Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 43
DAGBÓK
Drengjamenning í grunnskólum – Áhrif –Afleiðingar – Aðgerðir,“ er yfirskriftráðstefnu sem sveitarfélögin Garða-bær, Reykjanesbær, Seltjarnarnesbær
og Mosfellsbær standa fyrir í samvinnu við KHÍ,
menntamálaráðuneytið, Heimili og skóla, Marel
og Actavis. Ráðstefnan fer fram á Grand hóteli 24.
febrúar næstkomandi og mun fjöldi fagfólks og
fræðimanna flytja þar erindi og fyrirlestra um líð-
an og aðbúnað drengja í grunnskólum, stað-
almyndir, karlmennsku og drengjamenningu og
ræða reynslusögur. Þá verða umræður og sam-
ræður meðal þátttakenda.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarstjóri kennslu-
fræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík
(HR), mun í fyrirlestri sínum fjalla um kynjamun í
skólastarfi, umhverfi og aðstæður. „Ég dreg þar
upp tvíþætta mynd; annars vegar lýsandi mynd af
mismunandi árangri og líðan pilta og stúlkna í
grunnskólum, en hins vegar skýrandi mynd, þar
sem leitast er við að varpa ljósi á félagslega þætti
sem gætu útskýrt þann mun sem við okkur blas-
ir,“ segir Inga Dóra.
Hvernig lýsir kynjamunur sér í skólastarfinu?
„Piltarnir standa sig verr en stúlkurnar – hvort
sem litið er á stöðluð próf eða skólaeinkunnir og
hvort sem litið er á stærðfræði, íslensku eða er-
lend tungumál. Mestur er kynjamunurinn í
dönsku og íslensku. Munurinn er minni í ensku og
stærðfræði, en þó til staðar. Þá hafa rannsóknir
sem unnar hafa verið á undanförnum árum jafn-
framt leitt í ljós að piltum líður verr í skólanum en
stúlkum og þeir hætta frekar í námi en þær.
Hærra hlutfall stráka en stelpna telur námið til-
gangslaust og þeir finna frekar fyrir námsleiða.“
Hverju þarf að breyta til að bæta ástandið?
„Við þessu höfum við enn ekki augljós svör,
málið er margþætt og flókið og ljóst að skýring-
arnar liggja bæði innan skólans og utan hans.
Ein leið til þess að koma betur til móts við þarf-
ir bæði piltna og stúlkna er að gera námið ein-
staklingsmiðað í auknum mæli. Við verðum þó að
hafa í huga að nemendur skólanna eru bæði dag-
legir þátttakendur í samfélaginu og börn á ábyrgð
foreldra sinna og því geta verið þættir utan skól-
ans sem hafa þessi áhrif inn í skólann.
Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir hafa
sýnt, svo ekki verður um villst, að námsárangur
nemenda ræðst að verulegu leyti af þáttum sem
liggja utan skólans sjálfs. Hann byggist ekki síður
á því umhverfi sem börnin lifa og hrærast í, á
þeirri hvatningu og stuðningi sem þau fá heima,
þeim anda sem ríkir í jafningjahópnum og síðast
en ekki síst á sjálfsprottnum viðhorfum og lífsstíl
á hverjum stað. Því er nauðsynlegt að líta á mik-
ilvæga þætti utan skóla, til dæmis samskipti við
jafningjahópinn og foreldra.
Við nýja kennslufræðideild HR munum við á
næstu árum rannsaka enn frekar þann mun sem
við sjáum í líðan og árangri pilta og stúlkna og
leitast við að kanna leiðir til úrbóta.“
Menntamál | Ráðstefna á Grand hóteli um drengjamenningu í grunnskólum
Piltum líður verr í skólum
Inga Dóra Sigfús-
dóttir er fædd í Reykja-
vík árið 1967. Hún nam
stjórnmálafræði, sál-
arfræði og félagsfræði
við HÍ, en lauk Ph.d.-
gráðu frá Penn State
háskóla árið 2003.
Inga Dóra hefur m.a.
starfað við rannsóknir
hjá Rannsóknum og
greiningu en er nú
deildarforseti kennslufræði- og lýðheilsu-
deildar Háskólans í Reykjavík. Inga Dóra er
gift Símoni Sigvaldasyni héraðsdómara og
eiga þau tvær dætur.
Idol-stjörnuleit
ÉG er ein af þeim sem fylgist alltaf
með Idol-stjörnuleit og hef gaman
af. En mig langaði að vekja athygli á
því að dómararnir í keppninni eru
ekki hlutlausir, því það er greinilegt
að þeir eru búnir að velja sér sína
uppáhaldskeppendur og gefa þeim
sjaldan, ef ekki aldrei, slæma dóma
þrátt fyrir lélegt gengi. Finnst mér
þetta vera mjög ósanngjarnt gagn-
vart hinum sem eftir sitja og gera
sitt besta en fá ekki alltaf hrósið sem
þau eiga skilið að fá.
Vil ég hér með skora á dómarana
að standa við orð sín um að þetta sé
söngvarakeppni ekki vinsælda-
keppni og dæma fólk eftir frammi-
stöðu en ekki vinsældum, sama
hvort þau heiti Jón eða séra Jón. Ég
vona að breyting verði á þessu og
allir verði dæmdir jafnt í Idol-
stjörnuleit svo áfram verði gaman að
fylgjast með þessu sjónvarpsefni.
Idol-áhorfandi.
Talstöðin
ÞAÐ var ljúft til tilbreytingar,að
vakna kl. 7 föstudaginn 11. febrúar
og stilla inn á nýja rás, 90,9, Talstöð-
ina.
Sigurður G. Tómasson er minn
uppáhalds fréttamaður og hefur
hans verið sárt saknað síðan hann
hætti á Útvarpi Sögu. Ómissandi er
að hlusta á Guðmund Ólafsson, hann
er algjör gúrú hvað Ráðstjórn-
arríkin sálugu varðar. Að því loknu
var áhugavert viðtal við forseta Ís-
lands, hr. Ólaf R. Grímsson.
Ég hlustaði af og til á stöðina
þennan dag, þ.á m. á Hallgrím Thor-
steinsson, sem er afburða frétta-
maður hvað þjóðmál snertir, íslensk
sem erlend, að öðrum ólöstuðum.
Ingvi Hrafn er ætíð hress að vanda.
Ég hef lengi beðið eftir þessari
stöð, hún er góð flóra til viðbótar
öðrum frábærum, t.d. RÚV.
Gott mál hjá þér, Illugi. Ég hef
alltaf notið þess að hlusta á þína
þætti, þ.á m. Frjálsar hendur, í út-
varpinu, haltu því áfram.
Ég óska Talstöðinni góðs frama.
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Skrif til skammar
ÉG veit ekki hverrar trúar blaða-
maður DV er sem skrifar um Gunn-
ar í Krossinum í DV sl. mánudag. Ég
hef trúað skrifum DV um Gunnar og
Krossinn, en nú, þegar ég hef
kynnst Gunnari og Ingu og fólki í
söfnuðinum, finnst mér þessi skrif
um þetta fólk vera til skammar.
Þetta fólk hefur þurft að þola nóg.
Svava.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Bridshátíð hefst í kvöld.
Norður
♠865
♥D865 V/NS
♦32
♣KD32
Vestur Austur
♠K73 ♠Á2
♥K742 ♥G1093
♦KD ♦G10976
♣G754 ♣108
Suður
♠DG1094
♥Á
♦Á854
♣Á96
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass 1 hjarta 1 spaði
2 hjörtu 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Á slaginu sjö í kvöld hefst spila-
mennska í tvímenningi Bridshátíðar –
þeirri 24. í röðinni, sem Brids-
samband Íslands og Bridsfélag
Reykjavíkur hafa haldið í samvinnu
við Icelandair. Að vanda er fjöldi er-
lendra spilara meðal þátttakenda,
bæði boðsgestir og aðrir sem koma á
eigin vegum. Breski stórspilarinn
Tony Forrester hefur oft spilað á
Bridshátíð og hann verður meðal
keppenda nú. Forrester hefur skrifað
nokkrar bækur um brids og er spilið
að ofan komið úr einni þeirra –
Leyndardómum úrspilsins (Secrets of
Expert Card Play).
Forrester var í sagnhafasætinu og
vestur hitti á góða byrjun þegar hann
trompaði út. Vörnin spilaði þrisvar
trompi í byrjun og Tony leist skilj-
anlega ekki á blikuna. En frekar en
að dúkka tígul og upplýsa vörnina um
veikleikann þar, tók hann strax síð-
ustu tvö trompin.
Með bestu vörn á spilið að tapast,
en eins og Forrester bendir á, er
„besta vörn“ álíka líkleg og vinningur
í getraunum, ekki síst þegar ýtt er
undir „verstu vörn“. Sem stundum er
hægt að gera með því að láta mót-
herjana henda af sér áður en spilið
upplýsist.
Er skemmst frá því að segja að
vestur henti tveimur hjörtum, en
austur einu.
Forrester tók þá hjartaás, fór inn í
borð á lauf og spilaði hjarta í bláinn.
Og viti menn – hann fékk tvo slagi á
D8 í hjarta.
Lærdómurinn sem Forrester vill
tefla fram með þessu spili er: Ekki
gleyma „gúmmískvísnum“.
OFBELDI og ofbeldis-
umræða voru í brenni-
depli í verkefni sem
unglingar og starfs-
menn í Félagsmiðstöð-
inni Græðgyn í Hamra-
skóla í Grafarvogi unnu
í samstarfi við lögregl-
una í hverfinu á dög-
unum.
Unga fólkið fór þar í gegnum
fréttir liðinnar viku í dagblöðum og
leitaði að fréttum sem tengdust of-
beldi. Fréttirnar voru síðan klippt-
ar út og límdar upp á þar til gerðar
töflur. Þá voru tekin ljósrit af frétt-
unum áður en þær fóru upp á töfl-
una og ljósritin sett í táknrænar lík-
kistur. Síðan stendur til að bera
ofbeldið á bál og útrýma því þannig
með táknrænum hætti.
Að sögn aðstandenda kom unga
fólkinu dálítið á óvart hversu lítið
var fjallað um hungursneyðir og
hörmungar sem ríkja í fátækum
löndum, en þær megi oft rekja til
ofbeldisverka og stríða á þessum
svæðum. Þá segja aðstandendur af-
ar skemmtilega og frjóa umræðu
hafa skapast meðan á verkefninu
stóð og vonast til að það hafi skilið
eitthvað eftir hjá unga fólkinu.
Ofbeldið rætt opinskátt
Morgunblaðið/Þorkell
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
2. flokkur, 17. febrúar 2005
Kr. 1.000.000,-
501 H
7699 H
10589 B
11017 B
13731 B
25092 B
25373 H
26464 E
42120 H
44324 G
MYNDLISTAKONAN
Karólína Lárusdóttir
opnar í kvöld kl. 20.30
sýningu á grafíkverkum
og vatnslitamyndum í
Grafíksafni Íslands, en
Karólína er myndlist-
armaður ársins hjá Graf-
íkvinum og Íslenskri
grafík.
Sýningin er jafnframt
liður í Vetrarhátíð í
Reykjavík.
Grafíkvinir er styrktarfélag
sem stendur að kynningu á graf-
íklistinni og eru 100 myndir sett-
ar í sölu einu sinni á ári til styrkt-
ar verkstæði Íslenskrar grafíkur.
Stærð myndar er 14 x 19,5 cm og
pappírsstærð er 35 x 33,5 cm.
Myndirnar eru tölusettar og árit-
aðar af Karólínu. Verði mynd-
anna er að sögn aðstandenda stillt
mjög í hóf og gildir lögmálið
„fyrstir koma fyrstir fá,“ sökum
takmarkaðs upplags.
Styrktarsýning Grafíkvina opnuð í kvöld
Sýningin er í Grafísafni Íslands,
Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Op-
ið er fimmtudaga til sunnudaga
frá kl. 14 til 18 og stendur sýningin
til 6. mars.
STUTT spjall verður um listaverk
Einars Jónssonar í listasafni hans í
kvöld kl. 19 og kl. 20 í tilefni af
Safnanótt. Spjallið nefnist „Útlag-
inn, Ingólfur og Þorfinnur Karls-
efni,“ en þar verður fjallað um hug-
myndir manna í byrjun síðustu
aldar um einfarann og hetjuímynd-
ina og hvernig lesa má þær í þrem-
ur stórum standmyndum í aðalsal
safnsins.
Kl. 21 verða síðan tónleikar á
neðri hæð safnsins þar sem Gerður
Bolladóttir sópran og Sophie
Schoonjans hörpuleikari flytja ís-
lensk þjóðlög og sönglög eftir m.a.
Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Ein-
arsson og Atla Heimi Sveinsson.
Hetjur og hörpuljóð í Listasafni Einars
Morgunblaðið/ÞÖK