekt væri látinn. Hugurinn reikaði strax til baka. Við vorum fjögur pör í námi í Danmörku sem héldum hópinn. Einar og Guðrún, Sara og Tóti, Siggi og Lísa og við Óli Árna. Og eins og gerist oft hjá ungu námsfólki sem býr erlendis í lang- an tíma myndaðist náið og ynd- islegt samband okkar allra í milli, enda fjölskyldur okkar víðs fjarri. Eftir að heim var komið að námi loknu skildi leiðir en væntumþykj- an varði áfram. Á þessum árum eyddum við óhemjumiklum tíma saman og þegar rifjað er upp hlut- verk Einars í hópnum stendur helst upp úr hve yndislega nær- veru hann hafði. Okkur leið alltaf vel nálægt Einari. Hann var ró- lyndur mjög en alltaf með glimt í auga og stutt í húmorinn. Einar var fantavel gefinn, vel lesinn og EINAR SVEINSSON ✝ Einar Sveinssonarkitekt fæddist í Reykjavík 24. ágúst árið 1950. Hann lést á heimili sínu laugar- daginn 29. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Nes- kirkju þriðjudaginn 8. febrúar. víðsýnn og mjög list- rænn. Einstaklega skemmtilegt var að ræða við hann um heima og geima. Það var fátt sem hann ekki hafði skoðun á og allt- af var hann vel að sér um umræðuefnið. Mikið sem það var gefandi. Einnig er minnisstætt þegar við hugsum til baka til þessara námsára okk- ar hve glaður Einar varð þegar hann komst að því að hann var að verða faðir. Guðrún og Ein- ar eignuðust Eggert litla og Einar tók einstaklega mikinn þátt í öllu stússinu í kringum litla hnoðrann. Eins og hann einnig gerði þegar dóttir þeirra Auður Kamma fædd- ist nokkrum árum síðar. Hlýjan og umhyggjan sem hann sýndi börn- um sínum var svo einkennandi fyr- ir Einar. Einnig var aðdáunarvert að sjá hve miklir vinir og félagar þau Guðrún og Einar voru alla tíð. Það er mikill söknuður að honum Einari. Hann kvaddi allt of snemma. En við sem kynntumst honum erum betri manneskjur fyr- ir vikið. Og það getum við verið þakklát fyrir. Megi Guð geyma Guðrúnu, Eggert og Auði Kömmu á þessum erfiða tíma. Valgerður Matthíasdóttir. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, SVÖVU VIGFÚSDÓTTUR. Helgi Hallgrímsson, Rut Helgadóttir og fjölskylda. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU MAGNÚSDÓTTUR, Heiðarbæ 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Eirar. Kristinn Ingvar Ásmundsson, Jack Unnar, Þórdís Þórbergsdóttir, Þórdís Kristinsdóttir, Björn Björnsson, Magnús Smári Kristinsson, Ósk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi minn. Margar góðar stundir átti ég með þér. Mikið vildi ég að þær hefðu orðið fleiri. En þessar stundir met ég mik- ils og munu þær ekki gleymast. Hug- ur minn var hjá þér í veikindunum og nú ertu farinn afi minn, en minning um þig mun aldrei gleymast og hana mun ég geyma í hjarta mínu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, ÓLI JÓHANNES RAGNARSSON ✝ Óli JóhannesRagnarsson frá Skálum á Langanesi fæddist á Þórshöfn á Langanesi 12. september 1930. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi að morgni 6. janúar síðastliðins og var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 13. jan- úar. hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði og Guð geymi þig afi minn. Ellert Már. Elsku Óli minn. Ég kynntist þér ekki eins og ég hefði viljað, en þær stundir sem ég og börnin mín áttum með þér voru okk- ur mikils virði. Takk fyrir stundirn- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig, elsku Óli minn, og hvíl í friði. Ellen Dana og börn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.