Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 49

Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 49 BRESKI poppsöngvarinn George Michael segir að ný mynd um ævi sína marki endalok tveggja áratuga fer- ils síns sem popptónlistarmaður, en myndin ber tit- ilinn George Michael: A Different Story. Spurður um ástæðu þessa svarar Michael: „Ég tel að mín eigin tónlistargrein hafi sungið sitt síðasta.“ Þetta sagði Michael fyrr í vikunni á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín í Þýskalandi þar sem hann var að kynna mynd sína. Michael, sem er 41 árs, sagði við blaðamenn að hann vildi „reyna að beina ferli mínum í nýjar áttir – ég veit ekki enn hvað það verður“. Eitt væri víst, hann hefði engan áhuga á því lengur að keppa um hylli fólks við lið á borð við Robbie Will- iams, Will Young og Rachael Stevens. Michael sagði við blaðamenn í Berlín í dag að hann teldi að þar sem hann hefði ekki tjáð sig mikið um sjálfan sig undanfarin 15 ár eða svo, hefði hann talið að áhangendur sínir ættu rétt á að vita um hvað lög hans fjölluðu. Sagðist hann telja að það „að koma út úr skápnum“ hefði leitt til þess að hann hefði minni áhyggjur af því að greina frá einkalífi sínu. Á öllu léttari nótum játaði Michael einnig að það væri ýmislegt sem honum þætti neyðarlegt við fyrstu ár fer- ils síns. „Ég framdi marga tískuglæpi á níunda ára- tugnum,“ viðurkenndi Mich- ael. Nýjasta plata söngvarans, Patience, komst í efsta sæti breska sölulistans í fyrra. „Ég mun halda áfram að búa til tónlist,“ sagði söngv- arinn en bætti við að hann væri ekki viss um að hann hefði áhuga á því lengur að flytja hana sjálfur. „Einna helst langar mig að búa til söngleik, ekki endilega fyrir svið heldur alveg eins fyrir kvikmynd.“ George Michael leiður á poppi Þótt leiður sé á poppinu leiddist George Michael ekki athyglin sem hann fékk í Berlín. EINN allra virtasti og vinsælasti uppistandari í heimi um þessar mundir, Bretinn Eddie Izzard, er væntanlegur hingað til lands og verður með uppistand á veitinga- húsinu Broadway 9. mars. Izzard, sem ekki er síður kunn- ur sem sjónvarpsmaður og kvik- myndaleikari, hefur áður haldið uppistand hér, er hann troðfyllti Loftkastalann árið 1995 og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Segir Ísleifur Þórhallsson hjá Event ehf., sem stendur fyrir komu Izzards, að fjölmargir hafi verið búnir að hvetja sig til að stuðla að endurkomu Izzards, bæði þeir sem sáu hann í Loft- kastalanum og hinir sem náðu ekki í miða og sjá enn eftir því: „Þá var hann sjálfur að hefja feril sinn og fyrirbærið uppistand tiltölulega óþekkt hér á landi. Þó var uppselt í Loftkastalann og skemmtu áhorfendur sér svo vel að sýningin hefur í seinni tíð orðið nokkuð goðsagnakennd í umtali. Event hefur til dæmis fengið fleiri áskoranir og beiðnir um að flytja Izzard til Íslands en nokkurn ann- an skemmtikraft og þess vegna er það mikið gleðiefni fyrir uppistand hérlendis og íslenska áhorfendur að kappinn skuli vera á leiðinni.“ Izzard á 12 ára feril að baki sem uppistandari, sjónvarpsstjarna og kvikmyndaleikari og hefur hlotið einróma lof fyrir. The Sunday Times sagði hann eitt sinn vera fyndnasta mann sinnar kynslóðar og aðrir breskir fjölmiðlar hafa viðhaft viðlíka sterk lýsingarorð um hann. Hann hefur verið kall- aður „fyndnasti maður jarð- arinnar“ af The Irish Times, „stór- kostlegasti grínisti áratugarins“, af NME og „grínkeisarinn“, hvorki meira né minna, af The Observer. Ísleifur segir Izzard þekktan fyrir það að fara ótroðnar slóðir. „Í byrjun ferilsins hafi hann vakið athygli og umtal fyrir að koma yfirleitt fram klæddur í kvenmannsföt, stífmálaður og í há- hæluðum skóm. Aðspurður segist hann ekki vera samkynhneigður, heldur líklega „lesbía föst í karl- mannslíkama“,“ skýrir Ísleifur. Í tilkynningu frá Event ehf. seg- ir að stíll Izzard byggist á því að hann fangi úr lausu lofti hug- myndir og aðstæður og geri úr þeim „furðulegar, súrrealískar og oft á tíðum fáránlegar grínsögur“ en að sjálfur segist hann bara „tala og tala viðstöðulaust“ og sé fyrstur til að viðurkenna að hann fái „vel borgað fyrir að bulla“. Izz- ard þykir óútreiknanlegur með af- brigðum og engin sýning ku vera eins hjá honum enda er hann í sí- fellu að fá hugmyndir að nýju efni og segir sagan að honum líði sjálf- um best þegar hann er kominn á flug og spinnur af fingrum fram. Izzard hefur haldið fjölda sýninga á West End í Lundúnum og verið duglegur við að ferðast um heim- inn með uppistand sitt. Sýning Izzards er liður í ferð hans um Norðurlöndin en hann hefur síðustu árin verið æ upp- teknari við að leika í kvikmyndum en hann er orðinn býsna eft- irsóttur í Hollywood eftir frammi- stöðu sína í myndum á borð við Shadow of the Vampire, Velvet Goldmine og nú síðast Ocean’s Twelve. Næst leikur hann í mynd leikarans Johns Turturro sem verður framleidd af Coen- bræðrum og mun heita Romance & Cigarettes, og The Wild, þar sem hann leikur á móti Kiefer Sutherland. Athygli skal vakin á að sérstök forsala á takmörkuðu magni miða verður fyrir þá sem eru skráðir á póstlista Event ehf. á vefsíðunni event.is og byrjar hún mánudag- inn 21. febrúar kl. 10:00. Uppistand | Eddie Izzard til Íslands Izzard er eggjandi og örvandi uppistandari sem fær heilmikið út úr því að koma áhorfendum sínum í opna skjöldu. „Fyndnasti mað- ur jarðarinnar“ Uppistand Eddie Izzards verður á Broadway 9. mars og hefst miða- sala 22. febrúar, kl. 10 í verslunum Skífunnar, á event.is og í síma 575 1522. Miðaverð er 3.500 kr. og verða 800 miðar í boði. Aldurs- takmark er 18 ár. Nánari upplýs- ingar um uppistandið og forsölu er að finna á event.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.