Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 56

Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VETRARHÁTÍÐ hófst í Reykjavík í gær- kvöldi. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafði sett hátíðina hófust ljósa- tónleikar sem voru upphafsatriði hátíð- arinnar. Atriðið var hannað af fjöllistahópn- um Norðan báli ásamt Herði Áskelssyni orgelleikara. Saman fluttu þeir gjörning ljósa og tóna sem bárust yfir Hallgrímskirkju og Skólavörðuholt./45 Morgunblaðið/Jim Smart Vetrarhátíð hafin í Reykjavík BURÐARÁS hf. hefur tryggt sér 6,19% hlutafjár í finnska ríkisflug- félaginu Finnair samkvæmt flöggun- artilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki á miðvikudag. Alls eru rúm- lega 5,2 milljónir hluta í eigu Burðar- áss og er andvirði eignarinnar ríflega 33 milljónir evra, sem samsvarar tæpum 2,7 milljörðum króna. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, fyrirtækið góðan fjárfestingarkost. Einnig hefur Burðarás eignast 7,6 milljónir b-hluta í sænska hugbún- aðarfyrirtækinu Scribona og á Burð- arás nú 14,9% hlutafjár í félaginu en ræður 11,82% atkvæða. „Við teljum að stór verðmæti séu í Scribona en fyrirtækið hefur gleymst að undan- förnu,“ sagði Ragnar Þórisson, fjár- festir hjá Burðarási, í viðtali við sænsku fréttaþjónustuna Direkt. Scribona birti ársreikning nýlega og skilaði 54 milljónum sænskra króna, tæpri 481 milljón króna, í hagnað á síðasta ári. Burðarás fjárfestir í Finnair GJALDÞROT og árangurslaus fjár- nám í ferðaþjónustu námu um 10% af öllum gjaldþrotum og árangurs- lausum fjárnámum í fyrra en að langstærstum hluta eru það mat- sölustaðir sem eiga í hlut. Í fyrra fóru 354 matsölustaðir á hausinn eða nálega einn á hverjum degi. Þetta kom fram í máli Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns grein- ingardeildar Landsbankans, á mál- þingi Samtaka ferðaþjónustunnar. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri sagði samanteknar af- komutölur fyrirtækja í ferðaþjón- ustu sýna ákaflega sorglega niðurstöðu, einkum fyrir hótel- og veitingarekstur. Tölur sýndu að reksturinn væri almennt ekki beys- inn og ekki fýsilegt að fjárfesta í greininni./14 Nær einn mat- sölustaður á hausinn á dag FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, óskað eftir upplýsingum frá 30 stærstu hluthöfum í Íslands- banka um það hvort og hvernig þeir hyggist neyta atkvæðisréttar síns á aðalfundi bankans í næstu viku. FME sendi í gær bréf á þennan hóp hluthafa og óskar svara fyrir kl. 17 í dag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fer FME fram á að fá upplýsingar um hvort 30 stærstu eigendurnir hyggist nýta atkvæð- isrétt sinn á aðalfundinum, fyrir eigin hönd eða fjárhagslega tengdra aðila. Jafnframt er farið fram á upplýsingar um hvern þessir hlut- hafar hyggist styðja í bankaráðið og hvort þeir hyggist framselja at- kvæðisrétt sinn eða fjárhagslega tengdra aðila til annarra. Fram kom í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær að átta menn eru í framboði til sjö sæta í bankaráðinu á aðalfundinum. Meta hæfi til að fara með virkan eignarhlut Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er bréfið sent út sam- kvæmt heimild í lögum um fjár- málafyrirtæki, en þar segir m.a.: „Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyr- irtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningaskyldu skv. VI. kafla og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eign- arhlut.“ Ákvæði laganna um tilkynninga- skyldu mæla m.a. fyrir um að að- ilar, sem hyggist eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki (meira en 10%) skuli leita samþykk- is Fjármálaeftirlitsins fyrir fram. „Samþykkis Fjármálaeftirlitsins skal enn fremur aflað þegar ein- staklingur eða lögaðili eykur svo við eignarhlut sinn að bein eða óbein hlutdeild hans í eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti fer yfir 20, 33 eða 50% eða nemur svo stórum hluta að fjármálafyrirtæki verði talið dótt- urfyrirtæki hans,“ segir í lögunum. Eigendum virks eignarhluta ber að tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyr- irfram, hyggist þeir draga svo úr hlutafjáreign sinni að þeir eigi ekki virkan eignarhlut eftir það. Enn- fremur ber að tilkynna um aðila- skipti að hlutabréfum í fjármálafyr- irtæki sem valda því að hlutafjáreign fer yfir eða undir áð- urnefnd mörk. Óska upplýsinga um nýtingu atkvæðisréttar í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið fer fram á svör frá 30 stærstu hluthöfum í bankanum „VIÐ ÆTLUM að vera mjög áber- andi í borginni og ætlunin er að kynna Reykjavík og íslenska menn- ingu frá mið- vikudegi til sunnudags. Það má segja að þetta séu tólf af fínustu veitingahúsum höfuðborgar Bandaríkjanna,“ segir Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri. Íbúar í Washington munu geta notið ís- lenskra landbúnaðarafurða þegar tólf íslenskir matreiðslumenn taka völdin á helstu veitingahúsum borg- arinnar í október næstkomandi. Matreiðslumennirnir sem fara ut- an eru frá þeim tólf veitingastöðum sem taka þátt í hátíðinni Matur og menning, eða Food and Fun, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Þar spreyta erlendir matreiðslumenn sig á íslensku hráefni við mat- argerð. „Hver íslenskur kokkur verður að koma með sínar hugmyndir að mat, en það verður allt að vera úr ís- lensku hráefni. Lykilatriði er svo að kynna Food and Fun á næsta ári,“ segir Baldvin. Silungur og skyr til Washington NÚ geta sjúklingar á nokkrum tannlæknastofum fengið að skoða tennurnar í sér og tannholdið á sjónvarpsskjá við tannlæknastólinn. Kjartan Örn Þorgeirsson er einn þeirra tannlækna sem hafa tekið í notkun myndavél sem gerir þetta kleift. „Það er bara hægt að sýna þér gatið. Þetta er aukin upplýsingagjöf til sjúklingsins og mín líka,“ segir Kjart- an. Hann segir að þessi tækni sé að verða almennari með- al tannlækna þó að hún sé ekki á öllum stofum. Sjúklingurinn fylgist ekki með þegar gert er við tenn- urnar heldur þegar Kjartan vill sýna honum ástand tann- anna. Þetta er því ekki stöðug útsending úr munnholi sjúklingsins heldur hjálpartæki fyrir og eftir meðferð. Kjartan er mjög ánægður með tækið og segir að sjúk- lingar fái fyllri upplýsingar, en í þessu felist ekki breyt- ingar á greiningaraðferð tannlæknisins. Þarna sjái sjúk- lingar sjálfir það sem tannlæknirinn sé að tala um, t.d. hvar sé illa burstað eða hvar þurfi að gera við. Hann noti þetta mikið til að sýna foreldrum barna hvernig tenn- urnar verði ef ekki sé burstað og geti sýnt þeim hvaða tennur séu illa burstaðar. Það sé ekki síður mikilvægt að sýna heilu tennurnar og í því felist visst forvarnargildi. Stækkunin er mikil og Kjartan viðurkennir að í raun séu tennurnar stundum ekkert glæsilegar svona stórar. En tækið geri sitt gagn. Morgunblaðið/Þorkell Kjartan Örn Þorgeirsson mundar myndavélina og sýn- ir sjúklingi á skjánum hvernig tennur hans líta út. Sjá tennurnar í sér á skjá Tannlæknar farnir að nota stafræna myndavél við skoðunÞróun fasteigna- verðs í rannsókn ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur falið Rannsóknasetri í húsnæðismálum við Viðskiptahá- skólann á Bifröst að rannsaka þróun húsnæðismarkaðarins og vonast hann eftir niðurstöðum í apríl. Árni segir félagsmálaráðuneytið vera í samstarfi við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst og Íbúðalánasjóð um rannsóknasetrið. Því hafi verið falið að skoða þróun húsnæðisverðs, ann- ars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni. Einnig verði skoðað hvort eitthvað hafi gerst á fasteignamarkaðnum sem hafi haft áhrif á verðmyndun á fast- eignum. „Þá horfum við á breytingar á lánamarkaðinum, hugsanlega einnig á breytingar á bygging- armarkaði. Hvort þar hafa orðið breytingar sem ýta undir verðhækk- anir. Það hefur t.d. verið rætt um fasteignaheildsala í því sambandi,“ sagði Árni. Hann segir miklar vangaveltur og getgátur uppi um fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð hafi hækkað mjög ört undanfarna mánuði, aðallega á höfuðborg- arsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.