Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 47 MENNING „ÉG VAR rosalega heppin að kom- ast í áheyrnarprófið, því það var lok- að, og var bara fyrir söngvara sem eru með umboðsmenn, en ég er ekki enn komin með einn slíkan. En það vildi til að prófið fór fram á stúdenta- heimilinu þar sem ég bý, og sá sem rekur það, laumaði ferilsskránni minni í hendurnar á hljómsveit- arstjóranum. Ég fékk því að spreyta mig fyrir fólkið frá óperuhúsinu, og fékk á endanum hlutverkið,“ segir Margrét Sigurðardóttir sópran- söngkona, en í gærkvöld var frum- sýnd í Óperuhúsinu í Cork á Írlandi óperan Brúðkaup Fígarós eftir Moz- art, og þar var Margrét í hlutverki ungu stúlkunnar Barbarínu, eftir þessar ævintýralegu krókaleið upp á sviðið. Cork er menningarborg Evr- ópu í ár, og í tilefni af því var komið á laggirnar nýju óperufélagi: Opera 2005 sem mun setja á fjalirnar þrjár uppfærslur á árinu og er Brúðkaup Fígarós sú fyrsta í þeirri þrennu. Óperuhúsið í Cork er í raun eina óp- eruhúsið á Írlandi og í ár fagnar það 150. afmælisári sínu. Ýmislegt hefur þó gengið á í gegn- um árin, bruni húss- ins og endurreisn þar á meðal. Húsið er notað undir margs konar menn- ingarviðburði en æ minna hefur farið fyrir óperuupp- færslum síðustu ár- in og síðan 1999 hef- ur ekki verið starfandi þar óp- erufélag. Því hefur þessi kraftmikla endurkoma óperu í borginni vakið mikla athygli og hefur mikið verið fjallað um hana í öllum blöðum á Ír- landi, og má finna ítarlega umfjöllun í Irish Times, The Examiner og Evening Echo. Þetta er fyrsta hlutverk Mar- grétar á óperusviði en hún útskrif- aðist frá Royal Academy of Music síðastliðið vor. „Ég hef verið að gera ýmislegt síðan ég lauk náminu. Ég söng heima um jólin, og með Schola Cantorum á tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í París og London. Þá hef ég verið að sýna mína eig- in sýningu, sem ég kem með heim í apríl og sýni í Listasafni Reykjavíkur. Hún heitir The Big Cry – þetta er margmiðl- unarsýning eftir sjálfa mig, og ég syng í henni og leik.“ Margrét býr í London og segist vera að reyna að pota sér áfram í sönglist- inni. „En ég þarf að fara að komast í samband við umboðsmenn, og ég vona að eitthvað fari að gerast í kjölfar þessarar sýn- ingar. Umboðsmenn nenna ekkert að hlusta á mann fyrr en maður er kominn með eitthvað til að sýna þeim. En ég er með puttana í ýmsu, og ég er ekki búin að sleppa takinu á annars konar tónlist. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér hvað ég megi syngja og hvað ekki; – treysti bara á guð og lukkuna!“ Tónlist | Syngur hlutverk Barbarínu í Cork á Írlandi Var laumað í áheyrnar- próf og fékk hlutverkið Margrét Sigurðardóttir MARTA Hrafnsdóttir söngkona kom fram á hálftíma löngum há- degistónleikum í Íslensku óperunni á þriðjudaginn og flutti eingöngu tónlist eftir Vivaldi, en með henni spiluðu Sigurður Halldórsson á barokkselló og Kurt Kopecky á sembal. Marta hefur fallega alt- rödd sem hún hafði ekki fullt vald yfir á tónleikunum; sérstaklega var neðra raddsviðið fremur hljóm- laust. Tæknileg atriði flutningsins virtust trufla; söngkonan virkaði stíf, það var eins og hún væri meira að hugsa um sjálfa raddbeit- inguna en tónlistina sem hún var að syngja. Kom þetta niður á túlkuninni, sem var of hamin og eftir því litlaus. Vissulega lagað- ist þetta eftir því sem á leið en varð því miður aldrei nógu gott. Það var þó auð- heyrt að Marta hefur hæfileika; sennilega skortir hana bara reynslu af að koma fram. Þeir Kopecky og Sigurður skil- uðu hlutverkum sínum með sóma; leikur þeirra beggja var tær og öruggur; hugsanlega fullsterkur fyrir söngkonuna í upphafi tón- leikanna en annað er ekki hægt að finna að frammistöðu þeirra. TÓNLIST Íslenska óperan Marta Hrafnsdóttir flutti tónlist eftir Viv- aldi ásamt Sigurði Halldórssyni (selló) og Kurt Kopecky (semball). Hádegistónleikar Jónas Sen Marta Hrafnsdóttir Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir nýjan ein-leik um Gísla Súrsson á Þingeyri í dag. Leik-urinn er byggður á Íslendingasögunni ástsælu en höfundar eru Elfar Logi Hannesson, sem leikur í sýn- ingunni, og Jón Stefán Kristjánsson sem jafnframt er leikstjóri. „Við vorum að lenda á Þingeyri. Það blasti við að frumsýna einleikinn hér enda gerist saga Gísla að stærstum hluta í Haukadalnum,“ sagði Elfar Logi þegar slegið var á þráðinn til hans síðdegis í gær. Hann var þá að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar en frumsýnt verður í kvöld kl. 21. Forsýning verður raunar núna strax kl. 10 fyrir skólabörn á Þingeyri. „Úr þessu getum við lítið annað gert en beðið stóra dóms. Hvernig munu áhorfendur taka sýningunni? Það er ágætt að byrja á Þingeyri. Ef menn samþykkja hana hérna hlýtur gatan að vera greið.“ Gísli Súrsson er sjöunda sýningin sem Kómedíuleik- húsið stendur fyrir og fjórði einleikurinn eftir að Logi settist að á Ísafirði árið 2000. Síðustu tveir einleikir fjöll- uðu um Mugg annars vegar og Stein Steinar hins vegar. Nú er röðin sumsé komin að fornkappanum, Gísla. „Ég er með bunka af hugmyndum að einleikjum. Gísli hefur verið í súrnum býsna lengi og mér þótti tímabært að draga hann upp núna,“ segir Logi. „Þessi saga er mörgum kær, ekki síst hérna fyrir vestan, og ég var svo heppinn á sínum tíma að lesa hana tvisvar til prófs. Ekki það að mér gengi illa í fyrra skiptið, heldur skipti ég um skóla. Ég hafði mjög gaman af sögunni og segja má að Gísli hafi ekki farið úr kollinum á mér síðan. Mig hefur alltaf langað að segja sögu hans á sviði.“ Kennarinn hjó mann og annan Í seinna skiptið sem Logi las Gísla sögu til prófs í Hér- aðsskólanum í Reykholti var Snorri Jóhannesson kenn- ari hans. Þær kennslustundir eru honum ógleymanlegar. „Snorri, sem nýlega er látinn, var einstakur kennari sem lifði sig svo sannarlega inn í söguna þegar hann var að kenna. Lék bardagaatriðin af list og hjó mann og annan án þess að blikna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann vakir yfir okkur núna.“ Og Snorri á ekki aðeins snaran þátt í áhuga Loga á Gísla sögu, heldur er ekki laust við að hann hafi haft bein áhrif á uppbyggingu sýningarinnar líka. „Það má segja það. Án þess að ég ætli að segja of mikið hefst sýningin á því að inn kemur maður sem hyggst segja viðstöddum söguna um Gísla Súrsson. Það er skemmst frá því að segja að hann dettur inn í söguna og áður en hann veit af er hann farinn að túlka framvindu og atburði af miklum þrótti. Og þarna birtast þær ein af annarri, söguhetjurn- ar. Gísli sjálfur, Þorkell, Ingjaldsfíflið, Börkur digri og fleiri.“ Kómedíuleikhúsið er eina starfandi atvinnuleikhúsið á landsbyggðinni fyrir utan Leikfélag Akureyrar. Logi segir Ísfirðinga hafa tekið vel í þessa „geggjuðu“ hug- mynd og leikhúsið njóti mikillar velvildar í bænum. Menn séu boðnir og búnir að greiða götu þess. „Þetta hefði aldrei gengið upp nema fyrir góðvild bæjarbúa. Það kemur svo sem ekki á óvart. Hann er alveg sér á parti þessi þjóðflokkur hérna fyrir vestan og ávallt reiðubúinn að leggjast á árarnar með fólki sem fer óhefð- bundnar leiðir.“ Leikhús í tösku Umgjörð Kómedíuleikhússins er ekki mikil. Logi segir að Gísli Súrsson sé dæmigert „leikhús í tösku“ enda varð sýningin að komast fyrir í skutbíl leikarans. „Það tókst.“ Frá Þingeyri liggur leið Gísla til Flateyrar, Súðavíkur, Suðureyrar, Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Sýnt verður jöfnum höndum fyrir almenning og í skólum en sagan er víða kennd í grunnskólum landsins. Í lok apríl heldur Gísli suður á bóginn og mun standa á sviði Möguleik- hússins. „Á sama tíma verða líka kynningarsýningar fyr- ir grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu ef þeir skyldu hafa áhuga á því að kaupa sýninguna næsta vetur,“ segir Logi. Það er svo ætlunin að þýða einleikinn á ensku og leika fyrir ferðamenn á Ísafirði í sumar. Sú útgáfa verður frumsýnd í lok maí. Það er því ljóst að leiðir þeirra Gísla og Loga mun ekki skilja í bráð. „Ef allt gengur að óskum verður maður í súrnum fram yfir næsta þorra.“ Leikhús | Einleikur um fornkappa frumsýndur á Þingeyri Gísli dreg- inn upp úr súrnum Elfar Logi Hannesson í hlutverki Gísla Súrssonar. orri@mbl.is TENGLAR ....................................................................... www.komedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.