Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I  ÓskarsverðlaunaÁður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá fram leiða nda Tra ining day Miðasala opnar kl. 15.30  Yfir 30.000 mannsfir .   Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 3.40 OG 5.50. B.i. 14 ára   CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN 2 ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR A MIKE NICHOLS FILM JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára. CLOSER Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Sýnd kl. 3.50. KR 400. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. kl. 5.40, 8 og 10.20.    Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Opinská og umdeild verðlaunamynd um sambönd,kynlíf, framhjáhald og lygar. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Opinská og umdeild verðlaunamynd um sambönd,kynlíf, framhjáhald og lygar.  Kvikmyndir.is. S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Sýnd kl. 8. 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. 2 Ó S K A R S V E R Ð L A U N A T I L N E F N I N G A R Sýnd kl. 5.45 og 10.20. B.i. 14 ára. 3000 km að heiman. 10 eftirlifendur Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða ÞRÍR fremstu brettakappar Íslands taka um þessar mundir þátt í myndatöku á vegum tímaritsins Transworld Snowboarding, eins stærsta og útbreiddasta snjóbretta- blaðs í heiminum. Eiríkur Helgason, Viktor Helgi Hjartarson og Guð- laugur Hólm Guðmundsson hafa lagt stund á nám við sænskan snjó- brettamenntaskóla síðan í haust en komu hingað til lands fyrir mynda- tökuna. „Þetta er besta blaðið í snjó- brettaheiminum. Það er toppurinn að fá að taka þátt í þessu,“ segir Guðlaugur aðspurður. Þeir dvelja í tvær vikur hér á landi og eru staddir sem stendur í Reykjavík. „Ætli við förum ekki norður á föstudaginn og tökum upp þar og líka eitthvað á Ólafsfirði,“ segir Guðlaugur en strákarnir eru allir frá Akureyri. Líklegt er að bróðir Eiríks, Hall- dór, bætist í hópinn fyrir norðan. Fjórir saman mynda þeir hópinn Team Divine og hafa gert snjó- brettamyndirnar Noxious Dream- ing: Made in Iceland og Óreiðu. Ástæða er fyrir því að Halldór er ekki með þeim í náminu í Svíþjóð en hann er þrettán ára og yngri en hinir strákarnir. Eiríkur og Viktor eru sautján ára og Guðlaugur er átján. Valdir í úrvalshóp í Svíþjóð Strákunum hugnast sænska nám- ið vel. „Þetta er alveg æðislegt. Við erum í skólanum á mánudögum, svo förum við með skólanum í fjallið á þriðjudögum og miðvikudögum. Síð- an er skóli á fimmtudag og föstudag. Við erum með þjálfara sem leiðbein- ir okkur. Við höfum líka farið í ferða- lag til Noregs og eigum eftir að fara eitthvað meira í ferðalög,“ segir Guðlaugur en þeir eru á fé- lagsfræðibraut og um er að ræða þriggja ára nám, sem endar með stúdentsprófi. Bærinn sem skólinn er í heitir Malung og er í Mið-Svíþjóð, í döl- unum, útskýrir Guðlaugur. „Þetta er besta brettasvæðið í Svíþjóð.“ Strákunum hefur gengið vel þarna úti og hafa verið valdir í sér- stakan úrvalshóp. Þeir byrjuðu í al- mennum hópi en færast í úrvalshóp- inn á næsta ári. Fylgja því meiri ferðalög og keppnir víða um Evrópu. Myndataka á vegum útbreidds snjóbrettablaðs hérlendis Ljósmynd/Geiri Guðlaugur stekkur hátt á Snæfellsjökli. Hann er í snjóbrettamenntaskóla í Svíþjóð. Þetta er toppurinn www.transworldsnow- boarding.com www.bigjump.is ingarun@mbl.is JÚLÍA er sönn prímadonna, stjarna í leiklistalífi Lundúnaborgar á fjórða áratug seinustu aldar. Leikkona og ekkert annað, bæði á sviðinu og í einkalífinu. Lífið fyrir utan sviðið er varla til – alla vega tilheyrir ekki hennar heimi. Júlía er nú að nálgast fimmtugsaldurinn og er þreytt á leikritinu sínu og lífinu líka. Þá kem- ur ungur Bandaríkjamaður inn í líf hennar, fátækur aðdáandi og ástríðufullur. Henni finnst hann fá- ránlega óspennandi fyrst en sér síð- an tækifæri í honum til að lífga upp á tilfinningalífið á sviðinu og í hjart- anu. Annette Bening er sannkölluð stjarna í myndinni – og í alvöru. Hún leikur Júlíu á sérlega sannfærandi máta, marglaga karakter sem veit ekki hvað hún vill annað en að hljóta aðdáun, hafa fólk í hendi sér, vera stjarnan. Þetta er flókinn karakter, heillandi tilfinningavera sem enginn getur hatað þrátt fyrir stjörnustæl- ana. Á vissan hátt er hún enn litli leiklistarneminn sem hlustar á ráð- leggingar meistara síns, sem Mich- ael Gambon leikur frábærlega, þrátt fyrir að hann sé löngu dáinn og hún 25 árum eldri. Annette kemur þess- ari flóknu veru svo skemmtilega til skila að hún varpar skugga á flesta aðra í myndinni. Þótt leikurinn sé léttur og farsakenndur kemur hún samt hinum vel földu vonleys- istilfinningum hennar til skila. Jeremy Irons leikur eiginmann hennar og umboðsmann, og hún á skemmtilegan samleik með honum líkt og öðrum fínum leikurum mynd- arinnar. Shaun Evans leikur elsk- hugann unga, en valið á honum er merkilega gott, manni finnst hann jafnóspennandi og Júlíu finnst í byrjun. Myndin fjallar um raunveru- leikafirrta konu og hversu langt hún gengur til að viðhalda þeim stjörnu- sess og þeirri virðingu sem henni finnst hún eiga skilið, og getur ekki lifað án. Maður skyldi halda að hún myndi læra eitthvað í lok mynd- arinnar eða taka einhverjum breyt- ingum en því er ekki fyrir að fara. Það verður að segjast að hápunkt- urinn er svolítið ótrúlegur sem er miður. Einnig fannst mér myndin frekar langdregin, alla vega fyrri hlutinn, en það tekur myndina hátt í klukkutíma að byrja. Júlía sjálf er ekkert sérstaklega frumleg kvikmynd né sterk, og hafa flestir aðstandendur hennar gert betur áður. En hún er skemmtileg afþreying með góðum leikurum og stjörnuleik af hálfu Bening. Annette Bening fer á kostum í Being Julia, að mati gagnrýnanda. Sönn prímadonna KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: István Szabó. Handrit: Ronald Harwood eftir skáldsögu W. Somerset Maugham. Kvikmyndataka: Lajos Koltai. Aðalhlutverk: Annette Bening, Jeremy Irons, Bruce Greenwood, Miriam Margolyes, Juliet Stevenson, Shaun Evans, Lucy Punch, Tom Sturridge og Michael Gambon. BNA/Bretl. 105 mín. SPI 2004. Júlía sjálf (Being Julia)  Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.