Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005
Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði
...ódýrasta
300 kr.
birtist í 7 daga
mbl.is
smáauglýsingin
Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr.
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
mbl.isá
VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík hófst
í gær. Dagurinn í dag er helgaður
Safnanótt í Reykjavík en þá verður
skipulögð dagskrá í söfnum
Reykjavíkur, aðgangur að þeim
verður ókeypis og opið verður til
miðnættis.
Norræna húsið stendur fyrir
metnaðarfullri dagskrá þar sem ný
mynd Lars von Trier verður m.a.
frumsýnd, Den Fem benspænd eða
Fimm hindranir, en hana gerði
hann í samstarfi við landa sinn og
læriföður Jørgen Leth. Einnig
verða sýndar átta stuttmyndir og
lesið úr norrænum samtímabók-
menntum.
Upplesturinn hefst klukkan 18.30
og verður lesið úr verkum höfunda
á borð við Brunner, Hammann og
Liehu.
Klukkan 20.00 hefst svo kvik-
myndasýningin og ber hún yf-
irskriftina „Film on Film“ og er
hluti af Criss Cross verkefninu.
Criss Cross beinir sjónum að
„hinni kvikmyndalegu nálgun sem
slíkri, í þeim tilgangi að undirstrika
samleikinn á milli heima kvik-
myndagerðarlistar og myndlistar“
eins og fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Auk myndar von Triers og
Leth verða eftirfarandi stuttmyndir
sýndar: Project for a Revolution
eftir Johanna Billig, Urban Fiction
eftir Pia Rönicke, Helmut eftir
Anri Rulkov, Hot eftir Gintaras
Makarevicius, Been in Video eftir
Annika Ström, White Flight eftir
Mats Hjelm, Fast Forward / Fast
Rewind eftir Stefan Otto og
Whiteout eftir Kajsa Dahlberg.
Úr Fimm hindrunum, tilraunakenndri mynd Lars von Trier og Jørgen Leth.
Ný mynd sýnd eft-
ir Lars von Trier
Vetrarhátíð | Kvikmyndasýningar á
Safnanótt í Norræna húsinu
Talað er um árabilið 1980 til1982 sem eitt það grósku-mesta í íslensku rokklífi en
þá ruddust fram á sjónarsviðið
pönksveitir af ýmsu tagi sem höfðu
það að leiðarljósi að „gera“ og
skeyttu minna um að „geta“. Ein
þessara sveita var Taugadeildin
sem starfaði aðeins í rétt liðlega ár,
frá hausti 1980 fram á haust 1981.
Þótti hún vera fyrirtaks tónleika-
sveit og náði að koma út einni fjög-
urra laga sjö-
tommu undir
merkjum
Fálkans áður
en hana þraut
erindi. Tauga-
deildin er ein þeirra sveita sem
margir gráta að hafi aldrei komið
sér í breiðskífugerð og segir Dr.
Gunni um sveitina, 19. september
síðastliðinn, á vefsíðu sinni
(www.this.is/drgunni): „Stór-
fengleg nýbylgjuhljómsveit sem var
hætt áður en Rokk í Rvk var gerð
og missti því af eilífðinni. Gerði 4
laga 7" 1981 sem er mögnuð. Í
draumum mínum handleik ég LP-
plötu með Taugadeildinni. Þetta
ætti að kenna böndum að gera al-
búm áður en þær hætta, hvar er t.d.
platan með Náttfara?“
Nú er Taugadeildin komin saman
á nýjan leik og gæti svo farið að
draumur Dr. Gunna um breiðskíf-
una muni á endanum rætast.
Önnur goðsögn úr íslenskumpönkheimi, hljómsveitin Von-
brigði, sneri aftur á síðasta ári og
gaf út breiðskífu og á sama tíma
kom út ný hljóðversplata frá
Fræbbblunum, sem hafa reyndar
starfað endurreistir um nokkurt
skeið.
Það þykir jafnan fréttnæmt þeg-
ar sveitir sem voru yfir meðallagi
farsælar í eina tíð taka aftur til
starfa en vegferð hinna „nýju“
sveita getur orðið æði misjöfn. Svo
dæmi sé tekið frá útlöndum hefur
Patti Smith t.a.m. gefið út prýði-
legar plötur í seinni tíð en end-
urkoma frægustu pönksveitar allra
tíma, Sex Pistols, varð algert stór-
slys. Ekki það að greinarhöfundur
sé eitthvað sérstaklega á taugum
yfir Taugadeildinni, við sjáum að
sjálfsögðu hvað setur.
Árni Daníel Júlíusson, sagnfræð-
ingur og bassaleikari Taugadeild-
arinnar, staðfestir enduropnun
deildarinnar og kemur hún fram á
tónleikum í kvöld á Grand Rokk
ásamt Fræbbblunum og Von-
brigðum.
„Það voru Fræbbblatónleikar
fyrir jól sem hrundu þessu end-
anlega af stað,“ segir Árni og tekur
einnig fram að hann og Óskar Þór-
isson söngvari hafi verið að dútla
eitthvað saman undanfarin tvö,
þrjú ár. Árni segir það gaman að
einhverjir telji sveitina goðsagna-
kennda, a.m.k. hafi gengið mjög vel
á starfstímanum og sveitin hafi ver-
ið býsna þétt. Sömuleiðis hafi hon-
um þótt nokkuð súrt í broti er hún
lagði upp laupana.
„Þá vorum við að toppa tónlist-
arlega,“ segir Árni. „Það má segja
að við höfum hætt er leikur stóð
hæst. Við vorum búnir að spila á
öllum stöðum sem hægt var að spila
á hérlendis. Þetta er ekki ósvipað
sögu Purrksins – án þess að ég sé
að líkja okkur við hana – hún spil-
aði alls staðar þar sem það var
hægt í eitt og hálft ár og hætti svo.
Við í Taugadeildinni áttum í raun
bara eftir að gefa út stóra plötu.
Það hefði svosem verið hægt en
okkur entist ekki aurinn til þess. Ég
var ekki sáttur þegar sveitin hætti
á sínum tíma en það er löngu gróið
yfir þau sár.“
Árni segir það ótrúlega gamanað garfa í þessari tónlist á nýj-
an leik.
„Menn eru eldri og þroskaðri og
þetta gengur vel. Einhvern veginn
er samt sami andinn yfir þessu.
Þetta var gaman – mjög gaman –
og það var auðvitað aðalpunkt-
urinn, menn voru að skemmta sér
og á þeim tíma hélt maður áfram
svo lengi sem þetta var skemmti-
legt.“
Eina varðveitta heimildin um
Taugadeildina er áðurnefnd sjö-
tomma en einnig átti sveitin lag á
safnplötunni Northern Lights Play-
house, sem tekið er af téðri sjö-
tommu.
Árni segir að Taugadeildin hafi
troðið upp á einum tónleikum fyrir
jól í Reykjavíkurakademíunni, í
hálfgerðri kyrrþey. Þeir tónleikar
hafi tekist vonum framar og þeir
félagar eflst að þrótti í kjölfarið.
Allt er opið með framhaldið og eru
þeir félagar m.a. að semja nýtt efni.
Plötuútgáfa er einnig inni í mynd-
inni.
Taugadeildin lék/leikur svofellt
síðpönk, tónlist sem varð til eftir að
fyrsta pönkbylgjan reið yfir ’76/
’77. Síðpönkarar leituðu fanga á
nýstárlegum slóðum til að þróa
pönkið áfram og skildu þar með við
sig þriggja gripa pönk Ramones og
Sex Pistols. Taugadeildin fetaði
svipaða tónaslóð og Joy Division og
hin glæpsamlega gleymda The
Sound, tónlist sem er stundum kall-
að hinu ágætlega lýsandi nafni
kuldarokk.
„Það var mikið að gerast á þess-
um tíma, mikill fersleiki í gangi,“
rifjar Árni upp. „Við tókum áhrif
frá mörgum, það má nefna að við
vorum með „Damaged Goods“ eftir
Gang of Four og „She’s Lost
Control“ eftir Joy Division á efnis-
skránni.“
Viku eftir áðurnefnda tónleika á
Grand Rokk treður Taugadeildin
upp á Gauki á Stöng og á Árni ekki
von á öðru en að sveitin haldi eitt-
hvað áfram eftir það.
Annars mætti halda að árið 1981
væri runnið upp fremur en 2005
þegar uppröðun tónleikanna á
Grand Rokk er skoðuð: Fræbbbl-
arnir, Taugadeildin og Vonbrigði.
Hvað næst: Qjtzí, Qjtzí, Qjtzí, Snill-
ingarnir, Lojpippos og Spojsippus;
kannski jafnvel Þvag og Fan
Houtens Kókó!?
Taugadeildin opnuð á ný
’Þá ruddust fram ásjónarsviðið pönksveitir
af ýmsu tagi sem höfðu
það að leiðarljósi að
„gera“ og skeyttu minna
um að „geta“.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Vistmenn Taugadeildarinnar hafa undanfarið verið að undirbúa útskrift sína með hæfilega ströngum bílskúrs-
æfingum. Árni Daníel heldur um bassann lengst til hægri. Óskar er lengst til vinstri.