Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 47
MENNING
„ÉG VAR rosalega heppin að kom-
ast í áheyrnarprófið, því það var lok-
að, og var bara fyrir söngvara sem
eru með umboðsmenn, en ég er ekki
enn komin með einn slíkan. En það
vildi til að prófið fór fram á stúdenta-
heimilinu þar sem ég bý, og sá sem
rekur það, laumaði ferilsskránni
minni í hendurnar á hljómsveit-
arstjóranum. Ég fékk því að spreyta
mig fyrir fólkið frá óperuhúsinu, og
fékk á endanum hlutverkið,“ segir
Margrét Sigurðardóttir sópran-
söngkona, en í gærkvöld var frum-
sýnd í Óperuhúsinu í Cork á Írlandi
óperan Brúðkaup Fígarós eftir Moz-
art, og þar var Margrét í hlutverki
ungu stúlkunnar Barbarínu, eftir
þessar ævintýralegu krókaleið upp á
sviðið. Cork er menningarborg Evr-
ópu í ár, og í tilefni af því var komið á
laggirnar nýju óperufélagi: Opera
2005 sem mun setja á fjalirnar þrjár
uppfærslur á árinu og er Brúðkaup
Fígarós sú fyrsta í þeirri þrennu.
Óperuhúsið í Cork er í raun eina óp-
eruhúsið á Írlandi og í ár fagnar það
150. afmælisári sínu. Ýmislegt hefur
þó gengið á í gegn-
um árin, bruni húss-
ins og endurreisn
þar á meðal. Húsið
er notað undir
margs konar menn-
ingarviðburði en æ
minna hefur farið
fyrir óperuupp-
færslum síðustu ár-
in og síðan 1999 hef-
ur ekki verið
starfandi þar óp-
erufélag. Því hefur
þessi kraftmikla
endurkoma óperu í
borginni vakið
mikla athygli og hefur mikið verið
fjallað um hana í öllum blöðum á Ír-
landi, og má finna ítarlega umfjöllun
í Irish Times, The Examiner og
Evening Echo.
Þetta er fyrsta hlutverk Mar-
grétar á óperusviði en hún útskrif-
aðist frá Royal Academy of Music
síðastliðið vor. „Ég hef verið að gera
ýmislegt síðan ég lauk náminu. Ég
söng heima um jólin, og með Schola
Cantorum á tónleikum
Bjarkar og Sigur Rósar í
París og London. Þá hef
ég verið að sýna mína eig-
in sýningu, sem ég kem
með heim í apríl og sýni í
Listasafni Reykjavíkur.
Hún heitir The Big Cry –
þetta er margmiðl-
unarsýning eftir sjálfa
mig, og ég syng í henni og
leik.“
Margrét býr í London
og segist vera að reyna að
pota sér áfram í sönglist-
inni. „En ég þarf að fara
að komast í samband við
umboðsmenn, og ég vona að eitthvað
fari að gerast í kjölfar þessarar sýn-
ingar. Umboðsmenn nenna ekkert
að hlusta á mann fyrr en maður er
kominn með eitthvað til að sýna
þeim. En ég er með puttana í ýmsu,
og ég er ekki búin að sleppa takinu á
annars konar tónlist. Ég ætla ekki
að láta neinn segja mér hvað ég megi
syngja og hvað ekki; – treysti bara á
guð og lukkuna!“
Tónlist | Syngur hlutverk Barbarínu í Cork á Írlandi
Var laumað í áheyrnar-
próf og fékk hlutverkið
Margrét Sigurðardóttir
MARTA Hrafnsdóttir söngkona
kom fram á hálftíma löngum há-
degistónleikum í Íslensku óperunni
á þriðjudaginn og flutti eingöngu
tónlist eftir Vivaldi, en með henni
spiluðu Sigurður Halldórsson á
barokkselló og Kurt Kopecky á
sembal. Marta hefur fallega alt-
rödd sem hún hafði ekki fullt vald
yfir á tónleikunum; sérstaklega var
neðra raddsviðið fremur hljóm-
laust. Tæknileg atriði flutningsins
virtust trufla; söngkonan virkaði
stíf, það var eins og hún væri
meira að hugsa um sjálfa raddbeit-
inguna en tónlistina sem hún var
að syngja. Kom
þetta niður á
túlkuninni, sem
var of hamin og
eftir því litlaus.
Vissulega lagað-
ist þetta eftir því
sem á leið en
varð því miður
aldrei nógu gott.
Það var þó auð-
heyrt að Marta hefur hæfileika;
sennilega skortir hana bara
reynslu af að koma fram.
Þeir Kopecky og Sigurður skil-
uðu hlutverkum sínum með sóma;
leikur þeirra beggja var tær og
öruggur; hugsanlega fullsterkur
fyrir söngkonuna í upphafi tón-
leikanna en annað er ekki hægt að
finna að frammistöðu þeirra.
TÓNLIST
Íslenska óperan
Marta Hrafnsdóttir flutti tónlist eftir Viv-
aldi ásamt Sigurði Halldórssyni (selló) og
Kurt Kopecky (semball).
Hádegistónleikar
Jónas Sen
Marta Hrafnsdóttir
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir nýjan ein-leik um Gísla Súrsson á Þingeyri í dag. Leik-urinn er byggður á Íslendingasögunni ástsælu
en höfundar eru Elfar Logi Hannesson, sem leikur í sýn-
ingunni, og Jón Stefán Kristjánsson sem jafnframt er
leikstjóri.
„Við vorum að lenda á Þingeyri. Það blasti við að
frumsýna einleikinn hér enda gerist saga Gísla að
stærstum hluta í Haukadalnum,“ sagði Elfar Logi þegar
slegið var á þráðinn til hans síðdegis í gær. Hann var þá
að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar en
frumsýnt verður í kvöld kl. 21. Forsýning verður raunar
núna strax kl. 10 fyrir skólabörn á Þingeyri.
„Úr þessu getum við lítið annað gert en beðið stóra
dóms. Hvernig munu áhorfendur taka sýningunni? Það
er ágætt að byrja á Þingeyri. Ef menn samþykkja hana
hérna hlýtur gatan að vera greið.“
Gísli Súrsson er sjöunda sýningin sem Kómedíuleik-
húsið stendur fyrir og fjórði einleikurinn eftir að Logi
settist að á Ísafirði árið 2000. Síðustu tveir einleikir fjöll-
uðu um Mugg annars vegar og Stein Steinar hins vegar.
Nú er röðin sumsé komin að fornkappanum, Gísla.
„Ég er með bunka af hugmyndum að einleikjum. Gísli
hefur verið í súrnum býsna lengi og mér þótti tímabært
að draga hann upp núna,“ segir Logi. „Þessi saga er
mörgum kær, ekki síst hérna fyrir vestan, og ég var svo
heppinn á sínum tíma að lesa hana tvisvar til prófs. Ekki
það að mér gengi illa í fyrra skiptið, heldur skipti ég um
skóla. Ég hafði mjög gaman af sögunni og segja má að
Gísli hafi ekki farið úr kollinum á mér síðan. Mig hefur
alltaf langað að segja sögu hans á sviði.“
Kennarinn hjó mann og annan
Í seinna skiptið sem Logi las Gísla sögu til prófs í Hér-
aðsskólanum í Reykholti var Snorri Jóhannesson kenn-
ari hans. Þær kennslustundir eru honum ógleymanlegar.
„Snorri, sem nýlega er látinn, var einstakur kennari sem
lifði sig svo sannarlega inn í söguna þegar hann var að
kenna. Lék bardagaatriðin af list og hjó mann og annan
án þess að blikna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann
vakir yfir okkur núna.“
Og Snorri á ekki aðeins snaran þátt í áhuga Loga á
Gísla sögu, heldur er ekki laust við að hann hafi haft bein
áhrif á uppbyggingu sýningarinnar líka. „Það má segja
það. Án þess að ég ætli að segja of mikið hefst sýningin á
því að inn kemur maður sem hyggst segja viðstöddum
söguna um Gísla Súrsson. Það er skemmst frá því að
segja að hann dettur inn í söguna og áður en hann veit af
er hann farinn að túlka framvindu og atburði af miklum
þrótti. Og þarna birtast þær ein af annarri, söguhetjurn-
ar. Gísli sjálfur, Þorkell, Ingjaldsfíflið, Börkur digri og
fleiri.“
Kómedíuleikhúsið er eina starfandi atvinnuleikhúsið á
landsbyggðinni fyrir utan Leikfélag Akureyrar. Logi
segir Ísfirðinga hafa tekið vel í þessa „geggjuðu“ hug-
mynd og leikhúsið njóti mikillar velvildar í bænum.
Menn séu boðnir og búnir að greiða götu þess. „Þetta
hefði aldrei gengið upp nema fyrir góðvild bæjarbúa.
Það kemur svo sem ekki á óvart. Hann er alveg sér á
parti þessi þjóðflokkur hérna fyrir vestan og ávallt
reiðubúinn að leggjast á árarnar með fólki sem fer óhefð-
bundnar leiðir.“
Leikhús í tösku
Umgjörð Kómedíuleikhússins er ekki mikil. Logi segir
að Gísli Súrsson sé dæmigert „leikhús í tösku“ enda varð
sýningin að komast fyrir í skutbíl leikarans. „Það tókst.“
Frá Þingeyri liggur leið Gísla til Flateyrar, Súðavíkur,
Suðureyrar, Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Sýnt verður
jöfnum höndum fyrir almenning og í skólum en sagan er
víða kennd í grunnskólum landsins. Í lok apríl heldur
Gísli suður á bóginn og mun standa á sviði Möguleik-
hússins. „Á sama tíma verða líka kynningarsýningar fyr-
ir grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu ef þeir skyldu
hafa áhuga á því að kaupa sýninguna næsta vetur,“ segir
Logi.
Það er svo ætlunin að þýða einleikinn á ensku og leika
fyrir ferðamenn á Ísafirði í sumar. Sú útgáfa verður
frumsýnd í lok maí. Það er því ljóst að leiðir þeirra Gísla
og Loga mun ekki skilja í bráð. „Ef allt gengur að óskum
verður maður í súrnum fram yfir næsta þorra.“
Leikhús | Einleikur um fornkappa frumsýndur á Þingeyri
Gísli dreg-
inn upp úr
súrnum
Elfar Logi Hannesson í hlutverki Gísla Súrssonar.
orri@mbl.is
TENGLAR
.......................................................................
www.komedia.is